Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 11 Hvers vegna dóu svona margir indíánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku? SVAR: Með auknum samgöngum og svo- nefndri alþjóðavæðingu má segja að heimur- inn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senni- lega aðeins smitað íbúa í örlitlum hluta Afríku en dreifðist seinna um heim allan. Rétt er að greina milli tvenns konar sjúk- dómsfaraldra. Annars vegar eru landlægir (e. endemic) sjúkdómar. Þeir eru að staðaldri til í viðkomandi landi, flestir smitast af þeim á unga aldri og ósjaldan hafa íbúarnir í rás kynslóðanna myndað ákveðið ónæmi fyrir slíkum sjúkdómum. Hins vegar eru farsóttir (e. epidem- ics). Sýklar eru þá upphaflega óþekktir í tilteknu landi en berast þangað skyndilega og úr verður far- sótt sem drepur fjölda manns. Á öldum áður voru íbúar mis- munandi heimshluta tiltölulega ein- angraðir hverjir frá öðrum og hver heimshluti hafði sitt sérstaka „sótt- kveikjusamfélag“. Mestu pestar- bæli mannkynsins voru þá í tiltölu- lega hlýjum löndum, stundum þéttbýlum, einkum í Afríku sunnan Sahara en þó mest í Kína og á Ind- landi. Samskipti manna í ýmsum hlut- um hinnar víðlendu Evrasíu (Evr- ópu og Asíu) voru löngum lítil og urðu fyrst veruleg eftir 200–400 f. Kr. Í kjölfarið fóru að berast ýmsir sjúkdómar frá suður- og austur- hlutum Evrasíu til vesturkjálkans í Evrópu. Þar fóru farsóttir af aust- rænum uppruna að hrjá íbúana, einkum eftir 200 e. Kr. Fólk hrundi niður í mislingafaröldrum og fleiri sóttum. En smám saman urðu þess- ir sjúkdómar landlægir þar, einkum eftir að Evrópa varð þéttbýlli og auðveldara varð fyrir sýkla að ná í hýsla sína meðal manna. Segja má að mestöll Evrasía hafi verið orðin samfellt sóttkveikjusamfélag við lok miðalda (um 1500); þó voru Vestur-Evrópubúar áfram veikari fyrir sjúkdómum frá suður- og austur- hlutum álfunnar en íbúarnir þar. Afríka sunn- an Sahara hélt hins vegar áfram að vera hálf- gerð drápsgildra fyrir Evrópumenn lengi vel og er það að vissu leyti enn þá. Hlutar Evrasíu urðu seint eða aldrei partar af þessu sóttkveikjusamfélagi og ber þar fyrst að nefna íbúa Austur-Síberíu. Að nokkru leyti átti þetta við Íslendinga einnig eins og vikið verður að síðar. Ameríka var byggð í nokkrum fólksfjölda- bylgjum að því er best er vitað, mest fyrir 10.000–20.000 árum. Sumir komu þó síðar eins Na-dene-indíánar í norðvestanverðri Norður- Ameríku og ínúítar nyrst í álfunni, fyrir um 4.000–8.000 árum. Frumbyggjar Ameríku komu að því er best er vitað nær eingöngu frá Austur-Asíu og auk þess áður en íbúar Evr- asíu höfðu skapað sér eitthvert sameiginlegt sóttkveikjusamfélag. Auk þess voru einmitt íbúar Austur-Asíu aldrei hluti þess eins og fyrr var nefnt. Því var það að með komu Evrópumanna til Ameríku 1500–1850 (Ameríka var lengi að byggjast), komu ekki til álfunnar aðeins stríðs- glaðir menn heldur einnig alls kyns sýklar sem gerðu Evrópumönnum tiltölulega lítinn skaða en strádrápu frumbyggja álfunnar. Meira að segja kvefpestin varð drepsótt meðal indíána. Þessi skyndilega árás