Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 56
Í KVÖLD hefst mikil menningarhá- tíð á Grand Rokk og stendur hún fram á sunnudag. Bókmenntir, tón- list, kvikmyndir og myndlist munu leika þar stórt hlutverk og er þétt- bókuð dagskrá alla daga. Jón Proppé er skipuleggjandi há- tíðarinnar og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin. „Á laugardaginn verður t.a.m. um- fangsmikil stuttmyndakeppni þar sem vegleg peningaverðlaun eru í boði,“ segir Jón. „Þá verður og glæpasagnasamkeppni og þegar hafa borist 40 sögur. Tónleikahald verður þá með mesta móti eins og alltaf og myndlistarmenn sem munu sýna hér eru um 30 talsins, bæði þekktir og óþekktir.“ Auk þeirra atriða sem talin eru upp í meðfylgjandi ramma verða ýmsar uppákomur á hátíðinni. M.a. geta gestir látið Gulla og Stjána stjörnur túlka spákort fyrir sig og Ingi Rafn teiknar myndir af fólki fyrir hóflega þóknun. Af og til verður svo grillað í garðinum. Menningarhátíð á Grand Rokk 3.–6. júní Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómsveitin geðþekka, Maus, mun leika við hvurn sinn fingur á laug- ardaginn. Fjölþætt dagskrá Morgunblaðið/Kristinn Heimildarmynd Þorfinns Guðna- sonar, Hestasaga, verður sýnd á há- tíðinni. www.grandrokk.is 56 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.45, 8.15 og 10.  Tvíhöfði  DV Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 8.  Roger Ebert Chicago Sun Tribune Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10. B.i.14 ára. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF !  SV MBL ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai , l l , i  SV MBL Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Bana Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. i l l i B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. 4. JÚNÍ MÖRGUM er eflaust minnis- stæður flutningur á verkinu Hrafnagaldur á Listahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum, en því samvinnuverkefni var hrint af stað meðal annars fyrir djörfung stjórnenda Listahátíðar. Meðal helstu atriða á Listahátíð að þessu sinni var einnig frumlegt sam- vinnuverkefni og þótt það hafi ekki náð sömu listrænu hæðum og Hrafnagaldur var það mjög í anda Listahátíðar og menningarlegrar fjölbreytni. Ísland-Írland var yfirskrift tón- leikanna í Laugardalshöll síðastlið- inn laugardag og líklegt verður að telja að margir hafi ekki áttað sig, og átta sig kannski ekki enn, á hvað var hér á seyði. Til útskýr- ingar má segja að einvalalið írskra tónlistarmanna kom hingað til lands að vinna með úrvali íslenskra tónlistarmanna, ekki bara til að spila heldur líka til að semja eða setja saman tónlistardagskrá þar sem dregnir væru fram sameigin- legir þættir í tónlistarhefð þessara eyþjóða, ef þá þætti er þá einhvers staðar að finna. Þegar komnir eru saman aðrir eins spilarar og þeir írsku tónlist- armenn sem tróðu upp í Höllinni síðastliðinn laugardag gat ekki öðruvísi farið en halla myndi á ís- lensku listamennina eða réttara sagt íslenska hlutann í þessu sam- starfi, í það minnsta framan af. Þegar á leið jafnaðist þetta nokkuð og undir lokin má segja að náðst hafi jafnvægi, jafntefli, ef haldið er áfram með líkinguna sem felst í yf- irskrift tónleikanna. Ekki vantaði þó að upphafsstefið væri nógu íslenskt; Kristín Heiða Kristinsdóttir flutti nokkur upp- hafserindi Völuspár við naum- hyggjulegt og lágstemmt undirspil hljómsveitarinnar allrar. Henni fórst það vel úr hendi, þótt varla sé hún vön að kveða frammi fyrir svo miklum fjölda sem samankominn var í Höllinni. Vel til fundið að byrja tónleikana svo, en erindin fullmörg, fannst mér. Íslensku tónlistarmennirnir stóðu sig afskaplega vel þótt ekki hafi alltaf mikið borið á þeim. Guð- mundur Pétursson lék af stakri snilld að vanda og Pétur Grétars- son var líka traustur á slagverkið, þótt ekki hafi verið mikið svigrúm fyrir hann. Ég saknaði þess að ekki skyldi heyrast meira í steinhörpu Páls á Húsafelli. Steindór Andersen átti svo stór- leik fyrir hönd Íslands, fádæma öruggur á sviðinu og í miklu stuði. Flutningur hans á rímum af Gunn- ari á Hlíðarenda tókst reyndar ekki sem skyldi í fyrstu atrennu því lítið heyrðist til hans, en hann tók hana aftur sem uppklapp og gekk þá frábærlega. Einn þriggja hápunkta kvöldsins var þó þegar hann flutti rímuna um lækinn í magnaðri útsetningu Lunnys og Hilmars. Írsku lögin sem hljómuðu voru flest þrælmergjuð danslög og erfitt að hemja sig í sætinu, ekki síst þegar síðasta rælasyrpan hljómaði. (Margir létu sig hafa það að dansa, til að mynda söngkonan Susana Baca sem dansaði út alla tón- leikana, hvort sem það var við rím- ur eða ræla.) Inn á milli var írskur tregi og þá heyrði maður helst samhljóminn með íslenskri mæðu. Dæmi um það var olnbogapípulagið Port na bPucai, lag sem fiskimenn heyrðu í