Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 7 milljónir manna – í náinni sambúð við stóra málið, spænsku. Eðli málsins samkvæmt verða katalónskir höfundar að selja hlutfallslega mun fleiri bækur en spænskir til þess að út- gáfa bókar beri sig, því 1.000 eintök eru alltaf sá fasti sem þarf að ná til þess að koma út á sléttu, að sögn Parcerisas. Samtals eru Katalónar reyndar fleiri en Danir, fleiri en Finnar og Albanir, nánast jafn- margir og Grikkir, Ungverjar eða Tékkar – enn ein áminningin um það hvernig minnihlut- ar geta verið misstórir. „Samt á móðurmál okkar undir högg að sækja þar sem spænsk yf- irvöld eru ekki sérlega áhugasöm um að fóstra fjölbreytt safn tungumála og menningarhefða, enda á ríkið sér langa og sterka sögu miðstýr- ingar. Margir Spánverjar líta á margtyngi og fjölmenningu sem einskæra þrjósku minni- hlutahópanna. Þeir álíta spænskuna guðs- blessun og skilja ekkert í því hvers vegna í dauðanum við viljum halda í minniháttar tungumál „sem kemur okkur ekkert áleiðis“,“ rakti Parcerisas. Ned Thomas, hinn velski, tók undir og kvað einþjóðlega forræðishyggju of lengi hafa ráðið för í ýmsum ríkjum sem þó væru byggð ólíkum kynþáttum eða þjóðarbrotum. „Menning á hverjum stað á að einkennast af samræðu, flæði, gagnvirkni og jafnvel átökum, í stað einsleitni,“ undirstrikaði Thomas. „Ég er ekki að tala um hinn sívinsæla „suðupott“ eins og fjölmenningin er gjarnan sögð vera, því þar er gert ráð fyrir því að allir tileinki sér heildar- straum sem á endanum er í umsjá valdhaf- anna, nánar tiltekið fulltrúa stærsta málsins á hverjum stað. Þvert á móti er ég að tala um eins konar mósaík en það hugtak lýsir vel þeirri fjölmenningu sem ég vil sjá. Við erum ekki öll eins, en röðumst samt saman í eina, dýnamíska mynd. Á svipaðan hátt er hægt að tala um skáldskapinn í slíku samfélagi sem mósaíkbókmenntir þar sem áherslur eru þver- þjóðlegar og þverfaglegar og miðast við að hver hafi sinn samastað – tungumálið – og geti horft þaðan yfir heiminn eða boðið til sín gest- um.“ Að leyfa hinum „að vera með“ Ýmsir lýstu hrifningu sinni á þessari tilraun til að færa fókusinn frá fjölmenningu (e. multi- culturalism) yfir á margtyngi (e. multilingual- ism), eins og það var orðað á pallborðinu. Aleš Debeljak, prófessor í menningarfræðum við Ljubljana-háskóla og verðlaunaskáld, gekk jafnvel svo langt að hafna hugtakinu fjölmenn- ing, eða öllu heldur hugmyndafræðinni sem það bæri með sér. „Fjölmenningarlegt viðhorf er nauðsynlegt, en dugar ekki eitt og sér, því í því felst ákveð- inn hroki. Menn hreykja sér af því að vera víð- sýnir og leyfa „hinum“ að vera með, en það lýs- ir ekki einungis óþolandi forræðishyggju heldur líka því sem ég vil kalla nýfrjálslynda nærsýni. Og árangurinn er einungis sá að ólík- ir hópar búa hlið við hlið en ekki saman. Við verðum að geta sett okkur í annarra spor, aðeins þannig öðlumst við raunverulega víðsýni, og til þess eru bókmenntirnar eitt öfl- ugasta tækið. Ef við horfum í gegnum linsu annarra sjáum við heiminn í nýju ljósi, en það er réttilega kallað margmenningarleg hæfni (e. intercultural compitence) á fínu fræðimáli.