Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 21 Hafnarfjörður | Hornin munu gjalla í Hásölum í Hafnarfirði í kvöld, þegar Hornleikarafélag Íslands efnir til tónleika í sal Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Tilefnið er þátttaka horndeildar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á alþjóðlegu þingi hornleikara sem haldið verð- ur í borginni Valencia á Spáni nú í sumar. Horndeildin mun á tónleik- unum flytja nokkur verk, ásamt fé- lögum, auk þess sem efnt verður til samleiks allra sem vilja í lokin. Meðal athyglisverðra atriða á tónleikunum verður frumflutn- ingur verksins Bicromia fyrir fimm horn og slagverk eftir Jose Alama Gil en það var samið sérstaklega fyrir Horndeild SÍ sem flytja mun það á opnunartónleikum horn- þingsins í Valencia, en horndeild- inni var sérstaklega boðið að koma fram á opnunartónleikunum og síð- ar að flytja þar þetta tónverk sem samið var í tilefni af þinginu.    Hornatónleikar í Hafnarfirði Hornsveitin mun leika nokkur vel valin stykki og gleðja áheyrendur. Skákdeild í Grafarvog | Í gær- kvöldi var stofnuð í Grafarvogi með formlegum hætti skákdeild Fjölnis. Var af því tilefni komið saman í Fjölnishúsinu að Dalhúsum. Gestur fundarins var Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins. Þykir stofnun deild- arinnar til marks um hve skáklíf blómstrar í Grafarvogi. Seltjarnarnes | Haldin var sýning á handverki eldri borgara á degi aldraðra nú nýlega. Viðfangsefni listamannanna voru mjög fjöl- breytt. Meðal þess sem sjá mátti af handverki var glerlist, keramik, bókband, prjónlist, hekl, útsaum- ur, kortaútsaumur, þrívídd- armyndir, krukkumálun, steina- málun og trémálun. Alls litu um þrjú hundruð manns inn yfir dag- inn og nutu veitinga og fé- lagsskapar. Héldu sýningu á handverki Lúðvík Geirsson er á tíræðisaldri og stundar bókband af kappi. Reykjavík | Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar boðaði til opins fundar um málefni innflytjenda á föstudaginn, og komu þar fram marg- ar áhugaverðar tillögur, eins og fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Til- gangur fundarins var að hlusta á raddir innflytjenda og nýta hug- myndir þeirra til að efla þjónustu menningarstofnana í þágu fjölmenn- ingar. Meðal þeirra ábendinga sem fram komu var að hafa upplýsingar á fleiri tungumálum aðgengilegar á söfnum, og bjóða upp á afsláttarkjör á sýningar og í leikhús. Þá kom fram hugmynd um að setja á fót útvarp innflytjenda. Komið verður á fót sam- starfi milli menningarmálanefnda Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss til þess að vinna að frekara samstarfi. Á fundinum var jafnframt tilkynnt að nú stæði fyrir dyrum endurskoðun á fjölmenningarstefnu Reykjavík- urborgar og auglýst eftir þátttöku innflytjenda í þeirri endurskoðun.    Menningarmálefni innflytjenda rædd Nýr skólastjóri | Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, starfandi skólastjóri Fellaskóla í Breiðholti, hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla. Var hún valin úr hópi 7 umsækj- enda sem sóttu um stöðuna. Hólmfríður hefur að baki margra ára reynslu sem kennari og hefur einnig leyst af sem skóla- stjóri Fellaskóla í eitt ár og gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra sama skóla í nokkur ár. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og stundaði framhaldsnám við sama skóla í stærðfræði 1989– 1990.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.