Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 9 áratugarins. Samstarf hans við einn helsta upp- hafsmann popplistarinnar, Richard Hamilton, ber þess ljóst vitni að hugmyndafræðilegt umrót þessa róttæka tímabils lét Dieter ekki ósnort- inn. Hluti sýningarinnar í Schaulager er helgaður röð verka er þeir unnu að í sameiningu og nefndu „Interfaces“ en þar vinna þeir á óvenju- legan máta með andlitsmyndir af sér. Jafnframt er að finna fræga sýningu er þeir settu upp og vakti nokkra hneykslan á sínum tíma meðal þeirra sem töldu virðingarleysi nýrra strauma vega að framgangi listanna. Verkin sem m.a. sýndu ýmis tilbrigði við pylsur (þema sem Diet- er var hugleikið) voru sett upp sem sýning fyrir hunda og menn – eða „tvífætlinga“ eins og þeir Hamilton orðuðu það á sínum tíma. En þó verk- in fyrir hundana hafi verið hengd upp niðri við gólf, þá voru þau að sjálfsögðu ætluð tvífætling- unum. Pylsurnar renna nánast saman við hundana; öðlast tvöfalda merkingu sem „pylsu- hundar“ sem líta má á sem táknmyndir hár- beitts brodds – ádeilu á mötun eða stöðnun í því mikilvæga samspili er á sér stað á milli áhorf- andans og listaverksins, ekki síst þegar lista- verkið umbreytist í það sem áhorfandinn ágirn- ist. Umskipti hefðarinnar í ævistarfi Dieters Roth lýtur þó ekki einvörðungu að uppreisn gegn viðteknum gildum, heldur miklu fremur næmleika fyrir hversdagsleikanum. Honum var einkar lagið að skapa það sem yfirleitt er upp- hafið – þ.e.a.s. framsækna list – úr því sem er al- gjörlega hversdagslegt. Og það var ekki gert af virðingarleysi gagnvart listinni eða listheimin- um sem slíkum, heldur af skilningi á því að ekk- ert sem listinni tilheyrir er eilíft; hvorki efnis- legir þættir né heldur huglægir þættir á borð við gildismat, fagurfræði, vegsemd eða virðingu. Sköpunarferlið, söfnun og flokkun Þessi eiginleiki til að vinna gegn dýrkun hlut- gervingarinnar í listum, virðast hafa búið með Dieter frá upphafi, því sú áhersla er hann leggur alla sína starfsævi á ferlið sjálft – á umbreyti- leika verksins – verður meira áberandi er á líð- ur. Þá nær ferlið, eða „prósessinn“, yfirhöndinni gagnvart verkinu eða „pródúktinu“, í verkum sem byggðust á umsvifamiklu söfnunarferli er hefur svo víða skírskotun út fyrir sín efnislegu mörk að þeim eru nánast engin takmörk sett í afstæðari skilningi. Þar ægir öllu saman á máta sem verður að myndhverfingu fyrir óreiðu hversdagstilvistarinnar, er vissulega einkennir lífið í neyslusamfélagi samtímans. Dieter gerði einnig tilraunir með flokkun efn- is, sem auðvitað er einn angi söfnunaráráttunn- ar, þó einnig megi túlka hana sem andhverfu óreiðunnar. Þau verk er byggðust á flokkun urðu mörg hver að afar athyglisverðum mynd- rænum brotum; einskonar þversummu eða kjarna er bjó yfir óræðri vísun í tímann – og um leið lífshlaupið. Hvorki sýningunni í Schaulager, né ævistarfi Dieters Roth verða gerð viðunandi skil í umfjöll- un sem þessari. Það er þó vert að hafa orð á því hversu sjaldgæft það er að yfirlitssýningar gefi svo greinargóða mynd af listamanni og þá ekki síður þeim ótrúlegu hugmyndafræðilegu hrær- ingum er áttu sér stað í listheiminum þann tíma sem hann starfaði. Áhrif Dieters á íslenskan list- heim leynast engum sem gengur í gegnum sýn- inguna, það er augljóst að tengsl hans hingað heim skiptu sköpum fyrir þá þróun er orðið hef- ur til þess að íslenskir myndlistarmenn standa nú margir hverjir mjög framarlega í hugmynda- fræðilegu tilliti. Það er ef til vill dæmigert fyrir þá hógværð gagnvart umhverfinu og viðfangsefninu sem Dieter innleiddi í listheiminn, hversu viðkvæm verk hans eru fyrir tímans tönn. En um leið eru þau óður til hversdagsleikans og fallvaltleikans. Með raunsæislegri vísun sem er vísindaleg frek- ar en trúarleg, sýnir hann hvernig allt rís af dufti til þess eins að verða aftur að dufti, þar sem sköpunarferlið sjálft, myndbirting þess í listaverkinu og að lokum niðurbrotið