Morgunblaðið - 21.06.2004, Qupperneq 1
mánudagur 21. júní 2004 mbl.is
Lykillinn að
sparnaði, öryggi
og þægindum
Við hjálpum þér
að láta það gerast
GSM INTERNET SÉRTILBOÐHEIMASÍMI
Vertu í góðu sambandi við þitt fólk og njóttu betri
kjara og sértilboða. Heimasími, GSM og Internet
– allt saman hjá Símanum.
saman
hjá Símanum
Allt Skráðu þig á siminn.is
eða í síma 800 7000
Fasteignablaðið
// Ofnlokar
Hver og einn á að hafa þann hita á, sem
hann óskar, en alls ekki eyða til þess meiru
af heitu vatni en þörf krefur, segir í Lagna-
fréttum. 18
// Nútímahönnun
Við Marteinslaug í austurhluta Grafarholts er
í smíðum fjölbýlishús með 35 íbúðum. Húsið
er þrjár hæðir, en stigahús eru fimm og lyfta í
þeim öllum. 30
// Blómaker
Mikilvægt er að gæta þess að halda jafnvægi
í litum og formum þegar plöntum er raðað
saman í ker, segir Steinar Björgvinsson, Ís-
landsmeistari í blómaskreytingum. 44
// Íbúðalánasjóður
Frá og með 1. júlí mun Íbúðalánasjóður gefa
kost á að velja milli 20 ára, 30 ára og 40 ára
peningalána. Heimilt verður að stytta eða
lengja lánstímann. 52
!
!
!
"
!!# $
!
%!&"
"&"
"!
"
'!
'
%!
%
#!
#
!!
!
($"")
!"# $
%#$&'! (
*
*
#*
*
) ) +
)*+
) +
+ ($ , #
-'! . ,-
.
$ $
/ 0 12$
345/ 6$
70 $0
$6$
8$12$
9 :$556$
;< $ =
/0' 1
6$-$
;< $ =
/0' 1
!
#
%
%"!
#&%
'
&!
8 $.6
>
$
0
!*$& $
*$& $
!
%!
NAFNI Bessastaðahrepps var
breytt í síðustu viku í Álftanes. „Það
þótti tímabært að breyta nafninu úr
hreppi í bæ nú þegar nær 2.000
manns búa hér og bæjarfélagið því
komið í röð þeirra stærri,“ segir
Guðmundur G. Gunnarsson, forseti
bæjarstjórnar á Álftanesi.
„Við völdum að kenna það við
Álftanes, en það heiti þekkjum við
frá fornu fari og okkur er tamt að
kalla okkur Álftnesinga.“
Á Álftanesi býr nær eingöngu fólk
sem sækir atvinnu út fyrir bæjar-
félagið. Atvinna innan þess er helzt
við skólann og þjónustu sveitarfé-
lagsins. En Guðmundur kvað íbúa-
fjölgun á Álftanesi hafa verið veru-
lega að undanförnu. Stefna
bæjarstjórnar væri sú, að íbúafjöld-
inn verði í framtíðinni um 3.000 eða
sem nemur einu skólahverfi.
Álftanes hefur haft mikið aðdrátt-
arafl fyrir ungt fjölskyldufólk. Það
skiptir því miklu máli fyrir margt af
þessu fólki, að við leikskólann
Krakkakot, sem stendur við Álfta-
nesskóla, á að fara að opna nýja
álmu.
Börn komin á skólaaldur í bænum
hafa sótt grunnskóla í Álftanesskóla
upp að 7. bekk en í Garðaskóla í 8.–
10. bekk. Áformað er að breyta
þessu á næstu þremur árum, þannig
að öll börn í bæjarfélaginu geti sótt
Álftaneskóla.
Mikil uppbygging
Mikil uppbygging er nú í gangi á
Álftanesi, en við Asparholt og Birki-
holt er verið að byggja fjölda íbúða.
Áhugahópur um menningar og nátt-
úrusetur á Álftanesi hefur kynnt til-
lögur sínar og sagði Guðmundur G.
Gunnarsson, að þessu fólki þætti
heppilegt að ætla þessari byggingu
stað við Bessastaðatjörn, í landi Ey-
vindarstaða, norðan megin á nesinu.
Það væri samt viðkvæmur staður
með tilliti til fuglalífs.
Guðmundur sagði hins vegar eng-
ar ákvarðanir hafa verið teknar um
verzlunar- og þjónustumiðstöð á
Álftanesi, enda þótt ýmsir aðilar
hefðu sótt það fast að fá að reisa slíka
byggingu í bæjarfélaginu.
Náttúrufegurð
Guðmundur sagði að lokum að
markmið bæjarstjórnar væri eftir
sem áður að halda í það yfirbragð,
sem Álftanes hefur ávallt haft.
„Náttúrufegurð er óvíða jafnmikil og
mikið af opnum svæðum,“ sagði
hann. „Hér er því hátt til lofts og vítt
til veggja.
Stórar tjarnir setja mikinn svip á
umhverfið, ekki sízt á sumrin þegar
þær iða af fuglalífi, og hér eru víða
skemmtilegar fjörur.“
Álftanes í stað Bessastaðahrepps
Morgunblaðið/Árni Torfason