Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 45 SUMARKABARETT Sólheima hefst laugardaginn 5. júní, en í sumar er þriðja sumarið sem Leikfélag Sól- heima býður upp á söngdagskrá í kaffileikhúsinu Grænu könnunni alla laugardaga og sunnudaga klukkan fjögur. Á söngdagskrá sumarsins verða meðal annars lög úr Latabæ, Hárinu, Grease og eftir sveitina Abba, ásamt ýmsum sígildum smellum. Fólk er hvatt til að mæta snemma því allar helgar er troðfullt út úr dyrum og komast færri að en vilja. Kaffihúsið er opið alla daga frá hálfeitt. Vegna frábærrar aðsóknar á leikritið Latabæ hefur leikfélagið ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum á þessu vinsæla barnaleikriti. Fyrri sýningin er klukkan þrjú sunnudaginn 6. júní og seinni sýningin klukkan þrjú sunnudaginn 13. júní. Leikfélagið leggur áherslu á að að- eins verði um þessar tvær aukasýningar að ræða. Þá bendir leikfélagið áhugasömum á að panta miða á leiksýninguna Latabæ svo ekki þurfi frá að hverfa. Hægt er að bóka miða símleiðis í síma 480 4400 eða með tölvu- pósti á netfangið anna@solheimar.is. Þriðja kabarettsumar Sólheima Sumarkabarett á Sólheimum hefst næstu helgi, en á Sólheimum er iðulega blómlegt menningarlíf. Kyrjurnar halda tónleika í Versöl- um, Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í dag, fimmtudaginn 3. júní, kl. 20. Á tónleikunum verða m.a. flutt gosp- ellög. Aðgangseyrir kr. 1.200. Númer á aðgöngumiða gildir sem happdrætti. Meistarafyrirlestur við lækna- deild HÍ Í dag, fimmtudaginn 3. júní, kl 16 mun Sigurður Magnason gang- ast undir meistarapróf við lækna- deild Háskóla Íslands og halda fyr- irlestur um verkefni sitt, „Spítalasýkingar á gjörgæsludeild“. Prófið verður í kennslustofu á 3. hæð í Læknagarði og er Jón Gunnlaugur Jónasson dósentprófstjóri. Leið- beinendur voru Karl G. Kristinsson prófessor, Sigurður Guðmundsson landlæknir og Þorsteinn Svörfuður Stefánsson dósent. Prófarar eru Að- albjörn Þorsteinsson læknir LSH og Magnús Gottfreðsson dósent. Málfundur S.u.s. um forsetaemb- ættið í Iðnó. Samband ungra sjálf- stæðismanna stendur fyrir málfundi um forsetaembættið í dag, fimmtu- daginn 3. júní kl. 12–13 í Iðnó. Fram- sögumenn verða Birgir Tjörvi Pét- ursson héraðsdómslögmaður, Ingvi Hrafn Óskarsson lögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður dóms- málaráðherra og dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor við stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís- lands. Skógarganga skógræktarfélag- anna verður í dag, fimmtudaginn 3. júní kl. 20 á Suðurnesjum. Safnast verður saman á upphafsstað göng- unnar í Sólbrekkum við Seltjörn. Af- leggjarinn að Seltjörn er á Grind- arvíkurvegi, u.þ.b. 1 km sunnan við gatnamótin á Reykjanesbraut. Þar er beygt til vesturs, við skilti merkt; „Seltjörn“. Gengið verður í fylgd staðkunnugra um skóginn í Sól- brekkum og yfir í skóginn við Háa- bjalla og Snorrastaðatjarnir. Rútuferð verður að Seltjörn kl. 19 frá húsi Ferðafélags Íslands í Mörk- inni 6 og til baka um kl. 22. Fargjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna (báðar leiðir). Ókeypis fyrir 14 ára og yngri. Gangan er í umsjá Skógrækt- arfélags Suðurnesja og Skógrækt- arfélagsins Skógfells í Vogum. Kvöldganga Ungmennasambands Borgarfjarðar verður í dag, fimmtu- daginn 3. júní kl 20. Gengið verður frá Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, niður í fjöru, fyrir Hrafnabjörgin og út að Hrafneyri sem var gamall versl- unarstaður. Gengið með leiðsögn heimamanna og fræðst um sögu og umhverfi svæðisins. Rabbfundur um stjórnmál. Stein- grímur J. Sigfússon og Katrín Jak- obsdóttir verða með rabbfund um stjórnmálin í húsakynnum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Suðurgötu 3 í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 3. júní kl. 20. Í DAG Framkvæmdastjóri 2000 Vegna rangra upplýsinga í frétta- tilkynningu frá varnarliðinu kom fram í frétt um viðurkenningu á störfum Ingólfs Eyfells, sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugardag, að hann hefði tekið við stöðu fram- kvæmdastjóra verkfræðistofu varn- arliðsins á þessu ári. Ingólfur hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2000 og hefur varnarliðið óskað eftir að koma því á framfæri. LEIÐRÉTT STEFÁN Jóhannsson fjölskylduráð- gjafi stendur fyrir námskeiði um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og til- finningar dagana 4. og 5. júní nk. í Hallgrímskirkju. Námskeiðið er nú haldið áttunda árið í röð og segir Stef- án þau ætíð hafa mælst vel fyrir. „Það hafa milli 2 og 3000 manns sótt þessi námskeið síðan við byrjuð- um með þau. Við tökum fyrir með- virkni í víðum skilningi, bæði á vinnu- stöðum og heimilum. Það mætti lýsa markmiði námskeiðsins með því að segja að þar læri fólk að verða góður ráðgjafi fyrir sjálft sig,“ segir Stefán en auk hans mun Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi vera með erindi á námskeiðinu. Námskeið um meðvirkni Meistarafyrirlestur við verk- fræðideild HÍ. Á morgun, föstudag- inn 4. júní kl. 13.15, heldur Gísli Herj- ólfsson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvu- verkfræði. Heiti verkefnisins er: Svaranir hliðrænna og stakrænna kerfa og stýringar byggðar á bestun núlla. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR–II, húsakynnum verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Meistaraprófsnefndina skipa Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Jó- hannes R. Sveinsson dósent og Jón Atli Benediktsson prófessor. Meistarafyrirlestur við verk- fræðideild HÍ. Á morgun, föstudag- inn 4. júní kl. 14, heldur Geir Ágústs- son fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verk- efnið ber heitið: Hönnunarforsendur og álag á sjókvíar við suðurströnd Ís- lands. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 157 í VR–II, húsakynnum verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Leiðbeinendur Geirs voru þeir Sig- urður Brynjólfsson, prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verk- fræðideildar HÍ, Magnús Þór Jóns- son, prófessor við véla- og iðn- aðarverkfræðiskor verkfræðideildar HÍ, og Fjóla Jónsdóttir, dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verk- fræðideildar HÍ. Á MORGUN SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík verður með sína árlegu kaffisölu um sjómannahelgina. Laugardaginn 5. júní verður kaffi- sala um borð í Sæbjörgu er hún siglir um sundin blá. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma, kaffi og gos. Sjómannadaginn 6. júní verður kaffisala í Sæbjörgu og í tjaldi á mið- bakka Reykjavíkurhafnar. Einnig verður boðið upp á kaffihlaðborð í salnum að Sóltúni 20 Reykjavík frá kl. 13.30–17. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík Kaffisala á sjó- mannadaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.