Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 28
MINNINGAR
28 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ég hrópaði hátt í
símtólið miðvikudags-
morguninn 19. maí,
þegar símtalið kom um
að Þórir frændi hefði
látist í bílslysi. Fyrst
varð tómleiki og síðar
sár söknuður.
Fjölskyldur okkar Þóris áttu
heima á sömu þúfunni við Hring-
brautina og lékum við krakkarnir
okkur í fótbolta allan daginn á
Mössutúni eða veiddum ál í lækn-
um.
Ég flutti í miðbæinn og síðar til
útlanda og hittumst við Þórir ein-
ungis í afmælum og fjölskylduboð-
um eða þar til við báðir vorum orðn-
ir ráðsettir fjölskyldumenn. Á
Svíþjóðarárum Þóris heimsótti ég
þau Önnu alloft, kynntist þeim vel
og náði t.a.m. að hitta félagana úr
tippsforeningen, en þeir spiluðu
einnig fótbolta saman. Ég held að
dvergasögurnar hafi verið að mynd-
ast á þessu tímabili. Fljótlega eftir
heimkomu Þóris frá Svíþjóð fór
hann að starfa fyrir knattspyrnu-
deild FH og varð síðar formaður
1988. Þórir hafði samband við mig
og sagði einu sinni sem oftar: „Kiddi
lilli, þú þetta skipulagða félagsmála-
tröll úr JC hlýtur að geta gert gagn
fyrir okkur í FH,“ og þar við sat. Ég
kom í stjórn með Þóri og höfum við
unnið frá þeim tíma sleitulaust fyrir
knattspyrnudeild FH. Byggt var
upp unglingaráð, endurreist
kvennaknattspyrnan, erlend tengsl
efld enn frekar, meistaraflokksráði
komið á laggirnar og stofnaður FH-
klúbbur.
Samstarf okkar Þóris einkenndist
af gleði, einlægni, metnaði og var
auðugt af einstökum ógleymanleg-
um atvikum, sbr. FH-ferðin til Jam-
aíka, og öðrum tímabilum fullum af
ánægju og stundum vonbrigðum en
alltaf héldum við ótrauðir áfram
hvað sem á bjátaði.
Hann Þórir Jónsson einn og sér
var þjóðfélag. Hann var stórmenni.
Hann byggði upp tengsl manna á
milli, fagnaði öllum af einlægni,
labbaði yfir fjöll til að tengja fólkið
sitt saman og braut niður múra ef
þeir hindruðu aðgengi barna hans
ÞÓRIR
JÓNSSON
✝ Þórir Jónssonfæddist í Hafnar-
firði 25. mars 1952.
Hann lést af slysför-
um að morgni 19.
maí síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 27. maí.
sín á milli.
Þórir var heimakær
og átti hátíðar- og
veislustundir með vin-
um og fjölskyldu, enda
sérfræðingur í að
grilla og bauð í tudda
eins og hann orðaði
það og mest þótti hon-
um til koma að bjóða á
pallinn á hverju hausti.
Hann hélt síðast pall-
inn 14. nóv. 2003 og var
byrjaður að skipu-
leggja pallinn 2004.
„Kiddi, þú verður á pí-
anóinu og sérð um að
setja hita og ljós í tjaldið. Taktu eig-
hteen yellow með Henson.“ Þetta
var Þórir, en allir fengu verkefni að
sjá um.
Þórir var sannur félagsmaður og
hugsaði ekki í veraldlegum farvegi
en því ríkari í góðmennsku og
rausnarskap, sem leiddi til þess að
hann var elskaður og dáður af öll-
um.
Nú er innáskipting fyrir Þóri ein-
mitt á þeirri stundu sem honum
fannst spilið vera að smella saman
og liðið að ná yfirhöndinni.
Röðin er komin að okkur hinum
að spila leikinn til sigurs.
Elsku Þórir frændi, þín er sárt
saknað og mun minning þín lengi
lifa. Þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gefið mér og fjölskyldu minni.
