Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRRUM aðalféhirðir Landssíma Íslands, Sveinbjörn Kristjánsson, sem yfirheyrður var fyrir dómi í gær, ásamt fjórum meðsakborningum vegna 261 milljónar króna fjárdráttar í Landssímanum 1999–2003, sagði að- draganda fjárdráttarins hafa verið í tengslum við uppbyggingu Íslenska sjónvarpsfélagsins. Hafi fjárdráttur- inn verið „heimskuleg greiðasemi“ í upphafi. Ekki hafi verið til formlegar reglur fyrir fyrirgreiðslu af þessu tagi en hann hafi þó gert sér grein fyrir háttsemi sinni. Aðrar eins ákvarðanir og hér um ræddi, þ.e. fyrirgreiðslu til utanaðkomandi aðila, hafi ekki verið á færi hans að taka einn og óstuddur innan Landssímans. Um aðdraganda fyrirgreiðslunnar til meðákærðu, Árna Þórs Vigfússon- ar og Kristjáns Ra. Kristjánssonar, sagði ákærði að hugmyndir í þá veru hafi fyrst verið ræddar í hálfkæringi í ársbyrjun 1999 en síðan hafi málin verið rædd af meiri alvöru á fundi þeirra þriggja. Varðandi lánsvexti og upphæðir hafi verið gert munnlegt samkomulag, en ákærði mundi þó ekki hvort samningar hefðu verið gerðir og engin gögn hefðu verið haldin um slíkt. Einhverntíma hafi þó verið rætt um samninga varðandi skuldaviðurkenningar og slíkt, en aldrei hafi orðið af því. Frumkvæðið að fyrirgreiðslunum hafi komið frá honum sjálfum og hafi viðbrögð með- ákærðu verið á þá leið að þeir teldu slíkt eðlilegt og sjálfsagt. Sagði hann að Íslenska sjónvarps- félagið hefði verið komið í fjárþörf og vissi hann jafnframt á þeim tíma um fjárfesta sem hugðu á hlutabréfakaup í félaginu. Ekki kvaðst hann þó muna hverjir þeir væru. Lánin áttu að end- urgreiðast á árinu 2000 en það ár hefðu menn búist við hlutafjáraukn- ingu í félaginu. Þær vonir hefðu hins vegar ekki ræst. Fór að krefjast endurgreiðslu Sagðist ákærði hafa farið að krefj- ast endurgreiðslu frá meðákærðu ár- ið 2000 en sá að þeir hefðu enga möguleika á að mæta þeim kröfum. Sagðist hann ekki hafa gert þeim grein fyrir þeim vandræðum sem hann væri kominn í vegna fjárdrátt- arins og allar viðræður vegna endur- greiðslna hefðu fallið niður í kjölfarið. Ábyrgðir vegna lánanna voru engar, og heldur ekki veðsetningar eða skuldaviðurkenningar. Þó hafi verið rætt um bókhald, en ákærði tók fram að hann þekkti ekki bókhald hjá með- ákærðu. Fé var sett inn á reikninga félag- anna Alvöru lífsins og Lífsstíls auk annarra reikninga en ákærði sagðist ekki muna það nógu vel hvers vegna fé var sett á aðra reikninga. Oftast hefði hann fengið upplýsingar hjá Kristjáni Ra. um að leggja fé inn á reikningana. Um þá háttsemi að milli- færa fé frá Landssímanum á reikning Alvöru lífsins og þaðan á eigin reikn- ing, sagðist ákærði ekki muna hvern- ig stóð á því, en hann sagðist þó halda að það hafi verið vegna viðskipta í fé- lagi við Kristján Ra. Ákærði sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir umfangi fjárdráttarins fyrr en eftir handtöku sína í maí 2003. Sagði hann að daginn áður en hann hafi ákveðið að gefa sig fram, hafi Kristján Ra. upplýst sig um að Alvara lífsins væri í skattrannsókn. Sagðist ákærði á þeim tímapunkti hafa gert sér grein fyrir að málið kæmist upp. Hafi hann ákveðið að gefa fullar upp- lýsingar um hvað hefði verið í gangi á undanförnum árum, en tók fram fyrir dómi, að hann hafi ekki getað gefið nákvæmar upplýsingar um alla þætti málsins, vegna þess hve torrekjanleg brotin væru, þótt hann gæti lýst at- vikum. Við framkvæmd fjárdráttarins í upphafi, sagðist ákærði hafa þurft að finna upp aðferðir til að láta tölur hverfa í uppgjöri árið 