Morgunblaðið - 23.06.2004, Side 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 25
HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR
á New York og Washington 11. sept-
ember 2001, til styttingar 11.9.*, og
fall Berlínarmúrsins 9. nóvember
1989, sem stytt er 9.11., marka sögu-
leg þáttaskil. 11.9. verður til þess, að
Bandaríkjamenn sjá fulla þörf á því
að beita hernaðarmætti sínum í
varnarskyni og ein sín
liðs, ef út í það fer.
Haukarnir, sem lengst
ganga vestra, telja að
gömul stefnumörkun
og varnarbandalög,
sérstaklega NATO,
hafi gegnt sínu hlut-
verki og séu úrelt.
Mikill hluti Banda-
ríkjamanna leggur þó
sem fyrr áherslu á al-
þjóðlega samvinnu. En
um það virðast Banda-
ríkjamenn almennt
sammála að þjóðlegum
lífshagsmunum þeirra sé ógnað af
ríkjum undir stjórn ofbeldisseggja
og hryðjuverkasamtökum, sumpart
á þeirra vegum og með gjöreyðing-
arvopn undir höndum. Hinn mikli
hernaðarmáttur Bandaríkjanna sést
best af því, að útgjöld þeirra til varn-
armála eru meiri en það sem lagt er
til varna í Kína, Frakklandi, Þýska-
landi, Indlandi, Japan, Rússlandi og
Bretlandi samanlagt, ef marka má
grein í síðasta hefti Foreign Affairs
eftir Andrew Moravcsik, prófessor
við Harvard-háskólann.
Við fall múrsins í Berlín 1989
verða hin miklu kaflaskipti í Evrópu-
sögunni. Þjóðir Vestur-Evrópu búa
þaðan í frá ekki við árásarógn ná-
grannanna í austri. Því fylgir slaki í
stað spennu og upp hefst nýtt skeið
Evrópusamrunans. Þvinguð fylgiríki
Sovétríkjanna taka upp lýðræð-
islega stjórnarhætti og markaðs-
búskap innan Evrópusambandsins
og NATO stækkar. Evrópuríkin
kjósa fjölþjóðlegt samstarf á sviði
öryggismála. Gagnrýni á Bandarík-
in, sem sumstaðar er hefðbundin, fer
vaxandi sem og andúð á stríðinu í
Írak.
Allt er þetta alkunna og varla þörf
á að rifjað sé upp fremur en að Atl-
antshafstengslin voru undir-
stöðuatriði í varnarstefnu hins
frjálsa heims og um leið fastur
punktur í alheimssamskiptum allt til
loka kalda stríðsins. Það má heldur
ekki gleymast að hryðjuverkaárás-
irnar 11.9. voru tilefni til fullrar sam-
stöðu og samúðar við Bandaríkin af
félagsríkjum þeirra í NATO, með
vísan til sjálfrar 5. greinar Atlants-
hafssáttmálans um
skyldu um sameig-
inlegar varnir. Eftir
11.9. var forsíðu-
yfirskriftin í Le
Monde: „Nous sommes
tous Américains“ – Við
erum öll Ameríku-
menn. En síðan tekur
leiðir að skilja þótt
hryðjuverkaógninni
linni ekki. Næst kom
hin grimmilega árás á
Spán 11. mars sl., eða
11.3., sem er valin dag-
setning til að minna á
tenginguna við atburðina í Banda-
ríkjunum. Hér standa sömu menn að
verki.
