Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 H VERNIG stendur á því að ár- ið 2003 gæti ökumaður frá 1950 stigið upp í hvaða bíl sem er og keyrt um götur Reykjavíkur án mikilla vandræða? Helst gæti geislaspilarinn valdið öku- manni frá 1950 vandræðum, svo ekki sé minnst á málfarið á útvarpsstöðv- unum, en annars myndu innviðir bifreiðarinnar ekki þykja sérlega framandi. Við búum í framtíðinni, en því miður minnir hún ekkert sérlega á framtíðina. Jú, kannski er Perlan eilítið geimaldarleg, en við verðum að muna að geimöldin sjálf er orðin hálf gamal- dags. Engin róttæk breyting hefur orðið á mönnuðum geimferðum síðan geimskutlur voru smíðaðar fyrir rúmum tuttugu árum. Eftir að sjálft frumeintakið Columbia splundraðist í að- flugi á dögunum þurfti að senda gamaldags eld- flaug frá Rússlandi upp að Alþjóðageimstöðinni til þess að ná áhöfninni þaðan niður. Nú lítur meira að segja út fyrir að geimstöðin sjálf verði bandaríska fjárlagahallanum að bráð í bili. Enn átakanlegra dæmi um þennan framtíðarskort birtist í fréttum á dögunum: Concorde-þotur heyra nú sögunni til. Hljóðfráa farþegaþotan sem fyrir tæpum fjörutíu árum var það framtíð- arlegasta af öllu framtíðarlegu er núna orðin safngripur. Nú þegar luralegar amerískar júmbóþotur hafa vinninginn gagnast Concorde helst sem minjagripur um úrelta framtíðarróm- antík Frakka og Breta. Bandaríski rithöfundurinn William Gibson hefur síðustu tuttugu árin skrifað um framtíð sem oftar en ekki er jafn framandi og dularfull og sjálf samtíðin. Kannski er það þess vegna sem bækur hans hafa verið lesnar líkt og hand- bækur um tækni og samfélag komandi aldar. Frægt er til dæmis að bækur hans voru á tíma- bili skyldulesning viðskiptafræðinga og fjár- festa á bóluárunum í lok tíunda áratugarins. Í tímaritum eins og Wired og Fast Company, þar sem málskrúð „dotcom-bólunnar“ fékk að blómstra, var litið á Gibson sem einskonar sjá- anda. Gibson hefur á hinn bóginn neitað því að hann skrifi um framtíðina sem slíka. Þess í stað gagnast „framtíðin“ honum sem stílbragð til þess að ýkja viðfangsefni sem fengin eru beint úr samtíðinni. Á upplestri í London á dögunum sagði hann: „Vísindaskáldskapur fjallar aldrei um framtíðina, af því það er sögulega séð ómögulegt að fjalla um annað en eigin samtíð. Neuromancer var eins konar ævintýrasaga um Reagan-árin, í búningi framtíðarinnar.“ Með Neuromancer segist hann þar með hafa reynt að festa fingur á ákveðnum einkennum samtím- ans, „hækka í botn“ og kalla útkomuna „fram- tíðina“. Skopstælingar án óvissuþátta Svokölluð framtíðarfræði (eða „futurology“) byggir á svipaðri forsendu. Á sjöunda áratug síðustu aldar tóku fræðimenn á ýmsum sviðum að stunda þverfaglegar rannsóknir á framtíð- inni. Oft var þetta starf unnið í skugga Kalda stríðsins, til dæmis á vegum stofnana eins og RAND Corporation sem leituðust við að skyggnast fram eftir brautinni í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Ein slík tilraun, á vegum tímaritsins Daed- alus, kom út í ritstjórn félagsfræðingsins Dani- els Bell árið 1967. Bókin nefndist The Year 2000, og var ekki síst merkileg fyrir þá sök að í henni komu saman 40 fræðimenn úr ýmsum greinum, meðal annarra Margaret Mead, Zbin- iew Brzezinski og Samuel Huntington (sem síð- ar skrifaði þá frægu bók The Clash of Civil- izations). Þar er að finna merkilegar hugmyndir um framtíð tölvutækninnar, samgangna og jafn- vel sjálfs mannslíkamans. Ég minnist á þessa bók vegna þess að hún er merkileg heimild um forsendurnar sem liggja því til grundvallar að fjörutíu spekingar geti horft 33 ár fram á veg- inn. Þær kristallast í hugtaki framtíðarfræðing- ins Hermans Kahn, „surprise-free projection“ eða spá án óvissuþátta. Aðferð Kahns er einfald- lega