Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 3 E NGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mér hefur oft orðið hugsað til þess arna þegar ég rölti út í náttúruna hér á fósturjörðinni mér til yndisauka og heilsu- bótar. Alls staðar blasir það við, rennandi, lifandi vatnið, blátært og glitrandi. Ekki aðeins í óbyggðum þar sem lækirnir hoppa og skoppa af kæti niður fjallshlíðarnar og bergvatnsár renna eftir hverri dalskoru, heldur steinsnar frá þéttbýlum svæðum og einnig víða í þorpum og bæjum. Lengi vel leit ég á allt þetta tárhreina vatn sem sjálfsagðan hlut, gott ef mér fannst það ekki á stundum til óþurftar. Það var ekki fyrr en ég hafði dvalið um nokkurt skeið í út- löndum að ég fór að líta vatnið heima öðrum augum. Þar kaupir maður drykkjarvatnið víðast á flöskum og sumir hreyfa sig ekki úr stað án þess að hafa vatnsflöskuna með í far- angrinum. Stór hluti af rými matvöruversl- ana er lagður undir vatnsbirgðir enda sér maður varla nokkurn viðskiptavin fara vatnslausan út úr búðinni. Og með tímanum hefur það smám saman þróast þannig að ég vel mér æ oftar vatn til drykkjar af öllum þeim guðaveigum sem bjóðast þar á gjaf- verði. Mér finnst það einfaldlega gott á bragðið, og verður best af því hvort sem ég drekk það með mat eða við þorsta. Það er því næsta grátbroslegt að hér á Ís- landi skuli varla nokkur maður líta við þess- um undursamlega vökva sem skaparinn hef- ur skenkt okkur. Hvergi nokkurs staðar á byggðu bóli er önnur eins neysla á gos- drykkjum og á landinu bláa. Á hverjum morgni vakna gosdrykkjaframleiðendur skælbrosandi og trúa varla sínum eigin aug- um þegar þeir renna yfir sölutölurnar. Þetta hljóti bara að vera of gott til að geta verið satt. En það er ekkert lát á, heilu bílfarm- arnir af sykri halda linnulaust áfram að ber- ast inn á hvert heimili. En þetta átti ekki einungis við um drykkjarvatnið. Ár og lækir á byggðum svæðum í útlandinu góða hafa annan lit en bergvatnið á Íslandi og aldrei hefur það svo mikið sem hvarflað að mér að dýfa hendi í gult og grátt skólpið sem þar flýtur fram, frekar að ég stingi þeim í snarheitum í vas- ana. Víða þar sem ég hef farið hefur það ver- ið heilmikið fyrirtæki að baða sig. Þar er ekki bara hægt að skella sér í bað þegar manni dettur í hug. Helst þarf að gera það á ákveðnum tímum og miklar tilfæringar við að hita vatnsdunkinn, enda fokdýrt. Og það er eins gott að vera ekki annars hugar yfir þessu verki því þá er maður á augabragði kominn í ískalda sturtu. Þetta kemur okkur Íslendingum spánskt fyrir sjónir þar sem vel heitt vatn bullar upp úr jörðinni undir fótum okkar og við getum velt okkur í heitu pott- unum tímunum saman og staðið eins lengi og við viljum undir sturtunni, hvort heldur er heima hjá okkur eða í sundlaugunum. Ekki hef ég orðið þess var að menn prísi sig almennt sæla yfir þessu. Það er frekar að haft sé í heitingum við helvítis sturturnar í sundlaugunum. Það sé enginn kraftur í þessu, sturtuhausarnir ómögulegir, það megi ekki hreyfa við krana á einni sturtunni þá fari stillingin hjá hinum gjörsamlega út um þúfur. Sumir ganga sótbölvandi út úr bað- klefanum. Einhver áhrifamesta frásögn sem ég hef hlýtt á nýlega er viðtal við verkfræðing sem vann við hjálparstörf og uppbyggingu í Írak eftir Persaflóastríðið. Stríðsherrarnir skildu að venju eftir sig sviðna jörð. Raforkuver höfðu verið sprengd í tætlur og við það stöðvuðust allar dælur sem dældu vatni úr iðrum jarðar til íbúanna á svæðinu. Lýsing- arnar á afleiðingum vatnsskortsins voru skelfilegar. Enginn veit hvað það hefur í för með sér að vera án vatns nema hafa reynt það á eigin skrokki. Börnin stráféllu eins og flugur þar til trylltar mæðurnar grófu sig með berum höndunum niður á einhvern vatnsleka og stóðu þar sólarhringunum sam- an á kafi í drullu og óþverra við að mjatla upp lífsvökvanum. Sorp, úldinn úrgangur og saur þakti