hafvillum. Sumir segja það hvalasöng en aðrir drauga; hvort sem er var það einkar fallega spilað af Ronan Browne. Enn betra var annað tregaskotið lag sem kom í kjölfarið, An tír seo, vögguvísa sem írsk ambátt, nauðug á Íslandi, syngur yfir barni sínu. Það lag, sem Donal Lunny samdi, söng Rós- ín Elsafty svo vel að erfitt er að lýsa með orðum – ekki er nóg með að hún sé með frábæra rödd heldur einnig gríðarlega tilfinningaríka. Þar var kominn annar hápunktur kvöldsins. Eivör Pálsdóttir var svo sér kap- ítuli út af fyrir sig. Af henni geisl- aði svo líf og þokki að birti í salnum og ekki dró úr þegar hún byrjaði að syngja. Eivör er sannkölluð stjarna með glæsilega framkomu og frábæra söngrödd. Eitt þriggja laga sem hún söng þetta kvöld var vögguvísan Sofðu unga ástin mín í snilldarbúningi Lunnys. Eivör söng lagið af miklu næmi og tilfinn- ingahita án þess að fara yfir strikið í túlkuninni. Frábærlega vel að verki staðið – þar var kominn þriðji hápunkturinn. Eins og getið er í upphafi var grunnhugmynd þessa verkefnis sú að leiða saman írska tónlistarmenn og íslenska, en einn enskur slóst í hópinn, Damon Albarn, sem flutti vögguvísu eftir sjálfan sig við stjörnuleik Coru Lunny á fiðlu meðal annars. Lagið hans Albarns átti kannski ekki vel heima í því sem á undan var komið og á eftir fór, það var ekki eins þjóðlegt ef svo má segja, en frábært lag engu að síður og vel flutt – lag sem mun örugglega fara víða. Hér hafa verið rakin nokkur þau atriði sem hæst bar á þessum tón- leikum að mínu mati, en annað var líka gott þótt ekki næði það slíkum hæðum. Samhljómur með mönnum jókst eftir því sem leið á tónleikana og líkast til hefði verkið orðið enn betra ef menn hefðu haft meiri tíma til að spila sig saman, kynnast og stilla saman strengi. Ég geri ráð fyrir að verkið muni taka einhverj- um breytingum áður en það verður flutt næst. Eftir stendur að Donal Lunny er snilldar tónlistarmaður, snjall útsetjari og skipuleggjandi, fínn bouzouki-leikari og mikill hljómsveitarstjóri, og félagar hans, þá helst Cora Lunny dóttir hans, sem hefur einkar fagran hljóm í fiðlu sinni, harmonikkusnillingur- inn Máirtin O’Connor og fiðlarinn Cathal Hayden, eru sannkallaðir virtúósar á hljóðfæri sín. Áfram Írland! TÓNLEIKAR Laugardalshöll Ísland-Írland, tónleikar í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Fram komu Donal Lunny, Hilmar Örn Hilm- arsson, Rósín Elsafty, Noel Eccles, Cath- al Hayden, Graham Henderson, Ronan Browne, Máirtin O’Connor, Cora Venus Lunny, Guðmundur Pétursson, Pétur Grétarsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Steindór Andersen, Páll Guðmundsson á Húsfelli, Eivör Pálsdóttir, Rósa Jóhann- esdóttir og Kristín Heiða Kristinsdóttir. Haldnir laugardaginn 29. maí. Ísland-Írland Morgunblaðið/Árni Torfason „Eivör Pálsdóttir var svo sér kapít- uli útaf fyrir sig. Af henni geislaði svo líf og þokki að birti í salnum og ekki dró úr þegar hún byrjaði að syngja,“ segir í umsögn um Ísland- Írland tónleikana í Höllinni. Árni Matthíasson FIMMTUDAGUR 18.00 Hátíðin sett. Karlakór Grand Rokk syngur. Listmálarar byrja að vinna verk á staðnum sem boðin verða upp í lok hátíðarinnar. Myndlistarsýning: Kristján Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson, Ómar Stefánsson, Vitas Narbautas, Helga Egils, Halldór Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson, Ásgeir Lárusson. 21.00 Úrslit í glæpasagnakeppni sem Grand Rokk heldur í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag – sögur lesnar upp og verðlaun afhent; allir helstu glæpasagnahöfundar lands- ins verða viðstaddir. 22.30 Tríó Sigurðar Flosasonar ásamt Þóri Baldurssyni. FÖSTUDAGUR 17.30 Hin sívinsæla spurn- ingakeppni Grand Rokk; Ævar Örn spyr um glæpi. 19.00 B.G. og Slow Beatles: Bjöggi Gísla, Lísa Páls, Böggi og Maggi Einars 22.00 Lára, Gummi Jóns og Galeiðan, Daysleeper, Lokbrá, 9- 11’s, KGB. LAUGARDAGUR 13.00 Náttúrulífsmyndin Hesta- saga eftir verðlaunaleikstjórann Þorfinn Guðnason sýnd. 14.30 Anna Richards og Ragga Gísla flytja þrifalegan gjörning í portinu þar sem gestir geta sólað sig. 17.00 Hanastél kvikmyndaunn- andans. Stuttmyndahátíð Grand Rokk; þriðja árið í röð verða valdar til verðlauna stuttmyndir sem sum- ir af helstu kvikmyndagerð- armönnum landsins hafa framleitt sérstaklega fyrir keppnina. 22.00 Botnleðja, Maus, Ten- derfoot, Hjálmar, Indigo, Ríkið. SUNNUDAGUR 13.00 Kvikmyndasýningar: Hestasaga eftir Þorfinn Guðnason, verðlaunamyndir stuttmyndahátíð- arinnar í ár, verðlaunamyndir fyrri ára endursýndar. 17.00 Hið árlega bókauppboð Grand Rokk; bókabéusar staðarins velja bækur sem almenningi gefst kostur á að eignast. 18.00 Listaverkin sem unnin voru á Grand Rokk meðan á hátíð- inni stóð verða boðin upp. 22.00 Blúsmenn Andreu. Dagskráin Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.