Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 34
DAGBÓK
34 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hinn kynþokkafulli mars er að nálgast
stjörnukortið þitt og því ertu í skapi til að
leika þér og daðra í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að gera ráð fyrir annríki og jafn-
vel svolítilli ringulreið á heimilinu næsta
mánuðinn. Þetta tengist hugsanlega
flutningum, breytingum eða heimsóknum
ættingja.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er mikið um að vera hjá þér þessa
dagana, mikið að gerast í viðskiptalífinu
og þú munt líklega fara í stutt ferðalag og
verja tíma með systkinum þínum á næst-
unni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert farin/n að skilja framkvæmda-
kraftinn sem fylgir peningum og munt því
leggja harðar að þér við öflun þeirra á
næstunni og einnig eyða meiru.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mars er í merkinu þínu í fyrsta skipti í
árabil. Þetta gerir þig ákveðnari og kraft-
meiri en ella.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að sýna fólki þolinmæði. Þú þarft
að gera upp við þig hvaða fólk þú vilt hafa
í lífi þínu og það er hætt við að það geri
þig gagnrýnni í garð vina þinna en ella.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vilt hafa hlutina slétta og fellda og því
fellur þér illa að standa í deilum við fólk.
Þú þarft að gera upp við þig hvert tak-
mark þitt er og taka stefnuna út frá því.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Metnaður þinn er vakinn. Þú ert einbeitt/
ur og staðráðin/n í að ná takmarki þínu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Mars er í ljónsmerkinu og það vekur með
þér ferða- og ævintýraþrá. Leggðu drög
að því að fara í ferðalag á næstunni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú munt að öllum líkindum verða óvenju
tilfinniganæm/ur næsta mánuðinn. Þetta
kemur hvað skýrast fram í þínu nánasta
sambandi. Gakktu frá trygginga- og
skattamálunum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Mars er beint á móti merkinu þínu og því
er hætt við að þú þurfir að leggja þig fram
um að sýna maka og vinum þolinmæði.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur þörf fyrir að skipuleggja þig
bæði á heimilinu og í vinnunni.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert athugul/l og raunsæ/r á sama
tíma og þú ert rómantísk/ur og list-
hneigð/ur. Þetta ætti að verða mjög gott
ár fyrir þig. Draumar þínir geta ræst.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
90 ÁRA afmæli.Í dag, mið-
vikudaginn 23. júní,
er níræð María
Skúladóttir, Álfta-
mýri 20, Reykjavík.
Af því tilefni tekur
hún á móti ætt-
ingjum og vinum á
heimili sonar síns og tengdadóttur, Álf-
hólsvegi 89, Kópavogi, í dag kl. 15.
Útivist
Jónsmessuhlaup | Miðnætur– og Ólympíu-
hlaup á Jónsmessu fer fram kl. 21. Hlaupið
hefst við Laugardalsvöll og er hlaupið um
Laugardalinn. Skráning undir stúku Laug-
ardalsvallar kl. 17– 20.40. Vegalengdir eru
5 km og 10 km og 3 km skemmtiskokk.
Nánari upplýsingar á www.maraton.is.
Skráning í hlaupið er á www.hlaup.is.
Hafnargönguhópurinn | Kvöldganga kl. 20
miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn-
arhúsins norðanmegin.
Mannamót
Skipasmíðastöðin á Seyðisfirði | Opnaður
hefur verið flóamarkaður á safnasvæði
Tækniminjasafns Austurlands. Opinn frá kl.
16–20 á miðvikudögum og 9–12 á fimmtu-
dögum. Muff Worden leikur á hörpu kl. 17 í
dag.
Börn
Brúðubíllinn Kópavogi | Á Hvammsvelli í
dag kl. 14, á Lækjarvelli á morgun kl. 14.
Fjölskyldugarðurinn | Opið í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
kvöld frá klukkan 23 og fram
til klukkan 1 aðfara-
nótt Jónsmessu.