Þessir þankar mínir eru eiginlega
tilkomnir vegna lestrar greinarinnar
„Að lesa og skilja heiminn með hjálp
ljósmynda“ eftir Sigrúnu Stef-
ánsdóttur, sem birtist í síðustu Les-
bók Morgunblaðsins. Hún segir ljós-
myndir tengdar hryðjuverka-
mönnunum afhjúpa þá einföldu
svart-hvítu mynd af heiminum, sem
sé í ríkjandi orðræðu. Vel kann það
að vera, en myndir sem til eru af for-
ingja flugræningjanna 11.9., Mo-
hammed Atta, auðvelda mér ekki
skilning á honum né á málstað al
Qaeda. Þessi maður var Egypti, af
miðstéttarfólki í Kaíró og menntað-
ur sem verkfræðingur í Hamborg en
þar komst hann í öfgasinnaða músl-
imasellu, sem starfaði á laun. Menn
fengu væntanlega það sem á vantaði,
þ.e. þjálfun í notkun alls kyns skot-
vopna og sprengiefna, í æfingabúð-
um al Qaeda í Afganistan. Síðan tók
við flugmannsnám í Flórída en þó
ekki í því að lenda flugvél. Myndin í
Lesbókinni úr eftirlitsvélinni af Atta
á leið út í flugvélina í Boston 11.
september 2001 segir mér að þar
hafi farið vitfirrtur ofstækismaður.
Hann hafði undirbúið það í lengri
tíma að smygla hnífi með sér og hef-
ur þá getað verið að gæla við hug-
myndina um hvernig yrði unnið á
áhöfn og farþegum til að fá frið til að
fljúga á Twin Towers á Manhattan
og drepa þúsundir fólks.
Þótt ágreiningur Evrópuríkja og
Bandaríkjanna sé áberandi má ekki
gleyma því að það eru sameiginleg
hagsmunamál og söguleg eða menn-
ingarleg gildi, sem ávallt tengja að-
ildarríki Atlantshafsbandalagsins.
Þau bera einnig uppi heims-
viðskiptin og ráða því hvort frekara
viðskiptafrelsi nær fram að ganga í
Doha-viðræðunum í WTO. Þótt
margt þrýsti á um að halda góðri
samvinnu ber ekki að gera lítið úr
árekstrinum út af Írak. En er það
ekki svo, að þótt Bandaríkjamenn
hafi betur í hernaðarátökum þarf
Evrópu til að vinna friðinn?
Það þarf ekki að fjölyrða um hags-
muni okkar Íslendinga í varnar- og
öryggismálum. Stefna okkar um að
tryggja varnir landsins í tvíhliða
samstarfi við Bandaríkin innan vé-
banda NATO breytist ekki. Því ber
að fagna komu aðalframkvæmda-
stjórans, Jaap de Hoop Scheffer, til
landsins og viðræðum við forsætis-
og utanríkisráðherra um að bjóða
stuðning, sé þess óskað, við að sam-
komulag um varnarmál náist við
Bandaríkjamenn. Forystumenn
NATO hafa alltaf viljað leggja okkur
gott til.
* Í Bandaríkjunum er tala mánaðar höfð á
undan dagsetningu, þvert á móti því sem
hér tíðkast, og sömuleiðis í Evrópu. Þeir
tala því alltaf um „nine-eleven“.
9.11. og 11.9.
Einar Benediktsson skrifar
um varnar- og öryggismál ’Stefna okkar um aðtryggja varnir landsins í
tvíhliða samstarfi við
Bandaríkin innan vé-
banda NATO breytist
ekki.‘
Einar Benediktsson
Höfundur er fv. sendiherra.
NÚ þegar sumarið er runnið upp og
sól skín í heiði er fátt yndislegra en
að leggja land undir fót og njóta þess
besta sem náttúran hefur upp á að
bjóða. Í þjóðgörðum landsins er óvið-
jafnanleg náttúrufegurð sem ferða-
menn geta notið allan ársins hring.
Fjórir þjóðgarðar
Hér á landi eru fjórir þjóðgarðar í
mismunandi landshlutum þar sem
getur að líta allt frá stórfenglegum
jöklum til fagurra stranda.
Flestir þekkja þjóðgarðinn á Þing-
völlum og þjóðgarðinn Skaftafell.
Færri gera sér grein fyrir að til eru
tveir þjóðgarðar í viðbót, það eru
þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur og
þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.
