Morgunblaðið - 23.06.2004, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vinsælasti sumarleyfiststaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig
kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér er að finna ótrúlega
stemmningu yfir sumartímann, þar sem bærinn iðar af mannlífi, jafnt daga
sem nætur, af innlendum sem erlendum ferðamönnum, sem koma
hingað til að njóta hins besta sem
sumardvöl á Ítalíu hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð frá kr. 29.895
Stökktu tilboð, m.v. hjón með 2 börn,
2–11 ára, vikuferð, 1. júlí, netbókun.
Verð frá kr. 39.990
Stökktu tilboð, m.v. 2 í íbúð/stúdíó,
vikuferð, 1. júlí, netbókun.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin í júlí
Stökktu til
Rimini
1. júlí
frá kr. 29.895
ÓHEIMILT verður að stofna ný
ættaróðul eftir gildistöku nýrra
jarðalaga þann 1. júlí nk. Lögin
leysa af hólmi eldri lög frá 1976 og
er tilgangur þeirra að færa löggjöf
um jarðir í nútímahorf og samræma
eignarrétt og umsýslu jarða til móts
við meginreglur sem gilda um aðrar
fasteignir.
Sem dæmi verður forkaupsréttur
sveitarfélaga að jörðum afnuminn
og einnig synjunarréttur og eign-
arnámsheimild sveitarfélaga vegna
viðskipta með jarðir.
Aðgangur almennings
að jörðum opnaður
Í erindi sem Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra flutti á vor-
þingi, þar sem hann mælti fyrir
frumvarpi til jarðalaga, benti ráð-
herra á að í núgildandi lögum væru
umtalsverðar takmarkanir á rétti
jarðeigenda til meðferðar og ráð-
stöfunar á jörðum sínum. Til dæmis
væri óheimilt að taka land, sem nýtt
var til landbúnaðar við gildistöku
eldri laga, til annarra nota nema
með sérstöku leyfi landbúnaðarráð-
herra. Þannig hefði verið reynt að
tryggja að byggð héldist í sveit-
arfélögum á landsbyggðinni og að
jarðir sem hæfar væru til búskapar
væru nýttar til landbúnaðarstarf-
semi.
Ráðherra sagði að með nýju lög-
unum væri m.a. lögð áhersla á að
opna aðgang almennings að jörðum
enda hefði hefðbundinn landbúnað-
ur dregist saman á undanförnum
árum, ættliðaskipti á jörðum ekki
orðið með sama hætti og áður og
jarðir sem nýttar voru til landbún-
aðar teknar til annarra nota, t.d.
undir frístundastarfsemi og sumar-
húsabyggð.
Þótt sveitarstjórn geti ekki leng-
ur gripið inn í viðskipti með jarðir
þarf umsögn sveitarstjórnar í
nokkrum tilvikum, m.a. við land-
skipti, stofnun nýbýlis, sameiningu
jarða og sölu ríkisjarða til ábúanda
og vegna lausnar úr óðalsböndum
að beiðni óðalsbónda.
Um 90 óðalsjarðir á landinu
Sem fyrr segir er lagt bann við
stofnun nýrra ættaróðala og skal
ættaróðal falla úr óðalsböndum og
jörðin erfast í samræmi við ákvæði
erfðalaga.
Í nefndaráliti meirihluta landbún-
aðarnefndar, sem fjallaði um málið,
kemur fram að óðalsjarðir byggja á
sögulegum grunni sem miðaði að
því að auðvelda aðilaskipti og
tryggja að jarðir héldust í ábúð.
Þannig var um tíma skylt að gera
jarðir keyptar af ríkinu að óðals-
jörðum en um 90 óðalsjarðir eru í
landinu í dag. Óðalsréttarhugtakið
er skilgreint svo að óðalsjörð verði
ekki eign óðalserfingja heldur sé
hann einungis vörslumaður hennar
og jörðin sjálfseignarstofnun í
ævarandi vörslu þeirrar ættar er
óðalsréttinn hefur að lögum. Erf-
ingi óðalsjarðar nýtur ákveðinna
forréttinda fram yfir aðra erfingja
og þarf m.a. einungis að greiða lít-
inn hluta af verðgildi jarðar og
fylgifjár til óðalseiganda og erf-
ingja. Þá kemur óðalsjörð ekki til
skipta við skilnað. Meirihluti land-
búnaðarnefndar komst að þeirri
niðurstöðu að þær forsendur sem
áður voru fyrir því að hafa sér-
ákvæði um óðalsjarðir væru ekki
fyrir hendi nú á tímum.
