Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 ORÐIÐ „arkítektúr“ er samsett úr grísku orð- unum „arch“ sem þýðir „æðri“ eða „betri“ og „tecrure“ sem þýðir „konstrúktsjón“ eða „bygg- ing“. Orðið túlkast sem „listin að hanna rými“ og er almennt notað yfir hönnun allra bygginga. Samband myndlistar við byggingarlist hefur oft verið náið, sérstaklega í tíð endurreisnar og bar- okks, enda var myndlistin þá ekki þetta sjálf- hverf vísindi og við þekkjum frá tíð módernism- ans á 20. öldinni. Í dag eru myndlist og byggingarlist ekki sérlega samofnar hvor ann- arri en tengslin hafa þó aldrei rofnað enda fást myndlistarmenn mikið til við form og rými, líkt og arkítektar. Undanfarin ár hefur aukning verið á stað- bundnum myndlistarverkum við opinberar byggingar hér á landi sem kallast á við arkítekt- úrinn með einum eða öðrum hætti, en frá árinu 1998 hafa verið í gildi lög sem segja „að verja skuli 1% af heildarkostnaði opinberra bygginga til listskreytingar“. Til að viðhalda fagmennsku er því haldin samkeppni eftir reglum SÍM (Sam- band íslenskra myndlistarmanna) um listskreyt- ingar fyrir slíkar byggingar þar sem myndlist- armenn gera tillögur að staðbundnu listaverki með tilliti til arkítektúrsins. Engar kvaðir um listskreytingar eru á bygg- ingum fyrirtækja eða stofnana sem ekki eru í eigu hins opinbera. Ekki einu sinni kirkjubygg- inga, en safnaðarnefnd hverrar kirkju getur t.d. sett upp listaverk eftir hvern sem er án samráðs við nokkurn fagaðila. Faglegmennska eða fagleg ráðgjöf er einnig fátíð þegar kemur að lista- verkakaupum hjá einkafyrirtækjum hérlendis og leita mörg hver ekki lengra en í listmunamark- aðinn eftir listskreytingum, enda eini þróaði myndlistarmarkaðurinn á Íslandi. Sem betur fer eru fyrirtæki hér á landi þar sem yfirmenn þess hafa kynnt sér samtímalistir, hafa áhuga á þeim, og leggja metnað í listskreytingar. Mýri í mýrinni Bygging Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu er ekki í eigu hins opinbera og sætir því engum reglum um listskreytingar. Engu að síður er þar staðbundið listaverk eftir danska myndlistarmanninn Ólaf Elíasson. Engin sam- keppni fór fram við val á listaverkinu heldur var fyrst og fremst verið að velja listamann sem þeg- ar hefur sannað sig á alþjóðlegum vettvangi og leggur fyrirtækið traust sitt í að hann fram- kvæmi metnaðarfullt verkefni við hæfi. Ekki brást Ólafur því trausti og skapaði hágæða um- hverfislistaverk við bygginguna að framanverðu. Listaverkið nefnist „Mýrargarður“ og var form- lega kynnt almenningi í fyrra. Um er að ræða mýri sem listamaðurinn gerði í samvinnu við landslagsarkítekt og grasafræðing, en ólíkar teg- undir af mýrargrösum vaxa þar á þúfum. Fegurð listaverksins felst í eiginlegri náttúrulegri fegurð en ekki í túlkun á henni. Því er ekki sjálfgefið að vegfarendur átti sig á að þetta sé samtímalista- verk, en vissulega er sérkennilegt að sjá „villta“ náttúru við þetta nýstárlega byggingu og þar af leiðandi snertir verkið mann hvort sem maður skoðar það sem umhverfislistaverk eða ekki. Ólafur sækir áhrif sín í „landlist“ og „hug- myndarlist“ sjötta og sjöunda áratugarins. Hug- myndin að baki verksins hefur með sögu stað- arins að gera, en þarna var áður heilmikil mýri sem á sínum tíma var þurrkuð upp. Má líta svo á að listamaðurinn sé að áminna okkur að fara gætilega með náttúruna því að náttúrufegurð er ekki bara fjöll og firnindi eins og Halldór Kiljan benti á í eina tíð hér á síðum blaðsins, þegar hann lagði til að menn sem grófu skurði til að ræsa fram mýri og fengju greitt fyrir að fylla í þá aft- ur. Óáþreifanlegt rýmið Að færa náttúruna aftur