Himneski faðir, ég bið þig að
blessa börnin hans Þóris, foreldra
og systkini og aðra þá sem Þórir
elskaði.
Kristinn Arnar Jóhannesson
(Kiddi frændi).
Við fyrrverandi nemendur Þóris
Jónssonar viljum með nokkrum
orðum minnast látins vinar.
Það var haustið 1977 sem hópur-
inn hóf nám við Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði. Snemma á skólagöng-
unni kynntist hópurinn Þóri. Á milli
hans og hópsins tókst einstakt sam-
band sem haldið hefur allar götur
síðan. Þórir var ekki aðeins góður
kennari heldur einnig einstakur fé-
lagi allra í hópnum.
Tíminn í Öldutúnsskóla var eft-
irminnilegur og skemmtilegur og
það var ekki síst Þóri að þakka.
Hann var drifkraftur í félagslífi
skólans á þessum árum. Í félags- og
tómstundastarfi nemenda var Þórir
stórhuga og hjá honum dugði ekk-
ert minna en sjónvarpsþátta- og
kvikmyndagerð, utanlandsferð og
hljómplötuútgáfa. Á þessum árum
var horft til skólans fyrir öflugt fé-
lagslíf nemenda.
Oft fannst hópnum hugmyndir
Þóris óframkvæmanlegar en eftir
að hann hafði kynnt þær fyrir hópn-
um og fengið alla til að hefjast
handa var árangurinn oft ótrúlegur.
Stórhugur Þóris og samstaða hóps-
ins náði hámarki í útskriftarferð til
Hollands vorið 1987 en sú ferð mun
seint líða okkur úr minni.
Þórir var eins og áður sagði ekki
bara góður kennari heldur einnig
einstakur félagi allra í hópnum. Til
hans var gott að leita og hann var
ávallt boðinn og búinn til að aðstoða
og leiðbeina öllum eins og hann
frekast gat hvort sem það varðaði
námið, félagslífið eða eitthvað allt
annað. Þórir hafði einstakt lag á að
virkja alla og draga fram það besta í
öllum. Hann sá kostina í einstak-
lingnum og fékk hann til að
blómstra. Þá átti hann auðvelt með
stilla saman hópi af ólíkum einstak-
lingum og fá alla í hópnum til að
vinna saman sem ein heild.
Eftir að námi okkar við Öldutúns-
skóla lauk hélt Þórir góðu sambandi
við hópinn. Í hvert skipti sem hann
hitti einhvern úr hópnum spurði
Þórir frétta af öðrum. Tvö nem-
endamót hafa verið haldin hjá hópn-
um og í bæði skiptin hefur Þórir
mætt og verið hrókur alls fagnaðar.
Síðast þegar hópurinn hittist fyrir
um ári yfirgaf Þórir eigið matarboð
til þess að geta verið með gömlu
nemendunum sínum.
Fjölskyldu Þóris sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. Útskriftarárgangs Öldutúns-
skóla 1987,
Ingvar, Þyri, Hildur,
Guðmundur og Bjarni.
Fullur af lífi. Það er svo skrítið
þegar fólk sem er fullt af lífi fellur
frá. Einstaklingar sem iða af krafti
og lífsneista. Þannig var hann Þórir.
Hann gaf og gaf, var alltaf á fullu
spani, en alltaf hafði hann samt tíma
til að gefa. Það var haustið 1985 að
bekkurinn okkar tók það stóra
stökk að byrja í unglingadeild Öldu-
túnsskóla. Litlir villingar sem héldu
að þeir væru orðnir fullorðnir. Á
móti okkur tók nýi kennarinn. Það
var hann Þórir, í íþróttafötum og
klossum, með krullurnar sínar og
við vorum liðið hans.
Þórir Jóns var hressasti kennar-
inn í skólanum, ef marka mátti
sögusagnir og vorum við ekki svikin
af þessum einstaka kennara, sem
átti eftir að verða mikill áhrifavald-
ur í lífi margra okkar.
