Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 31

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 31 ef salurinn yrði stækkaður þar sem 1.600– 1.800 manna salur myndi t.d. nýtast hans fyr- irtæki allt að þrisvar sinnum oftar á ári en 1.300–1.500 manna salur. Þórir Jóhannsson, ritari í stjórn starfsmannafélags SÍ og með- limur í Jarðýtunefndinni, sagðist fagna því að innan tíðar muni SÍ loks flytja í húsnæði sem væri ekki aðeins áheyrendum heldur flytj- endum samboðið. Hann tók undir með Þresti um að menn hefðu áhyggjur af stærð salarins. Erum að byggja til framtíðar Magnús Kjartansson, formaður STEFs og framkvæmdastjóri hjá Félagi tónskálda og textahöfunda, sagði afar mikilvægt að allir hefðu hugfast að verið væri að byggja til framtíðar. „Þannig að við lendum ekki í þeirri stöðu, eins og svo oft hefur gerst, að menn láti stýrast af málamiðlunum og byggi of smátt einungis til þess að fara í kostnaðarsamar framkvæmdir við stækkun húsnæðis síðar meir.“ Kjartan Ólafsson, formaður Tónskálda- félags Íslands, taldi mikilvægt að þegar rekstrarfyrirkomulag hússins verði skoðað sé haft í huga að stærstur hluti tónlistarmanna væri ekki tengdur neinum stofnunum Margrét Bóasdóttir, formaður Félags ís- lenskra tónlistarmanna, byrjaði á að þakka fundinn þar sem með honum gæfist möguleiki til að miðla upplýsingum um stöðu mála og koma á samræðum sem væri mönnum og málefninu til gagns. „Við erum svo rík af mannauði að við getum ekki leyft okkur að byggja fyrir ríkjandi ástand. Við þurfum hús sem er að innan þannig að það getur hýst jafnt okkar eigin stóru tónleika sem og heims- fræga gesti okkar,“ segði Margrét og fagnaði í framhaldinu nýjum tillögum Artec-manna bæði um stærð og búnað salarins. Næst tók til máls Hrönn Hafliðadóttir óp- erusöngkona og flutti hún hugleiðingu fyrir hönd Stefáns Arngrímssonar, formanns óp- erudeildar félags íslenskra leikara. Í ræðu Stefáns sagði m.a.: „Það skiptir öllu máli að fyrirhugað musteri tónlistar geti þjónað til- gangi sínum um ókomin ár. Hér verður ekki tjaldað til einnar nætur. Ég vil sjá hús sem hýsir allar greinar tónlistar, hvort sem það kallast rokk, rapp, blús, ópera eða sinfónísk tónlist.“ Egill Ólafsson, formaður Samtaka um tón- listarhús, var síðastur á mælendaskrá. Hann ítrekaði áður framkomnar upplýsingar um að með stækkun salarins myndi notagildi hans aukast. „En tillögur sem stuðla að betri rekstrarmöguleikum og nýtingu tónlistar- húss hljóta að horfa til framtíðar.“ Egill tók undir stjónarmið Þórunnar um að sem fyrst yrði hafist handa við að búa til áþreifanlegt rekstrarmódel fyrir tónlistarhúsið. „Annað væri óráð því við verðum að vita hvernig á að reka þetta hús. Hvað áhyggjur talsmanna SÍ varðar þá er ég fullviss um að þær verði að öngu gerðar enda er ég sannfærður um að að- sóknin á tónleika hljómsveitarinnar muni stóraukast við flutninginn í nýtt hús, líkt og reynslan erlendis bendir til.“ kilvægt að rekstrarmódel liggi rir áður en farið er að hanna li Þrastar Ólafssonar, framkvæmda- SÍ, kom fram að mikil andstaða væri hljómsveitarinnar við því að stækka alinn í 1.600–1.800 sæta sal. Þröstur 500 sæta sal best henta SÍ og nefndi meginástæður fyrir því. „Sú fyrsta er því afar mikilvægt er að hljómsveitin st á að endurtaka tónleika. Við getum na u.þ.b.10–15 sinnum á ári, en í 1.800 sal væri það aðeins hægt tvisvar á ári. ðsókn á tónleika hjá okkur er 6–700 og þótt aðsóknin ykist um 50% við ginn í nýtt hús myndum við engu að era að leika fyrir hálftómum sal ef rði stækkaður og til lengdar hefði það tjandi áhrif á hljómsveitina.“ tur benti auk þess á að stærri salur rum útbúnaði myndi hækka leiguna og a harðast niður á þeim aðila sem notar mest, þ.e. SÍ. Að mati Þrastar væri ægt að reisa sér ekki hurðarás um öxl. meðalhófið best. Auk þess tel ég illa af rið ef salurinn og búnaðurinn yrði í mikilli andstöðu og óþökk við stærsta a notanda salarins.