Morgunblaðið - 23.06.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 23.06.2004, Síða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 19 www.fylkir.is Sumarhús á tilboði! Laugardaginn 3. júlí eigum við til nokkur sumarhús á leigu. Á niðursprengdu verði! Nánari upplýsingar í síma 456 3745 Stökktu til, því Danmörk kallar á þig! - til Danmerkur í fríið Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Ferðalög og tómstundir Þ að er ýmislegt hægt að gera um borð í skemmtibátnum Húna II. sem gerður er út frá Hafnarfirði og býður upp á reglubundna hvalaskoðun og sérferðir fyrir hópa, sem til dæmis vilja reyna fyrir sér í sjóstangaveiði og jafnvel grilla svo aflann um borð. „Þetta er sjöunda árið, sem ég er hérna með hvalaskoðun frá Hafnarfirði en ég er búinn að eiga bát- inn í um 10 ár,“ segir eigandi bátsins, Þorvaldur. „Við byrjum um miðjan marz og siglum út september en þar fyrir utan kemur stundum sérpöntuð ferð svona ein og ein. Ég fer alltaf klukkan 10 á morgnana í hvalaskoðum, en aðrar ferðir eru sérpant- aðar fyrir alls konar hópa og þá er ýmist farið að skoða hvali, veitt á sjóstöng eða bara siglt um og notið veitinga um borð. Hvalaskoð- unartúrinn kostar 3.000 krónur og þá getur fólk bara hoppað um borð af bryggjunni hérna við Norðurkantinn, eða pantað fyr- irfram, en ég má taka hundrað manns í hverja ferð. Hópferðirnar eru svo annars konar, en á sjóstöngina geta allt að 17 manns veitt í einu. Þá er boðið upp á veitingar af ýmsu tagi, sem veitingastaðurinn A. Hansen útbýr og svo er vínveit- ingaleyfi um borð. Þá er einnig nokkuð um það að við grillum á dekkinu, stundum aflann og svo þenjum við nikkuna og tökum upp gítarinn og tökum gömlu góðu sjómannalögin. Verðið fer svo bara eftir því hvað boðið er upp á hverju sinni.“ – Hvernig er aðsóknin? „Því miður hefur verið fækkun á ferðamönnum hérna í Hafn- arfirði undanfarin þrjú ár. Skýr- ingin á því er sú að fyrst var upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn einkavædd og þá fór henni strax að hraka og nú hafa þeir hreinlega lokað henni og fært starfsemina inn á bæjarskrifstofurnar og þar með má segja að þessi starfsemi hafi endanlega liðið undir lok. Það er ekkert gert af bæjaryfirvöldum að fá hinn almenna ferðamenn í bæinn og mjög erfitt að nálgast upplýsingar um það hvað hér er í boði. Það vantar alla kynningu.“ – Er nóg af hval að skoða? „Það er þónokkuð af hval hérna skammt fyrir utan, en hann hefur þó verið að færa sig lengra til norðurs. Við höfum þegar séð tvo hnúfubaka í vor og það er fremur óvenjulegt og gæti bent til góðs sumars, en bezti tíminn er venjulega síðsumars. Ég er þrátt fyrir þessa iðju mína fylgjandi hvalveiðum og er sannfærður um að hval- veiðar og hvalaskoðun geti átt samleið, enda séu veiðarnar ekki stundaðar á þeim svæðum sem við erum að skoða hvalina.“ Fræga fólkið hefur skroppið á sjóinn með Þorvaldi. Meðal þeirra má nefna söngvarann Robbie Williams og leikkonuna Viktoríu Abril. Einu sinni pantaði olíufursti frá Oman bátinn eingöngu fyrir sig og eiginkonurnar þrjár og lét fara vel um sig um borð. „Ég sé mest eftir því að hafa ekki haft reikninginn hærri, því hann leit ekki einu sinni á hann þegar hann borgaði,“ segir Þorvaldur, en segir um leið að hann okri ekki á neinum, verðið sé sanngjarnt.  SIGLINGAR |Eikarbáturinn Húni II í Hafnarfirði býður upp á hvalaskoðun og sérferðir Sjóstöng, hvalir og sjómannalögin Morgunblaðið/Hjörtur Á sjóstöng með Húna: Auk hvalaskoðunar er boðið upp á sjóstöng og skemmtisiglingar og þá mögulegt að grilla aflann um borð. Morgunblaðið/Ómar Hnúfubakur: Ein þeirra hvala- tegunda sem fara í sumarfrí við Íslandsstrendur en eyða vetr- inum í Suðurhöfum. Þessi sást lyfta sér í Faxaflóanum. hjgi@mbl.is Nánari upplýsingar um Húna og ferðapantanir: sími: 854 1388 eða 894 1388 veffang: www.islandia.is/huni netfang: hunill@simnet.is HÚNI II er merkilegur bátur, stærsti íslenzki trébáturinn sem er til. Björn heitinn á Löngu- mýri lét smíða hann hjá Skipasmíðastöð KEA, en þar voru menn þekktir fyrir vönduð vinnu- brögð. Hann er smíðaður ’63 og verður því 41 árs í sumar. Báturinn er búinn að vera á nánast öllum veiðum nema snurvoð, en hann byrjaði á síld. Hann var gerður út frá Hornafirði í 20 ár og var þar á alls konar fiskiskap og var notaður til að sigla með ísfisk til Bretlands á veturna. „Báturinn var vægast sagt í slæmu standi, þegar ég keypti hann,“ segir Þorvaldur. „Það var búið að rífa úr honum allt sem hægt var að nýta, meðal annars vélina og kjalsogið var fullt af olíu, glussa og drullu. Ég vissi alltaf að bát- urinn var vel byggður og ég hef ekkert þurft að láta gera neitt við skrokkinn, bara setja niður nýja vél og tæki. Þetta hefur auðvitað kostað óhemju pening, en ég segi það oft að ég hafi keypt bátinn á 10 krónur fyrir 20 milljónum síðan. Ég leiddist inn í hvalaskoðun og sjóstöng til að fjármagna þetta dæmi en draumurinn er fyrst og fremst að þessi bátur verði varðveittur einhvers staðar og það þurfi ekki að vera standa í svona samkeppni til að halda honum gangandi. Það mætti þá nota hann fyrir skóla- krakka á hátíðis- eða tyllidögum. Það er annars merkilegt að þegar talað er um sjóminjasöfn, er eins og bátar eigi ekkert heima þar. Það er safnað saman alls konar verkfærum og dóti en það er eins og það gleymist að það þarf báta til að sækja fiskinn. Húni er einstakur bátur og á í raun hvergi heima nema á safni. Staðan nú er þannig að ég er búinn að auglýsa hann til sölu erlendis, vegna þess hve dýrt er að viðhalda bátnum. Það yrði slæmt að missa svona sögufrægan bát úr landi, en hann bar á sínum tíma 32.000 tonn af fiski að landi,“ segir Þorvaldur. Morgunblaðið/Hjörtur Eigandi Húna II: Telur mikilvægt að báturinn verði varðveittur og hann eigi í raun heima á eins konar sjóminjasafni. Á heima á sjóminjasafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.