En Þórir okkar var svo miklu
meira en bara hress. Hann var
strangur kennari sem við virtum,
hann var félagi okkar og vinur og
hann vissi svo margt sem ekki þurfti
að útskýra. Hann átti traust okkar,
vináttu og virðingu.
Hann var mikill húmoristi og
kennslustundirnar einkenndust oft
af því. Hann lagði mikinn metnað í
kennsluna. Hann var duglegur að
aðstoða þá sem þurftu á því að
halda. Hann skapaði skemmtilegt
andrúmsloft og átti stóran þátt í því
að gera námsefnið áhugavert. Á
föstudögum fórum við upp í pontu
og ræddum um lífið og tilveruna,
með því gaf hann okkur stóra gjöf.
Landafræðitímarnir urðu stundum
að spennandi keppni sem enginn
vildi missa af. Að eiga kennara sem
trúir á mann og hvetur er einstakt.
Að eiga kennara sem fylgist með
manni þó árin líði er einstakt. Fyrir
það þökkum við.
Við biðjum Guð að vaka og vernda
fjölskyldu, ættingja og nánustu vini
Þóris, sem misst hafa svo mikið.
Minningin um einstakan mann
mun lifa með okkur öllum.
Kveðja.
Útskriftarárgangur
ársins 1988 (9-L).
Kveðja frá Umf. Einherja
á Vopnafirði
Góður drengur er fallinn frá langt
fyrir aldur fram.
Við félagar hans á Vopnafirði urð-
um slegnir er við fréttum af þessu
hörmulega slysi og sjáum eftir góð-
um félaga.
Það var mikill fengur fyrir knatt-
spyrnuna á Vopnafirði þegar Þórir
Jónsson var ráðinn þjálfari Ein-
herja árið 1976. Þá vorum við rétt
að slíta barnsskónum á knatt-
spyrnuvellinum og því lyftistöng að
fá einn af betri knattspyrnumönn-
um þjóðarinnar, sem Þórir var, til
liðs við okkur.
Þórir var ekki aðeins góður
knattspyrnumaður heldur frábær
félagi, léttur og skemmtilegur, sem
okkur öllum er minnisstætt.
Árin liðu og samskiptin voru ekki
mikil eins og gerist og gengur.
Engu að síður var alltaf eins að hitta
Þóri. Eins og mun styttri tími hefði
liðið frá því hann var á Vopnafirði
því þetta ár var honum greinilega
minnisstætt. Spurningarnar um
strákana sem hann hafði þjálfað,
hvar þeir væru, hvað þeir störfuðu
og upprifjun á skemmtilegum hlut-
um rigndi yfir þann sem hann hitti
hverju sinni. Og það var hlegið og
grínast. Þannig var Þórir.
Fjölskyldu Þóris sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég veit ekki hvernig orð geta lýst
frænda mínum Þóri Jónssyni, en ég
get byrjað á að minnast þess að Þór-
ir er uppáhalds frændi, kennari, og
frábær félagi til að vera í kringum,
alltaf hress, það hreinlega geislaði
allt af orku í kringum Þóri frænda.
Ég man eftir eins og það hefði gerst
í gær þegar Þórir mætti til kennslu í
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði í fyrsta
sinn og kallaði yfir bekkinn „Svenni
frændi“ þegar hann las upp kladd-
ann. Maður fann að nærvera Þóris
var hlýleg, hann var hress og góður
kennari, það finnst mér virkilega
vænt um í dag. Eftir fyrsta kennslu-
tíma með Þóri í Öldutúnsskóla öðl-
aðist Þórir hvílíkar vinsældir hjá
nemendum að maður naut þess
ítrekað að Þórir kennari væri
frændi minn. Hann var elskaður af
okkur strákunum og stelpunum,
það var enginn jafnvinsæll og Þórir.