hins evrasíska sótt- kveikjusamfélags á Ameríku var meginorsök- in fyrir miklu mannfalli indíána, einkum þar sem byggð var þéttbýl fyrir eins í Mexíkó. Heimildum ber illa saman um það hve margir íbúar Mexíkó hafi verið um árið 1500; lægsta talan sem nefnd hefur verið er 5 millj- ónir, sú hæsta um 50 milljónir. Hitt er hins vegar vitað með vissu að fjöldinn var um 3 milljónir einni öld síðar. Indíánar Karíbahafs- eyja voru að mestu leyti horfnir þaðan á 17. öld, mest vegna sjúkdóma. Skást sluppu þeir indíánar sem bjuggu strjált og kynntust „dá- semdum“ Evrópubúa seint. Í heild má telja að indíánum hafi fækkað um rúman helming hið minnsta eftir kynnin við Evrópubúa. Þessi fækkun var að vísu ekki eingöngu af völdum sýkla heldur einnig vegna fjöldamorða, hung- urs þar sem frumbyggjar voru sviptir landi sínu, og þrælkunar. Innrás evópskra sýkla hafði víðar áhrif en í Ameríku. Evrópskir sjúkdómar fækkuðu þannig frumbyggjum Austur-Síberíu, Ástralíu og Kyrrahafseyja. Íslendingar stóðu að sumu leyti mitt á milli almennra Evrópubúa og frumbyggja Ameríku í sýklamálum þessum. Þegar landið byggðist frá útjöðrum Evrópu á tímabilinu 800–900, hefur hið evrasíska sóttkveikjusamfélag vafa- laust verið farið að móta eitthvað landnemana, að minnsta kosti hafa þeir þolað kvefpest að vissu marki! En frá 11. öld til þeirrar 15. var Ísland mjög einangrað frá Evrópu og nýir sjúkdómar sem þá urðu landlægir víða í álf- unni, hafa sennilega verið óþekktir hér á landi. Eftir árið 1400 opnaðist Ísland fyrir erlendu fólki og erlendum sýklum. Margar farsóttir gengu yfir landið á 15. öld. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér virðist mannfjöldinn þó alltaf hafa jafnað sig tiltölulega skjótt eftir áföllin. Sumir íslenskir sagnfræðingar telja raunar að það hafi tekið þjóðina um 500 ár að innleiða evrópska sóttkveikjusamfélagið, það er að breyta farsóttum í landlæga sjúkdóma á sama hátt og tíðkaðist almennt í Evrópu. Þessari að- lögun hafi fyrst lokið við upphaf 20. aldar. Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við HÍ. Voru indíánar kvefsæknir? MEÐAL spurninga sem svarað hefur verið á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna þessar: Hvaða tungumál eru töluð í Kanada? Til hvers nota fílar ranann? Hvern- ig getur maður ákvarðað hvort ljós frá einhverjum hlut sé skautað? Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni? VÍSINDI Reuters Mau Mau-indíáni í Panama. Lesbókarinnar fram á ruglið í undirrituðum með því að vitna í útleggingu þeirra á Nietzsche-túlkunum Deleuze sem beitir heim- spekihugtökum á borð við „mismunur“, „sam- semd“, „endurkoma“, „andvirkir kraftar“ og „neitandi vilji“. Róbert virðist treysta því að lesendur hafi litla ánægju af slíkri heimspeki og telji að hún sé skrípaleikur. Sökum skakkr- ar hugsunar eða kunnáttuleysis sé hrúgað sam- an óskiljanlegum hugtökum, orðalopa af vit- leysu. Hafi Lesbókar-lesendur velt því fyrir sér hvort Nietzsche-fræðingurinn Róbert styðjist sjálfur í rannsóknum sínum við jafn vafasama pappíra og Nietzsche-fræðinginn Deleuze