2000 fyrir árið á undan, því ekki hafi verið hægt að láta þær standa eins og þær komu fyrir. Um hafi verið að ræða margbrotnar færslur og upp frá því hafi milli- færslur inn á reikninga Alvöru lífsins og annarra haldið áfram. Svefnleysi og streita vegna brotanna Ákærði sagði þann tíma sem brota- starfsemin stóð yfir hafa einkennst af langvarandi svefnleysi og streitu. Hafi hann ekki getað komist frá vinnu nema í skamman tíma. Hann tók þó fram að hann hafi ekki verið í lyfja- neyslu. Ákærði játaði við þingfestingu málsins fyrr á þessu ári, fjárdrátt upp á 250 milljónir króna, en fjárdrátt upp á þær tæpu 11 milljónir sem eftir standa, segist ákærði ekki játa þar sem hann efist um að fjárhæðin sé rétt. Atvikalýsingu sagði hann þó rétta í ákæru. Umdeild fjárhæð er kr.10.983.815 kr. sem skv. ákæru var andvirði þátttökugjalda vegna tölvu- leikja, svonefndra Skjálftamóta Landssímans. Sagði hann allar tölur hafa verið sléttar tölur og því gæti upphæðin í ákæru ekki geta staðist. Sagði hann þó ekki muna miklu og væri rétt fjárhæð líklega einni milljón kr. lægri. Varðandi þátt Árna Þórs um meinta hylmingu upp á 8,6 milljónir króna, sagðist ákærði hafa greitt fjár- hæðir inn á reikning hans í nafni einkahlutafélagsins Hanans, sem rak veitingastaðinn Prikið, í því skyni að Árni kæmist ekki á snoðir um upp- runa fjárins. Að sögn ákærða var hon- um í mun að villa um fyrir bæði Árna og Kristjáni Ra. Varðandi þessa fjár- hæð sagði ákærði að hann hefði ekki verið að lána Árna hana, heldur Al- vöru lífsins og sagðist hann telja að öll samskipti á peningalega sviðinu hefðu farið fram í gegnum Kristján. Fjórði sakborningurinn sem sætir ákæru í málinu fyrir hylmingu og peningaþvætti upp á 30 milljónir er frændi Sveinbjörns og var á launum hjá honum sem starfsmaður Priksins og runnu 300 þúsund krónur til hans á mánuði í 11 skipti. Sá neitar sök og sagðist í gær ekki hafa vitað um neitt óeðlilegt fyrr en málið komst upp í fyrra. Sveinbjörn sagði ekki hafa fylgt með í launasamningnum lífeyr- isgreiðslur, staðgreiðsla opinberra gjalda eða neitt slíkt. 22 milljónir kr. af umræddum 30 milljónum átti með- ákærði að hafa tekið við og ráðstafað, en um þann þátt málsins sagði Svein- björn að meðákærði hefði talið féð stafa frá Landssímanum sem lán og hefði ekki vitað betur. Sagði Svein- björn að meðákærði hefði farið með nokkra tékka fyrir sig í banka en ekki gert sér grein fyrir skyldum og ábyrgðum sem fylgir því að framselja tékka. Þessi mál hafi ekki verið rædd þeirra í millum. Sagðist Sveinbjörn efast um að hann hefði fengið með- ákærða tékkana ef hann hefði gert sér grein fyrir þeim ábyrgðum sem um ræddi. Varðandi eina milljón króna af umræddu fé, sem fór inn á einkareikning meðákærða, sagði Sveinbjörn að hugsanlega hafi það gerst að sínu frumkvæði, en var ekki viss. Þá voru 5,9 milljónir kr. sem fóru inn á reikning einkahlutafélags með- ákærða, sem Sveinbjörn sagði að hefði verið lán til að hjálpa með- ákærða til fasteignakaupa, en með- ákærða sagði hann að umrætt lánsfé myndi hann útvega hjá Íslandsbanka. Sá ekki bein dæmi um pappírslaus lán Í skýrslutöku verjanda af ákærða kom fram að upphaflega hafi ætlunin verið að fá fé Landssímans endur- greitt. Ásetningur um að reyna að fela brotin hafi myndast í mars árið 2000. Sagðist Sveinbjörn í starfi sínu hjá Landssímanum ekki hafa séð bein dæmi um pappírslaus lán til annarra. Fram kom einnig að um 10 milljónir króna hefðu runnið til hans sjálfs af þeim kvartmilljarði sem sakarefnið varðar. Þá hefði hann aðstoðað við að