Þegar maður hittir gamla skóla-
félaga tala allir í fyrstu eða annarri
setningu um Þóri kennara rétt eins-
og sjálfsagðan hlut. Þvílíkra vin-
sælda naut Þórir og mun hafa í
minningunni.
Maður var byrjaður í fótbolta hjá
FH og hitti Þóri þar af leiðandi líka
við æfingar og störf hjá FH. Ég var
stoltur af Þóri Jónssyni, mér fannst
hann halda mikið upp á mig, hann
hvatti mig mikið áfram, hann var
eitthvað meira en uppáhalds frændi
og skemmtilegi kennarinn minn.
Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar aftur saman reglulega þegar
Þórir starfaði við ferðamannabrans-
ann hjá Úrvali-Útsýn og ég við
ferðabransann á allt öðru sviði en
báðir við störf í Lágmúlanum. Þórir
kíkti alltaf við þegar hann þurfti í
Landsbankann sem var við hliðina á
þar sem ég starfaði. Það var alltaf
gaman að fá hann í heimsókn. Mér
fannst Þórir vera að gefa til kynna
að ég væri á réttri leið. Þóri frænda
fannst mikið koma til þess sem ég
var að gera, það gerði mig stoltan að
hann væri að hvetja litla frænda
áfram eins og honum var einum lag-
ið, þó svo ég væri orðinn miklu
stærri og þyngri en hann á þeim
tíma.
Þórir kom oft með félaga sína í
heimsókn til mín og alltaf gátum við
glaðst saman, það var alltaf gaman
að fá hann í heimsókn.
Það er erfitt fyrir mig að vita að
Þórir kemur ekki í heimskókn til
mín oftar í vinnuna en ég minnist
hans með miklum söknuði.
Þórir frændi, blessuð sé mining
þín.
Sveinbjörn Árnason og
fjölskylda.
Þegar ég var lítill sá ég viðtal í
FH-fréttum við Þóri Jónsson sem
þá var nýtekinn við sem formaður
Knattspyrnudeildar. „Ekki spyrja
hvað FH getur gert fyrir þig heldur
hvað þú getur gert fyrir FH“ var yf-
irskrift viðtalsins. Þetta fannst mér
flott og hugsaði með mér að það
hlyti að vera mikill spekingur, jafn-
vel hugsuður, sem léti svo kjarnyrta
setningu út úr sér. Þórir var nátt-
úrlega yfir og allt um kring á þess-
um árum. Hann var kallinn sem
kom á klossunum sínum til okkar
eftir æfingar með happdrættismiða
og sagði að nú þyrftum við að fara
út um allan bæ og selja Gunnu
frænku, Nonna frænda, ömmu og
afa og mömmu og pabba happ-
drættismiða. Í vinning voru yfirleitt
nokkur málverk eftir Tarnus, ein-
hverjar Adidas-vörur og svo
kannski utanlandsferð. Svo hent-
umst við strákarnir um allan bæ að
selja happdrættismiða og ef ekkert
gekk fór maður bara til Benna
Steingríms sem keypti restina!
Ég kynntist Þóri þó ekki vel fyrr
en ég varð framkvæmdastjóri
Knattspyrnudeildar fyrir þremur
árum. Hann var þá nýtekinn við
sem formaður rekstrarstjórnar
meistara- og 2. flokks karla. Ég
starfaði því náið með Þóri og fleiri
góðum mönnum á annað ár. Það var
gott að vinna með Þóri, hann var
hreinn og beinn, sagði skoðun sína
umbúðalaust en átti alltaf hlý orð
yfir vel unnu verki. Að vísu fannst
mér stundum hinir tíðu morgun-
fundir rekstrarstjórnar á skrifstofu
Úrvals-Útsýnar vera þreyttir, eða
réttara sagt tímasetningin. Þóri
fannst upplagt að halda fundina kl.