full- vissar Róbert þá um hið gagnstæða: „Í ritum mínum er hvergi stafkrókur um Foucault og Derrida eða Deleuze“ (L). Nú hafa eflaust fæstir lesendur haft tækifæri til að öðlast nógu góða yfirsýn yfir Nietzsche-rannsóknir Ró- berts til að sjá að hann leikur hér tveimur skjöldum. Á heimildaskrá prýðilegrar doktors- ritgerðar Róberts er nefnilega tímamótarit í frönskum Nietzsche-fræðum, Nietzsche og heimspekin (1962), eftir engan annan en De- leuze. Nú gætu blaðalesendur haldið að Róbert væri að reyna að kitla hláturtaugar annarra Nietzsche-fræðinga með því að vekja athygli á því að hann hafi rýnt í óskiljanlegt verk. Raun- in er hins vegar sú að Róbert sýnir hér að hætti þeirra sem skrifa doktorsritgerðir læriföður sínum og öðrum fræðimönnum að hann hafi ráðist til atlögu við verk sem borin er virðing fyrir innan Nietzsche-fræða, jafnvel af heim- spekingum sem aðhyllast aðra túlkun en De- leuze. Lesbókar-skrif hans einkennast því í raun af sama „popúlisma“ og skrif Times-bréf- ritaranna. Eftir áratuga iðkun heimspeki skilja bréfritarar og Róbert mun meira í Derrida og Deleuze en þeir láta í ljós er þeir hæðast í dag- blöðum að meintum óskiljanlegum rugludöll- um. Þótt Róbert sé ef til vill ekki jafnsjóaður í heimspeki Deleuze og þeirra sem hann sérhæf- ir sig í skilur hann án efa meira í Deleuze- tilvitnunum sem ætlað er að skemmta leik- mönnum en hann vill vera láta. Hlátrasköll ógæfumanna „Popúlismi“ af ofangreindu tagi er tilraun til að snúa almenningsálitinu gegn mótherjum. Þannig væri til dæmis hægðarleikur fyrir Ró- bert að halda „sýningu“ á meintu óskiljanlegu rugli þýska heimspekingsins Martins Heidegg- ers á síðum Lesbókarinnar. Róbert myndi þó seint sýna Heidegger með þeim hætti sem hann sýnir Deleuze þar sem hann ber sýnilega nokkra virðingu fyrir Heidegger (sjá Nietzsche-greinina „Hlæjandi guðir og helgir menn“ í greinasafni Róberts Tveggja manna tal) en ekki Deleuze sem undirritaðir tefldu gegn íslenskum Nietzsche-túlkunum. Nú væri auðvelt að vitna í spurningu sem Heidegger varpar fram í greininni „Hvað er það, heim- spekin?“ (1956) og hljómar svo í prýðilegri þýð- ingu heimspekingsins Róberts Jacks: „Á hvaða hátt er veran hugsuð þannig að nokkuð á borð við ,ástæða’ og ,orsök’ sé til þess fallið að hafa mótandi áhrif á og yfirtaka verandveru hins verandi?“ Þeir sem hafa glímt við verk Heideggers vita að þetta er langt frá því að vera flóknasta setningin í skrifum hugsuðarins. Samt sem áður mætti eflaust reyna að telja leikmanni trú um að ástæða þess að hann eigi í erfiðleikum með að ráða fram úr spurningunni sé einfaldlega sú að hún sé í raun óskiljanlegt rugl. Í augum þess sem hlotið hefur heimspeki- lega þjálfun er textinn hins vegar skiljanlegur sé hann lesinn af þolinmæði og settur í sam- hengi. Sama á við um fagmál til dæmis í læknis- og lögfræði en einnig alþýðlegri „leiki“ á borð við knattspyrnu. Sá sem er lítt sjóaður í að „lesa“ leikinn sér lítið annað á vellinum en tutt- ugu og tvær konur elta leðurtuðru á meðan aðrir vita að leikurinn er annað og meira. Fremur en að