Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 57

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 57 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30,8, 9 og 10.30. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Kl. 4. ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i.12 ára Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. Fyrsta stórmyndsumarsins. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN kl. 3.45. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.30. B.i. 12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. B.i. 14 ára  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Fyrsta stórmyndsumarsins.  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið. AKUREYRI Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 14 ára Með íslen sku tali POWERSÝNING kl. 10 og 12. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. FERILL Elizabeth Hurley í kvik- myndum virðist í óvissu en nýjasta kvikmyndin hennar, sem nefnist Aðferð (Method), verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi og verður þess í stað dreift á mynd- bandi. Hurley tók þátt í fram- leiðslukostnaði kvikmyndarinnar, sem kostaði um einn milljarð króna í framleiðslu. Þar áður lék hún í kvikmyndinni Serving Sara, sem kostaði um tvo milljarða króna í framleiðslu, en féll í miðasölu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og fór beint í myndband í Bretlandi. Þá náði Be- dazzled ekki vinsældum meðal kvikmyndahúsagesta. Hurley lék einnig í Bad Boy og Double Whammy, en þær fóru einnig beint á myndband. Þannig að það blæs ekki byrlega fyrir Hurley í þessum geiranum en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Reuters Lítill áhugi fyrir Hurley FÁIR hafa verið jafnduglegir og Bubbi að sinna aðdáendum sínum víða um land. Svo er einnig núna í vor en Bubbi er að fara í stutt tónleika- ferðalag um landið sem hefst í kvöld á Hótelinu í Stykkishólmi. Aðrar dagsetingar eru sem hér segir: 20. maí er hann í Bíóinu á Akranesi, 21. maí á Kristjáni X á Hellu, 25. maí í Ólafshúsi á Sauðárkróki, 26. maí í Leikhúsinu á Dalvík, 27. maí á Fosshóteli á Húsa- vík og svo 28. maí í Sjallanum á Akureyri. Frá Hellu á Akureyri Bubbi í tónleikaferðalag VISS hópur kvikmyndaunnenda bíður árlega spenntur þegar Woody Allen sendir frá sér sitt nýjasta kvik- myndaverk. Og nú er það Anything Else, svo sem ekki allt annað en við erum vön frá þessum frábæra leik- stjóra, en heldur lakara þó. Þessi meinfyndni náungi á auðvelt með að senda frá sér gamanmynd á eftir gamanmynd, en þó með misdökkum undirtóni. Stundum fáum við líka að sjá dramatískari myndir, sú síðasta Sweet and Lowdown (1999) sem margir muna eftir. Seinustu ár hafa verið helguð gríninu, og þótt það sé ansi gott þá krefst maður þess af hugsuði líkt og Woody Allen að meira sé í þeim en grínið tómt. Í Any- thing Else er varla almennileg saga, hvað þá meira. Þar segir frá ungum rithöfundi (Biggs) í New York sem er voða ástfanginn af kærustunni sinni (Ricci), en hún er erfið og m.a.s. svo að hún vill ekki sofa hjá honum. Myndina skortir tilfinnanlega al- mennilega fléttu, og alla spennu í framvindunni. Myndin er byggð á fyndnum atriðum og skondnum uppákomum, límdum saman með oft mjög svo fyndnum samtölum Allens. En mér var farið að leiðast því ég var ekki viss um hvert myndin var að fara, og eiginlega orðið svolítið sama líka, sem segir sitt. Jason leikur hér hina vanalega Woody-týpu og tekst bara vel upp, taugaveiklaður og varnarlaus sem vera ber. Enda sat hann mun lengur í mér en nokkuð annað við myndina. Christina Ricci leikur kærustuna kolómögulegu á mjög sannfærandi hátt, Woody er fyndinn sérvitringur sem á mjög góða takta í myndinni. Danny DeVito hættir aldrei að vera Danny DeVito, og náði að skapa skemmtilega brjóstumkennanlegan umboðsmann. Sú snilldar leikkona Stockard Channing leikur móður kærustunnar sem er heldur skemmtileg týpa, sem er þó troðið inn án þess að hún þjóni nokkrum til- gangi, og er það mjög í anda mynd- arinnar. Það hvíslaði að mér lítill fugl að næsta mynd Allens, Melinda and Melinda, sé býsna góð, og mikið væri nú gaman ef það reyndist rétt. Enn niður á við KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Kvik- myndataka: Darius Khondji. Aðal- hlutverk: Woody Allen, Jason Biggs, Christina Ricci, Danny DeVito og Stock- ard Channing. 108 mín. BNA. Dream- works 2003. ANYTHING ELSE/ALLT ANNAÐ Hildur Loftsdóttir Atriði úr nýjustu mynd Woody Allen. Ferill hans hefur orðið fyrir skakka- föllum að undanförnu, að mati kvikmyndarýnis Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.