Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 N ÚNA heitir það nöldur ef gerðar eru athugasemdir við málfar í fjölmiðlum. Hin seinni ár þykir það ófínt, neikvætt og óviðeigandi þegar allir eru í stuði og sýndaruppgangur á „öll- um“ sviðum þjóðlífsins. Það þykir svalt að þjást af andlegri leti, hafa lít- inn starfsmetnað og tala illa brenglað, mér liggur við að segja laskað mál í útvarp eða sjónvarp, allt morandi í málvillum og allrahanda ambögum. Það þykir svalt að slá um sig með enskum orðum og bíómyndafrösum, jafnvel án gruns um merkingu þeirra eða eðli. Annað tíðkast í enskum og bandarískum fjöl- miðlum. Þar þykir það mikil smán að tala brenglað mál og enn þá smánarlegra að kunna ekki að beita líkingamáli af þokkalegri íþrótt. Þeir sem gerast sekir um slíkt eiga enga framtíð í fjölmiðlum. Málnotkun í þessum miðlum er metnaðarlítil og losaraleg hér á landi, orðanotkun oft ósmekkleg og óviðeigandi líkt og óvitar einir hafi orðið. Þannig eru hjón margnefnd „skötuhjú“, svo dæmi sé tekið. Það er sem orðabækur séu fram- andlegri en geimverur. Eru slíkir gripir þó al- gengar fermingargjafir. Dæmin eru mýmörg og skulu fáein nefnd. Fréttaþulur í útvarpi lauk frásögn á þessum orð- um: „Leitast verður eftir að setja botn í málið“. Með góðum vilja og kristilegu umburðarlyndi má sjálfsagt fá ætlaðan skilning í setningu á borð við þessa, en glöggt stendur það. Á sjónvarpsstöð var sögð frétt af tölvuleik þar sem þátttakendur kannast einhver við „Manstrirúnædi“ eða „Leis- éster“, eins og einn fótboltaþulur segir? Sá er reyndar ekki skýrmæltari þegar hann talar ís- lensku og vilja hin lengri orð, einkum þau sam- settu, þar sem samhljóðar eru margir í hnapp, hljóma eins og gömul steypuhrærivél sé um það bil að bræða úr sér. Það telst forpokað að nota íslensk heiti á erlend- um stöðum. Menn vilja síður tala um Björgvin og Lundúnir en Bergen og London. Sama gildir um Þanghafið, svo fagurlega nefnt, en nú er allajafna talað um Sargasso-hafið. Sama saga um Þorsk- höfða á Nýja-Englandi sem nú heitir aldrei annað en Cape Cod. Sömuleiðis er hvimleitt þegar Íslendingar tönnlast á enskum heitum borga sem eru utan enska málsvæðisins. Þannig heyrist talað um Munich í stað München! Sem betur fer virðast Aþena, Moskva og Varsjá auk Kaupmannahafnar og Hróarskeldu ætla að sleppa við að hljóta ensk nöfn í íslensku tali. Sama má segja um mörg mannanöfn sem eiga sér hefðbundna samsvörun í íslensku. Tökum dæmi af belgíska knattspyrnumanninum Boudo- wijn Zenden hjá Chelsea, en nafn hans hljómar gjarnan eins og sá sem það mælir sé með munn- angur. Frægur landi hans og nafni var oft frétta- efni hér áður og kunn persóna í mannkynssög- unni, en hefur aldrei verið kallaður annað en Baldvin Belgíukonungur. Því ekki að tala um Baldvin Zenden? Er til of mikils mælst að fjöl- miðlar noti skiljanlegt mál? þurftu stöðugt að hreyfa líkamann. Leikurinn þótti mikið þing og klykkti fréttaþulurinn út með því að segja að þarna væri „hægt að þjálfa huginn og líkamann samtímis“. Það flökraði að mér að austfirska íþróttafélagið Huginn hefði látið útbúa þennan leik