Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 SUSAN May, sem starfar hjá Tate Modern í London, vareinn fjölmargra sýningarstjóra sem varð á vegi blaða-manns á opnunardögum Feneyjatvíæringsins í byrjunjúní. Hún, eins og reyndar flestir aðrir sýningar- og safnstjórar í Evrópu, telur óhjákvæmilegt að koma þar við og fylgjast með því sem þar er að gerast á vettvangi samtímalista; vinna hennar og stefnumótun safnastarfs hjá þeim söfnum sem vilja standa undir nafni gagnvart kröfuhörðum gestum samtím- ans hreinlega krefjist þess. Blaðamaður mælti sér mót við hana við bekk í skugga trjánna fyrir framan danska skálann en staðsetningin var svo sem engin tilviljun því May var einnig komin til Feneyja til þess að fylgjast með Ólafi Elíassyni, fulltrúa Dana, sem í haust verður með sýn- ingu í túrbínusal Tate Modern. Susan May segir þetta fyrsta verkefnið í túrbínusalnum sem hún leiði sem sýningarstjóri. „Áður hafði ég unnið þar að sýn- ingu Juan Muñoz, en það var annað verkefnið, á eftir sýningu Louise Bourgeoise sem hófst er safnið opnaði. Sýning Anish Kapoor tók síðan við á eftir Muñoz. Það eru fimm sýning- arstjórar sem vinna við þessi verkefni að jafnaði og ég álít mig heppna að hafa fengið að taka þátt í slíkri vinnu oftar en einu sinni,“ segir May af dæmigerðri breskri hæversku. „Svo verður Ólafur Elíasson næstur í röðinni og það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í undirbúningsvinnunni fyrir sýn- inguna hans – ég er einlægur aðdáandi verkanna hans.“ En hverjir eru það sem velja þá listamenn sem koma til greina í þetta risavaxna verkefni? „Teymi sýningarstjóra sér um þá vinnu ásamt stjórnanda Tate safnanna Nicholas Serota. Við vorum með langan lista af listamönnum er við höfðum verið að fylgjast með. Ólafur er auð- vitað mjög ungur til að taka þátt í verkefni af þessari stærð- argráðu, en staðreyndin er sú að hann hefur sýnt og sannað að hann ræður við það. Sýning hans í Kunsthaus í Bregenz, „The mediated motion“ („Hin miðlaða hreyfing“), árið 2001, var lík- lega sú sýning sem sannfærði okkur öll um að hann væri fær um þetta. En það verður að segjast eins og er að það hlýtur að skjóta flestum skelk í bringu að takast á við svona stórt sýning- arrými – salurinn er 150 m á lengd og um 30 m á hæð og daglega koma þangað um 15.000 gestir – en verkefni af þessari stærð- argráðu er jafnframt mikil ögrun. Við erum líka meðvituð um að samstarf við jafnstóra stofnun og Tate Modern getur verið flók- ið, enda er safnið eitt þeirra sem hvað mest ber á í heiminum í dag.“ Ferlið jafnmikilvægt og efnislega myndin En hvað er það sem dregur ykkur að verkum Ólafs? „Hann hefur einfaldlega alla þá hæfileika til að bera sem nauðsynlegir eru til að hafa mikil áhrif. Ég held einnig að hann komi að þessu verkefni hjá okkur á réttum tíma því þróun sýn- inganna í þessum sal fram að þessu hefur verið á þann veg að listamennirnir hafa óhjákvæmilega reynt að toppa það sem gert var síðast með því að búa til eitthvað ennþá stærra. Verkin hafa því orðið stærri og stærri með hverjum listamanni. Ein ástæða þess að við beindum augum okkar að Ólafi er sú að vinna hans hverfist um það að vinna gegn hlutgervingu viðfangsefnisins. Við veltum þeirri spurningu fyrir okkur hvaða leið væri fær eft- ir að risavaxið verk Kapoor hafði verið sýnt. Nálgun Ólafs bygg- ist mjög á hugmyndafræði, þar sem vinnslan – eða ferlið sjálft – er jafnmikilvægt og það sem að lokum tekur á sig efnislega mynd í túrbínusalnum.“ Viðhorf hans til verkefnisins eru þá með öðrum orðum önnur en þeirra sem þarna hafa sýnt fram að þessu? „Já, það er gjörólíkt. Það má segja að hann hafi í rauninni verið að rannsaka hlutverk safna; hverjar siðferðislegar og samfélagslegar skyldur þeirra eru. Við fórum að vinna saman fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári og reyndum að gera okkur grein fyrir hvað fælist í því að vinna í þessu mikla rými. Eitt fyrsta verk Ólafs var að ræða við það starfsfólk í Tate Modern sem ber ábyrgð á því að taka á móti verkum í safnið; alla sem hafa ein- hverju miðlunarhlutverki að gegna, svo sem kynningar- og fjöl- miðlafulltrúa, þá sem sjá um fræðslustarfið, auk þeirra sem vinna í deildinni er sér um kostun og