“ Debeljak benti á að ein stefna, ein tilhneig- ing sem sameinar alla, geti aldrei gengið upp þar sem hver hópur eða einstaklingur býr að menningarlegri mótun. „Föðurland, hvort sem það er áþreifanlegt eða ímyndað – eins og heimaland Salmans Rushdies – er það um- hverfi sem mótar allar okkar vonir og ótta. Þess vegna er ekki hægt að búa til kreddur eins og alþjóðleika (e. internationalism) sem átti til dæmis að vera það sem gerðist þegar ör- eigar allra landa í kommúnisma sameinuðust, hugsjónin var ofar öllu án tengingar við menn- ingarheima eða baklönd.“ Í staðinn kvað Debeljak nytsamlegra að nota heimsborgarann sem útgangspunkt (e. cosmopolitarianism) í hugmyndafræði samtím- ans, en það byggist á því að hver einstaklingur búi að menningarlegri mótun en hafi um leið innsýn og skilning á öðrum samfélögum. Því ef menn viðurkenna ekki mismuninn, ef þeir ját- ast ekki uppruna sínum og taka ábyrgð á sögu- legum bakgrunni, þá sé á fáu að byggja, eins og póstmódernisminn hafi sýnt fram á. „Eins ágætt og fjölmenningarviðhorfið getur virst, þá verðum við að muna að hægt er að hafa svo opinn huga að hætta er á því að heilinn velti út,“ sagði Debeljak að endingu, við undrun sumra en talsverðan fögnuð annarra. Dagleg fjölmenning í Delí Í matsal og á göngum Helsinki-háskólans héldu umræður um fjölmenninguna áfram. Stephen Watts, breskur höfundur, þýðandi og ferðalangur, taldi ekki endilega snjallt að losa sig við hugtakið fjölmenning, heldur reyna að sættast við það með einhverjum hætti. Fania Oz-Salzberger, sagnfræðingur og baráttukona fyrir mannréttindum í Ísrael, sagði að leit stæði ekki einungis yfir að nýju hugtaki, held- ur nýjum skilningi á nýju plani. „Menningar- kimar búa aldrei hlið við hlið, heldur hver inni í öðrum. Það má jafnvel beita hugtakinu „menn- ingarlegt samræði“ hér í yfirfærðri merk- ingu,“ sagði hún til áhersluauka. Indverjinn Sudeep Sen, sem býr til skiptis í Nýju Delhí og London, hristi höfuðið yfir há- degismatnum og hvíslaði: „Þetta eru áhugaverðar umræður og allt það, en ég er samt svolítið hissa á þessu fjarg- viðri yfir fjölmenningu. Heimaland mitt hefur verið fjölmenningarlegt um aldir og við spáum ekki einu sinni í það. Á indverskum peninga- seðlum er allt letrað á 23 tungumálum og sama gildir um stjórnarskrána því opinberar tungur í landinu eru 23 talsins. Og svo eru talaðar tíu þúsund mállýskur. Ef þetta er ekki fjölmenn- ing, þá veit ég ekki hvað,“ sagði Sen, og fannst líka sitthvað athugavert við sögulýsingu sumra frummælenda. „Hvað um Egyptaland, Mesó- pótamíu... það er eins og Evrópumenn hafi fundið upp menninguna. Mér finnst nauðsyn- legt að minna á að svo er ekki.“ Þannig komu sífellt fram ný sjónarhorn og Aleš Debeljak átti síðasta orðið, ögrandi að vanda: „Evrópa er ekkert nema endalausar umræður um hvað það er að vera evrópskur,“ sagði hann glottandi og vitnaði í Umberto Eco sem sagði einhverju sinni: „Í Mílanó er ég að- fluttur. Í London er ég ítalskur. Það er ekki fyrr en í New York sem ég gerist evrópskur.