Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ALLT Í LAGI, ALLIR FRÁ BORÐI! FLÆR!! AAAAHHH! ÉG VAR BARA BÚINNAÐ SAMÞYKKJA AÐ GEFA ÞEIM FAR ÞETTA LANGT ÞAÐ ÞARF MEIRA EN EINA LITLA VEKJARAKLUKKU TIL ÞESS AÐ KOMA MÉR Á FÆTUR ÞETTA FÓR EKKI MJÓG VEL... HA? ÉG HLÝT AÐ HAFA SOFNAÐ AFTUR... AFSAKIÐ... JÁ KENNARI... ÉG SVAF ÁGÆTLEGA Í NÓTT... EN AÐ SOFA ER BARA EINS OG AÐ BORÐA... ÞETTA VAR EFTIRRETTUR! Risaeðlugrín © DARGAUD AAAAHAAA! ER ÞETTA SÁ GRUNAÐI? MIKIÐ VARSTU FLJÓTUR JÁ ÞETTA ER HANN! GRUNAÐUR UM HVAÐ? ÉG GERÐI EKKI NEITT! GERÐIR ÞÚ EKKI NEITT? ERTU VISS? VILTU VITA HVAÐ ÞÚ HEFUR GERT? ÖÖÖ JÁ! ÞÚ TÓKST ÞÁTT Í ÆFINGU Á NOTKUN NÝS LEYNILEGS FJARSKIPTA- BÚNAÐAR ÆFINGIN TÓKST MEÐ EINDÆMUM VEL! ÞAÐ ER ÞESSU UNDRATÆKI AÐ ÞAKKA AÐ LÖGREGLULIÐI OKKAR TEKST AÐ NÁ BETRI ÁRANGRI Í ÞVÍ AÐ GERA SAMFÉLAGIÐ ÖRUGGARA DAVÍÐ, LÖGREGLUSTJÓRI, VERÐUR ÁNÆGÐUR AÐ HEYRA NIÐURSTÖÐUR VERKEFNISINS Í NAFNI LAGANNA ÞÖKKUM VIÐ ÞÉR FYRIR OG ÓSKUM ÞÉR TIL HAMINGJU MEÐ ÞESSA ÓVÆNTU ÞÁTTTÖKU EKKI GLEYMA AÐ MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EIN er sú bók, sem mest er með- höndluð. Það er símaskráin, sem komið hefur út frá upphafi símans hérlendis, eða síðan árið 1906. Lengst af var skrá þessi í einu bindi, sem fór vitanlega stækkandi með vaxandi fjölda símnotenda. Eitt sinn sagði dagblað frá því, að kynjajafnréttið hefði þanið skrána mjög út. Konur tóku nú að vera með, en létu áður eig- inmennina eina um að skrá sig. Það er að vísu nokkuð algengt enn, og gegnir nokkurri furðu á þeim jafnréttistím- um sem yfir ganga. En bréf þetta átti raunar fyrst og fremst að fjalla um það, að nú er síma- skráin send út í einu bindi, en var síð- ustu árin send út í tveimur: öðru fyrir höfuðborgarsvæðið og hinu fyrir landsbyggðina. Um þetta skrifaði ég bréf til Morgunblaðsins á sínum tíma, og lýsti vonbrigðum mínum með það fyrirkomulag. Hversu oft hefur það ekki angrað mig að þurfa að leita í annarri bók en Reykjavíkurskránni að númerum úti á landsbyggðinni. Sem betur fer er sú tíð á enda. Þakk- látur er ég því þeim, sem málum hafa stýrt á þann veg, sem orðið er. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Símaskráin er nú í einu bindi Frá Auðuni Braga Sveinssyni rithöfundi: Í MORGUNBLAÐINU 27. maí er viðtal við Róbert Marshall, formann Fjölmiðlasambandsins, um undir- skriftasöfnun sem efnt var til vegna fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarinn- ar. Í viðtalinu er þetta haft eftir Ró- bert: „Ég fullyrði að þetta sé örugg- asta undirskriftasöfnun sem fram hefur farið á Íslandi“. Þetta er hæpin staðhæfing svo að ekki sé meira sagt. Dettur nokkrum manni í hug að „undirskrift“ sem felst í því að slá inn nafn og kennitölu í tölvu, sé eins traust og raunveruleg undirskrift sem lögð er fram opin- berlega og allir geta fengið aðgang að? Þannig var háttað söfnun undir- skrifta sem fram fór undir kjörorð- inu Varið land fyrir