Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fornkappinn Gísli Súrssonhefur verið ofarlega íhuga Dýrfirðinga und-anfarna mánuði enda hyggjast þeir vekja til lífs sögusvið Gíslasögu og koma á fót víkinga- miðstöð þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um flest það er teng- ist sögu og lifnaðarháttum víkinga. Verkefnið mun jafnframt tengja norðan- og sunnanverða Vestfirði í gegnum sögusvið Gíslasögu en markmiðið er fjölbreyttari ferða- þjónusta með sögulega sérstöðu sem vonandi dregur að fleiri ferða- menn og fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. Þýsk meistaraprófsritgerð grunnurinn að verkefninu Frumkvöðull að því að koma verkefninu af stað er Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vest- fjarða. „Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum en þá fórum við að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri hægt að vinna úr þessu efni sem Gíslasaga er. Fyrsta skrefið, og grunnurinn að því starfi sem nú er í gangi, var skýrsla sem byggist á meistaraprófsritgerð Kerstin Bürling við Rheinische Friedrich- Wilhelms-Universität í Bonn. Kerstin hlaut styrk frá evrópska Leonardo-verkefninu til rannsókn- arvinnu hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða frá vori og fram á haust 1999. Ritgerðin er mikill hug- myndabanki um hvernig tengja má Gíslasögu ferðaþjónustunni og búa þannig fjölbreyttara menningarefni í hendur ferðafólki,“ segir Dorothee. Hún segir að almennur áhugi sé fyrir verkefninu á Þingeyri en fyrir skömmu var þar stofnað Áhuga- mannafélag um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar og er for- maður þess Þórhallur Arason. Er félaginu ætlað að vinna markvisst að jákvæðri kynningu á þeim sögu- arfi sem tengist menningu og lifn- aðarháttum víkinga á landnámsöld, með aðaláherslu á Gísla sögu Súrs- sonar. Þá ber félaginu jafnframt að leit- ast við að skapa ný atvinnutæki- færi sem tengjast hlutverki þess og styrkja menningar- og mannlíf á svæðinu. Söguslóð við þjóðveginn Aðspurð hvar á vegi verkefnið sé statt í dag segir Dorothee talsverða vinnu hafa verið lagða í það á liðn- um vetri. „Á undanförnum mán- uðum hefur verið unnið að því að hanna söguskilti sem verða um tuttugu talsins og á ákveðnum stöðum við þjóðveginn, en í verk- efninu er gert ráð fyrir að þróuð verði söguslóð með upphaf í Ön- undarfirði þar sem Gísla saga Súrs- sonar hefst. Svo skemmtilega háttar til að at- burðir sögunnar gerast margir í nágrenni núverandi þjóðvegar þannig að við getum komið skiltum fyrir meðfram honum þar sem sag- an er rakin. Þannig mun leiðin tengja suður- og norðurhluta Vest- fjarða með sameiginlegum sögu- þræði. Á skiltunum verða myndir og texti á þremur tungumálum þar sem vitnað er í ákveðna atburði í sögunni. Við stefnum að því að öll skiltin verði tilbúin vorið 2005 og vonandi verða þau öll komin á sinn stað um sumarið.“ Þá nefnir Dorothee námskeið í gerð víkingabúninga sem var haldið á Þingeyri og segir það hafa gengið mjög vel en yfir þrjátíu búningar voru saumaðir sem þýðir að um 10% íbúanna eiga nú þegar slíka búninga til að klæðast. Segir hún stefnuna að hittast aftur og hefjast handa við að klára búninga sem verður hægt að sýna á Dýrafjarð- ardögum í sumar og jafnvel verði byrjað á gerð fleiri búninga. Þá nefnir hún vefsíðu verkefnisins, www.westviking.info, sem verið er að leggja lokahönd á og verður opnuð fljótlega. Þar