Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 18
BRETAR og Bandaríkjamenn hafa lagt fram nýja ályktun um Írak í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og er henni ætlað að koma til móts við þá gagnrýni, sem önnur lykilríki í ráðinu höfðu uppi á fyrstu álykt- unardrögin. Samkvæmt fyrirliggj- andi drögum mun hinni nýju bráða- birgðastjórn í Írak verða tryggt „fullt sjálfræði“, yfirráð yfir auðlind- um, landamærum, eigin her og lög- reglu og fá heimild til að krefjast þess, að erlendur her verði farinn frá landinu í janúar 2006. Orðalagið er hins vegar mjög óljóst þegar kemur að helsta gagnrýnisefninu: Hverjir munu eiga síðasta orðið um stjórn á hinum erlenda her í land- inu, Bandaríkjamenn eða íraska rík- isstjórnin? Í ályktuninni segir, að nýja bráða- birgðastjórnin eigi að sitja þar til kosið verði til nýs þings í Írak fyrir lok þessa árs en það á síðan aftur að velja enn eina bráðabirgðaríkis- stjórnina. Haustið 2005 verður efnt til almennrar þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá og fyrir árslok það ár til almennra kosninga á grundvelli hennar. Í árs- byrjun 2006 á lýðræðislega kjörin ríkisstjórn að taka við völdunum. Í ályktuninni segir, að ríkisstjórn- in, sem þingið á að velja fyrir lok þessa árs, geti krafist brottflutnings erlends hers áður en umboð hans frá SÞ rennur út í janúar 2006. Í henni segir hins vegar ekkert um það hvernig taka skuli á ágreiningi um viðkvæmar hernaðaraðgerðir en um það er fjallað í sérstöku og með- fylgjandi bréfi frá bandarískum hernaðaryfirvöldum. Michel Duclos, aðstoðarsendiherra Frakklands hjá SÞ, gagnrýnir það og segir, að þessi atriði verði að vera inni í ályktuninni sjálfri. Ekki eiginlegt fullveldi Þótt í ályktuninni sé kveðið á um „fullt sjálfræði“ eða fullveldi bráða- birgðastjórnarinnar, sem tekur formlega við 30. júní næstkomandi, þá verður ekki um að ræða fullveldi í eiginlegri merkingu þess orðs. Hún mun til dæmis ekki hafa neitt lög- gjafarvald. Bandaríkjamenn og Bretar vita þó sem er, að ekki er hægt að kalla ríkisstjórn „fullvalda“, hafi hún ekki heimild til að krefjast brottflutnings erlends hers. Ákvæðið um yfirráð yfir auðlind- um landsins og tekjum af þeim hef- ur líka litla þýðingu í bráð þar sem búið er að ákveða fjárlögin fyrir þetta ár og bráðabirgðastjórnin mun ekki fá neinu um þau breytt. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt, að bráða- birgðastjórnin muni geta beitt neit- unarvaldi gegn aðgerðum banda- Reuters Fólk hópast í kringum bíl sem kastaðist upp í loft og lenti á hvolfi er bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Að minnsta kosti fjórir létust og 34 særðust í tilræðinu sem er eitt margra í landinu síðustu daga. mannahersins, til dæmis eins og þeim, sem Bandaríkjamenn stóðu fyrir í Fallujah, en Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, vís- ar því á bug. Segir hann, að ágrein- ingur um hernaðaraðgerðir verði leystur með bréfaskriftum milli her- námsyfirvalda og ríkisstjórnarinnar. Þyrstir í blessun alþjóðasamfélagsins Stjórnvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum leggja mikla áherslu á, að öryggisráðið afgreiði ályktunina sem fyrst, ekki síðar en um miðjan þennan mánuð og helst fyrir 6. þessa mánaðar, þ.e. næsta sunnu- dag, en þá munu þeir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Blair verða í Frakklandi ásamt öðru stór- menni til að minnast innrásarinnar í Normandí. Það, sem fyrst og fremst brennur á þeim, er að fá einhverja