stuðningsaðila. Hann sýndi okkur fram á að með meðvituðum eða ómeðvituðum hætti höf- um við öll áhrif á hvernig safngesturinn upplifir verkið. Það sem sýning hans snýst um er að áhorfandinn verði fyrir mjög óvænt- um hrifum og að reynsla hans sé ómenguð af öðru en listaverk- inu sjálfu. Eftir að þessar umræður áttu sér stað ákvað Ólafur að vinna sjálfur með fólkinu er sér um kynningarstarfið, því hann vill sjá til þess að safnið, sem liststofnun, miðli ekki nið- urstöðu um verkið fyrirfram – eins og oft gerist þegar fólki er sagt að það muni upplifa þetta eða hitt frammi fyrir listaverki – því það er andstætt því sem hann er að fást við á þessari sýn- ingu.“ Sýningin ekki hlutgerð í hugum fólks Þú átt þá við að hver og einn eigi að fá að njóta sinnar sér- tæku reynslu í stað þess að finna fyrir sömu hrifum og allir aðrir – eða finnast sér hafa mistekist við að skilja verkið ef það bregst? „Einmitt,“ segir Susan May og leggur áherslu á orðið. „Ef við tilkynnum að það verði regnbogi á sýningunni, þá hafa auðvitað allir hugmynd um hvernig sá regnbogi er. Við viljum umfram allt reyna að forðast það að sýningin verði hlutgerð fyrirfram með þeim hætti í huga fólks. Það er ótrúlega erfitt að komast hjá þessu ferli í safni á borð við Tate – og í rauninni í öllum söfn- um sem miklar væntingar eru gerðar til – ekki síst vegna þess að við erum undir miklum þrýstingi við að afla opinbers fjár- stuðnings, fleiri kostunaraðila og auðvitað fleiri safngesta. Og hvernig getum við náð þeim markmiðum án þess að menga þá reynslu sem safngesturinn verður fyrir þegar hann heimsækir okkur? Sú leið er Ólafur er að þróa er ákaflega snjöll og um leið þaulhugsuð. Hún miðar að því að laða fólk inn í salinn án þess að gefa til kynna hvað það mun upplifa og sjá.“ En er þetta ekki í beinu framhaldi af því starfi sem Tate Mod- ern hefur verið að vinna í sambandi við það að brjóta niður múrana á milli áhorfenda og safnsins sem stofnunar – sem þið voruð einmitt gagnrýnd fyrir þegar safnið opnaði? „Alveg örugglega. Eitt af því sem ég held að hafi gefið gagn- rýnendum okkar byr undir báða vængi er það að við erum með einskonar „túlkunarstefnu“ í gangi er kemur fram í öllu prent- uðu efni er við látum frá okkur. Við erum meira að segja með túlkunar-sýningarstjóra er fer yfir texta eftir sýningarstjóra einstakra sýninga. Það ferli er ákaflega athyglisvert fyrir okkur að ganga í gegnum, en getur líka verið erfitt, því auðvitað vilja allir sýningarstjórar skýra frá því í textum sínum af hverju þeir hafa framkvæmt hlutina með þessum ákveðna hætti en ekki öðruvísi, en stundum eru mörkin á milli þess sem er nánast ein- feldningslegt og þess sem er bitastæðara frá sjónarhóli sér- fræðingsins svo óljós, að sú áhersla sem maður vill koma á framfæri í textunum getur glatast. Túlkunarferlinu fylgir auð- vitað einnig sú hætta að sjónarhorn áhorfandans sjálfs sé tak- markað, því megináherslan er lögð á að þjóna þeim sem minnsta þekkingu hafa. Þetta er sem sagt rótin að þeirri gagn- rýni sem við höfum orðið fyrir.“ Enginn algildur sannleikur May segir Ólaf hafa komið auga á að jafnvel þótt safnið hafi þessa túlkunarstefnu varðandi það efni sem það lætur frá sér, t.d. um sýningar í túrbínusalnum, þá sé alls ekki augljóst fyrir utanaðkomandi aðila að þessi hugmyndafræði liggur til grund- vallar þeim sjónarmiðum er sýningarstjórinn setur fram í text- um sínum. „Ólafur vill að það sé alveg á hreinu gagnvart lesand- anum að það sem sett er fram í öllum textum sé einungis túlkun, staðhæfing eða útlegging – en ekki algildur sannleikur eða raunveruleiki. Túlkunarmöguleikarnir eru svo margir og okkur sem vinnum á söfnum hættir til að gleyma því, sem getur leitt til þess að áhorfandinn kemur inn og upplifir textana sem algildan sannleika þegar í rauninni er um að ræða viðhorf einnar mann- eskju. Ólafur vill með þessum hætti leggja áherslu á það sem áhorf- andinn sjálfur ber með sér inn í verkið og leyfa því að njóta sín. Hann vill þess vegna vinna áfram með þá hugmyndafræði sem liggur að baki túlkuninni og reyna að finna nýjar leiðir í því sambandi.