Verndun náttúrulegra svæða
Þjóðgarðar og friðlýst svæði eru
svæði sem mikilvægt er að varðveita
vegna landslags, lífríkis og/eða sér-
stæðra jarðmyndana. Með friðun
þessara landsvæða tryggjum við rétt
okkar og komandi kynslóða til að
njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin
náttúra er takmörkuð auðlind sem á
heimsvísu fer þverrandi.
Tjaldaðstaða
Í öllum þjóðgörðunum nema í
þjóðgarðinum Snæfellsjökli geta
ferðalangar slegið upp tjöldum og
öðrum ferðabúnaði á snyrtilegum
tjaldsvæðum þar sem veitt er góð
þjónusta m.a. í formi upplýsinga- og
þjónustumiðstöðva. Bæði að sunnan-
og norðanverðu við þjóðgarðinn
Snæfellsjökul eru tjaldsvæði sem
ferðafólk getur nýtt sér, þ.e. á Arn-
arstapa, í Langaholti, á Hellissandi
og í Ólafsvík. Þegar dvalið er á þeim
tjaldsvæðum er stutt að leggja leið
sína í þjóðgarðinn og njóta þar úti-
veru í fallegu umhverfi.
Landverðir
Í þjóðgörðunum starfa á sumrin
fjölmargir landverðir. Starf þeirra
felst m.a. í að veita fólki leiðsögn og
upplýsingar um svæðið. Auk þess sjá
þeir um að halda svæðinu snyrtilegu
og aðstoða fólk eftir þörfum.
Göngustígar og merkingar
Á friðlýstum svæðum er víða búið
að leggja mikla vinnu í göngustíga og
merkingar til þæginda og fróðleiks
fyrir ferðamenn. Í meira en 20 ár
hafa erlendir sjálfboðaliðar á vegum
BTCV unnið yfir sumarmánuðina í
íslenskum þjóðgörðum og á frið-
lýstum svæðum. Þeir dvelja hér í allt
að 12 vikur í senn og hafa lyft grett-
istaki hvað varðar viðhald á illa förn-
um göngustígum og auk þess liggur
eftir þá fjöldi nýrra stíga. Sjálf-
boðaliðasamtök um náttúruvernd og
fjölmargir fleiri hafa einnig unnið
mikið sjálfboðaliðastarf á friðlýstum
svæðum.
Gönguferðir
Á hverju sumri er boðið upp á
fjöldamargar skipulagðar göngu-
ferðir undir leiðsögn landvarða bæði
í þjóðgörðunum og á nokkrum frið-
lýstum svæðum.
Í boði eru mislangar göngur sem
henta flestum þar sem blandað er
saman útiveru, sögu svæðisins og
fræðslu um staðhætti og örnefni.
Fólk getur valið á milli allt frá
klukkustundar léttri gönguferð og
upp í nokkurra klukkustunda erf-
iðari göngu. Gönguferðirnar eru
kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til
samvista og fyrir börnin að kynnast
náttúrunni.
Gestastofur
Í þjóðgarðinum í Skaftafelli er op-
in gestastofa þar sem fróðleiksfúsir
ferðamenn geta skoðað myndir,
muni og notið fræðslu um þjóðgarð-
inn. Í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi
verður opnuð gestastofa í sumar þar
sem getur að líta fróðleik um svæðið
jafnt fyrir börn sem fullorðna. Ný-
lega tilkynnti Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra að 6 milljónir yrðu
settar til uppbyggingar á Gljúfra-
stofu, gestastofu og upplýsinga-
miðstöð þjóðgarðsins í Jökulsár-
gljúfrum.
Gestastofurnar eru opnar öllum að
kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar um þjóð-
garðana, gönguferðir og þá þjónustu
sem í boði er fást á heimasíðu Um-
hverfisstofnunar: www.ust.is.
HREFNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
upplýsinga- og fræðslustjóri
hjá Umhverfisstofnun.
