Morgunblaðið - 21.06.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 21.06.2004, Síða 48
48 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Gvendargeisli Afar glæsileg 127 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð (efstu) með sérinngangi í nýju fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stórar stofur, vandað eldhús með innréttingu úr kirsuberjaviði, 3 góð svefnherbergi, fataherb. innaf hjónaherb. og vandað baðherb., flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús og geymsla í íbúð. Stórar suður- svalir. Stæði í bílskýli. Eignin getur losnað fljótlega. Hagstæð langtímalán. Funafold Mjög falleg og vönduð 120 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Rúmgóð stofa með afgirtri suðurverönd. Vandað eldhús, 3 svefnher- bergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús í íbúð. 26,5 fm bílskúr. Gott að- gengi. Skipti möguleg á litlu einbýlishúsi í hverfinu. Eskihlíð Vel skipulögð 111 fm endaíbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Saml. skiptanlegar stof- ur, 2 svefnherbergi á svefngangi. Eldhús með upprunal. innréttingu. Suðvestursvalir. Glæsilegt útsýni. Geymsluloft yfir íb. Íbúðar- herbergi í kjallara fylgir. Laus fljótlega. Verð 13,9 millj. Barmahlíð Vorum að fá í sölu bjarta og vel skipulagða 83 fm íbúð í kjallara í góðu fjórbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stofu, tvö rúmgóð svefnher- bergi, gott eldhús og baðherb. Áhv. 5,1 millj. húsbréf. Verð 12,9 millj. Gullteigur Glæsileg og nýlega innréttuð 85 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Stór stofa, tvö svefnherbergi. Flísalagt baðherb. Þvottahús í íbúð. Merbauparket. Mahonýinnréttingar. Timburverönd fyrir framan. Gott aðgengi fyrir fatlaða. Áhv. 7,5 millj. Húsbréf. Verð 14,5 millj. Írabakki Björt og vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, tvö svefnherb., gott baðherb. Tvenn- ar svalir. Áhv. 6,6 millj. byggsj. og húsbr. Verð 10,9 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Klettahlíð - Hveragerði Til sölu einbýli í Hveragerði, alls um 230 fm á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77 fm, íbúð með sólskála 154 fm. Mjög fal- lega staðsett á jaðarsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 bað- herbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrif- stofu (og myndir á www.islandia.is/jboga undir tenglinum studio-gallery) Mávahraun Til sölu skemmtilegt og vel skipulagt 275 fm tvílyft hús sem í dag skiptist í tvær séríbúðir. Aðalhæðin skiptist í stórar stofur með arni, fjögur svefnherb., eldhús, baðherb., snyrt- ingu og þvottahús með bakútgangi út á lóð. Á neðri hæð er falleg 70 fm nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sérinngangi. Að auki eru tvö herb. og baðherb. með sérinng. Þar væri unnt að útbúa aðra séríbúð. 34 fm bíl- skúr fylgir. Húsið er byggt á 767 fm hraun- lóð sem snýr í suður. Ýmsir möguleikar. Skipti á minni eign möguleg. Safamýri - tvær séríbúðir Vorum að fá í einkasölu 123 fm 4ra herb. neðri sérhæð ásamt bílskúr og 82 fm 3ja herb. íbúð í kjallara/jarðhæð með sérinn- gangi í sama húsi. Verið er að endurnýja og endurhanna íbúðirnar eftir teikningum arki- tekts. Íbúðunum verður skilað fullbúnum með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Gnoðarvogur Vorum að fá í sölu mjög góða 77 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Góð stofa með suð- vestursvölum. 2 svefnherb. Íbúðin er tals- vert endurnýjuð, m.a. nýtt parket. Stutt í verslun og þjónustu. Laus fljótlega. Verð 11,5 millj. Naustabryggja Ein af þessum glæsilegu íbúðum í Bryggj- uhverfinu. Íbúðin er 100 fm á 1. hæð, fullbú- in með vönduðum mahonýinnréttingum og hurðum en án gólfefna. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Timburverönd útaf svefnher- bergi. Stæði í bílskýli fylgir. Íbúðin er til af- hendingar strax. Lyklar á skrifstofu. VERÐ- TILBOÐ Reykjavíkurvegur - Skerja- firði Mjög falleg og björt 81 fm íbúð á 1. hæð í góðu steinhúsi. Rúmgóð stofa, tvö stór svefnherbergi. Eldhús endurnýjað. Baðher- bergi nýstandsett. Nýtt parket og flísar á gólfum. Þak, gler og rafmagn endurnýjað. Verð 14,3 millj. Kleppsvegur Góð 85 fm íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Stór stofa, 2 rúmgóð svefnherb. Rúmgott eld- hús. góðar svalir í suðvestur. Laus strax. Áhv. 6 millj. húsbréf o.fl. Verð 12,7 millj. Hringbraut Sérlega falleg 3ja herb. íbúð á tveimur hæð- um ásamt stæði í bílageymslu í mjög góðu fjölbýli. Stór stofa, tvö svefnherbergi, nýtt parket á gólfum. Baðherbergi nýlega endur- nýjað. Sameign mjög snyrtileg. Áhv. 7,2 millj. byggsj. og lífe.sj. Verð 13,5 millj. Ath. ekki þörf á greiðslumati á þessari eign. Bergstaðastræti Glæsileg og nýlega endurnýjuð 3ja herb. hæð í þrílyftu steinhúsi. Stofa með boga- glugga, 2 svefnherb. Vandað eldhús með mahonýinnréttingu. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Merbauparket á gólfum. Góð geymsla og sérþvottahús í kjallara. Áhv. 8 millj. húsbréf. Eign í sérflokki. Rekagrandi Mjög góð 65,3 fm íbúð á jarðhæð með sér- verönd í góðu fjölbýlishúsi. Stór stofa, opið eldhús. Parket á allri íbúðinni, eikarinnrétt- ingar. Geymsla í íbúðinni. Laus fljótlega. Verð 10,9 millj. Asparfell Mjög falleg og mikið endurnýjuð 57 fm íbúð á 2. hæð i lyftuhúsi. Flísalagt baðherbergi, nýleg vönduð eldhúsinnétting. Góðar suð- vestursvalir. Áhv. 3,5 millj. bygg.sj. Verð 8,2 millj. Selfoss - Fyrsta skóflustungan að tveimur íbúðablokkum var tekin 11. júní sl. Það er byggingarfélagið ÁK-hús ehf á Selfossi í eigu Ás- geirs Vilhjálmssonar og Kristjáns K. Péturssonar sem stendur að byggingu húsanna á lóðunum nr. 8 og 10 við Fossveg. Húsin verða fjórar hæðir með 22 íbúðum eða samtals 44 íbúðum í báðum fjöl- býlishúsunum. Um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Fjár- mögnun er í höndum Verðbréfa- stofunar hf. Aðalhönnuður er Þorsteinn Friðþjófsson hjá Torginu teikni- stofu. Húsin verða úr forsteyptum einingum frá Smellinn, Akranesi og er áætlað að húsin verði bæði orðin fokheld í nóvember nk. Nú þegar hafa verið undirritaðir kaupsamningar um sölu allra íbúð- anna í báðum húsunum. Það var fasteignasalan Stórhús í Reykja- vík, sem sá um og seldi allar íbúð- irnar áður en framkvæmdir hófust. Verður annað húsið í eigu leigu- félags sem mun eingöngu bjóða íbúðirnar út til leigu í framtíðinni. Hitt húsið var keypt af fjárfestum sem einnig hyggjast leigja hluta íbúðanna út á almennum markaði. Styrkari markaður Kaupendur segja að ástæða kaupanna sé meðal annars sú að þeir telji að fasteignamarkaðurinn og leigumarkaðurinn á Selfossi sé mikið að styrkjast og eignir af þessu tagi muni verða eftirsókn- arverðar í framtíðinni. Þá segja þeir að það spilli ekki fyrir að útsýnið frá báðum hús- unum er stórfenglegt, þar sem nærliggjandi hús eru öll lágreist. ÁK-hús hefur nýverið lokið bygg- ingu raðhúsa í sama hverfi og hafa þau öll þegar verið seld. Fast- eignasalan Stórhús hafði einnig milligöngu um þá sölu. „Það er greinilegt að fólk hefur trú á þessu svæði hér fyrir austan fjall og telja þetta framtíðarsvæði. Fólk sækir í rólegt umhverfi hér á Selfossi og í Hveragerði en nýtur um leið nálægðarinnar við höfuð- borgarsvæðið,“ sagði Ásgeir Vil- hjálmsson hjá ÁK-húsum. Selfoss Tvær nýjar íbúð- arblokkir rísa í Fosslandinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forsvarsmenn, kaupendur og fjármögnunaraðilar nýju blokkanna í Fosslandinu á Selfossi eftir fyrstu skóflustunguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.