geta menn nálgast margvíslegar upplýsingar um víkingaverkefnið á þremur tungumálum. „Þá er þróun gönguleiða á dag- skránni, útgáfa korta, kynning- arefnis og fleira mætti telja,“ segir Dorothee. Nýtt hátíðarsvæði á Oddanum brátt tilbúið Fyrir skömmu voru kynntar hugmyndir Samsonar B. Harð- arsonar landslagsarkitekts að stað- setningu og útliti á útihátíðarsvæði á Oddanum á Þingeyri. Að sögn Dorothee er ráðgert að hefja fram- kvæmdir við svæðið fljótlega enda stefnan að fyrsta áfanga verði lokið fyrir Dýrafjarðardaga sem haldnir verða í byrjun júlí nk. „Þarna er um að ræða aðstöðu undir beru lofti sem verður notuð til margvíslegs skemmtanahalds og á sömuleiðis að nýtast víkingaverk- efninu. Það er afmarkað með hlöðnum veggjum, eldstæði og sviði en hönnun Samsonar tekur mið af hofi frá víkingatímabilinu og er í senn heiðið og frumkristið tákn,“ segir Dorothee en gert er ráð fyrir að 130–150 manns komist þar í sæti á bekkjum og við langborð, en einnig verður fyrir hendi grill- og eldunaraðstaða. Þá er gert ráð fyr- ir aðstöðu til sölu- og sýningabúða á minjagripum, mat o.fl. sem fram- leitt væri af heimamönnum og far- andvíkingum. Gönguferðir um sögusviðið Hvað söguslóðir Gísla Súrssonar í Haukadal og í Geirþjófsfirði varð- ar segir Dorothee hugmyndir uppi um að setja þar upp bílastæði, hreinlætisaðstöðu, göngustíga og leiðarvísa um helstu kennileiti sög- unnar. Einnig eru hugmyndir um sérstakt móttökuhús þar sem fólk klætt víkingabúningum tæki á móti ferðamönnum sem færu síðan í gönguferð með leiðsögumanni um sögusviðið. Hún segir vel hugsanlegt að jafnvel yrði boðið upp á lengri gönguferðir sem stæðu yfir í tvo til fjóra daga og spönnuðu stærri hluta sögusviðsins, þ.e. frá Hauka- dal yfir í Geirþjófsfjörð og þaðan í Arnarfjörð þar sem Gísli Súrsson var veginn. Þá væri ekki loku fyrir það skotið að bjóða upp á hesta- ferðir um sögusviðið með leiðsögu- manni. „Á þessum stöðum mætti einnig setja upp sölutjöld í formi vík- ingatjalda þar sem boðið yrði upp á minjagripi og þjóðlegar veitingar, s.s. harðfisk og hangikjöt, en þjón- ustuaðilarnir yrðu að sjálfsögðu klæddir víkingafötum til að auka enn á stemmninguna. Sumir vilja jafnvel ganga enn lengra og setja upp víkingaþorp eins og gert hefur verið víða á Norðurlöndum í þeim tilgangi að sýna ferðamönnum hvernig daglegu lífi víkinga var háttað. Það er talsvert fyrirtæki og kostnaðarsamt, en við við sjáum hvað setur,“ segir Dorothee. Dorothee segir fjölmargar hug- myndir hafa litið dagsins ljós í vík- ingaverkefninu en menn horfi raun- sæjum augum á hlutina og geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fara hægt í sakirnar og sníða sér stakk eftir vexti. „Í framtíðinni sjáum við hins vegar fyrir okkur að á Þingeyri verði komið upp safnahúsi sem hafi að geyma muni frá víkingatím- anum, s.s. fatnað, vopn, búsáhöld, amboð, handrit o.fl., sem væri þá t.d. fengið að láni frá Þjóðminja- safninu og skipt út með reglulegu millibili. Í safnahúsinu yrði tekið á móti ferðamönnum og skólakrökk- um sem gætu fræðst um Gísla sögu Súrssonar og ýmislegt annað er tengist víkingatímabilinu. Þar yrði einnig bókasafn sem legði sérstaka áherslu á að safna saman bókum og tölvugögnum sem snerta sögu víkinga. Sömuleiðis væri þarna að- staða til að halda ráðstefnur og fyr- irlestra, jafnvel mætti koma á fót gestaíbúð fyrir fræði- og listamenn sem gætu búið þar fyrir lítið sem ekkert og lagt verkefninu lið með störfum sínum.