Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 21 Hafnarfjörður | Hornin munu gjalla í Hásölum í Hafnarfirði í kvöld, þegar Hornleikarafélag Íslands efnir til tónleika í sal Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Tilefnið er þátttaka horndeildar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á alþjóðlegu þingi hornleikara sem haldið verð- ur í borginni Valencia á Spáni nú í sumar. Horndeildin mun á tónleik- unum flytja nokkur verk, ásamt fé- lögum, auk þess sem efnt verður til samleiks allra sem vilja í lokin. Meðal athyglisverðra atriða á tónleikunum verður frumflutn- ingur verksins Bicromia fyrir fimm horn og slagverk eftir Jose Alama Gil en það var samið sérstaklega fyrir Horndeild SÍ sem flytja mun það á opnunartónleikum horn- þingsins í Valencia, en horndeild- inni var sérstaklega boðið að koma fram á opnunartónleikunum og síð- ar að flytja þar þetta tónverk sem samið var í tilefni af þinginu.    Hornatónleikar í Hafnarfirði Hornsveitin mun leika nokkur vel valin stykki og gleðja áheyrendur. Skákdeild í Grafarvog | Í gær- kvöldi var stofnuð í Grafarvogi með formlegum hætti skákdeild Fjölnis. Var af því tilefni komið saman í Fjölnishúsinu að Dalhúsum. Gestur fundarins var Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins. Þykir stofnun deild- arinnar til marks um hve skáklíf blómstrar í Grafarvogi. Seltjarnarnes | Haldin var sýning á handverki eldri borgara á degi aldraðra nú nýlega. Viðfangsefni listamannanna voru mjög fjöl- breytt. Meðal þess sem sjá mátti af handverki var glerlist, keramik, bókband, prjónlist, hekl, útsaum- ur, kortaútsaumur, þrívídd- armyndir, krukkumálun, steina- málun og trémálun. Alls litu um þrjú hundruð manns inn yfir dag- inn og nutu veitinga og fé- lagsskapar. Héldu sýningu á handverki Lúðvík Geirsson er á tíræðisaldri og stundar bókband af kappi. Reykjavík | Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar boðaði til opins fundar um málefni innflytjenda á föstudaginn, og komu þar fram marg- ar áhugaverðar tillögur, eins og fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Til- gangur fundarins var að hlusta á raddir innflytjenda og nýta hug- myndir þeirra til að efla þjónustu menningarstofnana í þágu fjölmenn- ingar. Meðal þeirra ábendinga sem fram komu var að hafa upplýsingar á fleiri tungumálum aðgengilegar á söfnum, og bjóða upp á afsláttarkjör á sýningar og í leikhús. Þá kom fram hugmynd um að setja á fót útvarp innflytjenda. Komið verður á fót sam- starfi milli menningarmálanefnda Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss til þess að vinna að frekara samstarfi. Á fundinum var jafnframt tilkynnt að nú stæði fyrir dyrum endurskoðun á fjölmenningarstefnu Reykjavík- urborgar og auglýst eftir þátttöku innflytjenda í þeirri endurskoðun.    Menningarmálefni innflytjenda rædd Nýr skólastjóri | Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, starfandi skólastjóri Fellaskóla í Breiðholti, hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla. Var hún valin úr hópi 7 umsækj- enda sem sóttu um stöðuna. Hólmfríður hefur að baki margra ára reynslu sem kennari og hefur einnig leyst af sem skóla- stjóri Fellaskóla í eitt ár og gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra sama skóla í nokkur ár. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og stundaði framhaldsnám við sama skóla í stærðfræði 1989– 1990.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.