Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 S AMBÚÐ stórra og lítilla tungu- mála var í brennidepli á öðrum degi málþingsins Fjölmenning- arleg Evrópa: Þjóðarbók- menntir endurskoðaðar, sem haldið var í Helsinki fyrir skömmu. Höfundar og aðrir fulltrúar fámennra málsvæða lýstu reynslu sinni en ekki var síður athygl- isvert að heyra sjónarmið hinna stærri bræðra, þar sem misvel gengur að boða „fagn- aðarerindi fjölbreytninnar“. Í umræðum um menningarleg samskipti er hinum engilsaxneska málheimi gjarnan legið á hálsi fyrir að þýða of lítið af bókmenntum ann- ara tungumála. Á meðan 40% útgefinna bóka á Spáni og í Hollandi eru þýðingar úr öðrum málum, er hlutfall þýddra bóka á breskum markaði einungis innan við 5%. Amanda Hopk- inson, kennari við Cardiff-háskóla og erindreki alþjóðabókmennta hjá Arts Council England, sagði ýmsar skýringar á þessum dapurlegu tölum. „Hinum enskumælandi finnst þeir hafa alveg næga innsýn í bókmenntir heimsins, enda eru bækur skrifaðar á ensku í öllum heimsálfum, s.s. í Kanada, Ástralíu, S-Afríku, Indlandi, Bretlandi, Nígeríu, Bandaríkjunum og víðar. Þeir sjá ekki endilega þörf á því að bæta við þetta, með tilheyrandi þýðingakostn- aði. Og sumir útgefendur gefa fáránlegustu skýringar, eins og: Hvers vegna ætti ég að gefa út höfund með skrýtnu nafni? – og gleyma því að Hanif Kureishi er til dæmis alls ekkert venjulegt nafn.“ Hopkinson bætti við að tungumálakennslu í Bretlandi væri sárlega ábótavant, til dæmis væri börnum ekki lengur skylt að læra erlent mál fyrr en eftir 14 ára aldur. Hins vegar ættu nemendur í skólum Lundúna samanlagt 300 móðurmál. „Það skapar ákveðna gjá, þar sem kennslan fer nær alfarið fram á evrópskum málum og bókmenntakennslan miðast við það. Á hinn bóginn alast mörg borgarbörn upp í fjöltyngdu samfélagi asískra, austurlenskra og nú síðast mið-evrópskra mála, án þess að fá akademíska fræðslu um viðeigandi menning- arsögu eða bókmenntirnar að baki.“ Breska listráðið hefur að markmiði að styrkja báða heima og byggja brýr þeirra á milli, að sögn Hopkinson, enda græði allir á því. „Tökum einfalt dæmi, Biblíuna. Hún er einn af máttarstólpum engilsaxneskrar menn- ingar og enginn man að hún var upphaflega þýdd.“ Allt í einu innflytjendaland Wolfgang Kort, bókmenntafulltrúi Goethe Institute, greindi frá þróun innflytjendamenn- ingar í Þýskalandi í kjöfar seinna stríðs, en þá kom fjöldi útlendinga til landsins, svonefndir gästarbeiter eða gestaverkamenn. „Þeir áttu bara að vinna og fara svo aftur heim. En marg- ir þeirra settust auðvitað að. Eða eins og gár- ungarnir orðuðu það: Við pöntuðum vinnuafl en fengum manneskjur með öll sín vandamál.“ Nú eru, að sögn Kort, um 9% þýsku þjóð- arinnar innflytjendur, eða 7,5 milljónir manna. Hæst er hlutfallið í stóru borgunum, eins og Frankfurt og Berlín, og í München er nú fjórð- ungur íbúanna útlendingar. „Þetta hefur gerst smám saman og lengi vel áttaði Þýskaland sig ekki á því að það væri innflytjendaland. En nú er svo komið að án útlendinganna myndi sam- félagið ekki virka og mannfjöldi myndi snar- falla ef þeir færu í einni svipan.“ Kort sagði margt gert til þess að auðvelda samlögun hinna innfæddu og aðfluttu, í München væri til dæmis sérstök innflytjenda- deild í menningarráði borgarinnar, sem ræki m.a. þverþjóðlegt myndlistargallerí. Efna- hagsuppsveifla síðustu ára hefði einnig orðið til þess að útgefendur opnuðu ungum höfund- um fleiri dyr, og innflytjendur hefðu notið góðs af því (en efnahagssamdráttur gæti þó hæg- lega skellt þeim sömu hurðum aftur). Hið breytta landslag hefði og getið af sér stjörnur eins og tyrknesku poppstjörnuna Sabrinu Setlur og kvikmyndaleikstjórana Erdal Yildiz Ataman og Fatih Akin. „En hugtök eins og þjóð, þjóðerni og þjóð- arbókmenntir eru verulega vandmeðfarin í Þýskalandi samtímans. Þessi hugök voru not- uð á 18. og 19. öld í baráttunni fyrir sjálfstæði. Svo þekkjum við sögu 20. aldarinnar og hug- myndafræðina sem þá var uppi. Í dag eru Austurríki, Lúxemborg og svæði í Sviss hluti af hinum þýskumælandi heimi, og þess vegna finnst okkur betra að tala um bókmenntir „hinna þýskumælandi“, fremur en bókmenntir „Þýskalands“,“ útskýrði Kort. Þá barst talið að sérstökum bókmenntaverð- launum fyrir útlenska höfunda, sem Kort