Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 16
SYNJUN FORSETANS 16 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ hefur verið rætt og ritað í gegnum tíð- ina um synjunarvald forseta Íslands samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar og þá staðreynd að samkvæmt 13 gr. stjórnarskrárinnar lætur for- seti Íslands ráðherra framkvæma vald sitt. Meðal annars hafa bæði Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands og Vigdís Finnbogadóttir forveri hans gefið út yfirlýsingar um ástæður þess að þau urðu ekki við áskorunum um að synja lagafrumvörpum staðfestingar. Ólafur Jóhannesson, fyrrv. lagaprófessor og forsætisráðherra, bendir á í riti sínu Stjórnskip- un Íslands, að kanna verði samstætt ákvæði stjórnarskrárinnar þegar virða eigi hvert vald forseta Íslands sé í raun og veru, og gaumgæfa verður þingræðisregluna, sagði Ólafur. „Það ber að hafa í huga, að þó að forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða, er forsetinn jafnframt einskonar öryggi í stjórn- kerfinu og getur komið til hans kasta, ef stjórn- kerfið að öðru leyti verður óstarfhæft.“ Takmarkanir hins raunverulega valds Fjallað var um tildrög synjunarvaldsákvæð- isins í stjórnarskránni í samtali Matthíasar Jo- hannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráð- herra, í aðdraganda forsetakosninganna 1968, en Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillög- urnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir: „Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar. Þarna er þó einungis um öryggis- ákvæði að ræða, sem deila má um, hvort heppi- legt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því, þar sem þingræði er viðhaft. Forseti verður bæði að kunna skil á takmörk- um síns raunverulega valds og hafa hæfileika til þess að beita því rétt, þegar á hann reynir.“ Matthías spyr Bjarna af hverju ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðsluna var sett inn í stjórn- arskrána. Svar Bjarna er svohljóðandi: „Ástæð- an til þess var sú, að þegar verið var að semja frumvarpið að lýðsveldisstjórnarskránni var ut- anþingsstjórn, sem meirihluti Alþingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomu- lagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að þá- verandi ríkisstjóri hefði við skipun utanþings- stjórnarinnar farið öðruvísi að en þingræðis- reglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna að innlendur þjóðhöfðingi kynni að beita bókstaf stjórnarskrárinnar á annan veg en konungur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt fullveldi 1918 – og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrumvörpum, alveg gagnstætt því, sem ætlast er til í þingræðislandi, þar sem staðfest- ing þjóðhöfðingjans á gerðum löggjafarþings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu, að forseti gæti hindrað löglega samþykkt Alþingis með því að synja henni stað- festingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að geta þá komið fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 1942–44, og hefur reynslan síðan bent til að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðulaus. Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætl- aði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess,“ sagði Bjarni í samtalinu við Matthías. Í reynd dauður bókstafur Þá hefur verið rifjað upp að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði um valda- stofnanir stjórnkerfisins og forseta Íslands í rit- inu Íslenska þjóðfélagið, sem félagsvísindadeild Háskóla Íslands gaf út árið 1977 en hann var þá prófessor við deildina. Þar segir Ólafur Ragnar að enginn forseti hafi beitt 26. grein stjórnar- skrárinnar um heimild forseta til að synja laga- frumvarpi og ákvæðið sé í reynd dauður bók- stafur. Ólafur Ragnar skrifaði ritið ásamt Þorbirni Broddasyni prófessor og kemur fram í inngangi að Ólafur Ragnar ritaði þá kafla sem fjalla um íslenska stjórnkerfið. Þar segir m.a.: „Í raun og veru er meginefni stjórnarskrárinnar, 57 af 81 grein, helgað tveimur aðilum – forseta og Alþingi – og er sú lýsing þó hvergi nærri tæmandi og í sumum atriðum villandi sé orða- lagið tekið bókstaflega. Formleg lýsing stjórn- arskrárinnar á verkefnum forseta gefur til kynna að þjóðhöfðingjaembættið sé valdameira en reynslan sýnir. Ákvarðanir sem forseti gefur formlegt gildi eru í raun teknar af öðrum enda segir í 13. gr. „Forsetinn lætur ráðherra fram- kvæma vald sitt.“ Í 15. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Forseti skipar ráðherra“ og „hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim“. Í raun eru fjöldi ráðherra, verkaskipting og val á mönnum í embætti ákveðin af þeim stjórnmálaflokkum sem mynda ríkisstjórnina. Í 22. gr. segir að „forseti lýðveldisins gerir samn- inga við önnur ríki“ en í reynd annast ríkis- stjórnin það verkefni. Í 26. grein er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi staðfestingar, þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur.“ Þegar öryrkjamálið svokallaða kom til kasta forsetans 24. janúar 2001 gaf Ólafur Ragnar yf- irlýsingu í kjölfar staðfestingar hans á lögum um breytingu á almannatryggingalögunum, sem sett voru í kjölfar dóms Hæstaréttar. Í yfirlýsingu sinni sagði m.a.: „Samkvæmt stjórnskipun Íslands gildir sú ótvíræða regla að það eru dómstólar landsins sem kveða á um hvort lög samrýmast stjórnarskrá sbr. nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 19. desember árið 2000. Forseti lýðveldisins fer ekki með úrskurðarvald um það hvort lög fari í bága við stjórnarskrána né heldur felur þjóðaratkvæðagreiðsla í sér nið- urstöðu í þeim efnum. Alþingi hefur nú samþykkt frumvarpið um al- mannatryggingar sem lög með formlegum hætti og stuðningi ríflegs meirihluta þing- manna. Þótt forseti Íslands hafi samkvæmt stjórn- arskrá heimild til að vísa lögum til þjóðarat- kvæðagreiðslu verður að gæta ýtrustu varkárni og rök vera ótvíræð þegar því valdi er beitt. Með tilliti til alls þessa hef ég ákveðið að stað- festa lög um breytingu á almannatryggingalög- um sem Alþingi samþykkti 24. janúar 2001 en ítreka um leið mikilvægi þess að kappkostað sé að ná sáttum í deilum um réttindi öryrkja.“ Enginn tekið fram fyrir hendur Alþingis Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Ís- lands, gaf yfirlýsingu í ríkisráði 13. janúar árið 1993, þar sem forseti staðfesti með undirritun sinni lagafrumvarp um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Höfðu forseta borist áskoranir frá fjölda Íslendinga um að undirrita ekki frumvarpið. Í yfirlýsingu sinni vék forseti að þessum áskorunum og sagði m.a.: „Það má öllum ljóst vera að við þær aðstæður er forseta mikill vandi á höndum og ber að sýna ýtrustu varkárni og kynna sér allar hliðar mála til þrautar. Það hef ég gert og til þess að geta greint ríkisstjórn skýrt og grannt frá aðstöðu minni og afstöðu hef ég boðað til þessa fundar. Árið 1946, í forsetatíð Sveins Björnssonar, bár- ust forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til ríkisráðsfundar. Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokka- drætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Ís- lendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að eng- inn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýð- ræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti. Sá forseti sem nú gegnir því embætti hefur í störfum sínum alla tíð lagt áherslu á sáttmála sinn við þjóðina, við fólk úr öllum flokkum sem aðhyllist ólíkustu skoðanir. Með því hef ég viljað rækja sameiningarhlutverk forsetaembættisins og sett það öðru ofar. Í því felst að virða þær hefðir og venjur sem skapast hafa og efna þann- ig drengskaparheit forseta við þjóðina.“ Vigdís fjallaði um afstöðu sína til 26. greinar stjórnarskrár um synjunarrétt forseta í bókinni Í hlutverki leiðtogans, sem Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, ritaði árið 2000. „Ef ég hefði gert það hefði farið fram þjóð- aratkvæðagreiðsla um lögin. Ég var með klofna þjóð að baki. Annar helmingurinn heimtaði þjóðaratkvæðagreiðslu en hinn helmingurinn að ég skrifaði undir EES-lögin,“ segir Vigdís og ennfremur:„Af minni hálfu var mjög varasamt að neita að skrifa undir samninginn. Með því væri ég að lýsa yfir stríði á hendur Alþingi og ríkisstjórn sem hafði samþykkt hann. Í þjóð- aratkvæðagreiðslu hefði aldrei verið hægt að greina á milli um hvað hefði verið kosið, EES- samninginn eða ríkisstjórnina.“ Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Jóhannesson „Eins konar öryggi í stjórnkerfinu“ Bjarni Benediktsson Synjunarvald forseta sam- kvæmt 26. grein stjórnar- skrárinnar hefur verið í brennidepli undanfarið, en það hefur áður verið rætt þegar umdeildar lagasetn- ingar hafa verið annars vegar. Vigdís Finnbogadóttir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður VG, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi hinn 28. febrúar 2001 að hann teldi einsýnt að setja þyrfti lög um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslu vegna 26. gr. stjórnarskrárinnar, en í þeirri grein segir að synji forseti Íslands laga- frumvarpi staðfestingar, skuli leggja það eins fljótt og kostur er undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í sömu umræðu að hann sæi ekki hvernig öllum þeim spurningum, sem vöknuðu við slíkar að- stæður, yrði svarað með öðrum hætti en með lögum. Ekki myndi hann þó beita sér fyrir slíkri lagasetningu án þess að tilefni væri til. Steingrímur var málshefjandi umræðunnar. „Ég held að einsýnt sé að setja þurfi lög um framkvæmd þessarar kosningar,“ sagði hann. „Mér finnst ankannalegt að láta þetta stjórn- arskrárákvæði standa eins og það er. Umræð- ur um mögulega beitingu þess eru í lausu lofti vegna þess að þá vakna allar þessar spurn- ingar sem hér er hægt að velta upp um hvaða afleiðingar beitingin myndi hafa og hvernig ætti að standa að kosningunni o.s.frv.