Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 24

Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNIR hinna fjölmennu fé- laga ASÍ og BSRB hafa ásamt nokkrum minni félögum komið auga á aðfinnsluefni mitt í miklu róti heimsviðburða og gert stjórn lands- ins viðvart; ekki er gott að segja hvort heimsbyggðin verður hissa eða hrifin þegar fréttin berst, að rík- isstjórn Íslands hefur veitt alrík- isstjórn Bandaríkjanna áminningu vegna strangrar gæslu á sex- hundruð meintum ódæðismönnum í her- stöð á Kúbu. Gæslu- menn þeirra segja full- víst að menn þessir hafi undirbúið eða tekið þátt í morðum og lim- lestingum á Vest- urlöndum og víðar og því öruggt að þeir búi yfir vitneskju sem mik- ilvæg er þeim sem hafa það hlutverk á hendi að vernda grunlaust og varnarlaust fólk fyrir illum ásetningi þeirra. Staða þessara ólánsmanna er því önnur en þeirra sem brjóta umferðarlög eða hnupla vínberjum frá kaupmann- inum; einhverjir „saklausir“ munu hafa verið staddir á vitlausum stað á viðkvæmu augnabliki og verða vita- skuld látnir lausir með afsök- unarbeiðnum og skaðabótum hið fyrsta enda nokkrir komnir heim til sín þegar. Ill meðferð á mönnum og öðru lif- andi er óverjandi en ef menn vilja beina ljósi að myrkviðum mann- vonsku og afskiftaleysis er af nógu að taka: Skelfilegt ástand ríkir í þús- undum fangelsa um alla Afríku, í Arabalöndum og í hinni miklu Asíu Réttarvernd er nafnið tómt og sakir litlar eða engar hjá miljónum fang- elsaðra. Í löndum fyrrverandi Sovéts eru viðhafðir á mörgum stöðum ein- hverjir þeir viðbjóðslegustu glæpir sem þekktir eru: menn eru sendir hópum saman djúpt í jörðu niður að stunda námagröft við algerlega ófor- svaralegar aðstæður. Maður sér að líkt á sér stað víðar en nú verður svona óhæfu ekki framar leynt eftir að vestrænar þjóðir, einkum Banda- ríkjamenn og Bretar, hafa komið til leiðar betri fréttaflutningi og upp- ljóstrunum ljótra mála bak við lok- aðar dyr fjölda harðstjórna í mis- munandi litum. Í nýlegri frétt frá UNICEF segir að börn og unglingar séu hneppt í herþjónustu í nokkrum ríkjum. Staða hundraða miljóna barna er með slík- um ódæmum, að það svið eitt ætti að taka til sín alla vandlætingarhneigð okkar um þessar mund- ir, þúsundir þeirra vesl- ast upp og deyja vegna fáfræði og vanhirðu ár hvert og á mörgum stöðum eru þau útskúf- uð og vanrækt til hinstu stundar; þau sem fá að borða verða mörg hver að þola grimma innræt- ingu af ýmsu tagi og sýkingu hugarfarsins. Hafa stjórnir hinna merku félaga áhuga fyrir þeim mannrétt- indabrotum? Fulltrúar svona þjóðfélaga sitja á þingi Sameinuðu þjóðanna, þenja sig þar út af ólíklegustu málum og stunda óspart fingurbendingar. Börn vita ekki um hið magnþrungna orð mannréttindi, ekki svo mikið sem veikustu skilgreiningu á hugtakinu. Á stórum svæðum í heiminum og meðal fjölmennra þjóða er konum haldið því sem næst á stigi húsdýra, sums staðar neðar, þær eiga sér ekki uppreisnar von nema fyrir hávær af- skifti utanfrá. Á fáeinum árum hefur hundruðum þúsunda manna og kvenna verið slátrað af óskiljanlegu miskunn- arleysi í Afríku og víðar ( 300 þús. í Írak); mörg slík voðaverk hafa ekki vakið áhuga fjölmiðla eða hálfsofandi vandlætara. Skálmöld ríkir víða um heim og ljótar sögur sagðar, og ósagðar, um ofsóknir gegn trú- félögum einkum í löndum Múslíma. Hundruð milljóna einstaklinga hins ráðvillta mannkyns verða öllum stundum að þola algert tómlæti gagnvart sjálfsögðustu grunnþörfum sínum og því sem við hér teljum sjálf- sprottinn réttindi. Það er ekki ónýtt að beint framan í