Morgunblaðið - 19.05.2004, Qupperneq 28
UMRÆÐAN
28 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ má kalla einkar vel til
fundið hjá Þjóðminjasafni Íslands
að hafa lagst undir feld og fengið
þar hugmynd að úti-
listaverki, en frá því
greindi kynning-
arfulltrúi safnsins í
Mbl. 12. maí sl. Hug-
myndaauðgin þar á
bæ hefur hingað til
beinst að því að finna
heppilegar dagsetn-
ingar fyrir opn-
unardag á nýuppgerðu
safninu og hafa marg-
ar verið nefndar og
kynntar. Þetta hefur
verið aðalstarfi kynn-
ingarfulltrúans til
þessa.
Hugmynd safnsins er þessi: Eft-
irgerð af merkilegu sverði frá 10.
öld sem fannst í kumli við Kald-
árhöfða í Grímsnesi á vormorgni
árið 1946 verður komið fyrir á
Melatorgi í margfaldri stærð og
skal gert úr kínversku graníti.
Skúlptúrinn verður táknmynd
Þjóðminjasafns Íslands og við-
urkennt heimsmet í sverðastækkun
ef allt gengur eftir. Það á að hjálpa
til við að vekja athygli á opnun
safnsins næsta haust að sögn kynn-
ingarfulltrúans og veitir sjálfsagt
ekki af. Sverðið er aðeins einn
margra hluta úr kumlinu og þakk-
arvert að það skuli látið duga.
Staðsetning verksins á Melatorgi
er auðvitað vel til fundin í sam-
hengi við hringlandahátt undanfar-
inna ára og hún ein og sér er auð-
vitað nægileg réttlæting fyrir
framkvæmd verksins. Raunar er
spurning hvort hringtorgið án
verksins væri ekki betri táknmynd
og skýrari, enda „skemmtileg til-
viljun að fyrsti víkingaskálinn á Ís-
landi reis aðeins neðar í Suðurgöt-
unni“ og er því í alfaraleið (raunar
við Aðalstræti). Sá skáli verður
opnaður sem hótel á næsta ári, en
látum það liggja milli hluta, enda
sverðshugmyndin allrar athygli
verð.
Sverðið frá Kaldárhöfða er að
öllum líkindum enskt, en hugs-
anlega vallanskt úr Rínarlöndum,
en á víkingaöld voru vopnaverk-
smiðjur í þessum löndum mjög af-
kastamiklar og vopn þeirra dreifð-
ust víða. Þannig er það enn þann
dag í dag eins og kunnugt er og ef
vel væri leitað mætti hugsanlega
finna framleiðandann á ryðguðum
brandinum, einhvers staðar á hjölt-
unum eða meðalkaflanum. Það
væri skemmtileg viðbót og myndi
eflaust styrkja safnið í þeirri við-
leitni að finna „sponsor“ á fram-
kvæmdina. Uppruni sverðsins er
einnig afar skemmtileg tilvísun í
samvinnu og einingu staðfastra
vesturheimsþjóða sem nú fara um
heiminn með reiddan brand í hendi
og eiga sér þarna sameiginlegt
tákn úr fortíðinni. Ís-
land getur margt lagt
til og þetta er því gott
konsept og svo það sé
afgreitt í eitt skipti
fyrir öll og án nokk-
urs vafa, þá vil ég vísa
í fyrrverandi þjóð-
minjavörð er hann
segir á einum stað í
skrifum um þetta
sverð: „Á vorum dög-
um láta menn hugvit,
tækni og fjármuni
þjóna vopnasmíði á
undan öðrum nauð-
synjum. Hið sama
gerðu fornmenn.“ Táknmynd
safnsins er því ekki aðeins vitn-
isburður um nútímalega hugsun,
heldur ekki síður um klassísk gildi
og vitnisburður um mikilvægi þess
að vopnvæðast og láta það ganga
fyrir öllu öðru.
Svo er það listræna hliðin eða
útfærsla hugmyndarinnar. Hún er
áhugaverð á sama hátt og kons-
eptið. Þó svo hér sé með beinum
hætti vitnað í Excalibur og Arthúr
konung, án gæsalappa, þá er það
vel við hæfi enda í fullkomnu sam-
ræmi við þá paradís eftirmyndanna
sem Ísland er orðið. Hér hefur
lengi tíðkast að hafna original hug-
myndum og um það eru til mörg
dæmi, enda farsælast að halda sig
á þekktum miðum líkt og hér er
gert. Því er það einkar viðeigandi
að nota kínverskt granít sem sönn-
un þess að á Þjóðminjasafninu séu
til fornminjar og á meðal þeirra sé
91 sm langt sverð. „Nákvæmar eft-
irlíkingar“ eru stærstu og helstu
afrek Íslendinga, bæði í listum og
pólitík, og því hitta menn þarna
naglann á höfuðið.
