Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 11
MINNING \ VALGEIR STEFÁNSSON FRÁ AUÐBREKKU Valli ininn, þegar vegir skiljast hér, veik er mín harpa, næstuiu brostinn strengur. Með söknuði miklum sé ég eftir þér, sorgin er beitt og nærri hjarta gengur. Ég trúði ekki, að þú færir svona fljótt. Fregnin barst heim á sólskinsdegi björtum. Yfir mig fannst mér skella niðdimm nótt, nöpur og köld með þokubólstrum svörtum. ...... nnmui Allir þaska hér at hjarta, hetjulund og gleðibrag, hlýja kænetkab osið bjarta, bætti margra sjúkra hag, hún var ekki hót að kvarta hinzta ."ram á solarlag. Ung og giæst í æskublóma Ingvars til, hún fór að Grund prúömennis og sveitarsóma, sem á kennslu lagði stund. Inn í sælulandsms ljóma, leiðast bau á drcttins fund. * Fyrir mina hond og annarra 1 stofufélaga og vina á Sjúkrahúsi 1 Hvammstanga Guðrún M. Beuónýsdóttir. ■ Svo rofaði til, ég ljósið aftur leit, _ liðinna ára mipning skýra og bjarta, hún fer líkt og sunnanblær um blómarcit og blæðandi græðir sár í vinar hjarta, flýgur í hugann eins og lítið ljóð, líðandi stundar eyðir þokubakka. Ljóst er mér, þegar lít ég farna slóð, að líf þitt var gjöf, sem okkur ber að þakka. Líf þitt var stutt ,en bjart uin þína braut, bros þitt var hlýtt, að ölluin vékstu góðu. í leik og í starfi leystir marga þraut. Ljósberi varstu þeim, sem næstir stóðu. Frá ljósinu því mun leggja birtu og yl, á líf þinnar góðu konu og dóttur ungu, létta þeim sorg, er sárast finna til og senda þeim kraft, að lyfta fargi þungu. Við skiljum um lin'ð, þó bresta engin bönd. Braut sína liver á lciðarenda gengur. Mér finnst enn ég geti haldið þér í hönd og Hlúð að þér líkt og meðan þú varst drengur, vögguljóð sungið, vakað yfir þér, verndað frá ýmsum hættum, firrt þig táruin. Ævilangt verður greypt í muna mér minningin góð, frá þessum liðnu árum. Á kveðjustund hinstu minnist önd við önd, um óræðisdjúpin liggur hulinn strengur. Þér fagna mun guð á friðarlandsins strönd, fullhuginn sterki, prúði, góði drengur. Um heiðríkju geima fljúgðu — fljúgðu hátt, sú för verður glæst, þó heyrist enginn dynur. Á bæn minni skaltu svífa í sólarátt sonur minn kæri, frændi, bróðir, vinur. Þórir Valgeirsson. ", ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.