Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 19

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 19 LÁGT VERÐ OG MIKIÐ ÚRVAL FULLT VÖRUHÚS OG VERSLUN AF FALLEGUM NÝJUM VÖRUM Á LÁGU VERÐI. ERUM AÐ TAKA INN 5 GÁMA AF NÝJUM SUMARVÖRUM. 20% AFSLÁTTUR Á LÖNGUM LAUGARDEGI Í VÖRUHÚSI OG VERSLUN. Púðar með fyllingu frá kr. 1.250-2.990 Falleg Shenille teppi í sumarbústaðinn Vínrekkar í úrvali Handmálaðar hornhillur Baðbombur kr. 150 stk. Speglar verð frá kr. 6.500 Nýkomin handmáluð smíðajárnsvara í úrvali Myndir verð frá kr. 800 Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11.00-18.00 Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 11.00-18.00 Opið laugardaga 11.00-17.00 DÓMARI í San Francisco í Banda- ríkjunum hefur úrskurðað að um- deild lög, sem banna fóstureyðingar á fimmta eða sjötta mánuði með- göngu, gangi gegn stjórnarskránni. Úrskurðurinn þykir áfall fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta en aðeins er hálft ár frá því hann skrifaði undir lögin. Svæðisdómarinn Phyllis Hamil- ton, bannaði John Ashcroft, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, að nota lögin gegn Samtökum um skipulagðar barneignir í Bandaríkj- unum (PPFA), en helmingur allra fóstureyðinga í landinu fer fram á þeirra vegum. „Lögin ganga gegn rétti kvenna til að velja hvort þær fari í fóstureyð- ingu,“ sagði Hamilton. Er hér um að ræða fyrstu alríkislögin sem tak- marka rétt kvenna til fóstureyðinga í 30 ár. Taldi dómarinn að þau gengju í of miklum mæli gegn tímamótaúr- skurði hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1973 í máli Roe gegn Wade þar sem fóstureyðingar voru heim- ilaðar. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti átti í nokkru basli með regnhlífina sína þegar hann steig út úr þyrlu sinni á Andrews-herflugvellinum í fyrradag. Lög um fóstureyðingar talin ganga gegn stjórnarskrá Áfall fyrir Bush San Francisco. AP. AFP. TALIÐ er að móðganir á heima- síðu hafi leitt til þess að ellefu ára gömul japönsk skólastúlka myrti bekkjarsystur sína með bréfahníf á þriðjudag. Hin tólf ára gamla Satomi Mit- arai lést af sárum sínum eftir að stúlkan hafði ráðist á hana og stungið hana með hníf í matarhléi í grunnskóla í hafnarborginni Sa- sebo í Suður-Japan. Stúlkurnar voru saman með heimasíðu á Net- inu og hefur morðið vakið miklar umræður um barnauppeldi og hætturnar sem stafa af Netinu. „Við teljum að skilaboð sem sett voru á heimasíðuna hafi verið hluti af ástæðunni fyrir glæpnum,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Nagasaki-umdæmi. Morðið hefur vakið mikinn óhug í landinu og hefur Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, tek- ið þátt í umræðunni. „Ég velti fyrir mér hvernig morð getur átt sér stað hjá tveimur skólastúlkum. Þetta er skelfilegur atburður…og nokkuð sem við hefðum aldrei get- að ímyndað okkur,“ sagði Koizumi í ræðu í þinginu þar sem hann hvatti foreldra til að taka barna- uppeldi til umhugsunar. Í leiðurum blaða er spurt hvort ekki hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir atburð- inn með því að grípa inn í og sjón- um hefur verið beint að því hversu auðvelt er að birta óhróður um fólk og svívirða það á Netinu. Ekki hefur orðið jafnmikið upp- þot vegna glæps í Japan síðan árið 1997 þegar 14 ára drengur kyrkti 11 ára strák, hjó af honum höfuðið og festi það á hlið við skólann þeirra í borginni Kobe í vestur- hluta Japans. Móðganir á heimasíðu taldar ástæða morðs 11 ára stúlka myrti bekkjarsystur sína Tókýó. AFP. AP Satomi Mitarai, sem var myrt af skólasystur sinni á þriðjudag. BÖRNUM, sem neydd eru til að gegna herþjónustu, í Afríku og annars staðar í heiminum, fer fjölgandi. Álitið er að þau séu um 300.000 talsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF). Carol Bellamy, yfirmaður stofn- unarinnar, lýsti yfir áhyggjum sök- um þessa og sagði í samtali við franska fjölmiðla að þessi þróun væri „kerfisbundin“ í sumum lönd- um. Þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, þar sem at- hæfið er fordæmt, hefur barnaher- mönnum undir 18 ára aldri, af báð- um kynjum, fjölgað um 50% undanfarin átta ár. Tímamótaúrskurður í Sierra Leone Í Búrma er ástandið talið verst, en þar eru líklega um 77.000 börn sem stunda hermennsku. Í Kongó, Kólumbíu, Líberíu og Angóla, sem koma næst á eftir eru tölurnar um 30.000, 16.000, 15.000 og 11.000 í hverju landi fyrir sig. Í öðrum löndum, þar á meðal Norð- ur-Írlandi, Ísrael, á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna, í Nep- al, Filippseyjum og Indónesíu sinnir ótilgreindur fjöldi barna hermennsku. Dómstóll í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone úrskurðaði á þriðju- dag að þeir sem neyddu börn til að sinna hermennsku í landinu er borgarastríð geisaði þar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. Þetta hefur í för með sér að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll mun í fyrsta skipti birta ákærur á hendur þeim sem ábyrgð báru á þessu athæfi. Þar ræðir um leiðtoga beggja fylk- inga sem börðust í Sierra Leone en borgarastríðið þar, sem stóð yfir í ellefu ár, kostaði um 50.000 manns lífið áður en því lauk árið 2002. 300.000 barnungir hermenn París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.