upplýsa málið hjá lögreglu og bent starfsmönnum Landssímans á fjár- dráttaraðferðir sem þeir hefðu átt í verulegum erfiðleikum með að rekja hjálparlaust. Um núverandi stöðu sína sagði Sveinbjörn að hann byggi í Edinborg í Skotlandi og hefði starfað þar í húsa- viðgerðum. Þar ytra verji hann tíma með dætrum sínum og noti tímann fram að fangelsisvist sinni til að skýra málin út fyrir þeim. Verjandi óskaði eftir því að vitni frá lögreglunni vitn- aði um samvinnufýsi Sveinbjörns Sveinbjörn upplýsti þá að Lands- síminn hefði stundað verðbréfavið- skipti og tapað um einum milljarði króna á þeim. Hefði hann sjálfur al- farið séð um að annast rafrænar greiðslur í því skyni frá 1998 til 2002 að fengnum fyrirmælum yfirmanna sinna. Ekki hafi af hálfu félagsins ver- ið rætt um áhættu af því að kaupa pappíra með þessum hætti. Árni Þór Vigfússon, sem neitað hefur sök um hylmingu með Svein- birni, sagði við yfirheyrslur ákæru- valdsins að verkaskipting þeirra Kristjáns Ra. í rekstri Íslenska sjón- varpsfélagsins á Skjá einum hefði verið með þeim hætti að Kristján hefði annast fjármálin og sjálfur hefði hann séð um markaðs- og dagskrár- mál. Hugmyndin um fyrsta íslenska auglýsingasjónvarpið hefði komið snemma árs1999 og þegar þeir hafi leitað sér að fjármagni hafi þeir heyrt að Landssíminn lánaði fé og keypti verðbréf. Hefðu þeir leitað til Svein- björns um að fá lán og hafi hann sagst myndu skoða málið. Samhliða hefði verið leitað eftir hluthöfum, en ekki sagðist hann muna hvaðan lánsfé kæmi, enda hefði hann varið öllum sínum tíma í dagskrár- og markaðs- málin. Sagði hann að Sveinbirni hefði litist ágætlega á viðskiptahugmyndir í tengslum við Skjá einn en hitt væri nú gleymt hvað þeir hefðu rætt varð- andi fjárþörf stöðvarinnar. Sagðist Árni hafa séð rekstrartölur sem stjórnarmaður í félaginu en mundi þær ekki. Sagðist hann aldrei hafa komið að lánamálum félagsins og hefði ekki leitt hugann að fjármála- hlið félagsins og kynni ekki bókhald. Þá hefði hann ekki velt fyrir sér skyldum sem því fylgja að skuldbinda hlutafélög, þótt hann væri prókúru- hafi. Vissi ekkert um skuldamál félagsins Varðandi hylmingu Landssíma- fjárins í félagi með Kristjáni Ra. upp á 129 milljónir króna sem notaðar voru í þágu Alvöru lífsins, neitar Árni sök sem fyrr segir. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað um skuldamál félagsins utan þess að á einhverjum tíma hafi skuldirnar verið komnar í 100 milljónir. Hafi hann haft þær upp- lýsingar frá Kristjáni að Sveinbjörn væri farinn að krefjast endurgreiðslu á lánum en tímasetningar í þeim efn- um voru honum gleymdar svo og hvernig hann brást sjálfur við þeim skilaboðum. Árni er einn ákærður fyrir hylm- ingu upp á 8,6 milljónir kr. af Lands- símafénu, þar af 5,1 milljón kr. sem hann átti að hafa notað til hlutafjár- kaupa í eign nafni. Um þetta sagðist Árni hafa fengið fyrirgreiðslu og farið eftir ábendingu félaga síns um að hlutabréf í félaginu Urði, Verðandi Skuld, væri góður fjárfestingarkost- ur. Varðandi sakargiftir um að hafa tekið við 1,8 milljón kr. inn á reikning sinn til að lækka yfirdrátt sinn, sagði Árni Íslenska sjónvarpsfélagið hafa ætlað að kaupa Kaffibrennslu Akur- eyrar og féð sett inn á reikninginn af ókunnum ástæðum. Hafi hann ekki haft frekari afskipti af Kaffibrennslu- kaupunum og ekki vitað um innlögn- ina fyrr en hann sá málsgögnin. Sama var að segja um tæpar 2 milljónir króna sem fóru inn á reikninginn til lækkunar á yfirdrætti skv. ákæru. Við spurningar verjanda Árna komu fram þau svör m.a. að