alþjóðlega blessun yfir hernámið í Írak, að ekki verði lengur talað um bandaríska eða breska herliðið, heldur „fjöl- þjóðaherinn“ eins og segir í álykt- uninni. Þótt margir fulltrúar í öryggis- ráðinu hafi fagnað þeim breyting- um, sem gerðar hafa verið á álykt- uninni, þar á meðal Frakkar, Kínverjar og Rússar, sem hafa neit- unarvald, þá segjast þeir ekki ætla að hrapa að neinu. Þeir segjast til dæmis vilja fullvissa sig um, að Írakar séu sáttir við nýju bráða- birgðastjórnina. Nýja ályktunin er einnig ólík þeirri fyrri um hlutverk SÞ í Írak og eru Kofi Annan, framkvæmdastjóra samtakanna, nú gefnar nokkuð frjálsar hendur um það hvenær starfsfólk þeirra verður aftur sent til landsins. Talað er um, að það verði strax og „aðstæður leyfa“ en SÞ er ætlað að aðstoða við samningu nýrrar stjórnarskrár og undirbúa almennar kosningar í Írak fyrir árs- lok. Kofi Annan sagði í fyrradag, að upplausnin og ofbeldið í Írak væru áhyggjuefni fyrir alla en því miður væri lítil ástæða til að ætla, að úr því drægi með skipan nýrrar bráða- birgðastjórnar. Í símaviðtali, sem hann átti við Bush, sagði hann, að öryggismálin skiptu sköpum, „ekki aðeins fyrir kosningarnar, ekki að- eins fyrir uppbygginguna, heldur fyrir hinn almenna borgara í Írak“. Heimildir: Los Angeles Times, BBC, AFP. Óljóst orðalag um hið endan- lega valdsvið Ályktunartillagan um Írak í örygg- isráði SÞ þykir loðin hvað stjórn aðgerða erlenda heraflans varðar ’Hverjir munu eiga síðasta orðið um stjórn hins erlenda hers í landinu, Bandaríkja- menn eða íraska rík- isstjórnin?‘ ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 30. júní: Bráðabirgðarík- isstjórn tekur formlega við af framkvæmdaráðinu. Fyrir janúarlok 2005: Kosið til nýs þjóðþings. Haustið 2005: Þjóðaratkvæða- greiðsla um nýja stjórnarskrá. Desember 2005: Kosningar á grundvelli nýrrar stjórn- arskrár. Janúar 2006: Lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tekur við völdum. Atburðarásin ÓVÍST er hvort nýju bráðabirgða- stjórninni í Írak tekst ætlunarverk sitt: að tryggja öryggi almennings, lýðræðislegar kosningar og leggja drög að endurreisn efnahagsins. Ekki er vitað hve mikil völd hún fær í reynd, hvort hún eða hernáms- veldin hafa síðasta orðið. Bent hefur verið á að ætli nýja stjórnin sér að öðlast myndugleika geti verið nauð- synlegt fyrir hana að krefjast þess að fá áhrif á orðalag ályktunarinnar sem nú er til umfjöllunar hjá örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna um mál- efni Íraks. Fjölmörg lagaleg álitamál munu koma upp, að sögn dagblaðsins The New York Times, s.s. hvort erlenda herliðið og borgaralegir verktakar á vegum þeirra muni áfram njóta frið- helgi gagnvart íröskum lögum. Einnig er deilt um það hvort lögin sem gilda í samræmi við bráða- birgðastjórnarskrá er fram- kvæmdaráðið gamla samþykkti muni gilda áfram. Er þá bent á að hæpið sé að lög sem sett eru undir hernámsstjórn geti áfram talist gild þegar fullvalda stjórn tekur við. Loks kvarta sumir Írakar yfir því að alþjóðlegt eftirlit verði áfram með ríkisfjármálum og valdsvið nýju stjórnarinnar þannig takmark- að. Flest bendir samt til þess að völd bráðabirgðastjórnarinnar verði meiri en Bandaríkjamenn ætluðust til í fyrstu. Stjórnmálaskýrendur og margir liðsmenn framkvæmdaráðs- ins sögðu að Paul Bremer, land- stjóri Bandaríkjamanna í Írak, hefði viljað aðra menn í æðstu embættin en orðið að lúta í lægra haldi fyrir framkvæmdaráðinu gamla. Ráðið var eini aðilinn sem gat með ein- hverjum rétti talað fyrir munn Íraka og það greip tækifærið. Jafnt SÞ sem Bandaríkjamönnum. Út- lendingunum var stillt upp frammi fyrir gerðum hlut. Voru deilurnar skollaleikur? En var niðurstaðan Bandaríkja- mönnum mjög gegn skapi? Ekki eru allir á því og ónafngreindur sendi- herra hjá SÞ telur að um skollaleik hafi verið að ræða. Allt sé reynt til að láta líta svo út sem Írakar séu að taka við til þess að hægt verði að koma á meiri reglu og halda kosn- ingar á tilsettum tíma. Bent er á að nýja stjórnin þurfi að sýna frá upp- hafi að hún líti ekki ávallt málin sömu augum og hernámsveldin. „Því meiri deilur, þeim mun betra fyrir nýju stjórnina og þegar upp er staðið, fyrir okkur,“ segir Henri J. Barkley, sem er sérfræðingur í Mið- Austurlandafræðum og fyrrverandi embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu. „Það skiptir miklu að við töpum nokkrum slags- málum.“ The Los Angeles Times hefur eftir Juan R. Cole, Mið- Austurlandasérfræðingi sem kennir við Michigan-háskóla, að sameig- inlegir hagsmunir Bandaríkja- manna og írösku ráðamannanna séu miklir, þeir eigi sameiginlega óvini. Þess vegna muni nýja stjórnin alls ekki láta sér til hugar koma að biðja hernámsliðið að yfirgefa Írak á næstunni og taka margir undir sjónarmið hans. Ráðherrarnir í bráðabirgða- stjórninni eru 33 og úr öllum helstu trúarhópum, þeir eru úr röðum stjórnmálamanna, menntamanna og kaupsýslumanna. Um helmingurinn er menntaður í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Valdamestu ráðherrarnir voru, eins og forsetinn, í fram- kvæmdaráðinu en margir eru lítt þekktir menn. Sex ráðherranna eru konur og minna má á að í bráða- birgðastjórnarskránni er ákvæði um að minnst fjórðungur þingsæta á væntanlegu, lýðræðislegu Íraks- þingi skuli vera konur. Verður þá hlutur kvenna á þingi meiri en í Bandaríkjunum. Vildu tryggja sér áhrif Embætti forseta er valdalítið en hefur þó mikla táknræna merkingu. Hinn nýi forseti, Ghazi al-Yawar, hefur verið gagnrýninn á stefnu Bandaríkjamanna eftir að stríðinu lauk í fyrra og sagt þá bera mikla ábyrgð á óöldinni vegna vanhugs- aðra ákvarðana. Áhrifamestur verð- ur forsætisráðherrann, sjítinn Ilyad Allawi, læknir og kaupsýslumaður sem var í Baath-flokknum en fór í útlegð þegar upp úr 1970, áður en Saddam Hussein var orðinn valda- mestur í flokknum. Allawi hefur um áratuga skeið átt mikið samstarf við bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og utanríkisráðuneytið vestra. Enginn efast um að öflugustu menn gamla framkvæmdaráðsins, sem naut lítils álits meðal Íraka og var talið handbendi Bandaríkja- manna, vilja reyna að tryggja stöðu sína í stjórnmálalífi landsins til framtíðar. Hins vegar gætu hinir nýju valdamenn lent í flókinni stöðu ef þeim tekst illa upp og allt bendi til að í lýðræðislegum kosningum muni þeim verða hafnað. Láta þeir þá kjósa á tilsettum tíma eða fresta kosningum og bera við ringulreið og öryggisleysi til að framlengja völd sín? Reuters Sjía-múslími úr vopnuðum sveitum klerksins Moqtada al-Sadr með hand- sprengjubyssu á götu í borginni Kufa í sunnanverðu landinu. Eitt mikilvæg- asta verkefni nýrrar stjórnar verður að auka öryggi í landinu. Margt getur orðið nýrri stjórn að falli Bent á að deilur við Bandaríkjamenn hafi ef til vill átt að treysta lögmæti bráðabirgðastjórnarinnar í augum Íraka ’Bent er á að nýjastjórnin þurfi að sýna frá upphafi að hún líti ekki ávallt málin sömu augum og hernáms- veldin. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.