Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER meðal annars að ræða við krakkana í félagsmiðstöðvum um fordóma. Hið fornkveðna að þekking eyði ótta er enn í fullu gildi,“ sagði Sigríður Stef- ánsdóttir, æsku- lýðs- og íþrótta- fulltrúi Fjarðabyggðar, þegar Morg- unblaðið innti hana eftir helstu viðfangsefnum. „Við þurfum að koma umræðunni um fordóma, fjölmenningu og þá gullnámu, sem kynni af öðrum þjóð- um eru, vel af stað og gera það í öll- um aldurshópum til þess að vekja og örva umræðuna í jafningjahópum og á heimilunum. Við þurfum að skapa hvers konar samstarfsvettvang allra íbúa Fjarðabyggðar af hvaða bergi sem þeir kunna að vera brotnir. Við vitum að breytingar eru í vændum en svo sem ekkert um hverjar þeirra verða jákvæðastar eða neikvæð- astar. Við vitum samt hvað við höf- um. Hvar ungmennin okkar eru í dag og getum byrjað á að uppfræða þau og undirbúa undir það sem koma skal. Það er svo hollt og gott að kynnast nýjum hlutum.“ Vorboði þegar gólfunum er flett ofan af sundlaugunum Sigríður segir að áherslurnar í hennar starfi liggi í uppbyggingu ytra og innra starfs. „Sem dæmi um fréttir af ytra starfinu er að nú á að byggja sundlaug á Eskifirði og við erum full tilhlökkunar yfir því, sér- staklega sunnan skarðs, því hér eru einungis opnar sundlaugar á sumrin þegar gólfin eru tekin af íþróttahús- unum. Það er ákveðinn vorboði hér þegar búið er að opna laugarnar á Reyðarfirði og Eskifirði. Þá hefur verið ákveðið að reisa íþróttahús á Reyðarfirði og er m.a. verið að kanna grundvöll þess að byggja og reka fjölnota íþróttahús. Á næstu ár- um horfum við því upp á gjörbylt- ingu í íþróttaaðstöðu. Svo á að lag- færa búningsaðstöðu kringum sundlaugina á Norðfirði, sem er áreiðanlega eitthvert skemmtilegast staðsetta íþróttamannvirki á land- inu. Ég held að það sé fátt sem jafn- ist á við að synda þar baksund á fal- legu kvöldi, horfa upp í fjöllin úr miðjum bænum. Ungmennahús af einhverju tagi næst á dagskránni Varðandi æskulýðsstarfið þá er verið að innrétta nýja félagsmiðstöð á Norðfirði sem er mjög ánægjulegt. Ég reikna með aukinni samvinnu í starfi félagsmiðstöðvanna, bæði inn- an sveitarfélagsins og utan þess. Það sem brennur mjög á okkur nú er tómstundastarf 16 til 25 ára ung- menna. Einkum vegna þess að þegar er kominn menntaskóli á Egils- stöðum og verkmenntaskóli á Norð- firði er þessi aldurshópur meira í heimabyggð en áður. Því þarf að koma upp góðri aðstöðu fyrir hann. Ég þori ekki að segja neitt um tíma- setningar, en það er unnið nokkuð markvisst í málinu núna. Það er hugsanlegt að mætti tengja þetta starfsemi n.k. fjölmenn- ingarhúss. Ég hef mikinn áhuga á þeim málum m.t.t. þeirra breytinga sem við erum að upplifa og eigum í vændum í Fjarðabyggð og ná- grannasveitarfélögum. Bættar samgöngur í forgrunni Íþróttalífið er fjörugt í Fjarða- byggð. Það skiptast á skin og skúrir í rekstri íþróttafélaganna eins og gengur og veldur hver á heldur eins og annars staðar. Það er mikill áhugi á íþróttastarfi hér, sem sést t.d. í sambandi við styrkumsóknir frá ungu íþróttafólki sem er að fara utan og taka þátt í mótum. Það verður þó að segjast eins og er að skíðavertíðin í ár var ekkert nema sorgleg. Vonandi að næsti vet- ur verði betri, því hér á að halda skíðalandsmót í Oddsskarði að ári.