Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 2003 15 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður leggur loka- hönd á listaverk á vinnustofunni sinni í Gilinu á Akureyri. Næsta v ika Laugardagur Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 14-17 Dagskrá í tilefni sýning- arinnar „Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár“. Tónleika- myndband Sykurmolanna Live Zabor verður frumsýnt, hljóm- sveitin Kimono leikur nokkur lög og sýnd verða myndbönd eftir Egil Sæbjörnsson. Hafnarborg kl. 15 Sýning á teikningum bandarísku lista- konunnar Barböru Cooper. Kínversk alþýðulist. Gallerí Tukt, Hinu húsinu Póst- hússtræti 3–5 kl. 16 Skáld lesa ljóð á einkasýningu listamannsins GAG og lýkur þar með sýning- unni. Gallerí Skuggi kl. 15 Sam- sýningin Jauðhildur. Verk eiga Jóhannes Dagsson, Auður Sturludóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir. Opið fimmtu- daga til sunnudaga frá kl 13– 18. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5 kl. 16 Nikals Ejve frá Svíþjóð sýnir skart- gripi unna úr svörtu oxideruðu silfri með gullskreytingum, lit- uðum vír og bergkristal. Opin virka daga 10–18, laugardaga 11–16. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi kl. 15 Þórdís Björnsdóttir sýnir 25 búta- saumsverk. Þórdís hefur haldið einkasýningu og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Opið alla daga nema mánudaga kl. 15–18. Jómfrúin kl. 16 Gítarleikar- arnir Ásgeir J. Ásgeirsson og Henk Sprenger, auk bassaleik- arans Róberts Þórhallssonar flytja djasstónlist. Leikið er á Jómfrúrtorgi ef veður leyfir. Sunnudagur Akureyrarkirkja kl. 17 Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari koma fram á Sumartónleikum Akur- eyrarkirkju. Nýlistasafnið kl. 15 Halldór Björn Runólfsson leiðir gesti um sýningu Matt- hews Barney. Sýningin er hluti af Cremaster- seríunni sem Matthew byrjaði að vinna að 1994. Krókur á Garðaholti, Garðabæ Opið hús kl. 13- 17. Aðgangur ókeypis. Þriðjudagur Listasafn Sig- urjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víólu- leikari leikur Sellósvítu nr. 2 eftir J. S. Bach, Svítu op. 131d nr. 1 eftir Max Reger og Sónötu op. 25 nr. 1 eftir Paul Hindemith. Fimmtudagur Hallgríms- kirkja kl. 12 Guðrún Lóa Jónsdóttir alt og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel. Þórshafnar- kirkja kl. 20 Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópr- an, Einar Jóhannesson, klarín- ettuleikari og Valgerður Andr- ésdóttir píanóleikari flytja íslensk og erlend verk m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Mozart, McCabe og G. Gershwin. Einnig ein- leiksverk fyrir klarínett og ís- lensk sönglög og aríur. Egill Sæbjörnsson Halldór B. Runólfsson Guðrún Lóa Jónsdóttir Myndlist Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratugur- inn. Til 1.9. Lárus Sigur- björnsson, safnafaðir Reyk- víkinga. Til 20.7. Gallerí Hlemmur: Hrafn- hildur Halldórsdóttir. Til 3. ágúst. Gallerí Skuggi: Samsýn- ing: Ragnhildur Magnús- dóttir, Auður Sturludóttir og Jóhannes Dagsson. Til 3.8. Gallerí Sævars Karls: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Til 1.8. Gerðarsafn: Sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Til sýnis upp- lýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar – 1983– 2000. Til 4.8. Úr einkasafni Wang Shucun. Barbara Cooper. Til 28.7. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Sumarsýn- ing. Til 31.8. Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu: Erla Norðdahl. Til 27.7. Kling & Bang, Lauga- vegi 23: Sýning Péturs Más Gunnarssonar. Til 13.7. Listasafn ASÍ: Úr eigu safnsins: Nína Tryggvadótt- ir, Svavar Guðnason og Kristján Davíðsson. Til 3.8. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon. Til 31.7. Listasafn Borgarness: Gunnar Ingibergur Guð- jónsson. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmund- ur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – stríð. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekk- leysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri samtímaljós- myndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Nikals Ejve frá Svíþjóð. Til 16.7. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi.: Claire Xuan. Til 1.9. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Ljós- myndir Ragnar Th. Sigurðs- son við texta Ara Trausta Guðmundssonar. Til 31.8. Norska húsið, Stykk- ishólmi: Ebba Júlíana Lárusdóttir. Sýning á verkum félagsmanna úr Samlaginu. Til 28.7. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Matthew Barney: Cremaster-plate. Til 27.7. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. Safn – Laugavegi 37: Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Safnið er opið mið.–sun. kl. 14–18. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.: Gripir úr Þjóð- fræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Skálholtsskóli: Staðar- listamaður. Björg Þorsteins- dóttir. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Egill Sæbjörnsson. Til 21.7. Þjóðmenningarhúsið: Ís- landsmynd í mótun – áfang- ar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landafundir. Sumarsýningin Íslendinga- sögur á erlendum málum. Leiklist Borgarleikhúsið: Grease, lau., mið., fim., fös. Tjarnarbíó: Hið lifandi leikhús: Aðfarir að lífi henn- ar, frums. þrið. Tilkynningar sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudögum. Netfangið er menning- @mbl.is. Sjá einnig mbl.is/ staður og stund. LISTAMAÐURINN Að-alheiður S. Eysteins-dóttir stendur íströngu þessa dagana. Opnar 40 myndlistarsýn- ingar á jafnmörgum dögum í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Þegar blaðamaður náði símasambandi við hana var hún í óða önn að pakka niður verkum til að hafa á sýningu hjá Sævari Karli sem opnuð verð- ur kl. 14 í dag. Hvernig hefur verkefnið gengið? „Þetta hefur gengið ótrú- lega vel og samkvæmt áætl- un. Ég er að vinna að verk- unum jafnóðum og ég sendi sýningar í burtu. Við opnun í Safnasafninu málaði ég t.d. skúlptúr sem fara átti í póst daginn eftir til útlanda. Allt er þetta svolítið knappt en þetta hefst.“ Nú ertu tæplega hálfnuð, hefur þú ekki „hlaupið á vegg“ eins og maraþon- hlauparar tala oft um? „Víst má líkja þessu við maraþon. Tíminn er ansi knappur oft en ég hef ekki „hlaupið á vegg“ ennþá. Það tekur vissulega á að vera undir svona miklu álagi í langan tíma. Hins vegar er vinnugleðin svo mikil að allt annað gleym- ist. Það er innri þörf sem knýr mig áfram í þessu verkefni.“ Hefur verið fjölmenni í afmælisveislunum? „Já, aldeilis. Það eru ekki bara vinir og vandamenn sem halda þessar afmæl- isveislur með því að setja upp sýningarnar. Þær fara fram víða um heim. T.d. hringdi í mig kona sem sér um sýninguna í Bainbridge Island í Washington og spurði hvort ég vildi hafa súkkulaði- eða rjómatertu við opnunina. Þegar ég opn- aði sýninguna á Siglufirði fór fjöldi manns með mér og eins verður það á sýning- unni hjá Sævari. Það er mjög gaman því tilgang- urinn er að dreifa gleðinni sem víðast og um leið þess- ari myndlist. Einnig hef ég fengið gesti allsstaðar að á vinnustofuna mína í Gilinu á Akureyri sem óskar mér til hamingju með sýningarnar. Ég finn að fólk fylgist með þessu og sumir hafa séð margar sýningar nú þegar. Í Ketilhúsinu á Akureyri er svo heimildarmynd sem gerð var um mig.