Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 11
„ÞAÐ er engin ástæða til þess að af-
skrifa loðnuveiðar á komandi vertíð,
jafnvel þótt við finnum ekkert núna.
Þær breytingar sem orðið hafa síð-
ustu árin hafa ekki gengið til baka, en
þær gera það ábyggilega. Auk þess
erum við ekkert komnir nálægt því
háa hitastigi, sem var í sjónum um-
hverfis landið frá því um 1900 til 1965
og ég veit ekki betur en þá hafi verið
loðna fyrir öllu landinu í einhverjum
mæli,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur.
Hafinn er leiðangur til loðnuleitar
og -mælinga undir forystu Hjálmars
og stendur hann til 5. júlí. Leiðang-
urinn er farinn á sex fiskiskipum og
rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.
Þrjú skip héldu frá Vestmannaeyjum
í gærmorgun, Ísleifur, Harpa og Gull-
berg, og fóru þau vestur um áleiðis í
Grænlandssundið, þar sem þau leita í
köntunum beggja vegna. Björg Jóns-
dóttir og Súlan bætast í hópinn nú um
miðja vikuna og um helgina gengur
grænlenzka loðnuskipið Siku í lið með
hinum skipunum. Þessum skipum er
ætlað að leita loðnu á þeim stöðum,
sem reynsla skipstjóranna og þekk-
ing leiðir þá á, og síðan heldur rann-
sóknaskipið út á föstudagsmorgun, til
að mæla það, sem vonandi hefur fund-
izt. Þannig er fiskiskipunum ætlað að
flýta fyrir mælingum rannsókna-
skipsins, sem hefur takmarkaðan
tíma til að sinna þeim.
Hjálmar Vilhjálmsson segist alltaf
fara út með jákvæðu hugarfari því
hjátrúin segi að annars finnist ekkert.
„Auðvitað finnum við eitthvað. Það er
reyndar spurning um það hvort
ástand loðnunnar verður orðið þannig
að mælingar verði efiðar. Hún er orð-
in mjög feit á þessum tíma og þá þarf
hún minna af loftbólum til að lyfta sér.
Það eru hins vegar þessar loftbólur,
sem við sjáum bezt, svo ef lítið er um
þær getur mælingin orðið erfið, þótt
nóg sé af loðnunni,“ segir Hjálmar.
Nær Grænlandi en áður
Hann segir að miklar líkur séu á því
að 2002-árgangurinn geri það sama
og árgangurinn frá 2001, að hann alist
upp miklu nær Grænlandi en gerzt
hefur í mörg ár þar á undan. Árgang-
urinn frá 2001 skilaði sér ekki í mæl-
ingum fyrr en í apríl í fyrra og þá kom
í ljós að hann hafði komið vel undan
vetri og að árgangurinn var í góðu
meðallagi. Auk þess varð þá vart
nokkurs af ungloðnu og allt bendir
þetta til að töluvert sé af loðnu í sjón-
um að mati Hjálmars.
Hjálmar gerir ekki ráð fyrir að ís
hamli leitinni að neinu marki. Hægt
sé komast nokkuð langt inn í græn-
lenzku lögsöguna og auk þess virðist
ísinn vera fremur ræfilslegur svo alls
óvíst sé að hann verði til trafala.
Auðvitað finn-
um við eitthvað
Leiðangur sjö skipa
til loðnuleitar hafinn
SAMSKIP hafa bætt við skipi á móti
Skaftafellinu á siglingaleiðinni milli
Íslands, Færeyja og meginlands
Evrópu. Verður félagið framvegis
með viðkomu vikulega á Reyðarfirði
og í Klakksvík í Færeyjum í stað
hálfsmánaðarlega áður. Nýja skipið,
sem fengið hefur nafnið Akrafell, er
með rúmlega 5.100 tonna burðargetu
og var smíðað í Rúmeníu og Þýska-
landi árið 1997. Það getur flutt 435
gámaeiningar, ganghraðinn er 14 sjó-
mílur og 13 manns eru í áhöfninni.
Brottfarardagar á áætlunarleið-
inni Reykjavík, Reyðarfjörður,
Klakksvík, Immingham á Bretlands-
eyjum og Rotterdam breytast með
tilkomu Akrafellsins. Frá og með 2.
júlí nk. verður siglt frá Reykjavík á
miðnætti á föstudegi í stað mánudags
áður og komið til Reyðarfjarðar á
sunnudegi í stað miðvikudags. Þá
munu skipin hafa viðkomu í Klakks-
vík á mánudegi eftir breytinguna í
stað fimmtudags og koma til Imm-
ingham á miðvikudagskvöldi í stað
laugardags og til Rotterdam á
fimmtudagskvöldi í stað sunnudags.