birtist áhorfandanum sem ein heild, sem er í senn tákn- mynd mannlegrar tilvistar og hugvitssemi. félaginu mátulega alvarlega. Eina augljósustu myndbirtingu þess eiginleika má finna í brjóst- mynd sem hann gerði af sjálfum sér úr súkku- laði og nefndi: „Portait of the Artist as Vogel- futterbüste“ (eða Portrett af listamanninum sem fuglafóðursbrjóstmynd) frá árinu 1968. Þar vísar hann háðuglega til hinnar frægu bókar James Joyce, „Portrait of the Artist as a Young Man“ (Portrett af listamanninum sem ungum manni) sem hann áleit með ólíkindum væmna. Dieter sagði Joyce hafa notað tilfinningasemi til að koma þjáningum sínum sem nemanda í skóla á framfæri í bókmenntaformi, og fannst bókin á köflum „svo væmin, svo sykursæt, að ég er alveg hlessa á því að enginn hafi fram að þessu bent á að hún er virkilega kits“. Sjálfsmynd Dieters var á allt öðrum nótum en Joyce, því þó hann hafi aðeins verið 38 ára að aldri á þessum tíma, þá steypir hann brjóst- mynd af öldruðum manni, og undirstrikar með dæmigerðum hálfkæringi fallvaltleika lífs- hlaupsins með því að steypa hana úr súkkulaði og fuglafóðri í stað þeirra hefðbundnu efna er tryggja slíkum minnismerkjum eilíft líf – svo þeir fuglar sem svo oft tróna á minnismerkjum á torgum úti gætu bókstaflega gert sér mat úr henni. Hugmyndafræðilegt umrót Þessi umskipti hefðarinnar sem svo snemma einkennir verk Dieters Roth – á tímum þar sem hugtakið var enn mjög framandi – sýnir auðvit- að að hann var barn síns tíma og í takti við hina uppreisnargjörnu kynslóð sjöunda og áttunda um þá stefnu sem listsköpun Dieters tók. Hann undi ekki lengi við það sem í upphafi ferils hans hefði talist hefðbundin leið í listsköpun heldur tók umsvifalaust að gera margvíslegar tilraunir er hann fann farveg með ýmsum og afar ólíkum hætti – ekki síst í hönnun – svo sem í formi bóka, í textum, textílvinnu, skartgripum og húsgögn- um. Þegar á heildina er litið gefa þessi verk skemmtilega vísbendingu um þær óravíddir er hann spannaði sem einn helsti forsprakki nýrra miðla í myndlist síðar á lífleiðinni, þar sem ekk- ert mannlegt var svo hversdagslegt að það væri honum óviðkomandi. Upphafning listanna og listneyslan Mörg verka hans eiga það sameiginlegt að þjóna ekki einungis sem hlutlæg útfærsla á hug- lægri hugmynd, heldur einnig sem ábending um eðli listheimsins, þar sem unnið er gegn upp- hafningu listanna, sjónum beint að listneyslunni og þeirri samsvörun sem þar má finna við lífs- hlaup mannsins í almennari skilningi. Þannig tók hann t.d. upp á því að hakka niður texta og setja þá bókstaflega í „neysluvænar umbúðir“ svo sem í pylsur, en einnig notaði hann venju- lega – og oft á tíðum mjög hverfula – neysluvöru sem efnivið í verk sín; svo sem matvöru af ýmsu tagi, sem og leikföng og annað er fyrir honum varð í hversdagslífinu. Viðhorf hans til sjálfs sín sem (lista)manns og hlutverks hans í samfélaginu eru ekki síður á gagnrýnum nótum, en sem betur fer ávallt bryddað þeirri aðlaðandi kímnigáfu er einkennir þá sem taka sjálfa sig og hlutverk sitt í sam- er ferlinum skipt upp fimm í tímabil; árin 1945– 52 marka „upphafið“, árin 1953–59 tímabil „und- ir merki hins hlutbundna“, tímabilið 1960–70 er nefnt „mörkin“, „á nýjum slóðum“ er yfirskrift áranna 1971–79 og árin 1980–1998 falla undir „síðustu verk“. Þessi skipting í tímabil gefur ágæta hugmynd AMANNINUM SEM SBRJÓSTMYND (Ljósm./Heini Schneebli) Mótorhjólamenn III, frá árinu 1970, endurgert 1994. Leikföng, málara- og eldunaráhöld, ásamt súkkulaði á viðarplötu. Eitt fjölmargra tilbrigða við verk sem unnin voru úr matvöru. (Ljósm./Dominik Labhardt) Garðskúlptúr, 1968–1996. Niðursöguð húsgögn, plöntur, plöntusafi, myndbönd. fbi@mbl.is (Ljósm./Christian Baur) krydd á milli glerja í viðarrömmum. (Ljósm./Adrian Fritschi) & de Meuron, sem einnig hönnuðu breytingarnar á yrir söfnun, varðveislu og miðlun samtímalistar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.