Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 26

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEFANOSKÓRINN frá Svíþjóð heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 19.30 í dag, miðvikudag. Stefanoskórinn var stofnaður af Barbro Björklund 1979 í dómkirkju- söfnuði Uppsala í Svíþjóð og er því 25 ára á þessu ári. Kórinn syngur að mestu verk án undirleiks (a cappella). Stefanoskórinn starfar oft með öðrum kórum og hljómsveitum og hefur tekið þátt í uppsetningum á stærri verkum, s.s. Ein deutsches Requiem eftir Brahms, Requiem eftir Verdi og Te Deum eftir Arvo Pärts. Næsta haust mun kórinn flytja Requiem eftir Dvor- ak í dómkirkjunni í Uppsölum. Kórinn hefur nokkrum sinnum tekið þátt í guðsþjónustum Sænska útvarps- ins, m.a. í þjóðlagatónlistarmessu. Í Ís- landsferðinni fær kórinn til liðs við sig tvo unga þjóðlagatónlistarmenn, Cec- iliu Österholm og Ellinor Björklund sem leika á fiðlu með snertlum (nyckel- harpa) sem er aldagamalt sænskt al- þýðuhljóðfæri. Auk tónleikanna í Nor- ræna húsinu mun kórinn koma fram í Hafnarfirði og á Selfossi, taka þátt í messu í Hallgrímskirkju á sunnudag og að kvöldi þess dags verður kórinn með tónleika í Dómkirkjunni. Barbro Björklund, kirkjutónlistar- kona og stjórnandi kórsins, nam kór- stjórn hjá Eric Ericsson við Tónlist- arháskólann í Stokkhólmi. Sjálf hefur hún mikla reynslu sem kórsöngvari. Í samstarfsverkefnum kórsins hefur Björklund unnið með mörgum kór- og hljómsveitarstjórnendum, m.a. Inge- mar Månsson og Per Åke Andersson sem stjórnar Óslóaróperunni. Hún stýrir jafnframt barna- og unglingakór dómkirkjusafnaðarins í Uppsölum. Stefanos- kórinn í Íslandsferð ERLA B. Axelsdóttir opnar sína 16. einkasýningu í Kirkjuhvoli á Akra- nesi á morgun, fimmtudag. Á sýning- unni eru um fimmtíu verk sem öll eru unnin á sl. tveimur til þremur árum. Á efri hæð hússins gefur að líta past- elmyndir stórar og smáar. Þær vinn- ur Erla oftast úti við og fangar mótífið á staðnum. Á neðri hæðinni eru olíu- verk. Þar brýtur Erla mótífið meira upp og leyfir því sem hefur áhrif á hana í nánasta umhverfi að koma til sín og fléttast inn í verkin. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 15–18. Sýningin stendur til 6. júní. Eitt verka Erlu B. Axelsdóttur. Erla B. Axels- dóttir sýnir í Kirkjuhvoli „DÍSURNAR“, kvartett skipaður Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Bryndísi Pálsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víólu- leikara og Bryndísi Björgvinsdóttur selló- leikara, halda tónleika í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd kl. 17 á morgun, fimmtu- dag. Á efnisskránni eru kvartettar fyrir óbó og strengi eftir Britten og Mozart, stef úr Fellini-myndum eftir Nino Rota í útsetn- ingum Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins, og kvartett fyrir enskt horn og strengi eftir Francaix. Óbókvartett Brittens er fantasía æskuár- anna þrungin af krafti og spennu. Þrátt fyr- ir að Britten hafi samið kvartettinn aðeins 19 ára gamall er þetta líklega eitt mest flutta verk hans. Kvartett Mozarts er ein af helstu perlum kammertónsmíða hans. Franska tónskáldið Jean Francaix og ítalska tónskáldið Nino Rota eiga það sameiginlegt að hafa samið tónlist til að gleðja. Verk Francaix einkennast af léttleika, glensi og gríni, þar sem skiptast á hraðar hrynbreyt- ingar og grípandi laglínur. Kvartettinn fyrir enskt horn og strengi er þar engin und- antekning Tónleikarnir eru styrktir af Menning- arsjóði FÍH. Dísurnar fjórar: Eydís, Herdís Anna, Bryndís P. og Bryndís B. Kvartettar í Kálfatjarnarkirkju Dagskráin í dag Kl. 17 Tónlistartorg Kringlunnar Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Í tengslum við Tónlist fyrir alla. Kl. 20 Háskólabíó Olga Borodina, rússnesk mezzósópransöngkona, syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kl. 20 Þjóðleikhúsið Hibiki, jap- anskt dansleikhús. Fyrri sýning. Kl. 17 Borgarleikhúsið Acte, leik- lestur. Seinni hluti. Listahátíð í Reykjavík 14. - 31. maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.