kvað orka tvímælis, enda væri þá verið að setja hina aðfluttu á sérstakan bás. Á móti kæmi að slík verðlaun gætu vakið verðskuldaða athygli á höfundum, sem aðrar dómnefndir litu fram hjá. „En það er almenn staðreynd að innflytj- endur samsama sig ekki menningu í nýja land- inu, jafnvel ekki í tvær, þrjár kynslóðir. Þeir tilheyra heldur ekki gamla menningarheimin- um sem þeir yfirgáfu. Úr því kemur eins konar samklippt heimsmynd, svo notað sé hugtak Levi-Strauss (e. recollage), sem er veruleiki í sjálfri sér. Og framlag listamanna með slíkan bakgrunn er vissulega auðgandi fyrir okkar menningu og í sumum tilfellum eru verk þeirra þegar komin inn í námsskrá skólanna.“ Belgía er sögulegt slys – en Evrópa býr í listinni Belginn Dorian Van der Brempt, frá flæmska menningarmálaráðuneytinu, skaut því inn í að „gestalistamenn“ væru velkomnir til Belgíu eins og gestaverkamennirnir til Þýskalands um árið. „Kannski sökum þess að belgísk list er ekki lengur til – eða vegna þess að landið Belgía er sögulegt slys – þá er það þannig að sá sem starfar að list í Belgíu fær styrki, óháð því hvaðan hann kemur eða hvern- ig hann lítur út. Og ég held að listin sé einmitt sá vettvangur þar sem við getum í raun byrjað að skapa vitund sem hægt er að kalla evr- ópska.“ Ned Thomas, stjórnandi Mercator Centre við Wales-háskóla, og óbilandi baráttumaður fyrir tilverurétti og útbreiðslu smærri tungu- mála, leiddi athyglina aftur að tungumálinu, sem hann kvað skipta sköpum þegar að því kæmi að skilgreina sjálfsmyndir. „Fólk getur flutt á milli landa, gengið inn í hvers konar hópa eða menningarkima, en það tilheyrir samt alltaf tungumálinu sem það talar eða skrifar á,“ sagði hann og tók undir orð sam- ískrar starfssystur í salnum um að hvert ein- asta tungumál geymdi sinn sérstaka skilning á heiminum. „Minnihlutahópar eru annars skilgreindir á ýmsa vegu, og yfirleitt í ljósi valds fremur en fjölda. Konur eru til dæmis víða minnihluti, þótt þær séu ekki endilega færri. Innflytjend- ur eru minnihlutahópur, kynhneigð getur skip- að fólki í valdaminni hóp, og svo framvegis,“ sagði Thomas. En hann áréttaði að meðlimir í minnihlutahópi væru ekki allir eins, líkt og margir hneigðust til að halda. „Samsetningin í minnihlutahóp er jafnflókin og í meirihlutahóp. Wales-búar eru til dæmis 3 milljónir, en fjórð- ungur þeirra er fæddur annars staðar. Flestir íbúar landsins eru tvítyngdir, hálf milljón talar velsku að móðurmáli, en við höfum líka marga enska innflytjendur og sumir þeirra skrifa á velsku. Bókmenntir eiga að mínu viti að end- urspegla alla þessa fjölbreytni, þvert á land- fræðileg mæri. Við höfum kvennabókmenntir, ferðasögur, spennubókmenntir, það er pláss fyrir allar greinar, a.m.k. fræðilega. En það gerist ekki í verki, nema tilheyrandi valdhafar tileinki sér þessa hugsun við mótun menning- arstefnu, styrkjakerfis, sjóða og námsskráa,“ sagði Thomas og lá ekki á þeirri skoðun sinni að Evrópusambandið eigi að halda úti eins konar verndarstefnu, þegar kemur að hinum minni málsvæðum. Það skuli m.a. gert með því að styrkja þýðingar yfir á og úr viðkomandi málum, svo þau megi þróast og dafna til jafns við önnur mál. Lausnarorð dagsins: mósaík Á pallborðinu var einnig Francesc Parcer- isas frá Katalóníu, sem einmitt vinnur hjá stofnun sem styrkir þýðingar og skrif á kata- lónsku með fjárveitingu katalónska menning- armálaráðuneytisins. „Við styrkjum bækur sem skrifaðar eru á katalónsku, án tillits til landsvæðis. Höfundurinn getur verið búsettur í Kanada eða S-Frakklandi, eina skilyrðið er að hann skrifi á katalónsku,“ útskýrði Parcerisas, en katalónskur bókmenntaarfur er einmitt skólabókardæmi um „þjóðarbókmenntir án þjóðríkis“. Á katalónska málsvæðinu búa 11 ER FJÖLMENNING ÓNÝTT HUGTAK? – SÍÐARI HLUTI – Ljósmynd/Böðvar Gunnarsson Mósaíkveggur í Frakklandi. Að áliti Ned Thomas á fjölmenningin að vera eins konar mósaík þar sem ólíkar einingar bera uppi heildarmyndina. Sumir eru með svo opinn huga að hætta er á því að heilinn velti út, sagði slóvenskur menningar- fræðingur á málþingi um fjölmenningarlega Evrópu í Helsinki. SIGURBJÖRG ÞRASTAR- DÓTTIR skráði umræður um fjölþjóðlega sambúð og mikilvægi þess að setja sig í annarra spor.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.