Meðal annarra atriða sem taka
breytingum í nýjum jarðalögum eru
að sk. jarðanefndir verða afnumdar,
ábúandi fær forkaupsrétt eftir 7 ár í
stað 10 og landbúnaðarráðherra
skal eingöngu staðfesta skipti á ytri
mörkum jarða og landspildna ef
þær eru t.d. leystar úr landbún-
aðarnotum, svo fátt eitt sé nefnt.
Ný jarðalög taka gildi um
næstu mánaðamót
Ættaróðulum
verður útrýmt
Forkaupsréttur sveitarfélaga afnuminn
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for-
maður stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga, bendir á að ekki hafi
ekki verið fallist á gagnrýni SÍS á
þær greinar frumvarps til jarðalaga
sem feli landbúnaðarráðherra
ákvörðunarvald um það
hvort taka megi land sem
nýtt hefur verið til landbún-
aðar eða sé nýtanlegt til
landbúnaðar undir aðra
starfsemi. Töldu sveit-
arfélögin eðlilegast að öll
landnýting ætti að grund-
vallast á skipulagsáætlunum
og engar röksemdir væru til
að láta önnur sjónarmið gilda
um landbúnað að þessu leyti
heldur en um landnýtingu til
annarrar atvinnustarfsemi.
Þá hafi Alþingi ákveðið að fella nið-
ur grein í frumvarpinu sem veitti
sveitarfélögum forkaupsrétt að landi
og öðrum fasteignum innan sveitarfé-
lags og sveitarfélaginu var þörf á að
fá umráð yfir fyrir opinbera starfsemi
eða til sameiginlegra nota fyrir íbúa
sveitarfélags.
„Ugglaust sýnist sitt hverjum um
það,“ segir Vilhjálmur.
Áhersla hafi hins vegar verið lögð á
það af hálfu landbúnaðarnefndar
þingsins að fyrir væru forkaupsrétt-
arheimildir í öðrum lögum, svo sem
skipulags- og byggingarlögum.
Vilhjálmur segir þrátt fyrir þetta
hafa verið tekið tillit til ýmissa at-
hugasemda SÍS við frum-
varpið og m.a. hafi ákvæði
verið fellt niður um skyldu
sveitarfélaga til að kjósa sk.
landbúnaðarnefndir sem
ætlað hafi verið umfangs-
mikið hlutverk en í raun
ekkert vald samhliða.
„Slíkt fyrirkomulag hefði
aðeins kallað á aukna stjórn-
sýslu og kostnað. Með því að
umrædd grein var felld
brott hafa sveitarfélög nú
sjálfræði um þetta atriði,“ segir Vil-
hjálmur.
Þá hafi verið fellt brott ákvæði sem
skyldaði sveitarfélög til að halda skrá
um aðilaskipti og eignarhald að jörð-
um, öðru landi og fasteignum í sveit-
arfélaginu. Ýmsar aðrar greinar hafi
verið felldar út úr frumvarpinu að til-
lögu stjórnarinnar sem hafi leitt til
einföldunar á lögunum þótt þær hafi í
raun ekki haft eiginleg áhrif á stjórn-
sýslu og fjármál sveitarfélaganna.
Formaður stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga
Öll landnýting
grundvallist á skipu-
lagsáætlunum
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
VEIÐI byrjaði með miklum ágæt-
um í Flókadalsá í Borgarfirði, en
eftir tvo fyrstu dagana höfðu 25 lax-
ar verið færðir til bókar. Gljúfurá í
Borgarfirði opnaði um líkt leyti og
veiddust 8 stykki sem þykir af-
burðagott miðað við magurt gengi
árinnar síðustu sumur, og Korpa
gaf fimm laxa fyrsta daginn. Þá
veiddust þrír laxar fyrstu vaktina í
Straumfjarðará á sunnudagsmorg-
un, þar af 12 punda hrygna sem var
sleppt. Frekar rólegt hefur verið í
Straumunum, tíu laxar komnir á
land síðan 1. júní, enda verið gott
vatn í Norðurá og stoppar lax þá
síður á svæðinu.
Punktar úr silungsveiðinni…
Upp á síðkastið hefur veiðst vel í
Brúará fyrir landi Spóastaða.
Veiðimaður, sem útsendari Morg-
unblaðsins hitti við Ferjunef, veiði-
staðinn fyrir ofan brúna á þjóðveg-
inum um liðna helgi, hafði veitt sex
bleikjur á þremur tímum. Sú
stærsta var tæp fimm pund en eng-
in undir tveimur. Fiskarnir tóku
ýmist þyngdan Peacock eða rauð-
leitan Mobutu, hnýttan á gylltan
krók. Aðrir veiðimenn á svæðinu
voru einnig í fiski, búnir að landa
tveimur og þremur bleikjum.