“ li Þórunnar Sigurðardóttur, listræns nda Listahátíðar í Reykjavík, kom hennar aðaláhyggjur varðandi húsið sem fyrr að því hvernig eigi að reka g tel afar hæpið að sami aðili og rekur geti rekið tónlistarhúsið. Ég tel ein- a ekki raunhæft að einkaaðili geti rekið ús með glæsibrag án þess að til komi rt opinbert framlag til rekstursins.“ i Þórunnar er nauðsynlegt að rekstr- l tónlistarhússins liggi fyrir áður en verði að hanna sjálfa bygginguna. verða að gera upp við sig hvers konar gera eigi til rekstraraðila. Á hann ein- a að þjóna hlutverki leigusala eða verð- t að gera einhverjar menningarlegar til rekstaraðila hússins?“ spurði Þór- li Einars Bárðarsonar, eigandi Con- ., kom fram að hann teldi afar jákvætt á samræðum Morgunblaðið/Þorkell aðila sem koma munu að starfsemi tónlistarhúss höfðu framsögur á fundinum. silja@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Hermannsson, framkvæmdastjóri hafnar TR, gerði á fundinum grein öðu mála varðandi undirbúning gar tónlistarhúss í Reykjavík. F æstar doktorsritgerðir miðað við hverja 100.000 íbúa eða tvær voru varðar á Íslandi og Lettlandi af Norður- og Eystrasaltslöndunum árið 2001. Vil- hjálmur Lúðvíksson, formaður vís- indastefnunefndar Norðurlanda- ráðs, segir skýringuna á fáum doktorsvörnum á Íslandi að Íslend- ingar hafi sótt háskólanám og fram- haldsnám erlendis. Lettar hafa brennandi áhuga á því að bæta doktorsnám við lettneska háskóla og fjölga lettneskum doktorum á allra næstu árum. Mikil bjartsýni ríkti meðal fulltrúa frá Rússlandi og Eystrasaltslöndunum á ráðstefnu um vísindarannsóknir í Norður- og Eystrasaltslöndunum í Riga í Lett- landi dagana 10.–11. maí. Juris Radzevics, menntamálaráð- herra Lettlands, þakkaði í opnunar- ræðu á ráðstefnunni fyrir stuðning Norðurlandanna við Eystrasalts- löndin. Stuðningur þeirra skipti sköpum við framtíðaruppbyggingu landanna þriggja. Víða væri enn langt í land með að ná fullnægjandi árangri. Lettar eins og hinar Eystrasaltsþjóðirnar væru engu að síður bjartsýnir og tilbúnir að leggja sig alla fram við áframhald- andi uppbyggingu landsins. Radzevics viðurkenndi að Lettar stæðu ekki nægilega vel að vígi í rannsóknum. Auka þyrfti til muna framlag til vísindarannsókna. Engu að síður væri full ástæða til bjart- sýni. Stjórnvöld sýndu skilning á mikilvægi rannsókna. Skömmu fyrir ráðstefnuna hefði forsætisráðherra Lettlands gefið loforð um að hækka ríflega framlag landsins til mála- flokksins. Stefnt væri að því að framlag til rannsókna næði 3% af þjóðartekjum árið 2020. Á ráðstefnunni kom fram að fáir ungir Lettar legðu stund á vísinda- greinar og brottfall úr doktorsnámi væri ekki viðunandi. Aðeins 8% doktorsnema ljúka náminu á innan við fjórum árum í Lettlandi að því er fram kemur í fréttabréfi Euro Faculty í Riga. Flestir kvendoktorarnir í Lettlandi Baiba Rivza, formaður æðri menntunarráðs Lettlands, lagði eins og ráðherrann áherslu á fjölg- un lettneskra doktora. Aðeins tvær doktorsritgerðir á hverja 100.000 íbúa voru varðar í Lettlandi og á Ís- landi árið 2001. Næst á eftir lönd- unum tveimur koma Litháen með níu doktorsvarnir og Eistland með ellefu doktorsvarnir. Alls voru sex- tán doktorsritgerðir varðar í Nor- egi, nítján doktorsvarnir í Dan- mörku, 23 doktorsvarnir í Finnlandi og 27 doktorsvarnir í Svíþjóð sama ár. Ekki lágu fyrir nýrri tölur um doktorsvarnir í löndunum á ráð- stefnunni. Rivza sagði ánægjulegt að hlutfall nýrra kvendoktora væri hvergi hærra en í Lettlandi eða 63,5% af öllum Norður- og Eystrasaltslönd- unum. Kvendoktorar eru 48,7% af öllum doktorum í Finnlandi, 40% í Noregi og 43,7% í Svíþjóð. Rivza tók þó fram að konur sæktu aðallega í félags- og hugvísindi. Hvetja þyrfti konur til að sækja í ríkari mæli í hefðbundnar vísinda- og verkfræðigreinar. Markverð fjölgun hefur verið meðal háskóla- nema í Lettlandi undanfarin ár. Mest hefur fjölgunin verið í einka- reknum háskólum. Ungt fólk er bjartsýnt og baráttuglatt þrátt fyrir að flestir námsmenn þurfi að vinna nær fulla vinnu með námi til greiða skólagjöld og sjá sér farborða. Af nýju Evrópusambandslöndun- um er Lettland fátækast. Keppnisandi