Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 V EGLEG sýning á ljósmynd- um Ólafs Magnússonar kon- unglegs hirðljósmyndara verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í dag. Það eru listasafnið og Þjóðminjasafn Íslands sem standa að sýn- ingunni. Þess má geta að myndadeild Þjóðminja- safns Íslands fékk fyrir skemmstu safnaverð- launin fyrir rannsóknir og sýningar á verkum genginna ljósmyndara. Ólafur Magnússon fæddist árið 1889 og var sonur Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara, en myndir hans hanga nú til sýnis í sal Ljós- myndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsinu, við hlið Listasafns Reykjavíkur. Ólafur nam ljós- myndun hjá föður sínum, en sótti framhalds- nám til Kaupmannahafnar. Hann opnaði eigin stofu árið 1914 í Templarasundi í Reykjavík og var í röð fremstu ljósmyndara okkar á fyrri hluta aldarinnar og allt framyfir hana miðja. Þegar Kristján konungur tíundi kom í sína frægu heimsókn til Íslands árið 1921 hlotn- aðist Ólafi sá heiður að fylgja konungshjón- unum á ferð þeirra um Suðurland og festa ferðir þeirra á myndir. Í kjölfar heimsókn- arinnar hlaut Ólafur titilinn konunglegur hirð- ljósmyndari. Ívar Brynjólfsson ljósmyndari og sérfræð- ingur við myndadeild Þjóðminjasafns er sýn- ingarstjóri ljósmyndasýningarinnar, sem er mjög umfangsmikil, í þrem sölum á annarri hæð. Nú allra síðustu daga voru Þjóðminja- safnsstarfsmenn enn að finna myndir eftir Ólaf í einkaeigu; – myndir sem verða þó með á sýningunni. „Sýningunni er skipt í fernt. Í fyrsta lagi sýnum við portretmyndir Ólafs, sem hann tók á stofu sinni allt frá því hún var opnuð og þar til hann dó, 1954. Ólafur var mjög flinkur port- rettljósmyndari, en tókst best upp í einsmanns myndum. Á þessum tíma var Sigríður Zoëga langbest í hópmyndatökum, Loftur Guð- mundsson í glamúrmyndum. Þau höfðu hvert um sig sitt sjónarhorn í portrettmyndatökum. Portrettmyndirnar sem við sýnum eru allt nýjar kópíur, og eingöngu valdar úr svokall- aðri kabinet stærð úr glerplötusafni hans. Í öðru lagi sýnum við myndir úr konung- heimsóknunum 1921 og 1926 í öðrum sal. Það eru allt eigin kópíur Ólafs. Í þriðja lagi sýnum við landslagsmyndir Ólafs, sem er kannski það sem er eftirsóknar- verðast að sjá, því þær myndir hafa ekki verið sýndar í meir en hálfa öld. Satt að segja var Ólafur betri landslagsljósmyndari en flestir þeirra sem þykja góðir í dag. Hann stækkaði myndir sínar upp í stórt format og seldi á svip- aðan hátt og málverk; – hann keppti við lands- lagsmálara á þeim markaði. Það sjáum við á auglýsingum frá þessum tíma, þar sem lands- lagsmyndir hans eru auglýstar til dæmis til brúðargjafa og yfirleitt voru þær handmálaðar eða eintónaðar. Í fjórða lagi sýnum við panorama-myndir Ólafs, sem hafa hingað til verið ranglega eignaðar Magnúsi föður hans, en Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur lánað okkur filmurnar af þeim.“ Erfitt að greina feðgana að Ívar segir að safn feðganna hafi um tíma blandast mjög mikið og að því hafi verið erfitt að greina í sundur hvor hafi tekið hvað. Þegar Ólafur dó var filmum hans komið fyrir á Þjóðminjasafninu, en filmur Magnúsar eru varðveittar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Bæði söfnin eru blönduð film- um beggja, en Ívar segir að engar myndir hafi verið settar á sýninguna nú nema þær væru sannanlega eftir Ólaf. Þó er ekki rétt að tala um filmur, því mest var tekið á gler. „Glerið var notað í nánast allt, en pano- rama-myndirnar voru þó tekn- ar á rúllufilmu. Árbók Ferða- félagsins birti á sínum tíma panorama-myndir sem voru merktar Ólafi. Við gátum einn- ig tímasett hvenær þessar myndir voru almennt teknar og það er á tímabili þar sem Ólaf- ur eru upp á sitt besta. Það er afar ólíklegt að Magnús faðir hans hafi verið að þvælast um reginfjöll og öræfi á gamals aldri til að taka þessar myndir og búnaðurinn er þungur og erfiður viðureignar fyrir mann sem var kominn undir áttrætt. Þetta voru mjög erfið ferðalög. Við höfum séð eina panorama- mynd frá Reykjavík merkta Magnúsi, en telj- um að hinar séu allar eftir Ólaf. Við sjáum þetta ennfremur af þeim ferðalöngum sem eru með á þessum ferðalögum; – það er ungt fólk, á sama reki og Ólafur var. Einnig er tals- vert um landslagsmyndir sem teknar eru á venjulegar vélar og sýna sömu svæði og pano- ramamyndirnar. Það er því margt sem styður kenningu okkar um að panoramamyndirnar séu höfundarverk Ólafs.