jörðina og drepsóttir á næsta leiti. Aðeins mæðurnar og fórnfúst starf fjölda fólks frá hjálparstofnunum björguðu því sem bjargað varð. Ég tek ofan fyrir þessum verk- fræðingi og hinu hugrakka samstarfsfólki hans. Þetta fólk er hinar einu sönnu hetjur nútímans. Hvað skyldi blessað fólkið í Írak og öðrum stríðshrjáðum löndum vilja til vinna að vera í okkar sporum? Eða fólkið á þurrkasvæð- unum þar sem ekki kemur dropi úr lofti mán- uðum saman og menn, konur og börn deyja þúsundum saman úr hungri og þorsta. Við Vesturlandabúar horfum á myndir af þessu í sjónvarpi, geispandi af hóglífi, með kók- flöskuna í annarri hendinni og hamborg- arann í hinni. Ef einhver töggur væri í Sameinuðu þjóð- unum eða alþjóðasamfélaginu yfirleitt væri löngu búið að breyta eyðimörkum í ald- ingarða með því einu að veita á þær vatni og leysa þar með efnahagsvanda fjölmargra fá- tækustu þjóða heims. Í staðinn sleikja vopnaframleiðendur á Vesturlöndum út um þegar þeir dæla varningi sínum til stríðandi afla í þriðja heiminum og tóbaksauðhring- arnir hugsa sér gott til glóðarinnar að koma líkkistunöglum sínum í fáfróðan almúgann á þessum svæðum þegar dregið hefur úr neyslu eiturlyfsins heima fyrir. Vísindamenn hafa enn ekki leyst nema lít- inn hluta gátunnar um hina undursamlegu eiginleika vatnsins og eina eilífðarvélin sem við þekkjum er hringrás þess í lífhvolfi reiki- stjörnunnar okkar. En þótt lengi hafi verið ljóst að nokkrar myndarlegar atómbombur gætu breytt líkn- andi regni af himni í einhvers konar vítissóta þá eru enn meiri líkur á að eilífðarvélin bless- aða stöðvist af öðrum orsökum. Að vötn jarð- arinnar verði von bráðar að forarvilpu eitur- efnaúrgangs sem eyðir öllu lífi. Svo verður nú græðgi, hroka og skeytingarleysi mann- skepnunnar fyrir að þakka. Þá – eftir söngvasumrin löng – þagnar loks svanurinn. VATNIÐ HEIMA RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N eystb@ismennt.is JÓN HELGASON ÉG KOM ÞAR Ég kom þar sem höfundar lásu ljóð sín í höllum við lófaklapp fólksins og hrifningu (vonandi sanna), á fremstu bekkjum sat úrvalslið merkustu manna og marmaralíkneskjur þjóðskálda hátt uppi á stöllum. En ég kveð á tungu sem kennd er til frostéls og fanna, af fáum skilin, lítils metin af öllum; ef stef mín fá borist um óraveg háværra hranna, þá hverfa þau loks út í vindinn hjá nöktum fjöllum. Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði og brann. Á herðum mínum ég dýrmætan þunga fann. Ég átti mér, þrátt fyrir allt, mína purpurakápu. Í salarkynnum þessum var engin sál nema ein sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein né efldist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu. Jón Helgason (1899–1986) var skáld og fræðimaður. Ljóðið birtist í ljóðabók- inni Úr landsuðri (1939). LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI Halldór Hansen hefur starfað sem barnageðlæknir í heila ævi og segist samt sitja uppi með fleiri spurningar en svör. Haukur Ingi Jónasson ræðir við Halldór um ævi hans og störf og hugmyndir um sállækningar. Arnaldur Indriðason hlaut norrænu glæpasagnaverðlaunin Gler- lykilinn öðru sinni á ferlinum í maí síðast- liðnum fyrir skáldsöguna Grafarþögn. Katrín Jakobsdóttir fjallar um sögur Arn- aldar og uppgang glæpasögunnar á Íslandi. Eija-Liisa Ahtila hefur notið mikillar athygli fyrir list sína en hún er í hópi norrænna listamanna sem hafa hrundið af stað bylgju sem þegar er farið að kalla endurreisn norrænnar mynd- listar. Halldór Björn Runólfsson segir frá ferli Ahtila og list. Þjóð er heimagerð hugmynd nefnist grein eftir Sigurbjörgu Þrast- ardóttur þar sem hún greinir frá umræðum á ráðstefnu um fjölmenningu og bók- menntir sem fram fór í Helsinki í júní. FORSÍÐUMYNDIN er af málverki Svavars Guðnasonar, Einræðisherranum, frá 1949. Verkið er á sumarsýningu Listasafns ASÍ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.