8.15 þar sem framkvæmdastjórinn
þurfti að vera með „allt í teskeið“ og
það kom fyrir einu sinni eða tvisvar
að ég svaf yfir mig. Þórir tók þá upp
á því að boða mig einan kl. 7.45 og
þar sem ég trúi yfirleitt öllu sem
mér er sagt, mætti ég í nokkur
skipti á þeim tíma og furðaði mig á
seinkomu allra hinna! Kallinn hafði
gaman af þessu.
Þórir hafði létta lund og almættið
sáldraði í hann óvenjumikilli bjart-
sýni og hæfilegu kæruleysi og svo
hafði hann skemmtilegt tungutak.
„Orri, taktu þetta á punginn,“ kall-
aði hann einhvern tímann á eftir
mér, þar sem hann sat kóngur í ríki
sínu á skrifstofu Úrvals-Útsýnar,
þegar ég var búinn að ræða við hann
eitthvað sem hafði komið uppá. Ég
vissi að ekki þýddi að fletta í riti
Sölva Sveinssonar, Íslensk orðtök
og málshættir, til að komast til
botns í þessari setningu. Ég átti ein-
faldlega að redda málunum! Fleiri
setningar sem voru í uppáhaldi hjá
mér voru „við eyðum ekki mínútu í
vitleysinga“ og „við töpum ekki
krónu á þessu“.
Í minningargreinum er ekki óal-
gengt að jafnvel mestu leiðinda-
durgum sé gefin sú einkunn að þeir
hafi verið hrókar alls fagnaðar. En
Þórir var hrókurinn. Það var upp-
lifun að sjá hann í ham á upp-
skeruhátíðum. Hann greip hljóð-
nemann traustataki og byrjaði á því
að hita upp salinn með því að segja
að hann hefði þurft að hækka
míkrafónstatífið því Kiddi frændi
(sem oftar en ekki var kynnir) væri
svo lítill! Svo hófust vanalega sam-
hengislausustu ræður sem ég hef
heyrt, en samt var ómögulegt annað
en hrífast með. Hann var eins og
barn á jólunum. Ræðurnar enduðu
einatt á einn veg, Þórir fékk áhorf-
endur með sér í fjöldasöng, ÓLE-
ÓLE-ÓLE-ÓLE, Manóló hinn
spænski hefði ekki gert betur. Ég á
eftir að sakna þessa á næstu
uppskeruhátíð.
„Ekki spyrja hvað FH getur gert
fyrir þig heldur hvað þú getur gert
fyrir FH.“ Seinna, þegar ég var bet-
ur lesinn í mannkynssögunni, upp-
götvaði ég að þetta var nokkurn
veginn það sama og John F. Ken-
nedy sagði við embættistöku sína
sem forseti Bandaríkjanna. Þórir
var kannski ekki eins frumlegur og
ég hélt fyrst, en hann fór svo sann-
arlega eftir því sem hann boðaði.
Hann bauð sig fram þegar þægi-
legra var að standa hjá, hann var
formaður, stóð í stafni og fiskaði. Í
áratugi. Hann var alvöru maður.
Sorgin hefur víða knúið dyra.
Sárastur er söknuður fjölskyldu og
ástvina. Ég votta börnum Þóris, for-
eldrum, systkinum, unnustu og öðr-
um ástvinum mína dýpstu samúð.
Minningin um Þóri er björt og glað-
vær. Blessuð sé minning Þóris
Jónssonar.
Orri Þórðarson.
Fleiri minningargreinar um Þóri
Jónsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar elskulega
NJÁLS HÓLMGEIRSSONAR
frá Fossseli,
síðast til heimilis á Hvammi á Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólkins á Hvammi.
Stjúpdætur, afabörn, langafabörn, frændsystkin og vinir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS HJALTASONAR,
Vallargerði 4b,
Akureyri.
Anna Aðalsteinsdóttir, Hilmar Hansson,
Björn Aðalsteinsson, Sólveig Brynjarsdóttir,
Freyr Aðalsteinsson,
Lilja Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.