Þessi framkvæmd Þjóðminja-
safnsins er í mínum huga aðeins
forsmekkurinn að því sem fylgt
getur í kjölfarið, enda blasir við að
aðrir þjóðardýrgripir verði stækk-
aðir upp með sama hætti. Hug-
myndin er það góð. Næst má
hugsa sér Valþjófsstaðarhurðina á
einhvern gangamunnann í Kára-
hnjúkavirkjun, enda er hún frá
Valþjófsstað í Fljótsdal og gæti
verið kostuð af Landsvirkjun og
Fjarðaráli til helminga. Hundr-
aðföld stækkun úr austfirsku áli
væri við hæfi. Dómsdagsmyndirnar
frá Flatatungu væru með sama
hætti heppilegar í hressilegri
stækkun fyrir utanríkisráðuneytið
og NATÓ til heimabrúks eða notk-
unar á heimsvísu þegar þannig
stendur á – eins og núna. Þetta
gefur ýmsa möguleika og ýmist
smælki í Þjóðminjasafninu sem
vert er að gefa gaum í þessu sam-
hengi. Þannig eiga höfundar hug-
myndarinnar þakkir skildar fyrir
djarfa hugmynd og listræna.
Þetta er enn ein sönnun þess að
bestu hugmyndirnar liggja oftast
hjá þeim sem fara fyrir stofnunum
og kunna vel með fé að fara. Það
þarf bara að kynna þær vel.
Þjóðminjasafnið
fær hugmynd
Kristinn E. Hrafnsson
skrifar um útilistaverk ’„Nákvæmar eftir-líkingar“ eru stærstu og
helstu afrek Íslendinga,
bæði í listum og
pólitík …‘
Kristinn E.
Hrafnsson
Höfundur er myndlistarmaður.
Í KJÖLFAR uppsagna á leigu-
samningum Íslensks markaðar hf.
(ÍM) í flugstöðinni á Keflavík-
urflugvelli um síðustu mánaðamót hef-
ur töluvert verið fjallað um málið í fjöl-
miðlum. Meðal annarra
hefur framkvæmda-
stjóri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar (FLE) lagt
ýmislegt til málanna
sem ég sé mig knúinn til
að fjalla stuttlega um.
Fyrst ber að geta
þess að uppsögn leigu-
samninganna kom eins
og þruma úr heiðskíru
lofti, enda höfðu stjórn-
endur FLE ekki séð
ástæðu til að boða
stjórnendur ÍM til fund-
ar eða hafa samband við
þá með öðrum hætti til að ræða málið.
Mörgum finnast þetta kaldar kveðjur í
ljósi þess að fyrirtækið hefur starfað í
flugstöðinni í rétt tæp 35 ár.
Þær skýringar á þessari uppsögn
sem gefnar hafa verið eru hreint út
sagt ótrúlega léttvægar og ótrúverð-
ugar, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Þess vegna höfum við dregið þá álykt-
un að raunverulegar ástæður séu ein-
hvers konar óvild í garð Íslensks
markaðar hf.
Í janúar 2003 komst samkeppnisráð
að þeirri niðurstöðu að FLE hefði
brotið samkeppnislög í tengslum við
forval á viðskiptatækifærum í flug-
stöðinni árið 2002. Þessi niðurstaða
var síðar staðfest með úrskurði áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála í apríl
2003 og síðan endanlega með dómi
Hæstaréttar í apríl sl.
Samkvæmt úrskurði samkeppn-
isráðs var FLE ekki
heimilt að taka ákvarð-
anir á grundvelli forvals-
ins þar sem það var sett
í biðstöðu þar til skýr-
ingar kæmu á því með
hvaða móti FLE ætlaði
að skipuleggja versl-
unarstarfsemina þannig
að hún samrýmdist nið-
urstöðu ráðsins. Ein-
göngu af þeirri ástæðu
var uppsögn FLE á
leigusamningum ÍM í
flugstöðinni ólögleg. Af
þessari ákvörðun sam-
keppnisráðs og úrskurði áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála, sem nú
hefur verið staðfestur með dómum í
héraði og Hæstarétti, leiðir að óhjá-
kvæmilegt verður að skilja fjárhags-
lega og stjórnunarlega milli þess hluta
rekstrar FLE sem sér um útleigu
flugstöðvarbyggingarinnar annars
vegar og verslunarrekstrar fyrirtæk-
isins hins vegar. Aðeins þannig verður
komið í veg fyrir hagsmunaárekstra
og samkeppnislega mismunun í flug-
stöðinni.