í löndunum þremur Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður vísindastefnunefndar Norðurlanda- ráðs, sótti ráðstefnuna í Riga. Hann sagði ástæðuna fyrir fæð doktora á Íslandi þá að Íslendingar hefðu lengst af farið utan til háskólanáms og framhaldsnáms. Rannsóknar- nám til meistaragráðu hefði hafist á Íslandi um 1990 og doktorsnám í fá- einum greinum árið 1995. „Það blas- ir nú við ört vaxandi eftirspurn eftir fólki með doktorsgráðu, bæði í at- vinnulífi og þjónustu hins opin- bera,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. „Við teljum nú líka að doktorsnám sé hluti af því að efla vísindakerfið hér á landi og í und- irbúningi er stefnumótun á því sviði, m.a. á vettvangi Vísinda- og tækni- ráðs. Þar koma upp mörg af þeim álitamálum sem voru til umræðu í Riga.“ Vilhjálmur sagði aðspurður tals- vert langt í land með að Eystra- saltslöndin næðu Norðurlöndunum á sviði rannsókna. Þau gætu þó ver- ið á hraðri uppleið ef farið yrði að boðaðri stefnu stjórnvalda. Vilhjálmi kom mikil bjartsýni Rússa og keppnisandi meðal Eystrasaltslandanna, ekki síst með- al Letta, ánægjulega á óvart. „Það var enginn að væla yfir vandamál- unum en fullur vilji að ganga í að leysa þau,“ sagði hann. „Mér fannst líka góðar fréttir koma af norræn- um „öndvegissetrum“ (CBACCI) sem sagt var frá og mjög margir vís- indamenn og doktorsnemar hafa tekið þátt í. Starfsmenn Mógilsár hafa unnið þar mjög góða vinnu veit ég.“ Áhersla á alþjóðlegt samstarf Á ráðstefnunni voru haldnir margir fróðlegir fyrirlestrar um doktorsnám almennt og sérstök vandamál Eystrasaltslandanna. Prófessor Arild Sæther frá Noregi, fyrrverandi forseti Euro Faculty- deildarinnar í Riga, greindi m.a. frá sérstökum stuðningi Norðmanna við átta úrvalsdoktorsnema í Riga. Stuðningurinn felur í sér fullan námsstyrk til þriggja ára doktors- náms. Nemendurnir þurfa því ekki að stunda vinnu með náminu. Þeim er útveguð góð vinnuaðstaða, far- tölvur, bókakostur og áfram mætti telja. Auk þess gefst nemendunum kostur á að stunda hluta af námi sínu í Noregi. Nemendurnir hafa tvo leiðbeinendur – annan frá Lett- landi og hinn frá Noregi. Sæther sagði að hingað til hefði allt gengið eins og í sögu í tengslum við stuðninginn að öðru leyti en því að erfitt hefði reynst að finna norska leiðbeinendur fyrir doktors- nemendurna vegna anna í norskum háskólum. Allt hefði þó smollið sam- an að lokum. Allar líkur væru á að allir nemendurnir myndu ljúka doktorsnámi sínu með sóma að ári liðnu. Fyrirlesarar frá Eystrasaltslönd- unum lögðu áherslu á að fjölga þyrfti doktorsnemum og bæta nám- ið, m.a. með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, heimsóknum gestafyrir- lesara og gestadómara frá virtum erlendum háskólum við doktorsv- arnir. Fram kom að auka þyrfti námsstyrki til doktorsnema og helst þyrfti með því að tryggja að nem- endur þyrftu ekki að vinna með námi. Að auki kom fram að auka þyrfti möguleika á erlendu sam- starfi með því að stuðla að því að doktorsritgerðir væru skrifaðar á ensku. Almennt kom fram að stuðningur við rannsóknir væri eitt af forgangs- verkefnum allra Evrópuþjóða. Auka þyrfti alþjóðlegt samstarf, stuðla að samhæfingu á milli ólíkra kerfa og komast yfir önnur hagræn vanda- mál til að hægt væri að ná sem best- um árangri til framtíðar. Lettar vilja fleiri doktora Á nýlokinni vísinda- ráðstefnu í Riga lögðu Lettar áherslu á að bæta doktors- nám og fjölga dokt- orum. Anna G. Ólafs- dóttir fylgdist með ráðstefnunni og spurði Vilhjálm Lúð- víksson, formann vís- indastefnunefndar Norðurlandaráðs, hvort Íslendingar hefðu áhyggjur af því að útskrifa jafn fáa doktora og Lettar. ago@mbl.is Ljósmynd/Ilmars Drilins Anders Örn, formaður NorFa, og Baiba Rivza, formaður æðri mennt- unarráðs Lettlands, bera saman bækur sínar á ráðstefnunni. Ljósmynd/Ilmars Drilins Juris Radzevics, menntamálaráð- herra Lettlands, sagði stuðning Norðurlandanna skipta sköpum við framtíðaruppbyggingu Eystrasalts- landanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.