Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 19 LÁGT VERÐ OG MIKIÐ ÚRVAL FULLT VÖRUHÚS OG VERSLUN AF FALLEGUM NÝJUM VÖRUM Á LÁGU VERÐI. ERUM AÐ TAKA INN 5 GÁMA AF NÝJUM SUMARVÖRUM. 20% AFSLÁTTUR Á LÖNGUM LAUGARDEGI Í VÖRUHÚSI OG VERSLUN. Púðar með fyllingu frá kr. 1.250-2.990 Falleg Shenille teppi í sumarbústaðinn Vínrekkar í úrvali Handmálaðar hornhillur Baðbombur kr. 150 stk. Speglar verð frá kr. 6.500 Nýkomin handmáluð smíðajárnsvara í úrvali Myndir verð frá kr. 800 Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11.00-18.00 Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 11.00-18.00 Opið laugardaga 11.00-17.00 DÓMARI í San Francisco í Banda- ríkjunum hefur úrskurðað að um- deild lög, sem banna fóstureyðingar á fimmta eða sjötta mánuði með- göngu, gangi gegn stjórnarskránni. Úrskurðurinn þykir áfall fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta en aðeins er hálft ár frá því hann skrifaði undir lögin. Svæðisdómarinn Phyllis Hamil- ton, bannaði John Ashcroft, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, að nota lögin gegn Samtökum um skipulagðar barneignir í Bandaríkj- unum (PPFA), en helmingur allra fóstureyðinga í landinu fer fram á þeirra vegum. „Lögin ganga gegn rétti kvenna til að velja hvort þær fari í fóstureyð- ingu,“ sagði Hamilton. Er hér um að ræða fyrstu alríkislögin sem tak- marka rétt kvenna til fóstureyðinga í 30 ár. Taldi dómarinn að þau gengju í of miklum mæli gegn tímamótaúr- skurði hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1973 í máli Roe gegn Wade þar sem fóstureyðingar voru heim- ilaðar. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti átti í nokkru basli með regnhlífina sína þegar hann steig út úr þyrlu sinni á Andrews-herflugvellinum í fyrradag. Lög um fóstureyðingar talin ganga gegn stjórnarskrá Áfall fyrir Bush San Francisco. AP. AFP. TALIÐ er að móðganir á heima- síðu hafi leitt til þess að ellefu ára gömul japönsk skólastúlka myrti bekkjarsystur sína með bréfahníf á þriðjudag. Hin tólf ára gamla Satomi Mit- arai lést af sárum sínum eftir að stúlkan hafði ráðist á hana og stungið hana með hníf í matarhléi í grunnskóla í hafnarborginni Sa- sebo í Suður-Japan. Stúlkurnar voru saman með heimasíðu á Net- inu og hefur morðið vakið miklar umræður um barnauppeldi og hætturnar sem stafa af Netinu. „Við teljum að skilaboð sem sett voru á heimasíðuna hafi verið hluti af ástæðunni fyrir glæpnum,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Nagasaki-umdæmi. Morðið hefur vakið mikinn óhug í landinu og hefur Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, tek- ið þátt í umræðunni. „Ég velti fyrir mér hvernig morð getur átt sér stað hjá tveimur skólastúlkum. Þetta er skelfilegur atburður…og nokkuð sem við hefðum aldrei get- að ímyndað okkur,“ sagði Koizumi í ræðu í þinginu þar sem hann hvatti foreldra til að taka barna- uppeldi til umhugsunar. Í leiðurum blaða er spurt hvort ekki hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir atburð- inn með því að grípa inn í og sjón- um hefur verið beint að því hversu auðvelt er að birta óhróður um fólk og svívirða það á Netinu. Ekki hefur orðið jafnmikið upp- þot vegna glæps í Japan síðan árið 1997 þegar 14 ára drengur kyrkti 11 ára strák, hjó af honum höfuðið og festi það á hlið við skólann þeirra í borginni Kobe í vestur- hluta Japans. Móðganir á heimasíðu taldar ástæða morðs 11 ára stúlka myrti bekkjarsystur sína Tókýó. AFP. AP Satomi Mitarai, sem var myrt af skólasystur sinni á þriðjudag. BÖRNUM, sem neydd eru til að gegna herþjónustu, í Afríku og annars staðar í heiminum, fer fjölgandi. Álitið er að þau séu um 300.000 talsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF). Carol Bellamy, yfirmaður stofn- unarinnar, lýsti yfir áhyggjum sök- um þessa og sagði í samtali við franska fjölmiðla að þessi þróun væri „kerfisbundin“ í sumum lönd- um. Þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, þar sem at- hæfið er fordæmt, hefur barnaher- mönnum undir 18 ára aldri, af báð- um kynjum, fjölgað um 50% undanfarin átta ár. Tímamótaúrskurður í Sierra Leone Í Búrma er ástandið talið verst, en þar eru líklega um 77.000 börn sem stunda hermennsku. Í Kongó, Kólumbíu, Líberíu og Angóla, sem koma næst á eftir eru tölurnar um 30.000, 16.000, 15.000 og 11.000 í hverju landi fyrir sig. Í öðrum löndum, þar á meðal Norð- ur-Írlandi, Ísrael, á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna, í Nep- al, Filippseyjum og Indónesíu sinnir ótilgreindur fjöldi barna hermennsku. Dómstóll í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone úrskurðaði á þriðju- dag að þeir sem neyddu börn til að sinna hermennsku í landinu er borgarastríð geisaði þar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. Þetta hefur í för með sér að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll mun í fyrsta skipti birta ákærur á hendur þeim sem ábyrgð báru á þessu athæfi. Þar ræðir um leiðtoga beggja fylk- inga sem börðust í Sierra Leone en borgarastríðið þar, sem stóð yfir í ellefu ár, kostaði um 50.000 manns lífið áður en því lauk árið 2002. 300.000 barnungir hermenn París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.