sú að safna saman óhemju miklu af gögnum um samtíðina, og greina síðan í þeim samfélags- legar tilhneigingar eða mynstur sem gefa vís- bendingar um framtíðina. Bækur Gibsons frá 9. áratugnum eru alls ekki framtíðarfræðilegar í félagsvísindalegum skiln- ingi, en það hefur ekki breytt því að þeim var snemma skipað á bekk með framtíðarfræðirit- um eins og Future Shock (1973) eftir Alvin Toff- ler og Megatrends-bókunum – markaðsfræði- legum tilraunum til þess að bregðast fyrirfram við efnahagslegum og menningarlegum breyt- ingum. Kannski má frekar lesa þær sem skop- stælingar án óvissuþátta, satíru á Reagan-árin. Pólski rithöfundurinn Stanislaw Lem hefur skrifað mjög skemmtilega um það af hverju vís- indaskáldskap er ekki skipað á bekk með „al- vöru“ bókmenntum. Hann skilgreinir satíru sem svo að hún felist í því að leiða hið fáránlega til röklegrar niðurstöðu. Þessu mætti allt eins snúa upp á Gibson. Sú kuldalega heimssýn sem birtist í Sprawl-þríleiknum ber óneitanlega mörg einkenni Reagan-áranna, en mér hefur löngum þótt að þessi ýkta mynd sé frekar til marks um íróníu en einlæga spásögn: Velferð- arríkið er horfið, og með því efnahagslegt og hernaðarlegt forræði gömlu þjóðríkjanna. Ríkin sjálf eru að mestu orðin að undirdeildum stór- fyrirtækja sem keppa á hnattvísu um völd, auð- legð og tækninýjungar á heimsvísu, en megin- þorri almennings á Vesturlöndum og í Japan er á valdi fátæktar, efnahagslegs óöryggis og býr almennt við þröngan kost. Yfirstéttin í þessum drungalega heimi er aftur á móti vellauðug og valdi auðmanna virðast engin takmörk sett. Yf- irburðir auðmennanna eru svo ógurlegir að segja má að hinir ríku tilheyri annarri tegund en almúginn, erfðastétt þar sem auðmagn hefur komið í stað göfugs ætternis. Eigin útgáfa af veruleika samtímans Pattern Recognition heitir nýjasta bók Gib- sons (2003) og er að mörgu leyti uppgjör við framtíðina sem viðfangsefni: Vísindaskáldskap- ur, framtíðarfræði og markaðsfræði renna sam- an í aðalpersónunni Cayce Pollard. Hún er ein- ræn kona, haldin ofurnæmi gagnvart vörumerkjum. Þetta ofurnæmi tengist hæfileik- um hennar til þess að greina félagsleg og mynd- ræn mynstur (ekki ósvipað spávísindum Her- mans Kahn) og því nýtir hún þetta næmi sitt í starfi með því að veita auglýsingastofum ráðgjöf um ný vörumerki. Í upphafi sögunnar kemur hún frá New York til London til þess að meta til- lögu fyrir dularfulla auglýsingastofu, Blue Ant. Það kemur í ljós að Cayce tilheyrir hópi fólks sem er dreift um heiminn og heillað af dularfull- um, stuttum myndskeiðum sem dreift er á Net- inu. Eitt og eitt í senn birtast þau á vefsíðum hér og þar um heiminn, og eru síðan send á milli áhugafólks. Hver býr þau til, hvernig og í hvaða tilgangi er ekki ljóst. Cayce hefur áður starfað við tískuveiðar („cool hunting“) og eigandi Blue Ant, forríkur Belgi að nafni Hubertus Bigend (of sniðug nöfn hafa löngum verið plága í vís- indaskáldskap), ræður hana til þess að finna framleiðanda myndskeiðanna. Þar með, eins og oft áður í bókum Gibsons, er aðalpersónan gengin í þjónustu dularfulls en voldugs fyrir- tækis. Cayce tekur til við rannsóknirnar með hjálp tölvuhakkara í Chicago, aðstoðarmanns sem virðist vita allt um tölvur, og kreditkorts sem er svo öflugt að þegar hún spyr eftir úttekt- arheimildinni er svarið að hún þarf að spyrja leyfis áður en hún kaupir fasteignir með því. Söguþráðurinn sver sig, í stuttu máli sagt, mjög í ætt við fyrri bækur Gibsons. Þó gerist þetta allt saman árið 2002. Í þessum söguheimi ganga allir um með pinkulitla far- síma, öflugar smátölvur og augnlinsur sem mega sitja óhreyfðar dögum saman. Tæknin í þessum heimi er öflug, smávaxin og torsýnileg, ofin saman við hversdagslífið. Samtíminn