“ Íbúaþing Fjarðabyggðar, sem haldið var í vor, skilaði góðum ábendingum sem Sigríður segir að auðveldlega megi nýta án þess að um mikinn kostnað sé að ræða. „Einfaldir hlutir sem hægt er að kippa í liðinn. Þingið sýnir okkur líka hversu óskaplega mikilvægt tæki upplýsingar eru. Mér fannst standa upp úr framtíðarsýn og bjartsýni, eðlilega, og þótti athygl- isvert að krakkarnir samsömuðu sig með Fjarðabyggð, en ekki ein- stökum fjörðum. Þar var munur á yngra og eldra fólkinu, sem er full- komlega eðlilegt. Auðvitað tekur sameiningin bæði í hugsun og fram- kvæmd ákveðinn árafjölda. Það sem er alfa og ómega fyrir Fjarðabyggð, bæði í þessum hug- lægu og hlutlægu efnum, eru þó samgöngumál. Annars vegar ný göng um Oddsskarð og hins vegar reglubundnar almennings- samgöngur. Þar verður að höggva á hnútinn sem allra fyrst.“ Í æskulýðsstarfi Fjarðabyggðar er nú lögð áhersla á fræðslu um gildi fjölmenningar Ætla ekki að ganga í fordómagildruna Sigríður Stefánsdóttir Neskaupstaður | Á dögunumvoru brautskráðir frá Verkmenntaskóla Austurlands 30 nemendur: 22 bók- námsnemendur og 8 verknámsnem- endur. Á haustönn var fjöldi nemenda 186, þar af 30 nemendur í öldunga- deild. Á vorönn voru nemendur 266, þar af 66 í öldungadeild. Þá var tekin upp sú nýbreytni að bjóða afburða- nemendum í grunnskólum Fjarða- byggðar að hefja nám í ákveðnum áföngum við Verkmenntaskólann og stunduðu sex nemendur úr Grunn- skólanum á Eskifirði og einn úr Nes- skóla í Neskaupstað nám við Verk- menntaskólann á vorönn 2004. Nýtt námsskipulag – minna brottfall Nýtt námsskipulag var tekið upp við skólann á vorönn 2004 þar sem önninni var skipt upp í þrjár fimm vikna lotur sem hverri um sig lauk með matsviku. Markmiðið með þess- um breytingum var að bæta náms- árangur nemenda, auka vinnuaga þeirra og ástundun, örva sjálfsaga og minnka brottfall nemenda. Í máli skólameistara, Helgu Magneu Steinsson, kom fram að brottfall nem- enda á haustönn var 5,5% en á vorönn 2,3%. Hasskötturinn – fyrsta sam- vinnuverkefni Búlandsins Samstarf mennta- og rannsókna- stofnana innan Búlandsins sannaði gildi sitt á liðnu skólaári að mati skólameistara þegar þrír nemendur við Verkmenntaskóla Austurlands, þau Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Eva María Þrastardóttir og Stefán Þór Eysteinsson, voru valdir sem fulltrúar Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna ásamt nemanda úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þessir nemendur unnu verkefnið Hasskötturinn sem fólst í að kanna hvort hægt væri að nota ketti við hassleit en verkefnið var samstarfs- verkefni skólans og annarra rann- sóknastofnana í Búlandinu með góðri aðstoð lögregluvarðstjórans. Viðburðaríkir tímar framundan Í máli Helgu kom fram að fram- undan væru viðburðaríkir tímar hjá Verkmenntaskólanum. Undirritaður hefur verið þróunarsamningur við menntamálaráðuneytið til þriggja ára í þeim tilgangi að þróa námsbraut um starfsnám áliðna í samvinnu við Fjarðaál og Bechtel. Þá verður hafist handa við stækkun verkke0nnslu- hússins í haust til að geta hýst aukinn tækjabúnað og fleiri nemendur. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Drjúgur er síðasti áfanginn: 30 nemendur útskrifast frá Verkmenntaskóla Austurlands á þessu vori. Verkmenntaskóli Austurlands brautskráir nemendur Viðburðaríkt ár Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Í þessu nýlega glæsilega húsi í Grafarvogi er þakhæðin og iðnaðarrými á jarðhæð til leigu. Húsnæðið hentar mjög vel undir hverskonar starfsemi og passar fyrirtæki sem hefur þörf fyrir um 1000 fm í skrifstofu og um 700 fm fyrir iðnað eða lager. Auðveldlega má skipta húsnæðinu í þrjár sjálfstæðar einingar: • Á 3. hæð eru tæpir 1.000 fm sem henta vel fyrir t.d. skrifstofu. Um 350 fm eru þegar innréttaðir og 550 fm eru í óinnréttuðum sal sem gefur ýmsa möguleika. Lyfta er í húsinu. Umhverfis 3. hæðina eru svalir og útsýni einstaklega gott. • Á 1. og 2. hæð er um 700 fm iðnaðarhúsnæði. Innangengt er frá 3. hæð og sérinngangur frá götu, þrjár háar innkeyrsludyr. • Í kjallara eru u.þ.b. 300 fm með um 4 m lofthæð og innkeyrslurampa. • Matstofa er á 2. hæð og fundarstofa á 3. hæð, einnig er mjög góð starfsmannaaðstaða sem reiknað er með að samnýta með öðrum í húsinu. Vélamiðstöð ehf., er einn eigandi að húsinu, en til greina gæti komið að selja ákveðinn hluta fasteignarinnar. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu - Gylfaflöt 9 skrifstofu og iðnaðarhúsnæði Glæsileg, rúmgóð og björt 190 fm íbúð á efstu hæð í 8 hæða lyftu- húsi (efsta hæðin, aðeins tvær íb. á hæð). Þrjú stór svefnherb. og þrjár stórar stofur. Vestursvalir. Glæsilegar innréttingar. Öll lýsing innfelld. Vestursvalir með fallegu útsýni. Þvottahús í íbúð. Tvö stæði í bílageymslu. Eignin er öll hin vandaðasta. Verð 30,8 millj. 2844 NÚPALIND - GLÆSIEIGN SUNNUFLÖT-EINBÝLI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Vorum að fá í sölu fallegt einbýlis- hús (207fm) á þessum eftirsótta stað í Garðabæ ásamt tvöföldum 50 fm innb. bílskúr. Efri hæð skip- ist í stóra stofu ,borðstofu og eld- hús. Þvottahús, gesta snyrtingu, baðherb. og fjögur góð svefnherb. Á neðri hæð er innréttuð lítil 2ja herb. íbúð. Garðurinn er stór og í góðri rækt. Stór verönd í suður. 2859 OPIÐ HÚS - Sigtún 59 3ja-4ra herbergja í Laugardalnum. Húsið er í góðu ástandi og íbúðin mikið endurnýjuð. Íbúðin skiptist í svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og tvær fallegar stofur - auðvelt er að breyta annarri stofunni í svefnher- bergi. Baðherbergið er nýstandsett. Eldhús er flísalagt með keramikelda- vél. Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum. Merbau-parket á stofum og gangi, flísar á eldhúsi og baði. Lóðin er í mjög góðri rækt. For- kaupsréttur að risinu hverju sinni. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Páll Höskuldsson, gsm 864 0500, Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Heimilisfang: Sigtún 59, 105 Reykjavík Stærð eignar: 91,3 fm Staðsetning í húsi: 01 (aðalhæð) Bílskúr: 35,2 fm Byggingarár: 1946 Brunabótamat: 13,3 millj. Fasteignamat: 14,0 millj. Afhending eignar: Samkomulag Verð: 16,1 millj. Páll Höskuldsson, sölufulltrúi Fast- eignakaupa, tekur á móti gestum milli kl. 18 - 20 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.