“ Áður en þessi orð féllu hafði Steingrímur spurt forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að því hvort hann hygðist beita sér fyrir því að setja reglur um framkvæmd slíkrar þjóðaratkvæða- greiðslu „sem tiltækar væru ef til þess kæmi að forseti Íslands beitti ákvæði 26. gr. stjórnar- skrárinnar og synjaði staðfestingar á lögum“. Margar spurningar vakna Davíð sagði í upphafi að ekki væri hafið yfir vafa hvort svonefnt synjunarvald forseta væri í höndum forsetans persónulega eða ríkisstjórn- arinnar. Vísaði hann þar til álits Þórs Vil- hjálmssonar, fyrrverandi prófessors og hæsta- réttardómara, um að ráðherra sé ekki skylt að bera samþykkt lagafrumvarp upp til staðfest- ingar. Ráðherra eigi jafnframt þann kost að leggja til að lagafrumvarpi verði synjað stað- festingar og að forseti sé bundinn af tillögu- gerð ráðherrans þar að lútandi. „En hvað sem þessu líður,“ sagði Davíð, „er ef til vill ekki seinna vænna að huga að því hversu með skuli fara ef sú sérkennilega staða kæmi upp sem tilvitnað ákvæði stjórnarskrár- innar gerir ráð fyrir rúmri hálfri öld eftir að það var skilið með þessum einkennilega hætti.“ Og síðan: „Ef menn setja sem svo að fyrir liggi synjun í skilningi 26. gr. stjórnarskrárinnar sem skylt væri að bera undir atkvæði allra kosningabærra manna svo fljótt sem unnt er vakna margar spurningar um hversu með skuli fara. Hverjir mundu til að mynda teljast kosn- ingabærir? Hvaða skilyrði þurfa menn að upp- fylla í þeim efnum? Hvaða skilyrði væri unnt að setja um þátttöku í slíkri atkvæðagreiðslu og um afl atkvæða? Væri jafnvel hægt að setja skilyrði um aukinn meirihluta eða væri hægt að búa við það að jafnvel 2.000 manns tækju þátt og 1.100 manns myndu nema úr gildi lög sem kannski stór meirihluti þingmanna hefði ákveðið o.s.frv.? Hvað tæki við þegar niður- stöður slíkrar kosningar lægju fyrir? Tökum öryrkjadóminn. Ef ríkisstjórnin hefði fengið sitt frumvarp samþykkt eins og hún fékk og forseti síðan synjað, þá hefði væntanlega orðið að greiða út þennan milljarð með fyrirvörum. Og ef synjun forsetans yrði síðan samþykkt, þá yrði að rukka þennan milljarð inn aftur.“ Davíð ítrekaði að menn veltu því fyrir sér hvað tæki við eftir kosningarnar. „Frá hvaða tíma til að mynda teldist brottfall laganna? Væri það frá synjunardegi forseta? Væri það frá staðfestingu þjóðarinnar á synjuninni o.s.frv.? Fullt af álitaefnum sem upp kæmu þyrftu menn að rannsaka og velta fyrir sér. Um þennan þátt hefur lítið verið fjallað af fræðimönnum en Ólafur Jóhannesson virðist telja einsýnt og hefur sagt það að einsýnt væri að setja yrði lög um þessa atkvæðagreiðslu. Ég tek undir þetta sjónarmið Ólafs. Ég sé ekki hvernig öllum þessum spurningum og fleirum en þeim sem ég hef varpað hér fram verði svar- að með öðrum hætti en með lögum. Eins og menn geta ímyndað sér þegar og ef þetta gerð- ist, þá yrðu væntanlega afskaplega miklar deil- ur uppi í þjóðfélaginu um mál og menn eru ekki endilega mjög sáttir um nokkurn skapaðan hlut þegar slíkar deilur eru uppi. Þess vegna væri afar þýðingarmikið að þessu yrði svarað með skýrum hætti með lögum frá þinginu en ekki frá framkvæmdarvaldshafanum sem væri að fara með framkvæmd kosninga.“ Gerðist aðeins í eitt skipti Davíð sagði ennfremur: „Ef við lítum þannig á að synjunarvaldið sé í höndum ríkisstjórn- arinnar eins og Þór Vilhjálmsson gerir, þá er út af fyrir sig væntanlega ekki ástæða til þess. Þá mundu hjól þingræðisins sjá um þennan þáttinn. Sé hins vegar litið svo á að forseti geti sjálfur beitt þessu ákvæði persónulega sem er þá hið eina í stjórnarskránni sem hann þarf ekki atbeina ríkisstjórnarinnar til, þá tel ég sjálfsagt að á því sé tekið í þetta eina skipti sem þetta mundi gerast, enda er ég þeirrar skoð- unar að ef þetta gerðist, þá mundi þetta aðeins gerast einu sinni. Ég tel að hvorki þjóð né þing mundi í raun líða það að þingræðisreglunni yrði bægt burtu með slíkum hætti.“ Forsætisráðherra og formaður VG ræddu um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi 2001 Þörf á lögum um framkvæmdina Steingrímur J. Sigfússon Davíð Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.