Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Veðrið hefur leikið við fólk víðast hvar á landinu í vikunni. Þessi ungi maður var staðráðinn í að láta ekki blíðuna fram hjá sér fara og tók á sprett í Nauthólsvíkinni í gær. Engum sögum fer af því hvort hafði betur í kapphlaupinu, hann eða stúlkan sem er með honum á myndinni, en ljóst má vera að hann hafði gaman af glímunni. Keppnismaður framtíðarinnar. Morgunblaðið/Eggert Sprettur í sólinni Orð dagsins: Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa. (Mark. 2,21.) Grettir Smáfólk Smáfólk ÉG ER BÚINN AÐ DETTA Í 63 SKIPTI, EN ÞEIR ERU SAMT SKEMMTILEGIR SEXTÍU OG FJÓRIR DÖMUR OG HERRAR, ÞETTA ERU FYRSTU INNISKÓRNIR SEM ERU BÚNIR TIL EINGÖNGU ÚR BANANAHÝÐUM! EF ÞÚ ELSKAR MIG ÞÁ HÆTTIRÐU AÐ SPILA OG TALAR VIÐ MIG... ÞETTA KALLAST SVAR ÁN ORÐA KÆRI JÓLASVEINN. ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR HVORT ÞIG VANTAÐI NOKKUÐ RITARA TIL ÞESS AÐ AÐSTOÐA ÞIG ÞESSI JÓLIN? ÉG GÆTI SVARAÐ BRÉFUM OG FARIÐ Í SENDIFERÐIR, OG ÉG ER TILBÚIN AÐ GERA ÞETTA FYRIR AÐEINS 50.000 kr. Á VIKU 50.000 kr. Á VIKU? AF HVERJU EKKI? ÞAÐ VITA ALLIR AÐ HANN ER RÍKUR! Lalli lánlausi ©LE LOMBARD ÉG ER ALVEG BÚIN AÐ FÁ NÓG! ÉG ER AÐ SPRINGA ÚR REYÐI! DRULLASTU TIL ÞESS AÐ HÆTTA AÐ HORFA Á BLAÐIÐ MITT!! ÞÚ SITUR BARA HJÁ MÉR TIL ÞESS AÐ GETA SVINDLAÐ SKO! GÓÐUR VEIÐIMAÐUR ÞEKKIST Á ÞVÍ AÐ HANN VEIT HVAR HANN Á AÐ FINNA FISKINN GETUR ÞÚ EKKI BARA LÆRT EINS OG ALLIR HINIR? UM HVAÐ ERTU AÐ TALA? LÆ...RA? HÉRNA! ÞETTA ER MJÖG GÓÐ KENNSLUBÓK TIL ÞESS AÐ LÆRA STÆRÐFRÆÐI OG SVO EÐLISFRÆÐIBÓK! LANDAFRÆÐIBÓK! ORÐABÓK! MÁLFRÆÐIBÓK! ENSKUBÓK! OG... NÚNA LÆTURÐU MIG Í FRIÐI! TALAÐU VIÐ MIG EFTIR LESTURINN EINS OG SKOT! ÞVÍ FLEIRI BÆKUR ÞVÍ MEIRI KUNNÁTTA Dagbók Í dag er miðvikudagur 23. júní 175. dagur ársins 2004 Nýlega brá Víkverjisér með fjölskyld- una í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall. Stefnan var tekin á Stokkseyri því heyrst hafði af skemmtilegri nýjung í ferðaþjón- ustu þar í bæ, Veiði- safni hjónanna Páls Reynissonar og Fríðu Magnúsdóttur. Víkverji sér ekki eftir sekúndu af þess- ari ferð og mælir ein- dregið með að fólk drífi sig til Stokks- eyrar. Páll og Fríða hafa opnað huggulegt heimili sitt fyrir gestum og gangandi og sett upp stærsta safn uppstoppaðra veiðidýra hér á landi. Þarna getur að líta gíraffa, sebrahest, antílópu, sauðnaut, hreindýr, vörtusvín og fjölda annarra framandi dýra sem við Íslendingar fáum ekki að berja augum dags daglega. Vel að verki staðið hjá Páli og Fríðu og óskar Víkverji þeim til hamingju með skemmtilegt framtak. x x x Ásamt þúsundum Reykvíkinga ogöðrum landsmönnum var Vík- verji svo staddur í miðborginni á þjóðhátíðardaginn og skemmti sér hið besta. Ekkert skyggði á gleði Víkverja fyrr en hann var kominn heim og gerði sér betur grein fyrir því hvað börnin í fjölskyldunni höfðu borið úr býtum í þess- ari hátíðarferð. Síma- fyrirtæki hafði gefið börnunum fótbolta og blöðrur og þau voru eldrjóð út á kinnar eft- ir að hafa borðað ávaxtaklaka í boði fyr- irtækisins. Þetta er ekki upp talið. Þau höfðu einnig fengið að gjöf eldrauða gosdrykki, stuttermaboli frá öðru símafyrirtæki, tilboðsmiða í bíó, til- boð á kaffihús og síðar um kvöldið á Arnarhóli gátu þau raðað í sig snakki í boði einhvers fyrirtækis. Víkverji veltir því fyrir sér hvert stefnir í þjóðhátíðarhaldi borg- arinnar. Munu fyrirtækin slást á hverju götuhorni um hylli þjóðhátíð- argesta? Verður fjallkonan í boði Baugs? Skrúðgangan í boði Hótels Sögu? Þó að Víkverji hafi glaðst með börnum sínum þennan dag var það eftir allt saman blendin gleði. Vonar hann að borgaryfirvöld kunni sér í framtíðinni hóf í sölumennskunni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.