inn fyrir borgarmörk- in er auðvitað ekkert nýtt af nálinni, en út frá hefðbundnum hugmyndum um þrívíða list þá mun „Mýrargarður“ teljast nokkuð sérstakur skúlptúr. Flestir þekkja eða hugsa þrívíða list sem hlut sem hægt er að ganga í kringum og skoða eða handfjatla sem „objekt“. Viðtekin leið til að aðgreina tvívídd og þrívídd, utan þess að skýra eitt „mynd“ og annað „hlut“, er út frá punkti. Punktur er án víddar, tveir punktar gera línu sem er þá tvívídd og tvær línur mynda rými sem er þrívídd. Það er því rýmið sem segir okkur til um þrívíddina en ekki hluturinn. Allmargir myndlistarmenn á 20. öldinni einblíndu á rýmið frekar en sjálfan hlutinn. Hámarkinu var þó náð í mínimalisma sjötta og sjöunda áratugarins hjá listamönnum á borð við Carl Andre John McCracken, Dan Graham, Yves Klein o.fl. Þór Vigfússon er íslenskur skúlptúristi sem um skeið hefur gengið í mínimalískt myndmál og unnið með rýmið á nokkuð áhrifaríkan hátt. Í glæsilegum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavík- ur á Bæjarhálsi 1 hefur verið sett upp staðbundið listaverk eftir Þór. Það er innanhúss og sam- anstendur af fimm emaleruðum glerplötum sem teygja sig upp fjórar hæðir eftir einum vegg hússins við hlið göngubrúa sem tengja saman tvær álmur. Listaverkið hefur ekki verið form- lega vígt ennþá en þetta er fyrsta verkið sem rís af fjórum sem sigruðu í lokaðri samkeppni fyrir Orkuveituna. Lokuð samkeppni felst í því að hóp- ur listamanna er valinn til að gera tillögur að listaverki og svo er ein tillaga eða fleiri valdar til útfærslu. Fyrir höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru, auk tillögu Þórs, valdar tillögur Hreins Friðfinnssonar, Svövu Björnsdóttur og Finn- boga Péturssonar. Það eru eflaust ekki allir á eitt sáttir við að ég kalli listaverk Þórs, „skúlptúr“, þar sem það er algerlega flatt upp við vegg. Reyndar má hand- fjatla sjálfar glerplöturnar og segja þær vera hlut eða „objekt“, en glerið sjálft er alls ekki skúlptúrinn. Þór er í raun að sýna tómt og óáþreifanlegt rými sem við sjáum þegar arkí- tektúrinn speglast í glerinu og upplifum jafn- framt í sömu þrívídd og áþreifanlegan hlut. Reyndar sveipar listamaðurinn rýmið vissri dul- úð með því að nota lituð gler og gerir það verkið enn áhrifaríkara og fallegra en ef um hreina speglun væri að ræða. Fallið dýrmæti Tengsl listaverks Þórs Vigfússonar við arkí- tektúrinn eru augljós enda skapar sambandið þar á milli sjálfan skúlptúrinn. Í öðrum tilfellum kann sambandið að vera túlkunaratriði eins og raunin er með listaverk sem var vígt nú í sumar við Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Höfundar verksins eru þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir, sem saman mynda Gjörningaklúbbinn. Var tillaga þeirra valin til útfærslu af um 30 tillögum í almennri samkeppni sem haldin var um listskreytingu við skólann í fyrravetur. Almenn samkeppni fer fram þannig að samkeppnin er auglýst og öllum sem vilja er boðið að senda tillögur undir dul- nefni. Sigurverk er svo valið án þess að dóm- nefndin viti nokkur deili á listamanninum. Hér er því þveröfugt farið miðað við hjá Íslenskri erfða- greiningu. Verk Gjörningaklúbbsins nefnist „Dýrmæti“ og er opinn stálskúlptúr sem stendur á bílastæði skólans og formast líkt og gimsteinn. Undirrit- aður sá á sínum tíma sýningu á öllum innsendum tillögum, nema fjórum sem höfundar vildu ekki sýna á opinberum vettvangi. Af þeim sem sýndar voru þótti mér tillaga Gjörningaklúbbsins eiga sigurinn skilið. Að sjá skúlptúrinn svo á skólalóð- inni finnst mér eins og að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í