fyrir félagsmenn sína. Sama frétta- stofa greindi frá því nýjasta í karpi Blairs og breska ríkisútvarpsins BBC. Hafði þulurinn eftir öðrum aðila deilunnar að hann „biði engan afsök- unar á neinu“. Nú geta menn hæglega beðið tjón á sál og líkama, en að „bíða afsökun“ hljómar eins og það hljóti að vera óþægilegt, að minnsta kosti fyrir þann sem er gersamlega grandalaus. Látum vera þó menn sletti útlendum frösum í hita leiksins ef textinn er ekki skrifaður, en þá þarf að útskýra á móðurmálinu hvað átt er við, því erlend mál eru mörgum einlægum hlustendum sem lokuð bók. Má reyndar staðhæfa að ensku- kunnátta sé hér mun lakari en menn ætla. Það er ekkert svalt að slá um sig með ensku. Slíkt op- inberar vanþekkingu. Þá er hvimleitt að hlusta á íþróttafréttaþuli klæmast á nöfnum erlendra liða og borga. Eða FJÖLMIÐLAR ÍSL.ENSKA Annað tíðkast í enskum og bandarískum fjölmiðlum. Þar þykir það mikil smán að tala brenglað mál og enn þá smán- arlegra að kunna ekki að beita líkingamáli af þokkalegri íþrótt. Á R N I I B S E N ÚRKYNJUNIN er orðin vörumerki og stórborgin er verksmiðjan sem fram- leiðir hana. MTV er þekkt fyrir að við- hafa stranga ritskoðun en þó má þar líta Robbie Williams sem lætur rigna fáklæddum konum og sjálfa Björk á brjóstunum. Í bíó er boðið upp á sýkta rauðhærða eðalhóru á Rauðu Myllunni í París. Um leið og kap- alsjónvarp og Netið urðu aðgengileg fyrir allan þorra manna, helltust sóðalegar klámmyndir inn á heima- skjáina og alls kyns áreitið efni stóð til boða yfir símalínurnar. Svo rammt er að kveðið, að sérfræðingar á Norð- urlöndum eru nú sammála um að kvenniðurlægingin í kláminu hafi bein áhrif á aukinn fjölda nauðgana og ekki síst hópnauðgana. Flestar grófar klámmyndir eru fullar af kven- hatri. […] Lara Croft er eitt margra sýnd- arkyntákna sem fylla skjáina og hafa áhrif á erótískar ímyndanir. Miðað við þessi sveigjanlegu kyntákn, virð- ast konur af holdi og blóði æ erfiðari og leiðinlegri. Hegðun Löru og systra hennar er forrituð til að sýna allt frá undirgefni til ofsa og þessar fjarstýrðu dísir miðla „mótleikaranum“ þeirri til- finningu að hann hafi „konuna“ á valdi sínu. Loksins er komin kona sem hægt er að stjórna með fjarstýring- unni. Cindy Margolis varð heimsfræg og forrík á því að fækka fötum á Net- inu og Netið gaf alheimi möguleika á að horfa á samfarir Pamelu And- erson og Tommy Lee. Áhugi almenn- ings á að fylgjast með beðmálum uppáhaldsstjarnanna er slíkur að heilu tímaritin og heimasíðurnar eru nú tileinkuð slíku efni eingöngu. Vit- anlega er mikið af efninu falsað og sumar stjörnurnar fara út í lögsóknir til að verja mannorð sitt. Aðrar kæra sig kollóttar og taka þessum ókeypis auglýsingum fegins hendi. Hin hliðin á nútímakonunni er hið nýja siðgæði. Britney Spears auglýsir hástöfum að hún sé hrein mey. (!) Lisa Marie Presley neitaði að sofa hjá Nicholas Cage fyrr en þau væru gift. Enginn skal geta sagt, að dóttir kon- ungsins sé laus á kostunum. Og Jennifer Aniston hefur nýverið ljóstr- að því upp, að Brad Pitt hafi ekki fengið að sofa hjá henni fyrr en þau höfðu verið saman í níu