bíða hláturs upplýstra lesenda Lesbókarinnar virðist Róbert þegar gera sér í hugarlund hvernig franskir fangar myndu bregðast við túlkun Deleuze á krafta- og end- urkomukenningu Nietzsches og framúrstefnu- lega fræðitextanum Rísóm eftir Deleuze og Guattari. Hann skrifar: „Sjálfur gæfi ég fús- lega góðan skilding fyrir að sjá framan í frönsku tugthúslimina undir messum Deleuze og félaga um eilífa endurkomu fyrsta stigs sams konar mismunar og annars stigs mismun- andi mismunar. Ég ímynda mér einhvern veg- inn að tugthúslimirnir sætu óttalausir undir orðaflaumnum þótt leiðindin væru sennilega að drepa þá. Af og til myndu hinir frönsku ógæfu- menn sennilega skella upp úr, t.d. þegar De- leuze og Guattari brýna þá með eftirfarandi orðum: ,Verðið Bleiki pardusinn og þið munið elska hvort annað eins og vespa og brönugras, köttur og bavíani.’“ (L) Í grein sinni „Það er allt á floti allsstaðar“ sem birtist á Heimspekivefn- um 25. maí sl. veitti Skúli Sigurðsson vísinda- sagnfræðingur lesendum innsýn í samhengi setningarinnar úr Rísóm-textanum sem Ró- bert hæðir: „Það er eftirtektarvert að ritgerðin kom út árið 1976 í árdaga erfðaverkfræði og líf- tækni. Þá höfðu vísindamenn miklar áhyggjur af því hvort rannsóknir á erfðaefni, litningum sem nú mátti klippa í sundur og skeyta saman að vild, gæti valdið erfðamengun. Var loku fyr- ir það skotið að erfðaefni gæti borist á milli líf- vera, segjum með vírusum? Þá var þekkt að vírus af gerð C var tengdur bæði erfðaefni bav- íana og vissra tegunda heimiliskatta. [...] Þótt ástir katta og bavíana virðist í fyrstu vera fá- ránlegar felst í hugmyndinni tilvísun í ítarlegri umræðu í rísóm-textanum og þaðan í ,avant- garde’ sameindalíffræði og náttúruvísindi í París á árunum upp úr 1970. Við lestur seinni greinar Róberts í Lesbókinni fær maður það á tilfinninguna að hann hafi ekki skilið hvað hér er á ferð, né hafi hann fyllilega skilið að hann skildi það ekki.“ Við gráar gluggarúður Róbert lýkur Lesbókar-greinum sínum á því að reyna að hrekja þá meinleysislegu fullyrð- ingu Geirs Svanssonar bókmenntafræðings og ritstjóra Heimspeki verðandinnar að grein undirritaðra, sem er gagnrýni á Nietzsche- túlkanir íslenskra heimspekinga og á íslenska siðfræði, sé „innlegg í umræðu um heimspeki eins og hún er stunduð á Íslandi.“ Róbert reyn- ir að úthýsa skrifum undirritaðra á þeirri for- sendu að þau séu ekki hefðbundin íslensk heim- speki og höfundar greinarinnar því ekki réttnefndir heimspekingar. Útfærslu undirrit- aðara á sifjafræði Nietzsches, sem teflt er gegn þeirri siðfræði sem íslenskir heimspekingar hafa lagt áherslu á í ritum hugsuðarins, dæmir Róbert ómerka. Honum virðist sifjafræðin, sem undirritaðir nota til að draga ýmsar ráð- andi markalínur í efa, komin langt út fyrir landamæri íslenskrar heimspeki. Hún sé ein- hvers konar félagsfræði og þannig fjarri því viðmiði sem Kristján Kristjánsson sagði í árs- byrjun 1998, í glímu sinni við óhefðbundna heimspeki og óhefðbundin fræði, ráðandi „á Ís- landi þar sem hefðbundin heimspeki hefur aldrei átt sjö dagana sælli en einmitt nú.