á sem sagt vel heima í vísindaskáldsögu eftir Gibson. Sjálfur segist hann í fyrsta sinn hafa reynt að setja á svið sína eigin „útgáfu af veruleika sam- tímans“ án þess að færa hann í búning „framtíð- arinnar“. Tilraunin snýst um að „slá máli á skringileika þessarar aldar“, og Gibson segist jafnframt vera að reyna að brjótast undan til- hneigingu sinni til að taka 9. áratuginn sem út- gangspunkt. Hvað gerir William Gibson, þessi frægi sjá- andi, þegar hann skrifar loksins um samtíðina? Myndmál, hugmyndir og hugtök hans hafa dreifst svo víða um hinn enskumælandi heim að hann virðist á stundum neyðast til að skopstæla sjálfan sig. Það er kannski þess vegna sem virð- ist léttara yfir stíl Gibsons í þessari bók en oft áður. Hann leyfir sér til dæmis að gera grín að menningarkimanum sem hefur síðustu tvo ára- tugi tekið á móti bókum hans af hvað mestum ákafa. Gibson var spurður eftir upplestur úr Pattern Recognition: „Hversu mikla ábyrgð finnst þér þú bera á The Matrix og framhalds- myndum hennar?“ Hann hló og svaraði því til að hann teldi sig ekki eiga neina ógreidda skuld inni hjá Waichowski-bræðrum. Þvert á móti segir hann að honum sýnist sem The Matrix hafi fáa af hans arfberum, en sverji sig langtum meir í ætt við bækur Philip K. Dick, þó með þeirri undantekningu að búningahönnuðirnir virðast hafa lesið Neuromancer. Því er gaman að rekast á eftirfarandi lýsingu á dóttur rússnesks auð- manns í Pattern Recognition: „Hún leit út … eins og leikmunur úr einhverri framhaldsmynd The Matrix“ (179). Um persónurnar sem upplifa tæknina Stíll Gibsons hefur alla tíð einkennst af því að hann lýsir náttúrunni með tækni-myndmáli, eins og í frægri byrjunarsetningu Neuromanc- er: „Himinninn yfir höfninni var á litinn eins og sjónvarp stillt á dauða rás.“ Með því að skrifa um samtímann hefur hann fært út kvíarnar, og nú er að finna tilvísanir í kvikmyndir, tónlist og samtímaatburði. Minningin um ellefta septem- ber vofir yfir aðalpersónunni Cayce, sem býr í New York, og um föður hennar sem hvarf sama morgun einhvers staðar við turnana. En eftirmál þess dimma morguns eru ekki eina samtímavísunin. Í Pattern Recognition er meðal annars að finna fyndna og nokkuð ná- kvæma lýsingu á London. Til dæmis fer Gibson á kostum þegar Cayce rekst á „Barnakrossferð- ina“ í Camden Town: „Þessi hæggenga læm- ingja-súpa af ungu fólki sem teppir Camden High Street frá lestarstöðinni upp að Camden Lock“ – sem er alveg hárrétt. Um helgar líkist þetta svæði kringum Camden-markaðinn helst Lækjargötu á sautjánda júní ef allir Reykvík- ingar væru með skrípótt hár og klæddust svörtu leðri. Spurningin hlýtur þá að vera, ef Pattern Re- cognition fjallar um samtíðina af svo mikilli ná- kvæmni, er hún þá vísindaskáldsaga? Hér er minna um tækni- og vísindaleg viðfangsefni en í fyrri bókum Gibsons. Tæknin er næstum því í aukahlutverki, og þó. Það fer eftir því á hvaða tækni og hvaða hugmyndir er litið hversu mikil „vísindi“ er að finna í þessari skáldsögu. Eitt helsta þema bókarinnar er það hvernig sjálf samskipti fólks eru tæknivædd. Ekki með far- símum og tölvum, heldur eru þau skipulögð, jafnvel sviðsett, til þess að ná fram tæknilegum markmiðum. Þannig reynir tölvuhakkarinn Boone Chu til dæmis að ná í upplýsingar með því að sofa hjá bókhaldara vel varins fyrirtækis. Parkaboy, félagi Cayce í Chicago, nær hins veg- ar tangarhaldi á japönskum táningi með því að þykjast vera japönsk skólastúlka og tæla hann á spjallrás. Cayce kaupir síðan trúnað drengsins með því að láta hann hafa „áritaða“ ljósmynd af umræddri skólastúlku, sem í raun er tölvu- breytt mynd af barþjóni frá Texas. Þessi félagslega tæknivæðing kemur víða fyr- ir í Pattern Recognition. Ástæðan fyrir því að Hubertus Bigend