Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 24

Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ óþekkt verk fundust, langflest mál- uð af ungum listamönnum sem á sínum tíma stunduðu nám á Kon- unglega Listaháskólanum í Kaup- mannahöfn og urðu síðar þekktir myndlistarmenn. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, er verndari sýningarinnar. Sýningarstjóri er Í GERÐARSAFNI verður opnuð í dag kl. 20 sýning á íslenskum mál- verkum í einkaeigu í Danmörku. Sýningin var fyrst sett upp á Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn dag- ana 13. mars–18. apríl að frum- kvæði Dansk-Islandsk Samfund með Klaus Otto Kappel, fyrrv. sendiherra Dana á Íslandi, í far- arbroddi. Hann og félagið leituðu uppi verk eftir íslenska listamenn í einkaeigu í Danmörku. Tilgangurinn var að sýna þau op- inberlega bæði í Danmörku og á Íslandi og varpa í gegnum þessa listaverkaeign ljósi á menningar- samskipti þjóðanna. Fjölmörg áður Bera Nordal. Hún valdi á sýn- inguna um níutíu verk eftir marga af helstu listamönnum Íslendinga. Elsta verkið er frá árinu 1898 en hið yngsta er málað 1987. Sýningunni lýkur sunnudaginn 20. júní. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Svanir, verk eftir Jón Stefánsson á sýningunni í Gerðarsafni. Frá Norður- bryggju í Gerðar- safn HIBIKI er heiti sýningar japanska sviðs- listahópsins Sankai Juku, sem hingað er kom- inn til lands vegna Listahátíðar í Reykjavík og stígur á svið í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Hópurinn er skipaður sex karldöns- urum og eru hreyfingar þeirra sagðar töfrum líkastar, en dansstíll hópsins á rætur í hinni japönsku buto-danshefð sem varð til á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar var eftirstríðs- árakynslóð japanskra dansara á ferð, sem hafnaði hefðbundinni vestrænni og austrænni danshefð og lagði þess í stað áherslu á líkam- ann sjálfan og fagurfræði hans, í því augna- miði að koma til skila mannúðarvakningunni sem átti sér stað í Japan og víðar á þeim tíma. Bergmál lífsins Listrænn stjórnandi og stofnandi Sankai Juku er Ushio Amagatsu, en hann er jafnframt höfundur sýningarinnar – Hibiki. „Þegar orð- ið Hibiki er þýtt beint merkir það bergmál. En það sem sýningin fjallar í rauninni um er áframhald, um líf manneskjunnar sem end- urtekur sig. Í því felst vísunin í bergmálið,“ segir Amagatsu í samtali við Morgunblaðið. Þegar hann er inntur eftir því hvort arfleifð hörmunganna í Hiroshima í síðari heimsstyrj- öldinni sé viðfangsefni í sýningunni svarar hann því til að hún hafi mun víðtækari skír- skotun. „Hiroshima er ekki hluti af verkinu á beinan hátt,“ segir hann. „Ég fæddist eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, og þekki því ekki þann raunveruleika af eigin raun. Ég gæti því aldrei túlkað það sem gerðist í Hiros- hima, þar sem upplifun mín af þeim atburði er óhjákvæmilega önnur. En nú á dögum steðjar líka að okkur ógn í heiminum, og það er það sem ég er að fást við í Hibiki, hvað fólk er að gera nú til dags. Sýningin fjallar um grunn- atriði í mannlegri tilvist.“ Skiptir sjaldan út dönsurum Sankai Juku er þekktasti sviðslistahópur Japana og var stofnaður af Amagatsu sjálfum árið 1975. Í hópnum eru sjö dansarar, að hon- um sjálfum meðtöldum, en sex dansarar taka þátt í Hibiki. „Fjöldi dansara í hverri sýningu er misjafn. Ég skipti ekki oft út dönsurum í hópnum mínum, eins og tíðkast til dæmis í Evrópu. Einn meðlimanna hefur verið í hópn- um frá upphafi og tveir aðrir hafa verið í hópnum undanfarin 17 eða 18 ár. Jafnvel nýj- ustu meðlimir hópsins hafa verið með okkur í fjögur eða fimm ár. Ástæðan fyrir þessari löngu viðveru dansaranna í hópnum er sú, að dansstíll minn er mjög sérstakur og það er því ekki auðvelt að skipta út dönsurum. Það tekur tíma að laga þá að vinnubrögðunum,“ segir hann. Bakgrunnur dansaranna í hópnum er mis- jafn að sögn Amagatsu, sumir eru lærðir dans- arar en aðrir hafa leiklistarmenntun. Sjálfur lagði hann stund á nútímadans og klassískan ballett á sínum tíma, áður en hann skipti yfir í buto-dans. „Dansstílinn sem Sankai Juku not- ast við hef ég hins vegar sjálfur þróað. Ég myndi segja að það sem væri einkennandi fyr- ir hann væri samtal við aðdráttarafl jarðar. Líkaminn er alltaf í tengslum við aðdrátt- araflið og margir klassískir dansstílar, eins og ballett, eru alltaf að reyna að sigra það. En mín leið er að taka við aðdráttaraflinu og vinna með því. Hreyfingarnar eru hægar, en líkjast þó ekki Tai Chi eða öðrum íþróttum. Samþjöppun er lykilatriði í þessum dansstíl, samþjöppun tíma og rýmis.“ Samtal áhorfenda og dansara Nokkur tonn af hvítum sandi, stórar gler- linsur og vatn eru meðal þeirra leikmuna sem notaðir eru í Hibiki. „Bæði sandurinn og vatn- ið eru hlaðin táknrænum vísunum,“ segir Amagatsu. „Tónlistin er svo frumsamin fyrir verkið af tveimur japönskum tónskáldum, Takashi Kako og Yoichiro Yoshikawa, að minni beiðni. Ég gaf þeim engar útlínur, eng- an söguþráð til að vinna út frá. Hvort tónverk um sig er eins konar ljóð, og ef til vill geta áhorfendur lesið eitthvað úr tónlistinni.“ Hann segir samtal milli áhorfenda og dans- ara skipta sig miklu máli. „Það mikilvæga fyr- ir mig er að þegar fólk horfir á sýninguna skilji það, og láti hrífast,“ segir hann. „En þar sem hver og einn áhorfandi er einstakur geri ég mér grein fyrir að upplifun hvers og eins verður misjöfn.“ Hibiki-sýningin var samin árið 1998 að beiðni Theatre de la Ville í París, en allar göt- ur síðan Sankai Juku hélt fyrstu sýningu sína á Vesturlöndum, í Nancy í Frakklandi árið 1980, hefur hópurinn haft sterk tengsl við Frakk- land. Hibiki hlaut síðan Sir Laurence Olivier- verðlaunin árið 2002 sem besta nýja danssýn- ingin. „Við höfum verið á ferðalagi vítt og breitt um heiminn í nær 25 ár, en þetta er í fyrsta skipti sem við komum til Íslands og allir dansararnir í hópnum eru afar ánægðir með að heimsækja loksins þetta land,“ segir Ushio Amagatsu að lokum. Sýningarnar á Hibiki í Þjóðleikhúsinu hefj- ast kl. 20 í kvöld og annað kvöld. Samtal við aðdráttarafl jarðar „Þegar orðið Hibiki er þýtt beint, merkir það bergmál. En það sem sýningin fjallar í rauninni um er áframhald, um líf manneskjunnar sem endurtekur sig. Í því felst vísunin í bergmálið,“ segir Ushio Amagatsu, höfundur danssýningarinnar Hibiki. Morgunblaðið/ÞÖK Ushio Amagatsu er listrænn stjórnandi og stofnandi Sankai Juku, sem sýnir Hibiki í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. FYRRI hluti dagskrárinnar Hraðlestin París – Brussel hófst í Borgarleikhúsinu í gær með lestri leikritanna Eva, Gloria, Lea eftir hinn belgíska Jean-Marie Piemme í þýðingu Oddnýjar Eirar Ævars- dóttur og Agnes eftir franska leik- skáldið Catherine Anne í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Í dag kl. 17 á Nýja sviðinu verða svo lesin verkin Boðun Benoît eft- ir Belgann Jean Louvet í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar og Frú Ká eftir franska leikskáldið Noëlle Renaude í þýðingu Guð- rúnar Vilmundardóttur. Leikstjórn er í höndum Krist- ínar Jóhannesdóttur, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, Péturs Ein- arssonar og Steinunnar Knúts- dóttur, og það eru leikarar Borg- arleikhússins og nemendur leiklistardeildar Listaháskólans sem lesa. Það er franska leikfélagið La Barraca sem stendur fyrir verk- efninu, í samvinnu við Borgarleik- húsið, Listahátíð í Reykjavík og leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Morgunblaðið/Þorkell Lesið úr Eva, Gloria, Lea eftir hinn belgíska Jean-Marie Piemme. Hraðlestin brunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.