Morgunblaðið - 23.06.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
"stílhreint snilldarverk"
HP Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Sýnd kl. 10.10.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.I. 16.
1/2
HL Mbl
ÓÖH DV
Frá framleiðanda
Spider-Man
Fjölskylda hans var myrt
og hefnd hans er miskunnarlaus!
Hvað gerist þegar tveir andstæð-
ingar gifta sig fyrir slysni?
Það verður allt vitlaust!
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 3.40. Með ísl. tali
"stílhreint snilldarverk"
HP Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.
"..hreinn „gullmoli...
Brilljant mynd.“
ÞÞ FBL
1/2
HL Mbl
kl. 5.20, 8 og 10.40.
ÓÖH DV
Frá framleiðanda
Spider-Man
Fjölskylda hans
var myrt
og hefnd hans er
miskunnarlaus!
Þær eru illgjarnar. Hún er ný.
Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim.
Frábær og
frumleg
gamanmynd
sem hefur svo
sannarlega
slegið í gegn í
Bandaríkjunum
Með Lindsay
Lohan úr
„Freaky Friday“
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
30.000
manns
á 19 dögum!!!
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
ETERNAL
SUNSHINE
Kvikmyndir.is
UNDANFARNA mánuði hefur sýning
Smekkleysu, Humar og frægð, staðið yfir í
menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaup-
mannahöfn. Margs kyns viðburðir hafa fylgt
sýningunni, til dæmis tónleikar, ljóðagjörn-
ingar, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar. Í
kvöld ætlar svo Íslandsáhugamaðurinn Jan
Sneum að stíga þar á svið og fræða við-
stadda um íslenska tónlist undanfarna þrjá
áratugi en fyrirlestur hans slær botninn í at-
burði tengda sýningunni þó hún muni standa
örlítið lengur.
Jan þessi Sneum er eldheitur áhugamaður
um íslenska tónlist. Hann starfar hjá Dan-
marks Radio (Ríkisútvarpi Danmerkur) við
hvers kyns tónlistarumfjöllun og hefur skrif-
að og ritstýrt fjölda sérfræði- og uppfletti-
rita um rokktónlist.
Sneum segir hugmyndina að fyrirlestr-
inum einfaldlega sprottna af þeim brennandi
áhuga sem hann hefur á íslenskri tónlist-
arsmíð.
„Ég hef átt margar stórkostlegar upplif-
anir í tengslum við íslenska rokktónlist und-
anfarin ár,“ segir Sneum.
„Í kjölfar sýningar Smekkleysu datt mér í
hug að kynna til sögunnar
aðrar hliðar á íslenskri tón-
list.“
Sneum mun fara víða í frá-
sögn sinni og nota jafnt orð,
hljóðdæmi og myndbrot við
miðlun sína. Hann segist þó
ætla að einbeita sér annars
vegar að Megasi og hins vegar
Stuðmönnum.
„Það sem mér finnst svo
merkilegt er að þetta litla
samfélag Ísland rúmar allar
tegundir tónlistar,“ segir
hann.
„Það virðist sem það sé
mun betri grundvöllur fyrir
hvers konar tónlistarsköpun
þar heldur en í Danmörku.
Megas hefur til dæmis gefið
út fleiri plötur en flestar stór-
stjörnur í Danmörku.“
Sneum segir áhuga sinn á íslenskri tónlist
hafa kviknað í heimsókn hingað til lands
seint á áttunda áratugnum. Hann kom hing-
að á kennararáðstefnu og tóku tveir íslenskir
kollegar hans hann upp á sína
arma.
„Þeir voru fúsir að kynna
mér íslenskt landslag, söguna
ykkar og síðast en ekki síst
tónlistina,“ segir Sneum.
„Ég fékk að heyra í Bubba
Morthens og Megasi. Ég heill-
aðist strax og vissi að þarna
var eitthvað á ferðinni sem ég
þyrfti að kynna mér betur.“
Sneum hefur heimsótt Ísland
tíu sinnum.
„Ætli ég endi ekki bara á að
flytja yfir,“ segir hann og hlær.
„Ég hugsa stundum um að
ég hljóti að hafa verið Íslend-
ingur í einhverju fyrra lífi. Það
er eitthvað sem heillar mig svo
mikið við landið þótt ég tali
hvorki né skilji tungumálið.“
Aðspurður segist Sneum hafa eytt mestum
tíma í að hlusta á Sigur Rós undanfarið ár
en segist þó jafnhrifinn af því sem íslenskir
tónlistarmenn senda frá sér.