réttum þrjátíu árum og var mesta undirskriftasöfn- un sem um getur hér á landi. Fjöldi kosningabærra manna sem þá skrif- aði undir myndi samsvara hátt í 90 þúsund manns nú. Í þeirri söfnun var mönnum gefinn kostur á að kanna hvort nafn þeirra hefði verið ritað á lista að þeim forspurðum og var boðið að strika nafnið út. Skráð- ur ábyrgðarmaður var fyrir hverjum lista og hvert nafn borið saman við íbúaskrá. Þetta var gert til að tryggja að undirskriftirnar yrðu ekki vefengdar, enda var það aldrei reynt. Öðru máli gegnir um þá und- irskriftasöfnun sem Róbert Mars- hall er talsmaður fyrir. Ekki skal dregið í efa að margir hafi tekið þátt í henni, en hversu margir verður seint upplýst. Staðreyndin er sú, að undirskrift sem send er á þennan hátt með tölvu verður ekki sann- reynd nema með beinni fyrirspurn til hinnar nafngreindu persónu. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, RAGNAR INGIMARSSON, ÞORVALDUR BÚASON. Höfundar voru í hópi forgöngumanna undirskrifta- söfnunar Varins lands. Öruggasta undir- skriftasöfnunin? Frá Þorsteini Sæmundssyni, Ragnari Ingimarssyni og Þorvaldi Búasyni: ÖÐRU hverju kemst Tétsnía í fréttir fjölmiðla. Íbúar þar og nágrannar þeirra í Ingútsíu eru undir járnhæl Rússa. Þeir hafa þurft að þola miklar hörmungar gegnum tíðina, allt frá nauðungarflutningum Stalíns til ógnarstjórnar Pútíns Rússlandsfor- seta. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sýnt málinu lítinn áhuga, sér- staklega á þetta við um Evrópuríkin, en málið ætti að standa þeim næst þar eð Rússland er aðili að Evrópu- ráðinu og hefur skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála þess. Nákvæmustu fréttir sem ég hef lesið um ástandið í Tétsníu hafa birst í franska dagblaðinu Le Monde. Ég hef lengi verið áskrifandi að viku- blaðinu Le Monde, sélection heb- domadaire, en þar birtist úrval af greinum úr dagblaðinu. Nú í maí var ágæt grein þar sem fjallað var um hvernig rússneska leyniþjónustan (FSB) stundar handtökur eða mann- rán í Ingútsíu, þar sem flóttafólk frá Tétsníu er fjölmennt. Þetta hefur leitt til þess að margt yngra fólk hef- ur snúist á sveif með öfgafullum mú- hameðstrúarmönnum. Haft var eftir einum íbúa Nazran, aðalborgar Ing- útsíu, að fyrir 10 árum hefði varla nokkur farið í moskurnar nema gam- almenni. Nú væru moskurnar fullar. Trúarofstæki leiðir ekki til neins góðs og aðgerðir sem kynda undir því eru af hinu illa. Mér finnst að það mætti heyrast frá utanríkisráðu- neyti Íslands mótmæli gegn fram- ferði Rússa þarna. Ég bind vonir við að sjálfstæðismaðurinn sem tekur við utanríkisráðuneytinu 15. septem- ber láti Rússana heyra hvað okkur finnst um framferði þeirra þarna niðurfá, þótt ég geri ekki ráð fyrir að mikið mark verði tekið á okkur frek- ar en edranær. PÁLMI INGÓLFSSON, Hraunbæ 128, 110 Reykjavík. Stríðið í Tétsníu Frá Pálma Ingólfssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.