mánuði. Aðdáunarverður viljastyrkur eða hið nýja siðferði? Erum við kannski aftur komin á slóðir Viktoríu? Þórdís Bachmann Kistan www.visir.is/kistan AFTUR TIL VIKTORÍU Morgunblaðið/RAX Dramatískur leikur. I Íslenskt menningarlíf er oft sagt óvenjulíflegt. Séeitthvað að marka tölur, en margir eru þeirrar skoðunar, þá staðfestir skýrsla Hagstofu Íslands um fjölmiðlun og menningu sem kom út í maí síð- astliðnum þennan orðróm. Þar kemur meðal ann- ars fram að ef mið sé tekið af heildarútgjöldum hins opinbera eru framlög til menningarmála mest hér á landi meðal OECD-ríkja. Hér eru einn- ig gefnar út fleiri bækur á hvern íbúa en á öðrum Norðurlöndum. Íslendingar fara líka meira í leik- hús og á söfn en aðrir Norðurlandabúar. Íslend- ingar fara líka þjóða mest í bíó, þeir eiga flest myndbandstæki og sjónvörp, og leigja fleiri mynd- bandsspólur en aðrar þjóðir. Og auðvitað eiga Ís- lendingar fleiri tölvur en gengur og gerist, fleiri GSM-síma og nota Netið mest allra. Þarf frekari vitnanna við! II Fleiri áhugaverðar tölur eru í skýrslunni. Tón-leikahald hérlendis er með ólíkindum en þeir voru 1.541 árið 1999 og hafði þá fjölgað talsvert frá árinu 1995. Tónleikagestum hafði og fjölgað en þeim sem fóru einhvern tíma á tónleika hafði fjölgað úr 15% 1988 í 63% tíu árum síðar. Mynd- þeim sem aldrei lesa fjölgað úr 7% árið 1988 í 15,1% árið 1999. Það hlýtur líka að teljast merkilegt að kvik- myndahúsagestum hefur fækkað umtalsvert á síð- ustu áratugum hérlendis. Árið 1965 voru þeir 2.470.837 en árið 2001 voru þeir 1.529.831. Þetta hefur gerst á sama tíma og kvikmyndasýn- ingum hefur fjölgað úr 288 í 941. Leiga á mynd- böndum hefur aftur á móti margfaldast og er það ef til vill hluti skýringarinnar á minnkandi bíó- ferðum. Árið 1981 voru leigð 100.000 myndbönd en árið 2001 þrjár milljónir sem samsvarar því að hver íbúi hafi leigt ellefu myndbönd á því ári. IV Síaukin menningarstarfsemi þýðir að fleirilistamenn koma við sögu. Félagatöl ýmissa hópa segja sitt. Árið 1980 voru hljómlistarmenn 380 en voru 494 í fyrra. Leikurum fjölgaði úr 245 í 309, rithöfundum úr 215 í 341, tónskáldum úr 24 í 45 og myndlistarmönnum fjölgaði úr 360 árið 1995 í 510 í fyrra. Og auðvitað þarf einnig fleiri blaðamenn til þess að segja frá því sem allt þetta fólk er að fást við en þeim fjölgaði kannski mest eða úr 154 árið 1980 í 485 árið 2002. listarsýningum fjölgar ekki en gestum sem fara einhvern tíma á sýningar fjölgar mikið eða úr 38% 1988 í 66% tíu árum síðar. Leikhúsgestum fjölgar einnig gríðarlega eða úr 168.101 leikárið ’65/’66 í 337.108 leikárið 2001/’02. Á þessum sama tíma eykst sætaframboð úr 1.025 í 3.454. Einnig er það forvitnilegt að árið 1900 voru þrjú söfn á Íslandi en árið 2001 voru þau 115. III Íslendingar gefa út ógrynni af bókum og allt-af meira og meira ef marka má tölurnar. Árið 1965 voru gefnar út 660 bækur hér á landi en árið 2000 voru þær 1.869 eða 6,6 bindi á hverja 1.000 íbúa. Það hlýtur hins vegar að vekja talsverða at- hygli að útgáfa bókmenntaverka hefur ekki aukist mikið eða úr 364 titlum árið 1980 í 433 árið 2000. Og raunar hefur