Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 F LESTIR þeirra er lögðu leið sína á listakaupstefnuna í Basel notuðu tækifærið til að skoða nýjan og óvenjulegan myndlistarvettvang er opnaður var þar í borg fyrir skömmu. Staðurinn heitir Schaulager og vísar heitið til þess hlutverks sem hann á að þjóna, sem eins konar lager fyrir sjónlistir, einhvers staðar á mörkum listasafns, listaverkageymslu og fræðaseturs. Að baki þeim óvenjulega list- vettvangi sem þarna er opnaður liggur sú hug- mynd að söfn samtímalistar þurfi að vera annað og meira en geymslustaðir – þeir eigi að gegna virku hlutverki við að auka skilning okkar, þekk- ingu og virðingu fyrir listinni. Vörulager sjónlistanna Húsið er hannað af Herzog & de Meuron, sömu arkitektum og teiknuðu breytingar þær sem gerðar voru á byggingu Tate Modern- safnsins í London og vöktu mikla athygli á sín- um tíma. Í hönnun sinni á Schaulager hafa þeir farið óvenjulega og óhefðbundna leið, því kveikj- an að húsinu er augljóslega byggð á hugmynd- inni um vöruhús, þar sem listaverk eru gerð að- gengileg fyrir þá sem vilja njóta þeirra í sérstaklega hönnuðu geymslurými er jafnframt býður upp á bestu aðstæður til varðveislu. Byggingunni er einnig ætlað að vera staður þar sem forverðir hafa bestu hugsanlega aðstöðu til að sinna sínum rannsóknum, þar sem hægt er að sinna fræðimennsku og kynningarstarfi auk þess að setja upp sýningar fyrir almenning. Útlit hússins er nokkuð sérstakt – undir aug- ljósum áhrifum frá hugmyndinni um vöru- geymsluna – en jafnframt gætir framsækinnar fágunar er hæfir starfsemi þess vel. Útveggur er rofinn með afgerandi hætti til að veita ljósi inn í bygginguna og inngangurinn er eins konar torg sem miðar að því að brúa bilið á milli starf- seminnar innandyra og borgarsamfélagsins fyr- ir utan. Á torginu er gler áberandi ásamt hvítum flötum, en yfirborð þeirra er mótað í stór kúlu- laga form er vísar til lífrænna þátta. Ytra byrði hússins fellur einnig ákaflega vel að umhverfinu, enda er steypan sem í það var notuð blönduð möl og steinum úr því sem grafið var upp fyrir grunninum. Þetta jarðkennda ytra byrði er auk þess í mörgum lögum er þjóna lykilhlutverki í því að viðhalda kjöraðstæðum til varðveislu listaverka innandyra; réttu raka- og hitastigi. Söfnun, varðveisla og miðlun listar Schaulager er byggt til að hýsa safn Emanuel Hoffmann-stofnunarinnar, en hún var sett á laggirnar árið 1933 af Maju Hoffmann-Stehlin, í minningu manns hennar sem lést langt fyrir ald- ur fram. Markmið hennar með þessu framtaki voru þríþætt frá upphafi; að safna, varðveita og miðla framsækinni list, en þessi markmið eru enn helsta leiðarljós stofnunarinnar eins og Schaulager byggingin ber með sér. Það var þó ekki einvörðungu hið nýja sýning- arrými og hugmyndafræðin að baki því sem dró að fagfólk og listunnendur víðs vegar að úr heiminum, heldur einnig fyrsta sýningin á þess- um vettvangi; yfirlitssýning á verkum lista- mannsins Dieters Roth. Það er óneitanlega vel við hæfi að stofnun sem staðsetur sig á því svæði menningarinnar þar sem svo mörg svið skarast skuli hefja starfsemi sína með sýningu á verkum hans, því Dieter var auðvitað einn þeirra lista- manna sem hvað mest hefur látið reyna á þol- mörk listrænnar tjáningar. Hann lét hvorki mörk hefðar né miðla aftra sér