Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 3
Starfaði í sveitarstjórnum bæði í Tjörnesíhreppi — hinum forna — og á Siglufirði. Vann að fasteignamati bæði á Siglufirði og á Húsavík. Var byggingarfulltrúi á Húsavík 1945—1948. Forðagæzlumaður í Reykja- hverfi nokkur ár eftir 1912 og á Siglufirði 1928—‘32. Skrifstofumaður hjá Húsavíkur- hreppi tvö ár. Gegndi forstjóra- störfum við Sparisjóð kaupfélags Þingeyinga 1959—1962. Sá um og vann að viðgerð gam- alla húsa og bæja fyrir þjóðminja- safn íslands (Saurbæjarkirkju, Grenjaðarstaðabæjar (að nokkru), Laufásbæjar og bæjarins að Keld- um). Gerði við Nonnahúsið á Akur- éyri fyrir Zontaklúbbinn þar. Annaðist héraðsskjalasafnið á Húsávík. Afgreiddi löngum bækur til útlána úr Bókasafni Þingeyinga á Húsavík. Formaður Ferðafélags Húsavík- ur var hann seinustu árin. Gekkst þá fyrir og tók þátt í mörgum kynningarferðum í fjarlæg héruð og öræfaleiðangrum. Félagar Sigurðar úr þeim sam- tökum hafa nú þegar stofnað sjóð til minningar um hann. Fram undir hið síðasta þótti, ef skipa þurfti nefnd á Húsavík, gott að kjósa Sigurð í nefndina, hvert sem nefndarstarfið var. Sú var fjöl- hæfni hans og drengskapur. Fjöldi fólks setti traust sitt á hann og leitaði til hans, ef eitt- hvað þurfti að endurbæta, sem byggingum viðkom. Hann var úr- ræðaskjótur og áræðinn í verki, kappsamur og ósérhlífinn. Stundvís í bezta 'agi og viðbragðsfljótur H1 allra efnda. í æsku stundaði Sigurður Egils- son talsvert íþróttir. Hann var einn af forstöðumönnum fyrsta héraðs- íþróttamóts Sambands þingeyskra ungmennafélaga (1915). Á mótinu hlaut hann þrenn fyrstu verðlaun í stökkum: hástökki, langstökki og þrístökki. Hann var framarlega í söngmálum sveitar sinnar meðan hann var á Laxamýri. Tók framan af ævi þátt í söngkórum þar sem hann dvaldi. Söng í Landskórnum á Alþingishátíðinni 1930. Mætti þar með Siglfirðingum. Sigurður var bókhneigður, las mikið og fylgdist vel með dagskrár málum. Hann átti gotf bókasafn, smíðaði því skápa og batt bækum- ar, því hann kunni bókband eins og fleira. Hann var vel málifarinn á mann fundum, hispurslaus og hreinskil- inn en kurteis. Ritfœr var hann, eins og greinar hans í blöðum og tímaritum bera með sér, þótt hann íðkaði ekki skáldskaparmál, eins og Jóhann Sigurjónsson föðurbróð- ir hans. Nokkrum sinnum sendi Siguður erindi til upplesturs í út- varpinu, sem vöktu athygli. Hann iðkaði útskurð, því að hann var einn þeirra manna, sem virðast hafa tíma til alls. Fyrir út- skurð hiaut hann verðlaun í verð- launakeppni „íslenzks heimilisiðn- aðar,“ er fór fram sem landskeppni í Reykjavik 1965. Verðlaunin voru peningar, en þeim fylgdi heiðurs- skjal með svofelldri umsögn: „handbragð frábærlega gott, munstrin smekkleg og stílhrein og styðjast að nokkru við þjóðlega hefð, án þess þó að vera stæling“. Sigurður Egilsson frá Laxamýri er liðinn inn í „rökkurhljóðar hall- ir dauðans." Þar eiga ekki aðeins vinir og vandamenn, heldur um leið íslenzkt samfélag, úrvalsmanni á bak að sjá. Með línum þessum sendi ég ást- vinum hans innilega samúðar- kveðju. Karl Kristjánsson. f Góður drengur er genginn. Sigurður Egilsson frá Laxamýri er horfinn vinum og samferða- mönnum. Þrátt fyrir það að Sigurður var kominn hátt á áttræðisaldur og vitað var síðustu mánuði að hann var haldinn þeim sjúkdómi, er ban vænn hlaut að verða, á ég erfitt með að átta mig á burtför hans Með Sigurði er fallinn í valinn einn af þingeysku aldamóta- mönnunum, en fylking þeirra gisn ar nú óðum. Það er ágæt lífsreynsla og gæfa, að kynnast góðum mönnum, lær- dómsrík og auðgandi i senn. Einn slíkra manna var Sigurður Egils- son. Ég kynntist honum ekki per- sónulega fyrr en hánn var Kominn á efri ár, þekkti hann áður af orð- spori og af góðu einu. Atvikin höguðu því svo að leiðir ókkar lágu ' saman skömimu eftir að Sigurður fluttist til Húsavíkur og reisti sér þar býli sitt Sunnuhvol. Ég tel kynni mín við Sigurð hafa verið mér mikið happ. Við áttum allnáið samstarf hátt á annan áratug. AU- an þann tíma voru kynni mín af Sigurði á einn veg. Hjálpfýsi hans, samvinnuþýðleiki, vin-nugleði og starfsþol var með eindæmum. hann var fjölhæfur maður og áræðinn til starfa, lagði á flesta hluti gerva hönd. Honum var eink- ar lagið að lagfæra það sem aflaga hafði farið, lagði í það metnað-sinn og hafði yndi af slí-kum störfum. Þegar gömlu bæirnir að Grenjaðar stað og Laufási voru lagfærðir, og að miklu leyti endurbyggðir í sinni ■ upphaflegu mynd á vegum Þjóð- minjavarðar, var Sigurður til þess fenginn að hafa forystu þeirra verka. Þar vann hann hið ágætasta starf og er almannarómur að þau verk lofi meistarann. Þá var hann einnig til verka kvaddur er Nonna hús á Akureyri var fært til upp- haflegrar myndar. Ég undraðist það oft, og máski m-eð dálítilli öfund, hvað Sigurði varð úr tíma sínum. Mér virt- ist hann löngum hafa tíma til þess að sinna kvöðum allra, sem til hans leituðu, en það voru margir. Þó að mér virtist hann hlyti að vera yfirhlaðinn störfum, um ára- bil meðal annars sem starfsmaður Húsavíkurbæjar, fann hann sér gjarnan stundir til þess að semja erindi til flutnings í útvarpi, og kunnugt er mér, að hann var fljót- ur til þess að grípa penna og svara fyrirspurnum er fram komu í út- varpsþættinum um íslenzkt mál. Kynni okkar Sigurðar og sam- starf hófst fyrst verulega eftir að ég tók við vörzlu Bókasafns S.- Þingevinga. Hann varð bá fljótlega aðstoðarmaður minn við afgreiðslu á bókaútlánu-m. Jafnframt þvi batt hann bækur fyrir safnið og lagfærði gamlar bækur. Þær eru ótaldar bækurnar, sem hann bjarg- aðj þannig frá ótimabærri eyði- leggingu. Og ég á bágt með að átta mig á þeirri staðreynd, að hann skuli nú ekki framar koma til mín inn úr dyrunum í bókasafnssaln- um með bókasekkinn á bakinu, glaður og reifur og viðræðugóður svo sem hann ætíð yar. Sigurður safnaði ekki fjármun- um eða veraldarauði, til þess stóð hugur hans ekki. En hann átti í ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.