hann hefði ekki tekið þátt í umræðum við Sveinbjörn þegar Skjár einn var í burðarliðnum um lánakjör, -lengd, og slíka hluti. Engin bein samskipti hefðu átt sér stað við Sveinbjörn vegna lánveitinga, en Kristján hefði sagt sér frá gangi mála. Varðandi áðurnefndar tæpar 2 milljónir, sagðist Árni aldrei hafa séð tvo tékka þar að lútandi og sagði hann að úttektarseðill með nafni sínu á, væri ekki með sinni rithönd, en lík- lega rithönd Sveinbjarnar. Þá hefði hann hvorki vitað um innlögn né ráð- stöfun fjárins hvað þetta snerti. Aðspurður sagðist hann fyrst hafa fengið vitneskju um heimildarlausa lánastarfsemi Sveinbjarnar í maí 2003 þegar Kristján sagði honum frá málinu. Sagði hann að Sveinbjörn hefði tjáð sér á fundi þeirra 1999, að Landssíminn væri í lánveitingum og að sín deild annaðist slíkar lánveit- ingar. Fullyrti Árni að hann hefði ver- ið algerlega grunlaus um að lánveit- ingarnar hefði verið framkvæmdar í heimildarleysi. Ræddu ekki fjárþörf félagsins í tölum Kristján Ra., sem einnig hefur lýst sig saklausan, sagði færslur sem til- greindar eru í ákæru þó vera réttar. Sagði hann þá Árna hafa haft vitn- eskju um að Landssíminn stundaði lánastarfsemi og því hafi þeir hitt Sveinbjörn saman og í framhaldinu hafi hann talað nánar við Sveinbjörn. Fjárþörf Íslenska sjónvarpsfélagsins hafi þó ekki verið rædd í tölum við Sveinbjörn og ekki myndi hann eftir neinum gjalddögum í tengslum við lánin. Varðandi fyrirgreiðslur frá Landssímanum sagði Kristján ekkert athugavert hafa verið við þær þar sem hlutabréfaverð hefði hækkað gríðarlega vikur og mánuði á undan. Kristján sagði að sér hefði ekki fund- ist skorta skuldaviðurkenningar, þótt ekki væru þær á pappírsformi, en til- greindi að greiðslur hefðu farið fram rafrænt. Varðandi ásakanir um hylmingu í tugmilljónatali í félagi með Árna sagði Kristján aðspurður um ráðstöf- un 7,3 milljóna kr. að ráðstöfun fjár- ins væri tengd sölu á fasteign á Laugavegi, en ráðstöfun 10 milljóna kr. til viðbótar gat hann ekki skýrt, en taldi líklegast að þeim hefði verið ráð- stafað vegna Skjás eins. Þá var 10 milljónum kr. ráðstafað að hans sögn vegna Íslenska sjónvarpsfélagsins og 9,6 milljónir kr. fóru líklega til nafn- greinds aðila vegna kaupa á félaginu að sögn Kristjáns. Sama gilti í stórum dráttum um 20 milljónir til viðbótar. Aðspurður af verjanda sínum sagði hann viðskiptareynslu sína hafa kom- ið að námi loknu m.a. við vinnu á sviði söngleikja. Hefði Sveinbjörn verið sinn helsti ráðgjafi í starfi og verið sín fyrirmynd. Um afhjúpun fjárdráttarins sagði Kristján að er hann hafi verið yfir- heyrður hjá skattyfirvöldum 19. maí 2003 hafi hann sagt Sveinbirni frá því. Hafi Sveinbjörn þá sagt sér að greiðslurnar frá Landssímanum hafi verið gerðar í heimildarleysi og hafi það verið í fyrsta skipti sem hann hafi uppgötvað hvernig í öllu lá. Í framburði meðákærða frænda Sveinbjörns kom m.a. fram að honum væri ekki kunnugt um fjárdráttinn og sig hefði aldrei grunað að féð væri illa fengið. Það hafi ekki verið fyrr en 23. maí 2003 að hann hafi áttað sig og þá farið að huga að athöfnum sínum fram að því. Fimmti sakborningurinn er ákærð- ur um hylmingu yfir peningaþvætti upp á 3 milljónir króna og neitar sök. Hugmynd um fyrirgreiðslu fyrst rædd í hálfkæringi Morgunblaðið/Golli Þrír verjenda undirbúa sig fyrir aðalmeðferðina, Helgi Jóhannesson, Gestur Jónsson og Ásgeir Þór Árnason. Fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans játar 250 milljóna króna fjárdrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.