“ (M 233) Kristján Árnason bókmenntafræðingur minnir okkur á að „Nietzsche nam og kenndi allt önnur fræði en heimspeki á sínum akadem- íska ferli, [...] klassíska fornfærði eða texta- fræði [...]. Tengsl Nietzsches við heimspekina sem sérstaka fræðigrein eru því frá upphafi nokkuð losaraleg, en það getur ekki síður talist styrkur hans en veikleiki“ (TMM 1997:3). Í samræmi við þá sannfæringu að skortur á söguvitund sé erfðagalli allra heimspekinga þróaði Nietzsche sögulega heimspeki sem hann nefnir „sifjafræði“ og hefur aldrei náð hylli hefðbundinna heimspekinga. Líkt og aðrir póststrúktúralistar brá Foucault út af heim- spekilegum vana. Hann áleit að heimspeking- um væri sýnd mest virðing með því að láta sér ekki nægja að fjalla um heimspeki þeirra held- ur að beita henni. Því tók hann sögulega sifja- fræði Nietzsches upp á arma sína. Í kjölfarið vildu hefðbundnari heimspekingar úthýsa hon- um úr híbýlum heimspekinnar á þeirri for- sendu að hann væri sagnfræðingur frekar en heimspekingur. Gagnrýnendurnir virðast þó ekki hafa áttað sig á því að Foucault hefur ekki villst af braut hefðbundinnar heimspeki frekar en Derrida heldur lýsir hann í „Hvað er upplýs- ing?“ (1984) heimspeki sinni sem afstöðu á mörkunum: „Það á að forðast að þurfa að velja á milli þess að vera fyrir innan eða utan; það á halda sér á mörkunum. Gagnrýni er einmitt að greina mörkin og hugleiða þau.“ Nú vill svo til að þau fræðasvið sem Times- bréfritararnir bentu á að hefðu einna helst hýst þá „heimspeki“ Derridas sem þeir vildu úthýsa eru einmitt þau sömu og Róbert Haraldsson hefur opnað heimspekinni á Íslandi: heimspeki bókmennta og kvikmynda. Heimspekin hefur aldrei látið afmarka sig að hætti sérhæfðrar fræðigreinar. Heimspekingar sprengja gjarn- an þau mörk sem forverar þeirra hafa sett í leit að nýjum aðferðum og viðfangsefnum. Líkt og Foucault benti á fólst heimspeki Nietzsches í heimspekilegum aðgerðum á ólíkum sviðum. Hann iðkaði heimspeki hvort sem hann fékkst við harmleiki Forn-Grikkja, textafræði eða sögu. Í Lesbókar-greinunum segir Róbert áhuga sinn á verkum Nietzsches sprottinn af því að þýski hugsuðurinn skilji „heimspeki sem tilraunamennsku“ (L). Róbert hefur í sömu greinum eftir René Descartes „að ráðlegra sé að horfa til gerða en orða þegar lagt er mat á skoðanir manna og aðferðir.“ (L) Þótt Róbert ljúki greinum sínum á því að dæma Nietzsche- tilraunir undirritaðra ómerkar á þeirri for- sendu að þær séu óhefðbundnar er ekki útséð með það hvort Róbert skilji sig í framtíðinni frá hefðarsinnum og efni það hefðarrof sem er driffjöður allrar tilraunamennsku. Verði það raunin gæti hann um leið otað eftirfarandi orð- spjóti Nietzsches að þeim „sýningarstjórum“ sem hæðast að framsæknum tilraunum: „Við gráar gluggarúður. – Er það sem þið sjáið af heiminum gegnum þennan glugga svo fagurt, að þið viljið aldrei framar líta út um annan glugga – og reynið jafnvel að hindra að aðrir geri það?“ Höfundar eru doktorsnemi í heimspeki og fjallaleiðsögumaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.