“ Hvers konar efnivið not- ar þú í verk þín? „Ég vinn úr því hráefni sem berst inná vinnustof- una til mín. Fólk kemur með allskonar dót og gefur mér, timbur, striga, alls- konar tuskur, járn, blöð og tímarit. Allt verður þetta mér að yrkisefni.“ Hvað fá gestir að sjá hjá Sævari? „Þar verða fjórar manns- myndir (skúlptúrar) gerðir úr timburafgöngum. Kaup- maður með viðskiptavinum og nokkrar hænur verða þarna á vappi. Það má segja að sýningin sé framlenging á verslun Sævars Karls í Bankastræti.“ Muntu taka þér frí eftir þessar fjörutíu sýningar? „Ég er ekki farin að hugsa svo langt, hugsa bara um næstu sýningu. Í næstu viku opna ég sýningu á Seyðisfirði og í millitíðinni verð ég með uppákomu í Hrísey.“ Sýningin hjá Sævari Karli stendur til 1. ágúst. Hænur á vappi hjá Sævari Karli STIKLA Skúlptúr- sýning hjá Sævari Karli ROGER Sayer, dómorganisti í Rochester í Englandi, kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Sumarkvölds við orgelið þessa helgi. Í dag kl. 12 leikur hann á stuttum hádegistónleikum en aðal- tónleikar helgarinnar verða annað kvöld kl. 20. „Þetta er í þriðja sinn sem Roger heimsækir Ísland auk þess sem hann hljóðritaði hér diskinn Great Europan Organs nr. 45 sem gefinn var út af Priory Records,“ segir í fréttatilkynningu. Á efnisskrá sunnudagstónleikanna kennir ýmissa grasa. Fyrst leikur Roger Sónötu í G-dúr eftir breska tónskáldið Edward Elgar. Austurríska tón- skáldið Anton Heiller skrifaði næsta verk efnis- skrárinnar. Það er Tanz Toccata frá árinu 1970. Síðasta verk tónleikanna og jafnframt það viðamesta er Orgelsin- fónía nr. 6, op. 42/2 eftir hið kunna franska tónskáld Charles- Marie Widor. Hann mótaði öðrum fremur frönsku orgelsinfón- íuna, eitt stórkostlegasta tónlistarform síðrómantíska tímabilsins í orgeltónlist. Í 64 ár, frá 1871 var Widor organisti við eitt af fræg- ustu orgelunum, í St. Sulpice-kirkjunni í París. 6. orgelsinfónían er af flestum talin ein besta orgelsinfónían hans. Á tónleikunum í dag flytur Roger þrjú verk. Prelúdíu og fúgu í Es- dúr BWV 552 eftir Johann Sebastian Bach, Scherzo eftir ítalska tónskáldið Marco Enrico Bossi og Fantasíu og fúga um B-A-C-H eftir Max Reger. Dómorganisti frá Rochester í Hallgrímskirkju Roger Sayer SÝNING á þjóðlegum listmunum úr einkasafni Wang Shucun frá Kína verður opnuð í Hafnar- borg kl. 15 í dag. Shucun er listfræðingur að mennt og hefur lengi starfað sem fræðimaður á sviði kínverskrar myndlistar og alþýðulistar. Á und- anförnum 60 árum hefur hann safnað mörg þús- und kínverskum munum, þ.á m. málverkum, trérist- um, klippimyndum, leik- föngum úr leir, útsaum o.fl. Hann hefur farið víða um heim með þessa muni og fjallað um þá í fyrir- lestrum í Ástralíu, Hong Kong, Japan, Rússland Singapore og víðar. Hafnarborg er opin alla daga nema, þriðjudaga, frá kl. 11–17. Sýningunni lýkur 28. júlí. Eitt kínversku verkanna í Hafnarborg. Þjóðlegir listmunir frá Kína Í HINU nýja Listasafni Árnesinga í Hveragerði verður nú boðið upp á „sunnudagsuppákomur“. Að sögn Birnu Kristjánsdóttur for- stöðumanns er ætlunin að ná til breiðs hóps fólks. „Við viljum með þessu gera safnið aðgengilegt fólki með margvísleg áhugamál, s.s. tónlist, leiklist, bókmenntir og tísku. Öllu er lýtur að sköpun.“ Á fyrstu uppákomunni kl. 15 á morgun koma fram djassfélagarnir Alfreð Alfreðsson á trommur, Árni Scheving á bassa, Jón Páll Bjarnason á gítar og Þórir Baldursson á hljómborð. Í sölum safnsins stendur yfir samsýning þeirra Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar. Safnið er opið frá kl. 12–18. Aðgangur er ókeypis. Ljósmynd/Birna Kristjánsdóttir Jón Páll, Árni Scheving, Þórir Baldursson og Alfreð Alfreðsson. Sunnudagsdjass í listasafni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.