Brenna verður í
Þjófadölum, furðuverur á sveimi og spá-
kona spáir fyrir gestum. Dýrahúsin opin.
Aðgangur ókeypis.
Kjarnaskógur, Akureyri | Sýningin „Jörð-
in“ á Jónsmessuleikum Listasumars. Höf-
undur og stjórnandi er brúðugerðarmað-
urinn og smiðurinn Bernd Ogrodnik og er
yfirskriftin „Allir vegir liggja til Akureyrar
og þaðan út í heim“. Leiðbeinendur í leik-
smiðjum ásamt Bernd eru: Anna Richards,
dansari; Gustavo Peréz, listfræðingur;
Wolfgang Frosti Sahr, tónlistarmaður, og
Leikklúbburinn Saga, kl. 19.
Tónlist
Bláa kirkjan, Seyðisfirði | Hanna Dóra
Sturludóttir, sópran, og Þórarinn Stef-
ánsson, píanó, flytja íslensk og erlend lög,
m.a. eftir Þórarin Guðmundsson, Pál Ísólfs-
son, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns,
Jón Þórarinsson, Karl O. Runólfsson, Árna
Thorsteinsson, Franz Schubert, Hugo Wolf
og Richard Strauss, kl. 20.30
Klink og Bank, Brautarholti | Birgir Örn
Steinarsson fjallar stuttlega um feril The
Cure, kl. 21.
Starf eldri borgara
Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofa, kl. 13.30
Leshringur í fundarsalnum. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4 | Kl. 9–12 bað og handavinna,
kl. 10.30–11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handavinna, kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl.
8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–
16.30 brids/vist.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl.
10–10.45 leikfimi, kl. 14.40 ferð í Bónus,
púttvöllurinn opinn.
Dalbraut 27 | Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30
leikfimi.
Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa kl. 9–
16.30, hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerðir kl.
9–16.30. Síðdegisferð fim. 24. júní í Heið-
mörk/ Bessastaði. Lagt af stað frá Norð-
urbrún kl. 13.
Langahlíð 3 | Kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur
á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl.10–12
verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Sameig-
inleg kvennaleikfimi í Smáranum kl. 11.
Karlaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 13.
Félag eldri borgara, Kópavogi | Skrif-
stofan er opin í dag frá kl. 10–11.30, viðtals-
tími í Gjábakka kl. 15–16.
Félag eldri borgara, Hafnarfirði | Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb, kaffi.
Kl. 11 línudans. Kl. 13.30 pílukast. Kl. 16–18
pútt á Ásvöllum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Ásgarði
Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11,
þáttur um málefni eldri borgara á RÚV.
Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Ath.
fjöldi spennandi dagsferða fram undan hjá
félaginu.
Gerðuberg | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar.
Spilasalur opinn frá hádegi. Kl. 13.30 lagt
af stað í ferðalag.
Gjábakki | Fannborg 8. Kl. 10–17 handa-
vinna, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Engin
rúta frá Gjábakka á fimmtudagsmorgun
vegna Færeyjaferðar. Mæting á Reykjavík-
urflugvelli kl. 07.30.
Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna og búta-
saumur, kl. 10–11 pútt, hárgreiðsla, fótaað-
gerð og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60 | Kl. 9–10 jóga, kl.10–11
jóga, kl. 10.30–11.30 samverustund. Fótaað-
gerðir, hársnyrting.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.45 vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerð, kl. 14 félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7 | Kl. 9–10.30 setustofa, dag-
blöð og kaffi, kl. 10–12 sund í Hrafnistulaug,
kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl.
12.15–14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14
myndbandssýning, spurt og spjallað. Bingó
kl. 13.
Vitatorg | Kl. 8.45–11.45 smiðjan, kl. 9–16
hárgreiðsla, kl. 9.30–16 handmennt, kl. 10–
11 morgunstund, kl. 10–16 fótaaðgerðir kl.
10–16.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð í
Bónus.