“ Susan May segir samstarfið hafa verið afar athyglisverða reynslu fyrir sig sem sýningarstjóra. „Ég er auðvitað fyrst og fremst að vinna fyrir listamanninn, en þótt hollusta mín beinist fyrst og fremst að honum þá vinn ég auðvitað einnig innan stofnunarinnar. Sem betur fer er Nicholas Serota, stjórnandi Tate safnanna, þeirrar tegundar að hann lítur á listamennina sem mikilvægasta fólkið í starfi safnsins. Hann hefur því veitt okkur allan sinn stuðning, jafnvel þótt Ólafur hafi verið að gera hluti sem eru mjög óvenjulegir fyrir Tate,“ segir Susan og hlær. En getur þú sagt eitthvað nánar frá sýningunni sjálfri, sem óneitanlega hefur hvílt nokkur leynd yfir? „Nei, því það væri í rauninni andstætt þeim hugmyndum sem Ólafur hefur verið að vinna með. Ef við ræðum sýninguna þá er- um við um leið búin að hlutgera hana í augum áhorfandans. En þótt við höfum tekið þessa stefnu þá geri ég mér auðvitað grein fyrir því að fimm mínútum eftir að sýningin opnar verða allir að tala um það sem er í túrbínusalnum og þegar farnir að gefa ein- hverja mynd af því. En eins og allir vita vinnur Ólafur mikið með náttúrufyrirbrigði og mér er óhætt að segja að þú getir lagt út frá því,“ svarar Susan May óræð á svip. „Kjarni verksins er þó þetta sem ég hef verið að ræða; spurningin um tilgang safnsins og með hvaða hætti við setjum veruleikann fram.“ Lausn sem sýnir hugrekki En ef við víkjum að kynningarefninu sem þú nefndir áðan og tilraunum ykkar til að brjóta niður skilin á milli áhorfandans og listaverksins í þeim tilgangi gefa áhorfandanum lausan tauminn áður en hann fer inn á safnið. Er hægt að líkja verkefninu við þá tilraun gagnvart áhorfandanum sem Ólafur gerir í danska skál- anum hér í Feneyjum og með þeirri óvenjulegu sýningarskrá sem gefin var út samhliða henni? „Nei, í raun og veru ekki, þetta verður allt öðruvísi verk, því í túrbínusalnum er hann að einbeita sér að einu viðfangsefni, sem tengist því hvernig maður missir áttirnar. Auðvitað hverfist verkið hjá okkur að einhverju leyti um hreyfingu og tíma – eins og flest verkin hans – en túrbínusalurinn er þetta mikla stóra auða rými, þveröfugt við skálann hérna sem er margskiptur og í raun frekar flókið mannvirki. Sýningarrýmið í túrbínusalnum er líka stærðarinnar vegna þess eðlis að þegar áhorfandinn gengur inn skiptir öllu máli að verkið grípi hann strax. Ólafur vildi vinna með þau áhrif og laða áhorfandann til að fara í gegn- um rýmið og öðlast tilfinningu fyrir því hvernig breyting á sér stað.“ Það má því segja að hugmyndin sem þið eruð að vinna með sé á mjög huglægum grunni? „Já, og það er hreint ekki auðveldasta lausnin í þessu sýning- arrými, en hún lýsir því vel hversu hugrakkur hann er sem lista- maður. Þó rýmið sé stórt þá mun sýningin láta lítið yfir sér þó áhrifin af henni verði án efa mögnuð. Salurinn lætur fólk finna til smæðar sinnar, en Ólafur vinnur gegn þeim áhrifum. Honum tekst að færa salinn nær mennskum stærðarhlutföllum, sem er einmitt það sem virðist vera uppi á teningnum hér á tvíær- ingnum núna. Það er eins og listheimurinn hafi hugsað með sér að nú væri kominn tími til að hverfa frá íburðarmikilli og upp- skrúfaðri list er fellur saman í órofna heild, og fikra sig í áttina að þeirri hugmynd að áhorfendahópurinn samanstendur af ein- staklingum sem allir búa yfir ólíkri reynslu og sérkennum. Það er einmitt þetta sem Ólafur er óþreytandi við að minna okkur á. Honum tekst að hægja á áhorfendum og skapa aðstæður er gera fólki kleift að horfa á sjálft sig utan frá, að „sjá sjálft sig skynja“, eins og hann hefur orðað það sjálfur. Enda er það ein- mitt á því augnabliki sem töfrar listarinnar afhjúpast manni að fullu, á því augnabliki þar sem maður uppgötvar eitthvað nýtt fyrir sjálfan sig.“ SPORNAÐ VIÐ HLUTGERVINGU VIÐFANGSEFNISINS Hvernig er hægt að setja upp sýningu í ógnarstóran sal sem dag hvern kemur um 15.000 manns á óvart? Þessu hafa þau Susan May, sýningarstjóri hjá Tate Modern, og Ólafur Elíasson, myndlistarmaður, verið að velta fyrir sér undanfarið eitt og hálft ár. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR hitti May að máli í Feneyjum. Morgunblaðið/Fríða Björk Ingvarsdóttir Susan May segir Ólaf Elíasson hafa alla þá hæfileika til að bera sem nauðsynlegir eru til að hafa mikil áhrif. fbi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.