“ sith@mbl.is Aleš Debeljak Amanda Hopkinson Francesc Parcerisas „Minnihlutahópar eru skilgreindir á ýmsa vegu og yfirleitt í ljósi valds fremur en fjölda. Konur eru til dæmis víða minnihluti, þótt þær séu ekki endilega færri. Innflytjendur eru minnihlutahópur og kynhneigð getur skipað fólki í valdaminni hóp.“ Í VINNUSMIÐJU um þýðingar á mál-þinginu Fjölmenningarleg Evrópa varsérstaklega fjallað um rannsóknir Lite-rature Across Frontiers (LAF) á útrás smáþjóðabókmennta, og mikilvægi þess að lítil málsvæði hefðu innbyrðis samskipti. Smiðjunni stýrði Alexandra Büchler, stjórnandi LAF-verkefnisins sem hefur bækistöðvar í Wales en lætur sig varða öll Evrópulönd. „Við vinnum talsvert mikið „á gólfinu“ ef svo má segja, með því að skipuleggja ráð- stefnur, málstofur, vinnusmiðjur þýðenda og ráðgjöf um útbreiðslu bókmennta. Þá gefum við út vefritið Transcript á þremur tungumálum, en þar eru kynntar bók- menntir minnihlutamálsvæða í Evrópu.“ Büchler kynnti ennfremur viðamikla rannsókn sem LAF vinnur að og beinist að því hvernig stjórnvöld í ólíkum löndum vinna að kynningu bókmennta sinna út á við: „Hversu miklu fé veita þeir í kynn- inguna, eða til þýðinga, hvaða aðferðum beita þeir og hver er hin undirliggjandi menningarstefna?“ Unnið er að þessari kortlagningu með ít- arlegum spurningalistum og upplýsinga- söfnun um þýðingastyrki, bókaútgáfu, höf- undaheimsóknir og bókmenntakynningar- stöðvar, en þær starfa í flestum Evrópu- landanna. Miðstöðvarnar eru misjafnlega sjálf- stæðar eftir löndum en flestar fá fjármagn frá yfirvöldum menningarmála og starfa að öðru leyti sjálfstætt og óháð pólitík eða hagsmunasamtökum. Eitt af markmiðum rannsóknarinnar, að sögn Büchler, er að kortleggja hvaða skipulag gefst best svo aðrir megi af því læra. Margar miðstöðvanna eiga nú þegar í góðu samstarfi sín á milli. Til að mynda hafa Finnar að undanförnu gefið nágrönnum sín- um Eistum fagleg ráð við uppbyggingu nýrrar kynningarmiðstöðvar eistneskra bókmennta í Tallinn, auk þess sem starfs- menn miðstöðvanna á Norðurlöndum hitt- ast reglulega og setja jafnvel upp sameig- inlega bása á bókastefnum. Auk þess að veita ferðastyrki og/eða þýðingastyrki, svara fyrirspurnum og vinna kynningarefni um bókmenntir sínar, senda miðstöðvarnar gjarnan fulltrúa á bókastefnur, ráðstefnur og tilheyrandi vinnusmiðjur – enda per- sónuleg tengsl mikilvæg í bransanum, að mati Alexöndru Büchler, Francesc Parcer- isas og fleiri sem til máls tóku. Hvatt til fleiri ástarsambanda Og þátttakendur í vinnusmiðjunni gáfu dæmi um verklag bókmenntakynningar- stöðva í sínu landi. „Í Belgíu segja menn: Aldrei að treysta stjórnmálamönnum, og vilja því helst semja við þriðja aðila – til dæmis einkafyrirtæki – um hlutdeild í fjármögnun. Þannig geta stjórnmálamenn ekki dregið úr framlaginu með einu pennastriki,“ sagði Dorian Van der Brempt, frá belgíska menntamála- ráðuneytinu. „Í Ástralíu kvarta menn í kynning- armiðstöðinni yfir því að þurfa að afla allt að 55% fjárins sjálfir, og segja að enginn tími sé þá eftir í vinnuna sjálfa,“ bætti við Anti- gone Kefalá, grísk/áströlsk skáldkona. „Finnar hugsa mjög vel um þá sem þýða þeirra