“ Telur Dorothee ákjósanlegast ef í húsinu yrði einnig aðstaða fyrir handverksfólk sem hannar, fram- leiðir og selur minjagripi til ferða- manna enda segir hún að gera megi ráð fyrir að hönnunin færist smám saman yfir í hluti sem tengj- ast verkefninu. Þannig sé horft til þess að minjagripir verði einkum unnir úr ull, hör, silki, hornum, beinum, silfri, tini, bronsi, gulli, járni, tré, hrosshárum og leðri. Með slíkri aðstöðu opnaðist jafn- framt möguleiki á að bjóða upp á ýmiss konar námskeið, t.d. í gerð víkingabúninga og handverki frá víkingatímanum. Hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverkefni Gíslasöguverkefni er eitt sex ís- lenskra þátttökuverkefna í fjöl- þjóðlega samstarfsverkefninu „Destination Viking“, sem er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusam- bandsins og gengur m.a. út á að halda til haga sögulegri arfleifð víkinganna og nýta hana í þágu ferðaþjónustunnar. Dorothee segir hið alþjóðlega samstarf afar mik- ilvægt en fólk hittist reglulega til að bera saman bækur sínar, bæði hér á landi og erlendis. „Það er mikilvægt að ekki séu allir að gera það sama heldur nái að marka sér sérstöðu. Hinn sam- eiginlegi þráður, Íslendingasög- urnar og víkingarnir, tengir þó öll verkefnin og þannig mynda þau eina heild sem auðveldar kynningu og markaðsstarf.“ Sá hluti „Destination Viking“- verkefnisins sem Ísland tekur þátt í nefnist „Saga Lands“ og að því koma átján víkingaverkefni frá sex löndum, þ.e. Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð, ásamt aðilum frá Labra- dor, Nýfundnalandi og eyjunni Mön. Að sögn Dorothee er þetta er fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga og jafn- framt stærsta Evrópuverkefni á sviði menningarferðaþjónustu sem Íslendingar hafa tekið þátt í til þessa. Auk Gíslasöguverkefnisins eru aðrir íslenskir þátttakendur Dala- byggð með Eiríksstaði og Leifs- verkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf. í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Verkefnið er til þriggja ára og lýk- ur í árslok 2005. Nýtt víkingatímabil hefst í Dýrafirði Eitt skiltanna sem fyrirhugað er að setja upp á söguslóð Gísla Súrssonar. Hönnuðir eru listamennirnir Ómar Smári Kristinsson og Nína Ivanova. Hugmyndin er að söguslóðin verði rakin við þjóðveginn á um 20 skiltum. Myndin sýnir tillögu að uppsetningu slíks skiltis við brúna í Dýrafirði. Morgunblaðið/Guðfinna Útihátíðarsvæði á Oddanum á Þingeyri, hannað af Samsoni B. Harðarsyni landslagsarkitekt. Ráðgert er að fyrsti áfanginn verði tilbúinn í sumar. "     #$% "     &'%(#)%*   &'%(#)% +  , #%&- . /    0  , " *   1  " *   1  Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, klædd að hætti kvenna frá víkingatímanum en búningurinn er einn margra sem saumaðir voru á sér- stöku námskeiði í gerð víkingabúninga sl. vetur. Gíslasöguverkefnið á Vestfjörðum meðal sex íslenskra verkefna í fjölþjóðlegu samstarfi Áætlanir eru um að vekja til lífs sögu fornkappans Gísla Súrssonar og koma á fót víkingamiðstöð í Dýrafirði. Reyndar á fyrsta áfanganum að verða lokið fyr- ir Dýrafjarðardaga í sumar. Guðfinna Hreiðarsdóttir á Ísafirði ræddi við Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða, um þetta fjölþjóðlega verk- efni, sem eykur fjölbreytni í ferðaþjónustu með beinni skírskotun til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.