Ótrúverðugar skýringar FLE
FLE hefur skýrt uppsögn Íslensks
markaðar í flugstöðinni með fullyrð-
ingum um að ÍM uppfylli ekki þau
skilyrði sem gefin eru upp í gögnum
forvalsins. Slík skýring er afskaplega
léttvæg í ljósi þess að fyrirtækið hefur
stundað rekstur sinn í flugstöðinni í 35
ár og það mega vera mjög einkennileg
skilyrði sem fyrirtækið ekki uppfyllir
miðað við alla þá reynslu og þekkingu
sem fyrirtækið býr yfir.
Önnur skýring sem gefin er á upp-
sögninni er sú að hugmyndir ÍM um
framtíðarskipulag verslunarrekstrar í
flugstöðinni fari ekki saman við hug-
myndir FLE. Í fyrsta lagi hafa for-
ráðamenn ÍM ekki fengið tækifæri til
að ræða hugmyndir sínar við FLE
þannig að forráðamönnum flugstöðv-
arinnar er einfaldlega ekki kunnugt
um hverjar þær eru. Ef átt er við þær
hugmyndir sem ÍM setti fram í um-
sókn sinni í forvalinu, þá voru þær
hugmyndir settar fram fyrir nær
tveimur árum og margt hefur breyst á
þeim tíma. Það er enn fremur sláandi
að þegar framkvæmdastjóri FLE lýs-
ir þeim hugmyndum sem for-
ráðamenn flugstöðvarinnar hafa um
framtíðarskipulag hennar er engu lík-
ara en hann lesi beint upp úr því til-
boði sem ÍM sendi inn í forvalið á sín-
um tíma.
Ósannindi um verðkönnun
Þá hefur framkvæmdastjórinn nefnt
að verðstefna ÍM fari í bága við það
sem forráðamenn FLE vilja. Vörur
séu dýrar og ÍM hafi ekki viljað taka
þátt í verðkönnun sem hann vildi gera
í flugstöðinni.
Í fyrsta lagi er það staðreynd að í
mörgum vöruflokkum er verð ÍM
langt fyrir neðan það sem gengur og
gerist í verslunum í Reykjavík. Flest-
ar söluvörur fyrirtækisins eru auk
þess innlendar framleiðsluvörur sem
bera enga sérstaka tolla, eins og flest-
ar vörur Fríhafnarinnar gera, og þess
vegna er ekki mikið svigrúm til verð-
lækkana miðað við þau erfiðu leigu-
kjör sem fyrirtækið býr við í flugstöð-
inni.
Í öðru lagi fer framkvæmdastjóri
FLE með rangt mál þegar hann segir
að ÍM hafi ekki viljað taka þátt í um-
ræddri verðkönnun. Hið rétta er að
fyrir liggur undirritað samkomulag
við hann um að ÍM heimili að verð í
versluninni sé kannað, enda hefur fyr-
irtækið ekkert að fela í því sambandi.
Á skjön við
eðlilega stjórnsýslu
Eins og ljóst má vera á því sem hér
hefur verið talið upp er uppsögn FLE
á leigusamningi ÍM byggð á af-
skaplega veikum grunni og skýringar
FLE eru þess eðlis að ekki er hægt að
taka þær alvarlega. Augljóst er öllum
sem það vilja sjá að uppsögnin er
byggð á annarlegum forsendum og er
algerlega á skjön við það sem telst
vera eðlileg stjórnsýsla í nútíma lýð-
ræðisríki. Ríkisrekið einokunarfyr-
irtæki er að misnota stöðu sína og
beita ólöglegum þvingunum gegn fyr-
irtæki á frjálsum markaði. Verið er að
refsa ÍM fyrir að hafa leitað réttar síns
fyrir dómstólum vegna þess að það
taldi að verið væri að brjóta á því lög,
sem síðar kom á daginn að var rétt og
hefur verið staðfest af öllum dóms-
stigum réttarkerfisins.
FLE beitir ólög-
legum þvingunum
Logi Úlfarsson skrifar
um deilu við Leifsstöð ’Ríkisrekið einok-unarfyrirtæki er að mis-
nota stöðu sína og beita
ólöglegum þvingunum
gegn fyrirtæki á frjáls-
um markaði. ‘
Logi Úlfarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íslensks markaðar.
ALLRA nýjustu breytingarnar á
fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar duga ekki til að draga úr þeirri
óvissu sem blasir við starfsmönnum
Norðurljósa um afkomu þeirra og
lífsviðurværi í framtíðinni. Nú ætla
þeir að taka fótinn af við ökkla í stað
hnés. Frumvarpið, aðdragandi þess
og undirbúningur, auk þeirra orða
sem fallið hafa í rökstuðningi stjórn-
arliða, er enn jafnmikil atlaga að
tjáningarfrelsinu og áður. Ítrekað
hefur komið fram að þeir telji að hitt
og þetta, sem birtist á síðum blaða,
verði að stöðva.