“ Ólafur hélt sýningar á landslagsljósmynd- um sínum í Kaupmannahöfn bæði á þriðja og fjórða áratug 20. aldarinnar, og var fyrstur ís- lenskra ljósmyndara til að sýna á erlendri grund. Ívar telur ólíklegt að Ólafi Magnússyni hafi verið kunnugt um hvað um var að vera í landslagsljósmyndun annars staðar í heimin- um, nema kannski í Danmörku, en þangað voru líklega mest tengsl íslenskra ljósmynd- ara. „Ef við skoðum bara Ísland eru þeir sem á undan honum komu Magnús faðir hans og Sigfús Eymundsson og því ekki um auðugan garð kennara að gresja. Þegar við skoðum Ár- bækur Ferðafélagsins sjáum við til dæmis að þar sem Ólafi sleppir tóku við myndasmiðir sem voru ekki endilega atvinnuljósmyndarar, heldur kannski ferðalangar sem einnig voru áhugaljósmyndarar. Þessir menn tóku sínar myndir líka nær, meðan Ólafur var meira í stóru og breiðu útsýni, svona grand vistas. Landslagsljósmyndarar dagsins í dag ættu að skoða myndir Ólafs, – þær eru mjög flottar. Ég er viss um að þeir gætu lært eitthvað af því.“ Flestar landslagsmyndir Ólafs Magnússon- ar eru teknar í Borgarfirði, á Suðurlandi og Þingvöllum. Í þá daga var það vinsælt að handmála ljósmyndir, enda litfilmur ekki komnar til sögunnar. Sú tækni sem þá var notuð við málun myndanna er í grundvall- aratriðum sú sama og notuð er í dag. Vinsæld- ir þessarar tækni hafa þó dvínað umtalsvert með tilkomu litljósmyndarinnar. Því gætu margir horfið inn í heim nostalgíunnar og heimsóknir til afa og ömmu á miðri síðustu öld við að sjá myndir Ólafs. Rammarnir eru líka tíðar- andatákn, veglegir og gylltir. „Í dag eru ljósmyndarar ekki að lita svarthvítar myndir, nema kannski í ljósmynda- skólum. Það er kannski harð- ur dómur, en ég held að frjáls ljósmyndun sé ekki til á Ís- landi í dag; öll ljósmyndun er svo markaðsvædd – hefur lítið frelsi frá honum og gefur okk- ur því mjög þrönga mynd af landinu, og reyndar þjóðinni líka. Það er mikill ókostur.“ Í tengslum við sýninguna er gefin út bók um ljósmyndafer- il Ólfs, sem Inga Lára Bald- vinsdóttir hefur tekið saman. Dominique Perrault á jarðhæð Á morgun hefst líka önnur sýning í Listasafni Reykjavík- ur; sýning á tíu verkum franska arkitektsins Domini- que Perrault. Sýningin er hingað komin að frumkvæði Alliance Francaise á Íslandi og með stuðningi franska sendiráðsins hérlendis, en yf- irskrift hennar er Morceaux choisis, – Valin verk. Það er listkynningardeild franska menntamálaráðuneytisins sem vann sýninguna í samráði við vinnustofu Perraults, en þetta er farandsýning, ætluð til kynningar á verkum hans á al- þjóðlegum vettvangi. Dominique Perrault fæddist árið 1953 og lauk prófi í arki- tektúr frá École des Beaux- Arts í París 1978. Eftir framhaldsnám í skipu- lagsfræði og sagnfræði opnaði hann eigin teiknistofu. Þáttaskil urðu á ferli hans 1989 er hann hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni um þjóðarbókhlöðu Frakklands. Bygg- ingin vakti strax alþjóðlega athygli og skapaði Perrault sess í fremstu röð franskra arki- tekta. Einkenni á byggingarlist Perraults eru hugmyndir hans um samband byggingar og landslags. Hann lítur á lóðina og landið sem byggingarefni sitt, fremur en gler, steypu og stál. Að hans mati felst hönnun bygginga í umbreytingu þess landslags sem fyrir er á hverjum stað, fremur en því að reisa byggingu í hefðbundnum skilningi. Í hans huga er það að skapa staði áhugaverðara verkefni en að byggja hús. Pétur Ármannsson deildarstjóri bygging- arlistardeildar Listasafns Íslands er sýning- arstjóri sýningarinnar hér og 7. desember verður hann með sérstaka leiðsögn um sýn- inguna kl. 15. Sýning á myndum konunglega ljósmyndarans Ólafs Magnússonar opnuð í Listasafni Reykjavíkur Bestur í einstaklingsmyndum og frábær í landslagi Óþekkt stúlka. Sjálfsmynd. Hvítárvatn. Ljósmynd: Ólafur Magnússon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.