Þjónustumiðstöðin | Sléttuvegi 11. Opið í
júlí og ágúst frá kl. 10–14.
Námskeið
Skáknámskeið | Ný-
stofnuð skákdeild
Fjölnis heldur skák-
námskeið fyrir krakka í
húsnæði sínu Dal-
húsum 2, Grafarvogi.
Fyrra námskeiðið fer
fram 28. júní til 2. júlí.
Kennari: Lenka Ptácni-
kova. Byrjenda-
námskeiðið verður 5.–9. júlí. Kennarar:
Lenka Ptácnikova, Ingvar og Sverrir Ás-
björnssynir. Nánari upplýsingar á kristjonk-
@hrokurinn.is.
Staðurogstund
Lausn á þraut 1.
Norður
♠ÁK106
♥Á106
♦D8
♣K542
Vestur Austur
♠D ♠85
♥K8742 ♥D953
♦1096 ♦ÁKG732
♣DG97 ♣3
Suður
♠G97432
♥G
♦54
♣Á1086
Lausn: Laufþristurinn hefur yfirbragð
einspils, þótt ekki sé það fullvíst í byrjun.
En það er rétt að gera ráð fyrir því versta.
Slagurinn er tekinn í borði á laufkóng og
ÁK í spaða spilað. Síðan er laufi spilað
heim á ásinn. Ef báðir fylgja lit er slagur
gefinn á lauf og lagt upp. Hér hendir aust-
ur tígli. Þá spilar suður hjartagosa með
því hugarfari að láta hann rúlla til austurs,
sem yrði þá endaspilaður. En vestur er
vakandi og lætur kónginn. Hann er drep-
inn og hjartasexan trompuð. Loks er farið
inn í borð á spaða til að spila hjartatíu og
henda laufi heima. Austur lendir inni á
hjartadrottningu og neyðist til að spila út í
tvöfalda eyðu. Þá hverfur síðasta laufið
heima.
Stig: Þessi áætlun er í tveimur liðum.
Ef þú sást fyrri partinn – að hleypa
hjartagosa – færðu 7 stig, en 10 stig ef þú
varst með báða möguleika á hreinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
85 ÁRA afmæli.Í dag, mið-
vikudaginn 23. júní,
er 85 ára Guðlaug
Karlsdóttir, Merk-
urgötu 3, Hafn-
arfirði. Guðlaug er
að heiman í dag.
70 ÁRA afmæli.Í dag, mið-
vikudaginn 23. júní,
verður sjötug Ingi-
björg Júlíusdóttir,
Þórólfsgötu 7, Borg-
arnesi. Af því tilefni
taka hún og eig-
inmaður hennar,
Karl Torfason, á móti vinum og ætt-
ingjum laugardaginn 26. júní frá kl. 16
í Félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýr-
um (u.þ.b. 14 km vestan við Borg-
arnes). Vonast þau til að sjá sem flesta.
NÝRRI djasshátíð verður hleypt af stokkunum í
sumar. Hátíðin ber heitir Jazz undir Fjöllum og
fer fram í Skógum undir Eyjafjöllum helgina 9.–
11. júlí. „Hugmyndin að þessari hátíð er komin
frá Fríðu Jónsdóttur, eiganda Hótels Skóga, og
Guðjóni Guðmundssyni blaðamanni. Þau leituðu
til mín um útfærslu og val á listamönnum og mér
fannst þetta strax frábær hugmynd, staðurinn er
stórkostlegur og hótelið spennandi. Auk þess er
ekkert of mikið af tónlistarhátíðum fyrir djass-
ara hérlendis,“ segir Sigurður Flosason, einn af
skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við
Morgunblaðið. Landslið íslenskra djassara tekur
þátt í hátíðinni, en þátttakendur eru Andrea
Gylfadóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Jóel Páls-
son, Þórir Baldursson, Snorri Sigurðarson,
Gunnar Hrafnsson, Erik Quick, Pétur Grét-
arsson og Guðmundur Pétursson, auk Sigurðar.