frá því að komast þangað sem hann fann sig knúinn til að fara til þess að láta reyna á það takmarkaleysi sem list- arskrá, er hann tilgreindur sem „snillingur á sviði teikningar, málari, innsetninga-, ljós- mynda- og videólistamaður, sem skáld, bóka- gerðarmaður og tónlistarmaður“. Eins og áður sagði spannar sýningin ævistarf þessa fjölhæfa listamanns og gefur því góða mynd af því hvern- ig lífsferill og áhugasvið hans þróaðist. Í bókinni og bæði til safna og einkaaðila. Sonur Dieters, Björn Roth, sem var lengi samstarfsmaður föð- ur síns, hefur lagt mikið af mörkum til að sýn- ingin yrði að veruleika, en að hans sögn hefur undirbúningur staðið í þrjú ár og á þeim tíma hafa þrír til sex einstaklingar verið að vinna við verkefnið. Sýningin mun enda fara í mikla heimsreisu eftir að hún fer úr húsakynnum Schaulagers; fyrst til Kölnar þar sem hún verður sett upp í Museum Ludwig og síðan til Museum of Mod- ern Art (MOMA) í New York. Komið hefur til tals að sýningin verði einnig sett upp í Tate Modern í London, en enn er ekki ljóst hvort af því verður. Roth-tíminn; tími fjölhæfninnar Það hefur reynst aðstandendum sýningarinn- ar jafn erfitt og öðrum að skilgreina listamann- inn Dieter Roth, enda var hann ekki maður hinna afmörkuðu ramma. Á kápublaði bókarinn- ar Roth-Zeit, sem einnig þjónar sem sýning- sköpun getur falið í sér ef víðsýni og hugarflug fær að ná yfirhöndinni. Jafnframt samræmist sýningin vel þeim markmiðum sem starfsemin í Schaulager byggist á, því verk Dieters eru ekki einvörðungu mikilvæg í samhengi samtímalista, heldur eru þau vegna þess óvenjulega efniviðar sem hann iðulega notaði, ögrun fyrir alla þá sem vinna við forvörslu og rannsóknir. Sýning sem fer í heimsreisu Sýningin, sem kynnt er undir heitinu Roth- Zeit, eða tími Roths, ber þess augljós merki að hafa verið lengi í undirbúningi og í tilefni hennar hefur verið gefin út vegleg þrjú hundruð blað- síðna bók um ævistarf og lífshlaup listamanns- ins. Um síðustu helgi var ráðstefna um sama efni og er fyrirhugað að gefa þau erindin sem þar voru flutt einnig út á bók. Það rannsóknarstarf sem inna þurfti af hendi til að koma sýningunni heim og saman er ómælt, því til þess að gefa raunhæfa mynd af þessum langa ferli þurfti að sækja verkin víða um heim PORTRETT AF LISTA FUGLAFÓÐURS Nýr myndlistarvettvangur, Schaulager, var opnaður nýverið í Basel, en hann er ætlaður undir starfsemi sem er á mörkum listasafns, listaverkageymslu og fræða- seturs. Það er vel við hæfi að fyrsta sýningin í byggingunni skuli vera yfirlitssýning á verkum Dieters Roths, enda sköruðust iðulega mörk margra sviða í verkum hans. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR skoðaði tíma Roths. (Ljósm./Martin Bühler) Portrett af listamanninum sem fuglafóðurs- brjóstmynd, 1968. Súkkulaðibrjóstmynd. (Ljósm./Gygi) Nýársgjöf, 1954. Tvílit æting á pergament. Roth var mjög afkastamikill þrykkjari. Kryddgluggar, 1969. Ýmiskonar k (Ljósm./A. Burger) Reykjavíkurskyggnur 1. hluti: 1973–75, 2. hluti: 1990–93. 30.000 skyggnur, 3 viðarhillur, 8 sýning- arvélar á stöplum. Þetta verk Dieters Roths er ómetanleg rannsókn á íslenskri byggingararfleifð. Schaulager er hugarfóstur arkitektanna Herzog & húsakynnum Tate Modern. Húsið er miðstöð fy

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.