Veiðimenn sem eyddu sunnudeg-
inum í Galtalæk í Landssveit, þar
sem veitt er á tvær stangir, veiddu
tíu væna urriða – þegar þeir höfðu
fundið út hvað hann vildi. Eftir að
hafa reynt hverskyns straumflugur
og púpur, með engum árangri, en
þó alltaf að kasta á fiska sem þeir
sáu, kom annar veiðimannanna
með lausnina. Hann hnýtti á ör-
smátt svart flugulíki með hvítum
vængstubb, á öngul númer 16, og
setti blýþyngingu á tauminn um tíu
cm fyrir framan. Þessu kastaði
hann andstreymis, blýið skrollaði
með botni en flugan sveif fyrir ofan.
Loksins sá fiskurinn eitthvað sem
hann vildi – níu fiskar af tíu féllu
fyrir bragðinu.
Það var rólegt á bökkum Þing-
vallavatns, fyrir landi þjóðgarðsins,
í fyrrakvöld. Veiðimenn sjálfsagt að
horfa á landsleik Englands og Kró-
atíu. Veiðimaður fór víða um svæð-
ið, með misjöfnum árangri. Í Vatns-
koti og Öfugsnáða var varla hægt
að koma flugum til botns, svo mikill
var ágangur murtunnar. Í Vatns-
viki varð hann ekki var, en þegar
hann gekk vestur á Leirutá var
hann loks í ágætum fiski og dró
tvær kuðungableikjur. Á Pallinum
voru veiðimenn hinsvegar í ævin-
týrum þegar nýliði í veiðum í vatn-
inu gerði sér lítið fyrir og dró fjög-
urra punda urriða; sá tók Svartan
kött. „Hann negldi fluguna og fór
svo beint upp í loftið!“ sagði veiði-
maðurinn kampakátur. Skömmu
áður hafði annar fengið tvo urriða á
sama stað, rúmlega pundið hvor.
Í Hlíðarvatni í Selvogi hafa menn
lent í ágætum skotum í sumar. Í
gær voru tveir bræður, Hafnfirð-
ingar, þar við veiðar. Drógu þeir 46
bleikjur, þar af voru sex á bilinu 3,7
upp í 5,1 pund.
Á laugardaginn var veiddi Páll
Árnason 7,5 punda þungan og 61cm
langan sjóbirting í Ölfusá fyrir
landi Eyrarbakka Þetta þykir tíð-
indum sæta þar sem sjaldan veiðist
jafnstór fiskur í ánni á þessum slóð-
um. Annars hefur verið ágætis veiði
í ánni Eyrarbakkamegin og algeng
stærð fiska verið frá 1,5 upp í 4
pund og frést af mönnum fara heim
með allt upp í 15 fiska eftir daginn.
Auðunn og Sigurður Karlssynir með góða dagsveiði úr Hlíðarvatni, 46 bleikjur og sumar stórar.
Flóka byrjar með látum
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær rúmlega tvítugan
mann í 9 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að ráðast á mann með
hnífi í Bankastræti í fyrrasumar og
fyrir fíkniefnabrot. Var ákærði
dæmdur til að greiða fórnarlambi
sínu um 470 þúsund krónur í bæt-
ur.
Að mati dómsins var árásin sér-
lega hættuleg og ófyrirleitin en
ákærði lagði tvisvar til fórnarlambs
síns svo það hlaut tvö stungusár í
andliti.
Ákærði bar því við að hann hafi
lagt til mannsins í sjálfsvörn því
hann hafi óttast að vera rekinn í
gegn eða barinn með götusteini.
Viðbára hans þótti dómara bæði
losaraleg og ótrúverðug og var
henni hafnað.
Níu mánaða fangelsi þótti hæfi-
leg refsing og var skilorðsbundin
þar sem ákærði hefur tekið sig á,
látið af óreglu og stundar nú iðn-
nám. Ákærði var einnig sakfelldur
fyrir fíkniefnabrot og gert að sæta
upptöku á 101,87 grömmum af
hassi.
Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson
héraðsdómari. Verjandi ákærða var
Björgvin Jónsson hrl. og sækjandi
Daði Kristjánsson fulltrúi ríkissak-
sóknara.
9 mánaða
fangelsi
fyrir
hnífaárás