útfærslunni. Birtist hann mér sem ódýr staðgengill einhvers sem átti að vera glitrandi gimsteinninn og varð þess í stað dæmi- gerður formalískur stálskúlptúr. Það sem lífgar skúlptúrinn þó eilítið við er brotið malbikið í kringum hann sem gefur til kynna að „dýrmæt- ið“ hafi dottið af himnum ofan, lent á skólalóðinni og stungist þar í jörðina. Setningin „Ómetanlegt dýrmæti“ sem listakonurnar hafa svo látið rita á glugga skólans er annar hluti af listaverkinu og má túlka sem ómetanlegt dýrmæti menntunar og/eða í hinu unga fólki er nemur innan veggja hússins og býr sig undir að erfa landið. Þannig má tengja verkið við bygginguna eða starfsem- ina sem þar fer fram og jafnframt sjá „gimstein- inn“ sem táknmynd þessa dýrmætis. Jón B.K. Ransu INNI OG ÚTI MYNDLIST Íslensk erfðagreining SKÚLPTÚR ÓLAFUR ELÍASSON Orkuveita Reykjavíkur SKÚLPTÚR ÞÓR VIGFÚSSON Borgarholtsskóli SKÚLPTÚR GJÖRNINGAKLÚBBURINN Óáþreifanlegur skúlptúr Þórs Vigfússonar í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Torfason „Dýrmæti“ Gjörningaklúbbsins við Borgarholtsskóla. Morgunblaðið/Ásdís „Mýrargarður“ Ólafs Elíassonar við byggingu Íslenskrar erfðagreiningar. BRESKA stríðssafnið Imperial War Museum hafnar því alfarið að bræðurnir og listamennirnir umdeildu Jake og Dinos Chap- man séu sendir til Íraks til að túlka eftirleik stríðsins sem fulltrúar breskra listamanna. Að mati safnsins væri það hel- ber smekkleysa að senda lista- mennina, en verk þeirra byggj- ast gjarnan á dauða og eyði- leggingu. Ákvörðun safnayfir- valda hefur vakið mikla reiði hjá bræðrunum sem höfðu ætl- að sér að nota ferðina til að mótmæla Íraksstríðinu. Miklar deilur risu upp í kjöl- far ákvörðunarinnar á milli dómnefndar og safnsins og eft- ir margra vikna deilur féllust dómarar á að vídeólistamaður- inn Steve McQueen yrði sendur í stað Chapman-bræðra. Bræðurnir hafa hins vegar lýst yfir „fatwa“, sem er eins konar dauðadómur, gegn safnayfirvöldum og sagt McQueen „ofureinlægan“ síðari tíma vatnslitalistamann sem skapi verk sem séu „full af engu.“ „Þeir eru að senda mann sem vinnur svo óljós og tvíræð ljóð- ræn verk að senur sem eru fullar af skít, hryllingi og ógeði verða gerðar að þokukenndum vatnslitamyndum,“ sagði Jake, sem hins vegar er ekki hissa á andstöðunni við að senda þá bræður. En tillagan sem hann lagði fyrir dómnefndina byggð- ist ekki aðeins á mótmælum gegn stríðinu sjálfu heldur einnig hugmyndinni að senda listamenn til landa sem hafa verið hertekin af „heimsveldis- öflum“. „Ég kom því skýrt til skila að þetta væri ósmekklegt. Fyrst varpar maður sprengjum á fólk og svo notar maður stríðið í fagurfræðilegum tilgangi. Ég sagði af ef ég yrði sendur til Íraks þá yrði verk mitt eitt- hvað sem myndi benda á þetta – hvernig er eiginlega hægt að ýja að fagurfræði í smekkleys- unni? “ Minnkandi skúlptúr Koons TILLAGA Jeff Koons að skúlptúr í rauða hverfinu í Hamborg hefur verið lækkuð um eina 25 metra að því er greint var frá í þýska dag- blaðinu Süddeutsche Zeitung. Upphaflega ætlaði Koons að láta reisa tvo 110 metra háa krana sem bæru uppi risavaxið yfirvaraskegg og fjölda upp- blásinna dýra, en kranarnir hafa nú verið lækkaðir niður í 85 metra hæð. Skúlptúr Koons nýtur nú aukins velvilja meðal borgarbúa en ekki er þó enn víst að hann líti dagsins ljós og kunna breytingarnar að reyn- ast of litlar. Enn á nefnilega eftir að safna um 230 milljón- um króna fyrir byggingar- kostnaðinum svo skúlptúrinn geti orðið að veruleika. ERLENT Ekki „hæfir“ stríðslistamenn Reuters „Great Deeds Against the Dead,“ eftir Jake og Dinos Chapman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.