bókmenntir á önnur mál, bjóða þeim reglulega til Finnlands og styrkja þá með ýmsum hætti. Grikkir hafa á hinn bóginn ekkert slíkt skipulag. Þetta er því misjafnt, eftir því hvað þýðendur eru mikils metnir í útbreiðslu bókmenntaarfsins,“ sagði Alex- andra Büchler, sem sjálf er ötull þýðandi, m.a. úr grísku yfir á móðurmál sitt, tékk- nesku. Og ennfremur: „Í Katalóníu þarf útgáfusamningur ekki endilega að liggja til grundvallar, þegar þýðingastyrkir eru veittir. Það er fordæmi sem margir myndu vilja fylgja, að vinna að því að þýðendur fái svipað vinnufrelsi og höfundar, en þurfi ekki alltaf að vinna undir stífri tímapressu.“ Þá var bent á að höfundar í Slóveníu hefðu tekið sig til og stofnað þýðingasetur, með ágætum árangri. Þeir ættu ennfremur íbúð í höfuðborginni þar sem þeir tækju á móti þýðendum til vinnudvalar. „Þegar kemur að því að breiða út bók- menntir lítillar þjóðar, er vandinn oft sá að fáir þýðendur eru til. Ég nefni íslensku sem dæmi; ekki er þýtt úr íslensku á nærri öll mál,“ sagði Büchler og sló á létta strengi: „Gjarnan komast tilvonandi þýðendur í kynni við nýja málið í gegnum ástarsam- bönd, svonefnd milliríkjahjónabönd. Við höfum gott dæmi um það hér, þegar grískur höfundur felldi hug til finnskrar stúlku, lærði finnsku og fór svo að þýða á milli mál- anna. Kannski væri best ef LAF stofnaði einfaldlega stefnumálaþjónustu á alþjóða- vísu,“ sagði Büchler við kátínu viðstaddra. Hún benti einnig á að íþróttir hefðu ítrekað kveikt áhuga þýðenda á nýjum löndum, það gilti t.a.m. um úkraínskan þýðanda sem heillaðist af finnsku íshokkí og hóf í kjölfar- ið að læra finnsku. En meginmálið væri að hver bókmenntaþjóð þyrfti að koma sér upp gáttum inn í sem flesta málheima til þess að eiga sem fjölbreyttust og ríkust samskipti. Minnihlutar allra landa sameinist! Bent var á að bókaútgáfa væri mismikil á litlu málsvæðunum, en tölur bentu til þess að bókaútgáfa væri mest á Íslandi miðað við höfðatölu. Næst kæmi Slóvenía, en þar búa 3 milljónir manna. „Spurningin er þessi: Hvernig getum við tryggt að góðar bókmenntir á fámennum málum nái til sem flestra áheyrenda?“ spurði Sioned Puw Rowlands frá Wales, meðhöfundur skýrslunnar sem LAF vinnur nú að. „Með því að nýta og styrkja þau kerfi sem fyrir eru, en einnig með því að efla gagnkvæman skilning milli litlu málsvæð- anna. Ég held að við séum of upptekin af því að brjóta niður hinar rammgerðu hurðir inn í stóru málsvæðin. Við skulum hafa hugfast að minnihlutahópar í heiminum eru mun fleiri en meirihlutahópar, þannig að það er í raun kjánalegt að eltast eingöngu við þá síð- arnefndu, ekki satt?“ spurði hún og þótti salnum athugasemdin býsna smellin. „Ef velskur höfundur kvartar yfir því að stóri bróðir í Englandi sýni honum engan áhuga, þá spyr ég: Jæja, hversu mikinn áhuga hef- ur þú á maltneskum bókmenntum? Í ljós kemur kannski að hann hefur enga þekk- ingu á Möltu og hefur jafnvel aldrei dottið í hug að spyrja. Möguleikarnir leynast víða og saman stöndum við best að vígi.“ ÞÝÐENDUR METNIR AÐ VERÐLEIKUM Alexandra Büchler

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.