„Í staðinn fyrir að vera með nokkrar hljóm-
sveitir mun þessi hópur, sem þekkist vel inn-
byrðis, spila frekar óformlega í ólíkum samsetn-
ingum, sem mér finnst skemmtilegt og svolítið
öðruvísi. Það er eitt af því sem greinir djass-
tónlist frá öðrum tónlistartegundum, að þótt hún
sé oft mikið undirbúin, er líka hægt að vera með
slíkan vinkil á hana.“
Ætlunin er að halda tvenns konar tónleika á
hátíðinni. Annars vegar verða tónleikar á föstu-
dags- og laugardagskvöld í tjaldi fyrir utan hótel
Skóga milli kl. 21 og 24, en hins vegar verða tón-
leikar í byggðasafninu í Skógum á laugardags-
og sunnudagseftirmiðdegi. „Við vonumst til að
fá sem fjölbreyttastan hóp áheyrenda á hátíðina.
Á þessum tíma árs er mikill fjöldi á ferð um land-
ið og upplagt að staldra þarna við. Svo geta
menn alltaf gert sér sérstaklega ferð á staðinn.“
Sigurður Flosason saxófónleikari skipuleggur
og er þátttakandi í nýrri djasshátíð sem fram
fer í Skógum undir Eyjafjöllum í sumar.
Ný djasshátíð í Skógum
Lárétt | 1 hóp, 4 hlýða, 7 bætir
við, 8 svipað, 9 ferskur, 11
báts, 13 hafði upp á, 14 hafna,
15 áll, 17 gripdeildar, 20 eld-
stæði, 22 kirkjuhöfðingjar, 23
ekki í heiminn komið, 24
stjórnar, 25 sjúga.
Lóðrétt | 1 svínakjöt, 2 fár-
viðri, 3 ögn, 4 jarðsprungur, 5
dauft ljós, 6 dýrið, 10 skreyt-
inn, 12 sár, 13 spor, 15 smá-
totur, 16 líkamshlutinn, 18
mjög gott, 19 sloka í sig, 20
hugarburður, 21 dægur.
Lausn krossgátu mánudagsins
Lárétt | 1 stórhýsið, 8 tommu, 9 undra, 10 son, 11 myrkt, 13 arð-
ur, 15 svart, 18 Óskar, 21 úlf, 22 ræðin, 23 élinu, 24 mannhafið.
Lóðrétt | 2 tómir, 3 raust, 4 ýsuna, 5 ildið, 12 kýr, 14 rós, 15 skrá,
16 auðna, 17 túnin, 18 óféta, 19 kriki, 20 rauf.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Staður og stund á mbl. is
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund á forsíðu mbl.is
Meira á mbl.is
SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, miðviku-
daginn 23. júní, eiga 25 ára hjúskap-
arafmæli hjónin Ágústa Hreinsdóttir
og Sigurður Ómar Sigurðsson, Gróf-
arsmára 18, Kópavogi.
Þessir þrír vösku sveinar, Viktor,
Trausti og Hlynur, héldu flóamarkað
til styrktar leikskólanum Lind á Laug-
arvatni og söfnuðu þeir kr. 6.000.
Morgunblaðið/Kári
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð tekur þátt í alþjóðlegri kórahátíð í borgunum Tartu og
Tallinn í Eistlandi 26. júní - 4. júlí. Á hátíðinni í Tartu mun kórinn vinna undir stjórn eist-
neska kór- og hljómsveitarstjórans Tönu Kaljuste en orgarstjóri Tartuborgar hefur óskað
eftir að kórinn opni hátíðina með íslenskri tónlist. 2. - 4. júlí tekur kórinn þátt í söng- og
danshátíð Eistlands sem haldin er á fjögurra ára fresti og eru um 30.000 þátttakendur.
Kórinn heldur sólskinstónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30 og flytur þar hluta af efn-
isskrá ferðarinnar.
Kór MH á leið til Eistlands