Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 21 REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Hörkuorf fyrir alla sláttumenn Í LEIÐARA Morgunblaðsins á sunnudaginn eru sett fram afar sér- stæð sjónarmið sem ganga raunar gegn lýðræðinu og stjórnarskránni. Þar er því teflt fram að ef ganga eigi gegn vilja Alþingis með þeim rökum að vilji þjóðarinnar sé annar en þingsins hljóti að vera eðlilegt að meirihluti kosningabærra manna greiði atkvæði gegn fjölmiðlalögunum – eigi þau að falla úr gildi. Stjórnarskráin af- dráttarlaus Í stjórnarskránni eru engin skilyrði um að úr- slit kosninga séu bind- andi, nema ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu um lýðveldisstofnun 1944 þar sem þess var krafist að meirihluti allra atkvæðisbærra manna samþykkti stjórnarskrá hins nýja lýðveldis. Stjórnarskrárgjafinn hefur því talið að einungis í þessu eina tilviki, þegar Íslendingar stigu það sögulega skref að stofna nýtt sjálfstætt ríki, væri rétt að viðhafa slíkt skilyrði. Engin skilyrði eru sett varðandi 26. grein um málskotsrétt forseta og heldur ekki á tveimur stöðum öðrum í stjórnarskránni þar sem fjallað er um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar er einfaldlega miðað við meirihluta kjósenda í leynilegri atkvæða- greiðslu. Það liggur líka í hlutarins eðli að þegar forseti Íslands beitir málskotsrétti sínum er hann að setja málið í dóm allra kjósenda, þar sem æðsta valdið liggur. Þar er það öll þjóðin sem hefur valdið en ekki bara hluti hennar. Þess vegna eiga úrslitin að vera í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað og kjósa að nýta sér það vald sem forsetinn hefur nú fært þjóðinni. Réttur meirihlutans gerður að rétti minnihlutans Skilyrði í anda þess sem Morg- unblaðið lýsir gætu skrumskælt lýð- ræðið. Þau gætu gert að engu nið- urstöðu mikils meirihluta þeirra kjósenda sem mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn fjölmiðlalög- unum meðan mikill minnihluti réði því að lögin héldu gildi sínu. Lítum nánar á þetta. Á kjörskrá nú eru 213.553 en samkvæmt því sem Morgunblaðið telur eðlilegt þyrfti helm- ingur þeirra að greiða atkvæði gegn fjölmiðla- lögunum ef þau ættu að falla úr gildi. Ef kosn- ingaþátttakan yrði t.d. 70% gætu tæplega 29% þeirra sem atkvæði greiddu með lögunum ráðið úrslitum í málinu og gert að engu atkvæði þeirra rúmlega 71% sem mættu á kjörstað og greiddu at- kvæði á móti lögunum. Þá væri hreinlega búið að snúa lýðræðinu á hvolf ef afstaða tæplega þriðjungs kjósenda réði því að lögin héldu gildi sínu en réttur meira en tveggja af hverjum þremur kjósendum sem mættu á kjörstað og vildu fella lögin væri fótum troðinn. Morgunblaðið á villigötum Röksemd þeirra sem vilja setja skil- yrði í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu er sú að það sé atlaga að lýðræðinu að forseti beiti málskotsrétti sínum. Eða eins og Morgunblaðið orðaði það í leiðaranum: „Það að forseti skuli hafa neitað að staðfesta lög sem sett voru á löglega kjörnu Alþingi með lögmætum hætti er afar óvenjuleg, stór og afdrifarík ákvörðun.“ Þarna er alveg litið framhjá eðli samsteypu- stjórna og að æðsta valdið er hjá þjóðinni en ekki þinginu. Röksemd blaðsins um að eðlilegt sé að 50% atkvæða allra kosn- ingabærra manna þurfi til að fella lögin er því alveg eins hægt að snúa við og segja að 50% allra kosn- ingabærra manna þurfi að sam- þykkja lögin og lýsa þannig stuðningi við afstöðu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Þeir sem vilja setja meiri- hlutaskorður fyrir niðurstöðu í þjóð- aratkvæðagreiðslunni þurfa að velta þessu fyrir sér, enda hefur þjóðin aldrei kosið sérstaklega þann meiri- hluta sem nú er við völd. Ekki var þjóðinni heldur fyrir sl. þingkosn- ingar kunn afstaða stjórnarflokk- anna til málsins í heild eða einstakra atriða eins og hvernig stjórnarflokk- arnir litu á ákvæði stjórnarskrár- innar um tjáningarfrelsi. Þjóðin á nú leik Alþingi getur ekki komið eftir á – eft- ir að forsetinn hefur vísað málinu til þjóðarinnar – og sett lög sem tak- marka það vald sem forsetinn hefur fært þjóðinni. Það gæti líka orðið snúið fyrir forsetann að staðfesta lög sem skilyrtu það vald sem hann hef- ur nú framselt til þjóðarinnar. Þjóðin á nú leik og fulltrúar löggjafar- eða framkvæmdarvalds hafa ekkert leyfi til að takmarka rétt til óskilyrtrar þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kveð- ið er á um í stjórnarskránni. Lýðræðinu snúið á hvolf Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um lýðræði ’Skilyrði í anda þesssem Morgunblaðið lýsir gætu skrumskælt lýð- ræðið.