Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 35
Flott gjöf fylgir - Snyrtitaska og púðurbursti
Bankastræti 3 • sími 551 3635 • Póstkröfusendum • www.stella.is
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Hólaberg - Einstök eign
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Vorum að fá samtals u.þ.b. 400 fm eign sem skiptist í u.þ.b. 180 fm íbúð-
arhús á tveimur hæðum, auk u.þ.b. 220 fm 14 herbergja framhúss sem er
kjallari, hæð og ris. Gullfallegur garður með sólverönd tengir húsin sam-
an. Atvinnustarfsemi er rekin í framhúsinu í dag, góðir tekjumöguleikar. Í
íbúðarhúsinu eru 6 svefnherbergi, góðar stofur og stórt eldhús. Eign með
mikla nýtingarmöguleika. Hagstæð fjármögnun. Verð 45 millj.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
DEEP Purple mun halda tón-
leika í Laugardalshöllinni í
kvöld, ekki í fyrsta sinn og
ekki í það síðasta. Sveitin
kom hingað til lands árið 1971
og lék í Höllinni og nú stend-
ur til að hafa tónleikana
tvenna, í kvöld og annað
kvöld.
Liðsmenn sveitarinnar
komu til landsins í gær og
sátu blaðamannafund utan
Ian Paice sem væntanlegur
var síðar um kvöldið.
Þeir Ian Gillan, Roger
Glover, Don Airey og Steve
Morse voru kátir við komuna
og hlökkuðu mikið til að leika
fyrir íslenska áhorfendur.
Þeir sögðust vera endur-
nærðir eftir nokkurra vikna frí frá
spilamennsku og lofuðu kraftmikl-
um tónleikum
Þeim er fyrri Íslandsferðin enn í
fersku minni. Roger Glover sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrr í
vikunni að honum væri þó minn-
isstæðast þegar hljómsveitin sat í
bíl pikkföstum í leðju fyrir utan
Höllina. Bíllinn átti að ferja hjóm-
sveitarmeðlimi undan æstum
áhorfendum en Glover sagði múg-
inn þó hafa labbað hinn rólegasta
framhjá án þess svo mikið sem að
líta í áttina að hinum pikkfasta
flóttabíl.
Ian Gillan sló á létta strengi og
kvaðst enn ekki búinn að jafna sig
eftir þessa viðburðaríku tónleika
sem hann söng og lék á hér á Ís-
landi fyrir 33 árum.
Glover sagðist taka sérstaklega
eftir því að Reykvíkingar hafi
komið sér upp talsvert fleiri bygg-
ingum síðan síðast. „Síðast gistum
við í hæstu byggingu í Reykjavík.
Mig minnir að hún hafi verið 5
hæðir,“ sagði Glover.
Gamalt og nýtt efni í bland
Aðspurðir sögðust Deep Purple
ætla að leika blöndu af gömlu og
nýju efni fyrir Íslendinga.
Söngvarinn Ian Gillan sagðist þó
ekki hætta sér lengur í flutninga á
laginu „Child in Time“.
„Fyrir 20 árum ákvað ég að vera
ekki enn gólandi úr mér garnirnar
þegar ég yrði sextugur og það
styttist í það,“ sagði hann.
„Ég verð einfaldlega að
passa uppá röddina. Ef ég
syng þetta á hverjum tón-
leikum verður það á kostnað
hinna laganna.“
Don Airey hefur verið liðs-
maður sveitarinnar í 3 ár.
Hann sagðist þó hreint ekki
líta á sig sem „nýja gaurinn“ í
bandinu og kvaðst vera jafn-
rótgróinn og hinir fjórir.
Þeir sem staddir voru í
Höllinni 18. júní 1971 muna
eflaust eftir tilþrifum þáver-
andi gítarleikans, Richie
Blackmore, þegar hann möl-
braut gítarinn sinn á sviðinu.
Steve Morse sagðist þó ekki
ætla að feta í fótspor forvera síns.
„Gítarinn minn er 20 ár gamall
svo hann brýt ég ekki. En ef þið
útvegið mér annan gítar skal ég
brjóta hann,“ sagði hann.
Fjórmenningarnir vildu ekki
meina að áratuga spilamennska
hefði haft einhver áhrif á heyrn
þeirra félaga.
„Aldur gerir heyrninni meiri
skaða en rokk og ról,“ sagði Roger
Glover að lokum.
Uppselt er á tónleikana á
fimmtudagskvöldið en enn eru fá-
anlegir miðar á tónleika kvöldsins.
Miðasala fer fram á Hard Rock
Café.
Rokktónleikar | Liðsmenn Deep Purple komnir til landsins
Morgunblaðið/ÞÖK
Þeir Roger Glover, Ian Gillan, Don Airey og Steve Morse hlakka til að leika fyrir Íslendinga á ný.
Aldurinn skaðlegri
heyrninni en rokkið
birta@mbl.is
Steve Morse í ham á tónleikum.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn