Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 13 Ö LL helstu söfn og opin- berar byggingar Óslóar voru undirlögð leirlist nú í júnílok þegar þar fór fram alþjóðlega leirlistarráðstefnan OICS 2003. Þetta var í annað sinn sem Norð- menn halda slíka ráðstefnu en sú fyrri var haldin í Ósló 1990. Guðný Magnúsdóttir, Kogga og Kristín S. Garðarsdóttir voru sýn- endur og þátttakendur á ráðstefnunni, en sýn- ing þeirra, TRÍÓ II í Iskunst Gallery í Ósló, var hluti af sýningardagskrá OICS. „Það var virkilega vel að þessari ráðstefnu staðið. Þátt- takendur voru rúmlega fjögur hundruð og komu víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Kóreu, Japan, Kína, Bandaríkjunum Bret- landi og Norðurlöndunum. Skipuleggjendur ráðstefnunnar voru í samstarfi við öll helstu söfn og gallerí borgarinnar, en sýningarnar voru á þriðja tug staða. Þannig var allt Listiðn- aðarsafnið í Ósló undirlagt svo og Ráðhúsið og Vigeland-safnið sem er eitt þekktasta safn Norðmanna. Margar sýningarnar voru yfir- gripsmiklar og bæði innanhúss og utandyra,“ segir Kogga. Á ráðstefnunni voru haldnir fjölmargir fyr- irlestrar og í ár voru fimm aðalfyrirlesarar sem jafnframt voru aðalsýnendur. Þetta voru þau Tony Cragg, sem er einn frægasti og þekktasti myndhöggvari sinnar kynslóðar, Judy Fox sem hefur verulega hrist upp í leir- listarheiminum með fígúrum sínum af börnum, Jun Kaneko, einn frægasti núlifandi leirlist- armaður heims sem hefur tekist að sprengja þær takmarkanir er þrengt hafa að efnistökum í leirlistinni með því til dæmis að búa til ótrú- lega stór leirlistarverk, Bjørn Nørgaard, mál- ari sem nálgast leirinn af miklum leik og Marit Tingleff, sem vinnur út frá hugmyndum mál- aralistarinnar í verkum sínum því henni tekst nánast að tvívíddargera keramikið, en verk hennar eru eins og fljótandi málverk á risa- stórum leirdiskum. Nýjar nálgunarleiðir Að mati Guðnýjar og Koggu var afar for- vitnilegt að tveir fyrirlesaranna, Cragg og Fox, höfðu annan bakgrunn í listinni en ker- amik. „Cragg er myndlistarmaður sem vinnur verk sín í ýmis efni svo sem marmara, tré, gifs og leir og Fox er myndhöggvari sem hefur sér- hæft sig í að búa til fígúrur, mannamyndir, í ýmis efni,“ segir Kogga, en nálgun Fox að leir- listinni þykir afar forvitnileg. „Verk hennar hafa goðsagnarlega tilvísun, auk þess sem þau vísa oft í málverk gömlu meistaranna,“ segir Guðný og bendir á að verkið Eve sé til að mynda tilvísun í Fæðingu Venusar eftir Botti- celli. „Fox notar nekt og sakleysi barnanna í verkum sínum til að draga fram aðra tilfinn- ingu eða upplifun en myndirnar sem verkin vísa til. Fólk áttar sig þó ekki alltaf á þessum myndhvörfum eða tilvísunum. Mörgum fannst verk hennar nánast óhugnanleg vegna þeirrar sterku tjáningar sem í þeim felast og sumum fannst verk hennar nánast „ókeramísk“ meðal annars sökum þess að hún notar gerviefni til þess að ná fram litum og áferðum í stað þess að notast við hefðbundnar aðferðir leirlistarinnar. En við þurfum að passa okkur á að vera ekki of íhaldssöm og einstrengingsleg í afstöðu okkar til notkunar efnisins, enda erum við sjálf alltaf að tala um að við viljum láta horfa á verkin okkar sem verk en ekki sem efni. Svo þegar einhver annar kemur með nýja nálgun í formi og efnismeðferð þá er tilhneiging sumra til að snúast gegn því vegna faglegs strangtrúnað- ar,“ segir Guðný. „Mér finnst það hins vegar mjög spennandi og gott að hrært sé upp í okk- ur sem vinnum með leir sem tjáningarform,“ segir Kogga. „Að mínu mati hefur myndlist- armaðurinn í raun ótakmarkað frelsi til að nota hvaða efni og aðferð sem er ef það þjónar list- sköpuninni,“ segir Guðný. Talað um listina af alvöru Aðspurðar segjast Guðný og Kogga finna mikinn mun á afstöðu bæði almennings, ráða- manna, fyrirtækja, safna og stofnana gagnvart leirlistinni annars vegar hérlendis og hins veg- ar erlendis. „Maður verður var við töluvert meiri skilning fólks erlendis þegar rætt er um nytjalist, myndlist eða hönnun, að talað sé um þessar greinar á jafnréttisgrundvelli þar sem hver um sig er jafn rétthá og án innbyrðis met- ings. Vissulega er gerður greinarmunur milli þessara listgreina, en hver þeirra hefur sína sterku stöðu og vægi,“ segir Guðný. „Á ráð- stefnunni var svo gott að finna að verið var að tala um leirlistina af ábyrgð og alvöru. Á Ís- landi er leirlistin því miður ekki nógu virt. Það er svo stutt síðan við byrjuðum að búa til ker- amik á Íslandi miðað við aðrar þjóðir þar sem sagan og menningin blandast raunverulega inn í þessa grein. Okkar vantar tilfinnanlega hefð- ina hérlendis,“ segir Kogga. „Hefðarleysið ætti að geta talist okkur til tekna og gert okkur frjálsari til sköpunar, en er það ekki þar sem menn vantar bakgrunn til að lesa sundur „góða“ og „slæma list“. Menn vita að mynd- höggvarar hafa notað leir í verk sín áratugum og árhundruðum saman, en samt er ekki talað um leirverk heldur einungis vitnað til skúlpt- úrsins eða listaverksins, sem er að sjálfsögðu eðlilegt. Þegar maður vinnur þrívíddarverk í leir eða skúlptúr gengur maður að því verki af alvöru með form og innihald að leiðarljósi. Við gerð krukku eða nytjahlutar eða við hönnun notar maður kannski sömu viðmið en tilgang- urinn er allt annar. Krukkan verður samt ekk- ert ómerkari fyrir þær sakir að hægt er að nota hana. Í erindi sínu lagði Tony Cragg áherslu á að myndlist hefur innbyggt gildi sem listaverk og þá er hráefnið aukaatriði og ekki spurning um hvort þetta er hlutur sem hugs- anlega er hægt að nota eða ekki. Aðalatriðið sé að þessi myndhvörf séu fyrir hendi. Þannig telst málverk ekki myndlist bara af því það er málað á striga, því það er innihald verksins sem skiptir máli. Cragg vinnur t.d. með blómapottadiska í verkinu Shiva en gerir þá að einhverju öðru,“ segir Guðný. „Í erindi sínu lagði Jun Kaneko áherslu á að þar sem nálgun manna er svo mismunandi þá er það aðeins lokaútkoma verksins sem skiptir máli. Alveg sama í hvaða grein maður er innan listarinnar þá hlýtur það alltaf að vera útkom- an sem skiptir máli, en hvorki efnið né aðkom- an. Nálgun Kaneko sjálfs einkennist af fag- urfræði, hann er ekki að búa til verk sem hafa ákveðið innihald út frá hugmyndafræði, því fyrir honum er innihaldið út frá hugmyndalegu sviði ekki aðalatriðið heldur útkoma verksins,“ segir Kogga. „Leirinn er efnið og síðan er að- koma hvers og eins mismunandi, en auðvitað ætla sér flestir eitthvað með verkum sínum,“ segir Guðný. „Gera á þær kröfur til fagfólks að það vinni af heilindum og metnaði að verkum sínum og að það efli með sér sjálfsgagnrýni og sjálf- stæði. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Efni og innihald“ og er það nokkuð sem þarf að leggja meiri áherslu á í listum almennt, ekki bara í leirlistinni. Það er mjög mikilvægt að taka þátt í atburðum sem þessum og sýna verk sín sam- hliða þeim sem brotið hafa blað á myndlist- arsviðinu með verkum unnum í leir. Jafnvel þótt sýningin okkar, TRÍÓ II, hafi verið til- tölulega smá í sniðum í samanburði við fyrr- greindar sýningar var mikilsvert að vera þátt- takandi á jafnréttisgrundvelli og geta skoðað verk sín í hópi bestu myndlistarmanna á sviði leirlistar. Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að tengjast starfsbræðrum sínum persónulegum böndum og kynnast fólki sem er að vinna á svipuðu sviði og maður sjálfur, en á svona ráð- stefnu myndast sambönd sem geta líka nýst öðrum. Þátttaka okkar í þessari ráðstefnu hjálpar til við að setja íslenska leirlist í al- þjóðlegt samhengi og nýtist þannig ekki bara okkur persónulega heldur öllum þeim Íslend- ingum sem vinna með leir,“ sögðu Guðný og Kogga að lokum. „LEIRINN ER EFNIГ Alþjóðleg keramikráð- stefna fór fram í Ósló í júnílok. Þrjár íslenskar leirlistarkonur sóttu ráð- stefnuna þetta árið og settist SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR niður með leirlistarkonunum Guðnýju Magnúsdóttur og Koggu, en Kristín S. Garðarsdóttir var erlend- is þegar viðtalið fór fram. Kogga, Guðný Magnúsdóttir og Kristín S. Garðarsdóttir við verkið Höfuð án titils eftir Kaneko. Shiva eftir Tony Cragg. Eve eftir Judy Fox. silja@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.