útgáfa á bókmenntaverk- um minnkað hlutfallslega miðað við útgáfu ann- ars konar bóka eða úr 30,5% í 23,2% á þessum sama tíma. Útgáfa þýðinga hefur hins vegar aukist verulega eða úr 148 titlum árið 1965 í 215 árið 2000. Miðað við alla þessa útgáfu hlýtur það hins vegar að vera nokkurt áfall að lestur hefur minnk- að talsvert á síðustu árum, að minnsta kosti hefur NEÐANMÁLS NÝLEG ævisaga Rosmary Kings- land, Hold Back the Night, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, en í bókinni segir Kings- land frá ást- arævintýri sínu og leikarans Richards Burt- on. Það er ekki síst sú stað- reynd að sam- band Kingsland og leikarans hófst er hún var aðeins 14 ára gömul og hann þrítugur sem vakið hefur úlfaþytinn og valdið því að margir þeir sem vilja halda minningu Burtons á lofti neita að fótur geti verið fyrir sögu Kingsland, sem þagað hefur um samband þeirra þar til nú. Ít- arlegar lýsingar Kingsland, sem m.a. ræðir samband Burtons við föður sinn, Philip Burton, þykja hins vegar benda til annars og sjálf vill höfundurinn ekki meina að sambandið hafi síður verið sér sjálfri að kenna en leikaranum. Í minningu Kate ÆVISAGA leikkonunnar Kath- arine Hepburn er komin í banda- rískar bókabúðir aðeins tæpum hálfum mánuði eftir lát leik- konunnar. Bók- in sem nefnist Kate Rem- embered, eða Minni Kate, hefur lengi beð- ið útgáfu en Hepburn sjálf setti það skil- yrði í samstarfi sínu við ævi- sagnaritarann A. Scott Berg að bókin yrði ekki gefin út fyrr en að henni látinni. Kate Rem- embered var ein tuttugu ár í vinnslu og segir Berg Hepburn hafa haft meiri áhuga á að hafa hlutina á hreinu en að vekja at- hygli að nýju. „Kate benti oft á mikilvægi þess að gefa bókina strax út af því að hún gerði ráð fyrir að fjöldi annarra bóka yrði skrifaður um sig,“ hefur New York Times eftir Berg. „Hún gerði ráð fyrir að þær yrðu fullar af sömu mistúlkununum og birst hafa árum saman.“ Deilt á Potter BOOKER-verðlaunahafinn og rithöfundurinn A. S. Byatt segir bækurnar um Harry Potter skorta alvörugefni og séu skrif- aðar fyrir fólk sem sýni lítinn áhuga á öðru en veruleikasjón- varpsþáttum og slúðri um fræga fólkið. Þessi ummæli lét Byatt fjalla í vangaveltum um þær miklu vinsælda sem bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter njóta meðal fullorðinna ekki síð- ur en barna. Margir fullorðnir Harry Potter aðdáendur leita ör- yggis í bókunum sem gera þeim kleift að heimsækja æsku sína á ný, skrifaði Byatt í leiðara í New York Times sl. mánudag og hefur fyrir vikið verið sökuð um snobb. Vonir og væntingar NÝJASTA skáldsaga Melvyns Braggs Crossing the Lines, eða Farið yfir mörkin, byggist að miklu leyti á ævi höfundarins sjálfs og er að mati gagnrýnanda Guardian mun betri saga fyrir vikið. Segir hann Bragg ná í sögu sinni, sem gerist á háskólaárum sögupersónunnar Joe Rich- ardson í Oxford, að kalla fram vonir, væntingar, ótta og kvíða æskunnar sem veiti sögunni sér- lega raunsæislegt og tilfinn- ingaríkt yfirbragð. ERLENDAR BÆKUR Ástkona Burtons Richard Burton Katharine Hepburn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.