ræður Cayce til þess að finna höfund myndskeiðanna dularfullu er sú að hann vill verða fyrstur til að gera þau að söluvöru, af því að þau virðast hafa svo sterk félagsleg áhrif. Þúsundir manns fylgjast spenntar með hverju einasta broti af þessu myndefni, og Bigend vill ná að nýta þessa spennu, rétt eins og hann reyn- ir að setja árar sínar í aðrar tískubylgjur áður en þær ná fullri hæð. Eða, eins og Cayce kemst að, hann reynir að setja sjálfa bylgjuna af stað. Hún hittir háskólanema, Mögdu að nafni, sem starfar við að fara á bari, líta vel út, og minnast á tiltekna vöru, kvikmynd eða fatategund. Þannig fer auglýsingin af stað líkast smiti, ekki af því að viðmælendurnir á barnum kaupi vöruna heldur af því þau minnast á hana við vini sína til þess að sýnast vera svöl. En þar með er búið að gera eitthvað jafn einfalt og samtal á pöbbnum að markaðstækni, og þetta veldur Mögdu hálfgerð- um ónotum: „Ég er að rýra eitthvað gildi sínu. Hjá öðrum. Hjá sjálfri mér. Og ég er farin að vantreysta jafnvel óformlegustu orðaskiptum,“ segir hún við Cayce. Gibson virðist undanfarin ár hafa færst sífellt fjær hátæknipælingunum sem einkenna fyrstu bækur hans, og snúið sér þess í stað að persón- unum sem upplifa tæknina. Þessi þróun kemur ekki síst fram í aðalpersónum og einkennum sem eru endurtekin í bókum hans líkt og stef sem verður að ólíkum laglínum. Tölvuþrjótur- inn Case í Neuromancer er maður með sjald- gæfa hæfileika sem bjargað er af fjársterkum aðila sem vill að hann vinni verk fyrir sig; lista- verkasalinn Marly Krushkova í Count Zero (1986) er ráðin af auðmanninum Herr Virek til þess að þefa uppi dularfullan listamann; og Lan- ey í Idoru (1996) er bjargað frá fjárkúgun af starfsfólki fjársterkrar poppstjörnu sem ræður hann vegna sérstækra hæfileika hans til mynst- urgreiningar. Cayce er nýjasta útfærslan á þessu endurtekna stefi – kona með sérstaka hæfileika sem á endanum eru af mannlegum frekar en tæknilegum toga. Rómantísk þrá Ég verð að játa að mér líkar best við seinni bækur Gibsons, frá og með Virtual Light (1993) af því að í þeim lætur hann eftir sér að lýsa fólki frekar en tækni. Þannig mætti kannski saka hann um ákveðna rómantíska þrá eftir hinu hreina mannlega inntaki í heimi sem er svo gegnsýrður af tæknilegri rökvísi að jafnvel sam- tal á bar getur reynst hafa tæknilegan tilgang. Þó held ég að það sé ekki svo einfalt. Þessi til- hneiging í sögum Gibsons minnir mig frekar á fræga satíru Samuels Butler, Erewhon (1876). Kaflinn „Bókin um vélarnar“ er snilldarleg út- færsla á þróunarkenningu Darwins. Þar gerir spámaður því skóna að allar vélar í landinu Erewhon verði að eyðileggja af því það er bara tímaspursmál hvenær þær taka að fjölga sér sjálfar og gera mannskepnuna þar með óþarfa. En spámaðurinn viðurkennir samt að þessi vél- hreinsun er vonlaus frá upphafi, af því lífið er sjálft vélrænt. „Eru vélar ekki tengdar lífi dýr- anna á ótal vegu? Skurn hænueggsins er búin til úr fínasta postulíni og er af jafn vélrænum toga og eggjabikarinn.“ Gibson, á sínum bestu sprettum, er verðugur arftaki Butlers og fleiri meistara vísindaskáldsögunnar, af því hann læt- ur aldrei undan þeirri freistingu að ímynda sér hreina fortíð hins tæknilausa manns. SPÁMAÐUR SNÝR SÉR AÐ SAMTÍÐINNI William Gibson hefur snúið sér að samtíðinni. E F T I R G A U TA S I G Þ Ó R S S O N „Vísindaskáldskapur fjallar aldrei um framtíðina,“ sagði William Gibson er nýjasta skáldsagan hans, Pattern Recognition, kom út en Gibson er nú einn af fremstu höfundum vísindaskáldsögunnar. Í þessari grein er fjallað um nýju bókina þar sem Gibson skrifar um samtíðina. Höfundur stundar doktorsnám í menningarfræði við Minnesotaháskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.