Skaftafellið verður áfram með við-
komu á Grundartanga hálfsmánaðar-
lega en lestar og losar þar á fimmtu-
dögum þegar nýja siglingaáætlunin
tekur gildi.
„Með þessum breytingum stórauk-
um við þjónustu okkar bæði við út-
flytjendur og innflytjendur,“ segir
Hinrik Bjarnason, deildarstjóri út-
flutningsdeildar Samskipa. „Þetta
skapar t.d. ferskfiskútflytjendum á
Íslandi og í Færeyjum stóraukna
möguleika því fiskurinn er tilbúinn til
afhendingar á fimmtudögum í Eng-
landi en kom áður á markað á mánu-
dagsmorgnum og þá sem viðbót við
það mikla magn sem kemur í byrjun
hverrar viku frá Íslandi eftir öðrum
leiðum.“
Tilkoma Akrafellsins eykur einnig
möguleika annarra útflytjenda og
innflytjenda því Samskip verða nú
með áætlunarferðir tvisvar í viku til
bæði Immingham og Rotterdam þar
sem Arnarfellið og Helgafellið hafa
einnig viðkomu þar vikulega á áætl-
unarleiðinni milli Íslands, Skandinav-
íu og meginlandsins. Fimmta skip
Samskipa í áætlunarsiglingum milli
Íslands og Evrópu er Jökulfellið. Það
siglir á Eystrasaltshafnir og sinnir
einnig ýmsum tilfallandi verkefnum.
Höfnin Frá athafnasvæði Samskipa.
Nýtt skip í flota
Samskipa
Vikulegar siglingar milli Austfjarða,
Færeyja og meginlands Evrópu
SAMTÖK sem ætla að berjast gegn
fjölmiðlalögunum hafa verið sett á
laggirnar. Ólafur Hannibalsson hefur
verið valinn talsmaður samtakanna
og Hans Kristján Árnason hefur verið
ráðinn starfsmaður. Ólafur segir fjöl-
marga einstaklinga standa að sam-
tökunum. „Við höfum líklega haldið
eina fjóra til fimm fundi,“ útskýrir
hann, „ætli um fjörutíu til fimmtíu
manns hafi ekki mætt á þessa fundi;
sumir á alla, sumir á einn eða tvo, eftir
því hvernig staðið hefur á fyrir mönn-
um.“
Nafn á samtökunum hefur, að sögn
Ólafs, ekki verið ákveðið. „Við erum
ekki búin að skrá nafn en ég heyri að
fjölmiðlarnir kalla okkur þjóðarhreyf-
inguna. Að svo stöddu erum við alveg
sátt við það.“
Hans Kristjáni hefur, að sögn
Ólafs, verið falið að koma á fót fjáröfl-
unarnefnd. „Við ætlum að byggja
þetta á eins litlu fjármagni og hægt
er,“ útskýrir Ólafur. „Við vonumst til
að einhverjir þúsundkallar komi frá
þeim sem hafa áhuga á þessu og það
dugi til þess að framfleyta okkur í
þessari baráttu.“ Aðspurður segir
hann að Hans Kristján verði vænt-
anlega á launum en aðrir vinni í sjálf-
boðavinnu.
Sjálfstæði verði tryggt
Spurður um markmið samtakanna
segir Ólafur: „Það er fyrst og fremst
að vinna að öflugri þátttöku í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni um fjölmiðla-
lögin. Svo er það
ekkert launungar-
mál að við erum á
móti fjölmiðlalög-
unum og viljum að
þau verði felld.“
Ólafur segir að
samtökin telji lög-
in fyrst og fremst
vera einhliða og
ónóg. „Sum okkar
eru reyndar þeirr-
ar skoðunar að það þurfi engin fjöl-
miðlalög.“ Hann segir aðra þeirrar
skoðunar að enga brýna nauðsyn hafi
borið til að keyra lögin í gegnum þing-
ið á svo skömmum tíma. Verði fjöl-
miðlalög á hinn bóginn sett, verði þau
að ná yfir alla fjölmiðlana í einu – rík-
isfjölmiðlana og hina. Jafnframt verði
að tryggja sjálfstæði starfsmanna
miðlanna gagnvart eigendum og for-
ráðamönnum.
Afl atkvæða ráði úrslitum
Samtökin hafa aukinheldur sett
saman svokallaða viðbragðsnefnd
sérfræðinga undir forystu Jónatans
Þórmundssonar, prófessors við laga-
deild Háskóla Íslands. „Nefndin mun
fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna,
lagaumhverfi hennar, fordæmin um
þjóðaratkvæðagreiðslur og lýðræðis-
legt og mannréttindalegt inntak slíkr-
ar atkvæðagreiðslu,“ útskýrir Ólafur.
Stefnt sé að því að nefndin skili áliti
sínu í næstu viku.
Í nefndinni eru auk Jónatans og
Ólafs, Margrét Heinreksdóttir fram-
kvæmdastjóri, Þorvaldur Gylfason
prófessor og Kristrún Heimisdóttir
lögfræðingur. Ólafur segir ætlunina
að kalla til fleiri sérfræðinga til nefnd-
arinnar til skrafs og ráðagerða.
Að sögn Ólafs telja þeir sem að
samtökunum standa að afl atkvæða
eigi að ráða úrslitum í þjóðaratkvæða-
greiðslunni. „Okkar fyrsta skoðun er
sú að reglur séu ekki settar eftir á.
Varðandi þessa sérstöku þjóðarat-
kvæðagreiðslu teljum við að það sé
eiginlega ekki hægt að fara eftir
neinu öðru heldur en því sem stendur
í stjórnarskránni.“ Afl atkvæða eigi
því, segir hann, að ráða úrslitum og
engar hömlur eigi að setja um kosn-
ingaþátttökuna, t.d. um tilskilinn
meirihluta.
Rýmka rétt borgaranna
Að lokum er Ólafur spurður hvern-
ig samtökin hyggist beita sér í bar-
áttu sinni gegn fjölmiðlalögunum.
„Við munum fyrst og fremst beita
okkur með fræðslu og upplýsingum
um tilurð þessara laga, um lögin sjálf,
um stjórnarskrána og þau stjórnar-
skrárákvæði sem koma þessu máli
við. Og ef stjórnarflokkarnir ætla í
einhverja allsherjar endurskoðun á
stjórnarskránni ætlum við að virkja
almenning til þess að leggja eigið
framlag til þeirrar endurskoðunar.
Stjórnarflokkarnir virðast leggja að-
aláherslu á að þrengja rétt borgar-
anna. Við viljum rýmka hann.“
Ólafur Hannibalsson talsmaður samtaka gegn fjölmiðlalögunum
Ætlum að beita okkur með
fræðslu og upplýsingum
Ólafur
Hannibalsson
ÚR VERINU
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
segir gagnrýni Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, oddvita sjálfstæðis-
manna í borgar-
stjórn, á
fyrirhugaðar
þjónustumið-
stöðvar í hverfum
borgarinnar,
koma á óvart. Á
borgarráðsfundi í
gær var sam-
þykkt að vísa
þjónustumið-
stöðvarmálinu til
til umfjöllunar á borgarstjórnar-
fundi á fimmtudag. Haft var eftir
Vilhjálmi í Morgunblaðinu í gær að í
fyrirliggjandi tillögu meirihluta
stjórnkerfisnefndar borgarinnar um
stofnun fimm þjónustumiðstöðva
væri á engan hátt sýnt fram á aukna
eða skilvirkari þjónustu.
Þórólfur segir að Miðgarður, sem
er tilraunaverkefni um fjölskyldu-
þjónustu í Grafarvogi, sýni þvert á
móti hvernig samþætting við íbúa
um félagsleg málefni geti skilað ár-
angri. Verkefnið sé dæmi um það
hvernig hverfastarf hafi verið til
bóta. „Það besta sem þjónustufyr-
irtæki getur hugsað sér er að vera
miðað við þjónustu til neytendanna
frekar heldur en innra fagskipulag.“
Hann segir ennfremur að með þjón-
ustumiðstöðvunum sé stefnt að sam-
ræmi milli hagræns markmiðs, þ.e.
þjónustu sem veitt er á sem ódýr-
astan máta og nærþjónustu, þ.e.
þjónustu sem er veitt á sem bestan
hátt. „Markmiðið er að gera þjón-
ustuna skilvirkari og við teljum að
við eigum að ná því með stofnun
þjónustumiðstöðva.“
Þarf að taka ákvörðun
Þórólfur vísar þeirri gagnrýni Vil-
hjálms einnig á bug að lítið sem ekk-
ert samráð hafi verið haft við starfs-
menn þeirra stofnana sem hlut eiga
að máli. „Það er nú svo að þetta er
fyrsta verkið sem ég heyrði um þeg-
ar ég var kvaddur til starfa í borg-
inni og kom á fyrsta undirbúnings-
fund í janúar 2003. Síðan þá er liðið
eitt og hálft ár. Það var samþykkt
samhljóða í borgarráði, í lok janúar
2003, að vinna að stofnun þjónustu-
miðstöðva. Settir voru í gang vinnu-
hópar embættismanna og síðan hafa
verið haldnir opnir kynningarfundir.
Haldnir hafa verið fundir með
nefndarformönnum og stjórnmála-
mönnum,“ segir hann m.a.
Hann segir ennfremur að fram-
undan séu frekari upplýsingafundir
með því starfsfólki sem málið snert-
ir. „Auðvitað er það svo að við eigum
fyrst og fremst það mikla verk fyrir
höndum að upplýsa og fræða það
starfsfólk, sem er félagsauðurinn
okkar.“ Hann segir að þegar hafi
verið haldnir fimm fundir af sextán,
þar sem fara á yfir málið.
Þórólfur bætir því við að málið sé
komið á það stig að taka þurfi
ákvörðun. „Ég vil sjá framkvæmdir
í þessu. Það er ekki hægt að bíða
með ákvörðun endalaust,“ segir
hann. „Nú er komið að því að gera
hlutina og bretta upp ermarnar.“
Þórólfur kveðst leggja mikla
áherslu á að verkefnið um þjónustu-
miðstöðvarnar hefjist á hausti kom-
anda. Því sé vorið rétti tíminn til að
samþykkja það. „Ég hef auk þess
skynjað hjá embættismönnum borg-
arinnar að þeir vilja ekki fara enn
einn ganginn í umræður. Jafnvel
ekki í eigin hópi. Þeir vilja fara af
stað núna.“
Um þá gagnrýni Vilhjálms að
hagræðingaráform verkefnisins séu
óljós segir Þórólfur: „Það er nú
þannig að þegar verið er að leggja
upp í svo miklar skipulagsbreyting-
ar er það kannski meira kenning að
setja fram kröfu um hagræðingu.“
Hann segir ennfremur að hagræð-
ing sé fólgin í samþættingunni. „Við
höfum séð lægstu tölurnar í því að
veita alhliða þjónustu frá Miðgarði í
Grafarvoginum. Við teljum að skýr-
ingin sé að hluta til þessi samþætt-
ing sem þar hefur náðst.“
Þórólfur Árnason borgarstjóri á blaðamannafundi
Vísar á bug gagnrýni
á þjónustumiðstöðvar
Þórólfur Árnason
KRAFA sýslumannsins á Sauð-
árkróki um að mótshaldarar við
landsmót UMFÍ á Sauðárkróki í
sumar greiði 2,5 milljóna króna lög-
gæslukostnað vegna mótanna, er
ósanngjörn skattlagning á íþrótta-
hreyfinguna að mati Ómars Braga
Stefánssonar, framkvæmdastjóra
landsmóta UMFÍ. Mótin verða samt
haldin hver svo sem greiðir lög-
gæslukostnaðinn, hið opinbera eða
mótshaldarar, að sögn Ómars, og
engin hætta á að mótsáætlanir
breytist út af þessu eina atriði. Við-
ræður standi yfir við þartilbær yf-
irvöld og er niðurstöðu beðið.
Ómar segir að landsmót UMFÍ
2007 verði haldið í Kópavogi og á
Akureyri 2009 og þurfi mótshald-
arar í hvorugu tilvikinu að greiða
löggæslukostnaðinn á þessum stöð-
um þar sem öflugri lögreglulið á
sólarhringsvöktum séu til staðar í
stærri sveitarfélögum öfugt við það
sem gengur á gerist á minni stöðum
eins og Sauðárkróki. Í ljósi þessa
hljóti minni ungmennafélög að
velta fyrir sér hvar sé hentugast að
halda landsmót sín.
„Afstaða okkar í dag er sú að
okkur finnst þetta ósanngjörn
skattlagning á íþróttahreyf-
inguna,“ segir Ómar.
Ósanngjörn skattlagning