þessa heimsveltu skuli nú stjórn Alþýðusambands Ís- lands og hið stórhátíðlega BSRB íklæðast hempum vandlæting- arofboðs og setjast við skriftir; hið fyrsta sem þessu valinkunna fólki kemur í hug er að biðja vægðar mönnum sem eru grunaðir um níð- ingsverk. Nú er hverju félagi og hverjum einstaklingi auðvitað heimilt og jafnvel skylt að bera fyrir brjósti réttarstöðu þeirra ógæfumanna sem nú gista hið umdeilda fangelsi í Gúantanamo og krefjast þess að þeim séu skipaðir verjendur svo sem sæmir í réttarríki, en er það ekki dá- lítið hráskinnalegt að horfa á stjórnir merkra félaga hrasa hverja um aðra í ákafa sínum að senda Bandaríkja- mönnum tóninn. Það skyldi þó aldrei vera svo að aflvélin í uppátækinu sé almenn fordómasprottin óvild sumra stjórnarmanna í garð Bandaríkjanna en ekki blæðandi hjörtu vegna hinna dularfullu manna á Kúbu. Það er kaldhæðnislegt að mannréttindamál á þeirri frægu eyju þarfnast rann- sóknar; hvað segir stjórn ASÍ um þá ráðstöfun Castrostjórnarinnar að fangelsa alla alnæmissjúklinga eða eru þeir kannski bara í „dval- arbúðum“. Það er margt að skoða þegar horft er yfir mannlífið og mönnum getur hæglega glapist sýn. Verið gæti að mannréttindaáhugi ASÍ og BSRB þætti trúverðugri nú þegar þau hefja ásjónu sína upp á heiminn ef hinir alvörugefnu stjórn- armenn tækju slæður af augum sín- um, settust síðan niður við að skrifa áskoranir til ríkisstjórnar Íslands og orðuðu vanlíðan sína vegna svosem níuhundruðnítíuogníu mála í heim- inum áður en kemur að föngunum í Gúantanamo. Það má vera hinum ágætu stjórnarmönnum allra þeirra félaga sem nú eru að taka kipp í mannréttindabaráttunni leiðarljós, að nýlega birtist í blaði grein með yf- irskriftinni „Mannréttindi eru fótum troðin víða“. Mannvonska á uppboði Emil Als skrifar um mannrétt- indabrot ’Réttarvernd er nafniðtómt og sakir litlar eða engar hjá milljónum fangelsaðra.‘ Emil Als Höfundur er læknir. M aður fæðist harla hamingjusamur, en eftir því sem á líður ævina dreg- ur úr þessari meðfæddu hamingju uns maður er kominn undir fertugt, þá byrj- ar hamingjan að aukast á ný og heldur því áfram það sem eftir er ævinnar. Nei, þetta er ekki einhver rassvasasálfræðispekin úr manni sem er farinn að óttast snemm- bæra miðaldurskreppu, heldur niðurstaða vísindamanns sem hefur rannsakað málið. Svona mun sveiflan á hamingjuvoginni í lífi fólks yfirleitt vera. Og þessi vísindamaður sem um ræðir, Andrew Oswald, er ekki heimspekingur að reyna að vekja á sér athygli með sniðugri kenningu, heldur pró- fessor í hag- fræði við Há- skólann í Warwick í Englandi. Bandaríski fréttavefurinn philly.com greindi frá því á sunnudaginn að Oswald hefði við annan mann, David Blanchflower, nýverið birt rann- sóknarritgerð um verðgildi ham- ingjunnar, tengsl hennar við kynlíf og fleira, undir heitinu „Money, Sex, and Happiness: An Empirical Study“, á vef Banda- rísku efnahagsmálarannsókn- arstofnunarinnar (NBER). Þetta er haft til marks um það, að hamingja fólks sé ekki lengur sérsvið presta, heimspekinga, sálfræðinga og nýjaldargúrúa, heldur geti virðulegir hagfræð- ingar mælt hana, svona eins og atvinnuleysi, og geti séð tengsl á milli hennar og annarra þátta í efnahagslífinu. Það er að segja, hamingjan er orðin að efnahags- stærð. Lykilatriðið í öllum rann- sóknum eru spurningarnar sem spurt er þegar þær eru gerðar. Og hvaða spurninga geta hag- fræðingar spurt um hamingju? Jú, segir philly.com, þeir spyrja aldagamalla spurninga sem hing- að til hafa ekki þótt sérlega hag- fræðilegar, eins og til dæmis hvort hægt