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. STJÓRNMÁL snúast um rétt- læti. Að finna rétta lausn á ýms- um vanda sem upp kann að koma. Að finna hinn gullna meðalveg réttlætis milli þarfa ein- staklingsins og þarfa samfélagsins. Um þetta kjósum við á fjögurra ára fresti. Þá veljum við þá full- trúa sem okkur líst best á til að sinna framgangi réttlæt- isins. Fulltrúarnir, þingmenn allir, fara með löggjafarvald; setja lög og reglur fyrir almenning í landinu að fara eftir. Lög og reglur sem snúast m.a. um það að skerða ekki oln- bogarými ein- staklinga fyrir hags- muni meirihlutans og láta ekki hagsmuni einstakra stjórna rétti meirihlutans. Fjölmiðlalögin um- deildu eru réttlæt- ismál. Kjörnir þing- menn, hvort sem er í stjórn eða stjórn- arandstöðu, voru sammála um að setja þyrfti lög sem kæmu í veg fyrir samþjöppun fjölmiðla á fáar hendur. Það sem nú hefur gerst er að málið er hætt að snúast um réttlæti og fjallar æ meira um „við og þið-stjórnmál“, mitt lið og þitt lið. Sá sem kastaði stríðshansk- anum var enginn annar en sjálfur forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson. Með því að neita að staðfesta lögin gekk hann gegn rétti mínum, kosningaréttinum. Sem ríkisborgari í lýðræðislegu þjóðfélagi tel ég þetta mitt mik- ilvægasta verkfæri til að hafa áhrif. Ég hafna slíkri lítilsvirðingu við kosningarétt minn. Hver er þá tilgangur forsetans? Það er rétt um áratugur síðan Ólafur Ragnar, þá þingmaður, sótti mál á þingi um sama efni. Nú hefur hann ákveðið að snúa baki við fyrri sannfæringu. Er hann kannski að sýna mátt og megin embættis síns, í kringum forseta- kosningar? Varla, á fræðimanns- ferli sínum lýsti hann þeirri skoð- un sinni að embætti forseta Íslands sé í raun valdalaust í ís- lenskum stjórnmálum. Þar var hann sjálfur að taka undir þá skoðun margra lögfróðra manna að forseti Íslands sé með öllu valdalaus. Stjórnarskráin bætir um betur og í 11. grein segir … „forseti lýðveldisins er ábyrgð- arlaus á stjórnarathöfnum“. Mikið hlýtur að vera gott að skáka í skjóli þess að þurfa ekki að taka ábyrgð á gerðum sínum þar sem „ráðherrar bera ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öll- um“ (14. gr.). Er hann þá að ganga erinda þjóðarinnar? Varla, þjóðin hefur þá stjórn sem hún kaus og hef- ur hún meirihluta meðal þjóðarinnar. Raunverulegur til- gangur Ólafs Ragnars var greinilega sá að koma sterkur inn aft- ur í stjórnmálin sem sameiningartákn vinstri manna. Nú hef- ur komið í ljós að þessi upphaflegi til- gangur hans með framboði til forseta Íslands virðist ætla að ganga eftir. Hvílíkur hroki gagnvart virð- ingarverðu embætti. Ólafur Ragnar hef- ur með neitun sinni valtað yfir kosninga- rétt minn, gert lítið úr embætti forseta Ís- lands og Alþingis, snúið baki við eigin sannfæringu og stimplað sig á spjöld sögunnar með afturkomu sinni í íslensk stjórnmál. Yfirgangur Ólafs Ragnars Þórunn Jóna Hauksdóttir skrif- ar um neitun forsetans Þórunn Jóna Hauksdóttir ’Ólafur Ragnarhefur með neit- un sinni valtað yfir kosninga- rétt minn, gert lítið úr embætti forseta Ís- lands.‘ Höfundur er framhaldsskólakennari á Selfossi. SÆL Þorgerður. Þessa dagana eru ný- útskrifaðir tíundu- bekkjarnemendur að bíða eftir að fá bréf frá þeim framhaldsskólum sem þeir sóttu um. Sumir hafa þegar feng- ið bréf. Aðrir bíða spenntir. Sú bið er þrungin ákveðnum kvíða sem má rekja til frétta í fjölmiðlum und- anfarna daga. Það stefnir nefnilega í það að um 600 nemendur verði án framhaldsskóla ef ekkert verður að gert. Hvað gera bændur þá? Ástand þetta hefur verið fyrirsjáanlegt um nokkurt skeið og er því með ólíkindum að ekkert skuli hafa verið gert til að bregðast við því. Vilt þú svona samfélag? Samfélag sem gerir bara sumum kleift að komast inn í framhaldsskóla? Hvað hefurðu að segja við þá sem bíða? Fyrirgefið, það er ekki pláss vegna þess að við höfum ekki fjármagn til að reka framhaldsskólana. Skattgreiðendur og for- eldrar þessara barna sem nú bíða eftir svari um skólavist hafa greitt skatta til samfélagsins með glöðu geði frá fæð- ingu barna sinna. Í einfeldni sinni hafa þeir talið að þeim skattpen- ingum yrði varið m.a. í uppbyggingu framhaldsskóla. Þeir hafa talið sig örugga hér á Íslandi. Örugga með menntun handa sínum börnum. Nei, Þorgerður, þetta er ástand sem verð- ur ekki unað við. Hvað ætlar þú, hæstvirtur mennta- málaráðherra, að gera í málefnum þessara nemenda? Verður fjár- framlag til þeirra skóla sem telja sig geta bætt við sig nemendum aukið? Verður nemendum kannski vísað á skóla erlendis? Ætlarðu börnum með grunnskólapróf út á vinnumarkaðinn eða á atvinnuleysisbætur? Með kveðju og ósk um tafarlausa lausn á þessum vanda. Enginn skóli í haust, Þorgerður? Svandís Svavarsdóttir skrifar opið bréf til menntamálaráð- herra ’Verður nemendumkannski vísað á skóla er- lendis?‘ Svandís Svavarsdóttir Höfundur er formaður VG í Reykja- vík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.