„Ég fór til dæmis að sjá Stuðmenn þegar
þeir spiluðu í Tívolí í Kaupmannahöfn í
fyrra. Það voru alveg frábærir tónleikar,“
segir Jan.
„Það er svo gaman að fara á tónleika þar
sem hljómsveitin spilar framúrskarandi tón-
list og áhorfendur taka undir með næstum
hverju einasta lagi.“
Sneum segist halda að vinsældir Sigur
Rósar séu af öðrum meiði hér á landi.
„Það má segja að líkt og með Sykurmol-
ana á sínum tíma hafi Sigur Rós fyrst náð
eyrum Íslendinga eftir að hún sló í gegn úti í
heimi,“ segir hann.
Sneum segir helsta kost tónlistarinnar
vera þann að hana binda engin landamæri.
„Líkt og með skáldsögur og kvikmyndir
þarf ekki að þýða tónlist til að allir geti notið
hennar. Upplifunin er hvers og eins, sama
hverrar þjóðar maður er,“ segir hann að lok-
um.
Íslensk tónlist | Jan Sneum heldur fyrirlestur á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn
Ísland rúmar allar tegundir tónlistar
Fyrirlesturinn hefst á Norðurbryggju klukk-
an 19 að dönskum tíma. Sýningin Humar
eða frægð stendur til og með 27. júní.
Tónlist Megasar varð til
þess að Jan Sneum fékk
áhuga á því sem var að
gerast á Íslandi.
TÍMI er félagsskapur þriggja lista-
manna sem hafa það að markmiði
„að efla framþróun og styrkja
grundvöll og menningu fyrir allar
gerðir tímalistar,“ eins og segir í yf-
irlýsingu frá hópnum. Meðal þess
sem Tímaliðar hafa gert er að halda
reglulega sérstök tímakvöld, þar
sem hin ýmsu fyrirbæri hafa verið
tekin fyrir, s.s. Beach Boys, Jað-
arsveitatónlist og myndbandslist.
Í kvöld mun Birgir Örn Stein-
arsson, sem er einn Tímamanna,
ræða um bresku rokksveitina The
Cure og spila tóndæmi.
Birgir segir Tímakvöldin hafa tek-
ist mjög vel og formið á þeim virki
vel. T.a.m. hafi myndast ákveðinn
kjarni fólks sem hafi mætt reglu-
bundið á kvöldin.
Um kvöldið í kvöld segir hann að
hann ætli fyrst og fremst að njóta
þess að hlusta á tónlist Cure með
öðrum.
„Ég mun m.a. spila sjaldgæfar
upptökur frá upphafsárum sveit-
arinnar, þegar hún hét Easy Cure,
en þær hafa aldrei komið út,“ segir
hann. „Ég mun svo spila uppáhalds-
lögin mín af uppáhaldsplötunum
þeirra og líka b-hliðar lög m.a.“
Birgir segist glaður munu taka við
spurningum úr sal og segist nenna
að tala um þessa hljómsveit til eilífð-
arnóns, ef því er að skipta.
„Þetta verður nú að teljast uppá-
haldshljómsveitin mín en ætli ég eigi
ekki á bilinu 250 til 300 titla með
sveitinni.“
Aðspurður hvað sé nú svona
merkilegt við þessa hljómsveit segir
hann að Cure-menn hafi alla tíð
spannað fremur vítt svið, þeir hafi
verið gotarokkarar, popparar, ný-
bylgjurokkarar og pönkarar
„Hljómsveitin hefur mjög ein-
kennandi hljóm og leiðtoginn, Ro-
bert Smith, er mjög ljóðrænn,
hreinn snillingur í að fanga tilfinn-
ingar og setja þær fram í tónlist,“
segir hann að lokum.
Birgir hefur jafnframt kynnst
goðunum sínum ágætlega en mynd-
in sem fylgir greininni er tekin í Par-
ís árið 2000. Birgir, Smith og fjöl-
skylda fóru þá út að snæða eftir vel
heppnaða tónleika.
Tímakvöld VII | Birgir Örn Steinarsson ræðir um The Cure
Spanna
vítt svið
Birgir Örn Steinarsson (fyrir miðju) ásamt Simon Gallup og Robert Smith.
Hlustunarkvöld Tíma fara fram í
listasmiðjunni Klink og Bank,
Brautarholti 1. Kvöldið hefst
stundvíslega klukkan 21 og
stendur til 23. Aðgangur er
ókeypis.