Bréfkorn sem ég skrifaði í eigin
nafni til samstarfsmanna og barst
um borg og bý þar sem ég skora á
fólk að safna áskorunum til forseta
Íslands á askorun.is um að undirrita
ekki fjölmiðlalögin hefur verið gagn-
rýnt. Orðalag þess þótti gróft. Fólk
getur haft ýmsar skoðanir á þessu
bréfi. Ég vil engu að síður minna á
aðdraganda þess. Stéttarfélagið sem
ég veiti forystu hefur nú um nokk-
urra mánaða skeið freistað þess
kurteislega að hafa áhrif á löggjöf
sem snertir félagsmenn þess. Við
höfum óskað eftir aðild að nefndum
sem um málið fjalla, óskað eftir að
málið yrði skoðað til lengri tíma og
afleiðingar frumvarpsins kannaðar,
við höfum bent á að unnt væri að ná
víðtækari sátt um málið með sam-
starfi og samráði. Stjórnvöld hafa
skellt skollaeyrum við öllum þessum
málaleitunum. Álit Blaðamanna-
félags Íslands hefur engu skipt.
Þegar þetta blasir við verða menn
að þekkja sinn skjöld. Standa með
skoðunum sínum eða hverfa á braut
með skottið á milli lappanna. Síðari
valkosturinn kemur ekki til greina
og þá skrifa menn bréf til félaga
sinna.
Blaðamannafélag Íslands á sér
107 ára sögu. Það er lifandi afl í þjóð-
málaumræðunni og gætir hagsmuna
ekki einungis sinna félagsmanna
heldur málfrelsis; þess réttar manna
að tjá hugsanir sínar og skoðanir.
Það þarf ekki að grípa til gífuryrða
til að vinna málstað sínum brautar-
gengi. En það er athyglisvert að þá
fyrst minnast menn á félagið í sölum
alþingis þegar formaður félagsins
tekur stórt upp í sig í einkabréfi til
vinnufélaga sinna. Ég ítreka það
sem áður hefur fram komið að bréfið
var ekki sent í nafni félagsins og mér
er nokkur hugarró í því að ekki fór
það öfugt ofan í alla viðtakendur;
þegar þetta er skrifað hafa á áttunda
þúsund manns séð ástæðu til að
skora á forseta Íslands á askorun.is
að undirrita ekki lögin.
Tjáningarfrelsi
Höfundur er formaður
Blaðamannafélags Íslands.
Róbert Marshall
ALLIR muna eftir hinu kátlega
og þó sorglega atviki í Sölku
Völku, þegar Bogesen lét skrúfa
tréfótinn af Beinteini í Króknum,
af því að Beinteinn skrifaði ekki í
réttum anda í sunnanblöðin. Bein-
teinn var maður fátækur, og Boge-
sen hafði lagt fram féð til að kaupa
fótinn. Þegar Beinteinn skrifaði
aðrar greinar og hagkvæmari
Bogesen, fékk hann tréfótinn
skrúfaðan á aftur. Stundum líkir
veruleikinn eftir listinni. Þegar
kennari í Háskólanum í Reykjavík,
Davíð Þór Björgvinsson, skrifaði
undir skýrslu um fjölmiðla, sem
Baugi var ekki þóknanleg, hringdi
einn framkvæmdastjóri Baugs í
forstöðumann skólans og sagðist
segja upp samstarfssamningi við
skólann upp á sextán milljónir
króna. Hann leyndi ekki ástæð-
unni: Hún var hlutur Davíðs Þórs
að fjölmiðlaskýrslunni. Þetta kom
fram í Kastljósi Sjónvarpsins
mánudagskvöldið 26. apríl. Þá
höfðu Baugsmenn í skyndingu
samband við Háskólann í Reykja-
vík, og forsvarsmenn hans voru
fengnir til að heita þögn um málið
gegn því, að uppsögnin yrði aftur-
kölluð. Þeir hafa staðið við það.
Tréfóturinn er aftur kominn á
Beintein í Króknum. En þau okk-
ar, sem höfum að vísu ekkert á
móti Bogesen, en viljum ekki, að
hann ráði lögum og lofum, deili hér
og drottni, hljótum að hugsa okkur
um. Við viljum ekki, að Ísland
breytist í Óseyri við Axlarfjörð, að
Baugur komi í stað Bogesens, að
við þurfum að deila hlutskipti með
Beinteini í Króknum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Tréfóturinn
skrúfaður af
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.