Náttúruperlur sem
vert er að heimsækja
Frá Hrefnu Guðmundsdóttur:
ENN er mér í fersku minni, er
ég, ásamt fúlskeggjuðum félögum
og vammlausum vinum gekk göng-
una miklu frá Keflavík til Reykja-
víkur. Ekki mér til heilsubótar,
heldur með hugmyndafræði
kommadindlanna upp á vasann.
Sönglaði „Ísland úr NATÓ, herinn
burt“, bað um kær-
leik og frið, bar virð-
ingu fyrir þeim sem
höfðu málstað, stóðu í
baráttu, trúðu ein-
hverju.
Óskaplega var nú
líka gott fyrir sálina
og ytra byrðið að fá á
sig eggin og tóm-
atana. Og háðsglós-
urnar. Allt herti þetta
hugann. Bætti bjart-
sýni og trú. Já, þetta
var göfugt, allt sam-
an.
Mitt sálartetur hefur aldrei séð
eftir þessum tíma. Þetta var góður
tími. Góðir vinir. Kunningsskapur.
Vináttubönd. Allt byggt á mis-
skilningi, en góður tími.
En allt er í heiminum hverfult
Dag nokkurn, er ég lagðist í þann
ósóma að horfa á sjónvarp frá Al-
þingi, sá ég ekki betur, en ein-
hverjir félagar mínir frá gömlu
dögunum væru að tjá sig. Ég lagði
við hlustir. Jú, ekki bar á öðru.
Gamlir göngugarpar og þjáning-
arbræður skældu og vældu yfir því
að varnarliðið væri að fara. Ein-
hver stjórnvöld áttu að bjarga
málunum og helst að koma í veg
fyrir að dátarnir yfirgæfu oss.
Össur, Ögmundur, Jón og hvað
þeir nú heita allir í verkalýðs-
skrumkórnum, voru með grátstaf-
inn í kverkunum yfir
„válegum tíðindum af
Miðnesheiði“. Gleymd-
ir voru slitnir skór og
sárar tær. Mið-
nesheiðin var komin
með nýja merkingu.
Svona er hann
heimur
Þetta var ótrúlegt.
Og ég kreisti litla
landsfundarkver Sjálf-
stæðisflokksins fastar
að brjósti mér. Þakk-
aði fyrir að svona lið
væri nú ekki í flokknum mínum.
Þar á bæ væru menn ekki að
hlaupa svona útundan sér. En þá
tók litlu betra við. Tveir sjálfskip-
aðir málsvarar litla landsfund-
arplaggsins míns, annar lögfræð-
ingur og prófessor og hinn
einungis prófessor, voru enn einu
sinni komnir í fjölmiðlana, hvor á
sinni stöðinni, til að segja mér
hvernig flokkurinn minn liti á hin
og þessi málin. Oftast var það með
ákaflega alvarlegum augum. Og ég
fann hvergi staf fyrir framsögn
þeirra í kverinu mínu. Og þótt orð
þeirra flygju á vængjum vitsmuna
og visku, vantaði hinn rétta tón.
Ekki hef ég orðið var við, að
þessir menn, þrátt fyrir alla sína
gæsku og allar sínar gáfur, hafi
verið valdir eða kosnir sérstaklega
til að tala fyrir mig um málefni og
afstöðu flokksins míns. Ég hef líka
litla Landsfundarkverið og þarf
ekkert á túlkunum þessara
tveggja manna að halda. Það eru
til aðilar, sem kosnir hafa verið til
þess að tala fyrir mína hönd og
annarra í nafni Sjálfstæðisflokks-
ins.
Og hafa gert það ágætlega.
Svo er aldrei talað við mig. En
við þig?
Er öllum sama?
Úr sálarkytru
sjálfstæðismanns
Sigurjón Benediktsson
skrifar um stjórnmál ’Gamlir göngugarparog þjáningarbræður
skældu og vældu yfir
því að varnarliðið væri
að fara.‘
Sigurjón Benediktsson
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík
Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GEFÐU HÚSINU SVIP
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval fyrir
hús & sumabústaði
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.