sé að kaupa hamingj- una fyrir peninga, og hvort stjórnvöld geti aukið hamingju fólks. En hagfræðingarnir eru líka farnir að gera það sem alltaf hef- ur verið talið óhugsandi. Verð- leggja hamingjuna – eða öllu heldur óhamingjuna. Þannig hafa Oswald og félagar reiknað það út, að atvinnuleysi kostar bandaríska karlmenn að með- altali sextíu þúsund dollara í glataðri hamingju á ári. Það reiknast vera tæpar 4,4 milljónir króna, en ekki er að vita hvort hamingja íslenskra karla er verðmeiri eða verðminni en ham- ingja þeirra bandarísku. Og meira um efnahagsleg tengsl atvinnuleysis og ham- ingju. Samkvæmt philly.com hafa Oswald og félagar komist að því, að hamingja fólks ræðst fremur af því hvort það hefur vinnu en af auknum hagvexti. Kemst Oswald því að þeirri nið- urstöðu, að stjórnvöld geti frem- ur aukið hamingju fólks með því að tryggja atvinnu en að gera ráðstafanir sem miða fyrst og fremst að auknum hagvexti og auðsköpun. Hér hefur ekki verið minnst á tengsl hamingju og kynlífs – sem eru mikil, eins og vænta má, en það eru ekki sérlega óvæntar niðurstöður. (Nema ef vera skyldi sú, að því meiri menntun sem fólk hefur, því meiri ham- ingju veitir kynlíf því). Bent skal á að rannsóknarritgerð Oswalds og Blanchflowers má nálgast á Netinu, og er þá einfaldast að slá titil ritgerðarinnar inn í Google. En allar þessar athyglisverðu niðurstöður um hamingjuna vekja óhjákvæmilega þá spurn- ingu hvernig þeir Oswald og Blanchflower skilgreini ham- ingju. Skyldu þeir hafa leitað í smiðju eins fyrsta hamingjuat- hugandans sem sögur fara af, Forngrikkjans Aristótelesar? Kannski ekki nákvæmlega, en líkt og Aristóteles eiga þeir í dá- litlum erfiðleikum með að skil- greina nákvæmlega hvað ham- ingja er. En eitt tekst þeim þó, sem Aristóteles lagði ekki í, nefnilega að búa til jöfnu til að reikna hamingjuna út. Þessi jafna er svona: r = h(u(y, s, z, t)) + e Ekki verður útskýrt hér fyrir hvað stærðirnar í jöfnunni standa, nema það sem líklega blasir við, að s stendur fyrir enska orðið „sex“, eða kynlíf. Höfundarnir taka líka fram, að þetta muni vera í fyrsta sinn sem kynlíf sé tekið með í reikninginn (bókstaflega) þegar hamingja sé mæld. Grundvallarspurningin í ham- ingjurannsóknum hlýtur þó að vera sú, hvort fólk geti sjálft vit- að hvort það er hamingjusamt. Kannski kemur það einhverjum á óvart, en fræðimenn hafa alls ekki allir talið sjálfgefið að svara þeirri spurningu játandi. Þannig hafa til dæmis sálfræðingar reynt að mæla hamingju út frá öðrum þáttum en sjálfsmati „við- fangsins“, eins og þeir Oswald og Blanchflower nefna, svo sem mati annarra (maka og vina), hjartslætti og blóðþrýstingi og lengd ákveðinnar tegundar af brosi (sem er skilgreint sem virkni ákveðinna vöðva í andlit- inu). En sjálfir leggja Oswald og Blanchflower mest upp úr mati fólks sjálfs á eigin hamingju. Þeir segja að fjórir þættir að minnsta kosti vegi þyngst þegar fólk meti hamingju sína; kring- umstæður, metnaður, sam- anburður við aðra og ein- staklingsbundið lífsviðhorf. Það flækir svo enn málið, að maður getur skipt tilveru sinni niður í ýmis svið og fundist maður ham- ingjusamur á sumum en ekki öðrum – og allsendis ófær um að reikna meðaltal. Hamingjan, segja þeir – að minnsta kosti í þeirri rannsókn sem hér um ræðir – er „flæði fremur en birgðir“. Þarna eru þeir þó sammála Aristótelesi, sem sagði hamingjuna vera fólgna í athöfnum – hún er eitt- hvað sem maður gerir fremur en eitthvað sem maður einfaldlega er. Hamingju- jafnan … að stjórnvöld geti fremur aukið hamingju fólks með því að tryggja atvinnu en að gera ráðstafanir sem miða fyrst og fremst að auknum hag- vexti og auðsköpun. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ er blað sem tekur sjálft sig mjög alvarlega. Blaðið ætlast líka til þess að eftir skoðunum þess sé tekið, að orð þess hafi þunga og áhrif í þjóðmálaumræðunni. Það tekur gjarnan pólitíska afstöðu í um- deildum málum og heldur henni mjög fast fram. Verður mála- fylgjan svo mikil á stundum að ekki er hægt að kalla annað en einsýni. Þannig finnst mér hafa farið fyrir blaðinu í umræðunni um mál- skotsrétt forseta og væntanlega þjóð- aratkvæðagreiðslu. Í stað þess að taka fagn- andi því tækifæri sem nú gefst til að stíga ný skref í lýðræðisþróun á Íslandi, hefur blaðið tekið íhaldssama afstöðu gegn málskotsrétti forseta og kosninga- rétti þjóðarinnar. Það er mjög miður og virðist benda til að einhver kyrk- ingur sé kominn í þá frjálslyndu og víðsýnu ímynd sem blaðið hefur viljað halda á lofti á undanförnum árum. Í leiðara blaðsins á sunnudaginn voru leidd fram ýmis rök til stuðnings þeirri skoðun að skilyrða beri vænt- anlega þjóðaratkvæðagreiðslu með einhverjum hætti. Í leiðaranum segir m.a.: ,,Ef rökin fyrir því að ganga gegn vilja Alþingis og skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst þau, að vilji þjóðarinnar sé annar en þingsins, hlýtur að vera mjög eðlilegt að það skilyrði sé sett, að meirihluti kosningabærra manna greiði atkvæði gegn lögunum, eigi þau að falla úr gildi. Hvernig á annars að ganga úr skugga um að þjóðarvilj- inn sé raunverulega annar en vilji þingsins.“ Síðar í leiðaranum er þetta sjónarmið áréttað. Það kann vel að vera að leiðarahöfundi Morg- unblaðsins finnist þetta eðlilegt og svo kann ég að hafa einhverja allt aðra skoðun, en hvorugt skiptir máli ef stjórn- arskráin segir eitthvað allt annað. Það er hún sem gildir í þessu máli en ekki viðhorf ein- stakra stjórnmála- manna eða ritstjóra. Við getum haft skoðanir á því hvernig við vildum að stjórnarskráin væri en það sem máli skiptir núna er hvernig hún er. Við eigum að sýna stjórnarskránni virð- ingu og okkur ber að fara eftir henni. Í stjórnarskránni eru gefnar ákveðnar forsendur og aðrar ekki, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Um málskotsrétt forseta er fjallað í 26. gr. stjórnarskrárinnar og þar seg- ir: ,,Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ (let- urbreyting mín). Hér er smáorðið ,,það“ lykilatriði. Samkvæmt orðanna hljóðan á að leggja ,,það“ – frum- varpið – undir atkvæði en ekki þau – lögin. Orðalagið ,,til samþykktar eða synjunar“ gerir ekki upp á milli þess- ara tveggja kosta, þeir eru lagðir að jöfnu, þjóðin á beggja kosta völ. Í ljósi þessa fær það engan veginn staðist að leggja málið þannig fyrir þjóðina að greiða eigi atkvæði um hvort fella beri lögin úr gildi. Að auki verði svo áskilnaður um að meirihluti kosningarbærra manna í landinu þurfi að greiða atkvæði gegn lög- unum til að atkvæðagreiðslan teljist marktæk! Ég er hrædd um að leið- arahöfundur Morgunblaðsins verði að útskýra betur fyrir lesendum sín- um hvernig hann getur lagt þetta til með hliðsjón af grundvallarlögum ís- lenska ríkisins, þeim lögum sem öll okkar stjórnskipan hvílir á. Morgunblaðið og þjóðaratkvæðagreiðslan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um afstöðu Morg- unblaðsins ’Við eigum að sýnastjórnarskránni virð- ingu og okkur ber að fara eftir henni.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er varaformaður Samfylk- ingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.