Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 5
stund, og var það nokkrum sinn-
um vegna þess að hana syfjaði, og
af gamalli reynslu, vissi hún þá
að einhver sótti að henni,
óg var þá venjulega um að ræða
ik'Unníngja eða náin skyldmenni frá
riágrannabæj u num. Við töluðum
stundum um þetta, og ég held að
mér sé óhætt að segja, að ég fari
rétt með, að i flest ef ekki öll
þessi skipti, er hún var að vakna,
eða stuttu eftir það, hafi einhver
kunningi eða kunningjar komið í
heimsókn frá nágrannahæjunum-
f þessum tilvikum kom fyrir, að
Lappi, heimilishundurinn gelti af
miklum ákafa stuttu áður en við
komandi gestur eða gestir gengu
( hlaðið. Það kom nokkrum sinn-
um fyrir, er mig hafði dreymt
eitthvað, að ég sagði Sigríði frá
þVí morguninn eftir, og venjuleg-
asta svarið var, að það væri fyrir
daglátum. En mörgum árum
seinna, fannst mér stöku sinnum,
að ein og önnur gerandi daglegs
Iífs, koma mér svo kunnuglega fyr
ir, eins og það hefði skeð einhvern
fcíma áður, og að hugsuðu máli ef
ast ég ekki um annað, en nokkuð
af þvi er mig hafði dreymt á
Vagnsstöðum, og ég sagði Sigríði
frá.
Það var með hana eins og fleir'
samtíðarmenn, að aðstaðan til
mennta var ekki mikil á sínum
tíma, og kom eitt og annað til, eins
og gengur. En hún var ein af þeim
er nam því betur í lífsins skóla.
Það nám mun liafa verið henni að
mörgu leyti auðlært, þar sem hún
var í ríkum mæli eðlisgreind, eins
hún átti kyn til.
Það mun hafa verið göniul
venja fólksins í Suðursveit. og ná-
grenni, á hentugum tírna, mánað-
armótin júlí og ágúst, að hver sem
átti heimangengt, lyfti sér upp frá
dagsins önn, til mannfagnaðar er
nefndur var fjallasamkoma, því
fjöll eru í grennd, og staðurinn
grasi gróin flöt. Við skógarkjarr
eitt mikið i nágrenni Steinavatna
að mig rninnir. Alltaf var farið
fljótlega eftir hádegi, því nokkurn
tíma tók að komast á áfangastað,
annað hvort á hesturn eða bílum,
en það var ekki mikið um þá. Hver
fjölskylda liafði með sérmesti, sem
tekið var upp eftir að fólkið hafði
skemmt sér um hríð, við söng og
boðhlaup, svo eitthvað sé nefnt.
Undir kvöld fóru allir að búa sig
til brottferðar, og að lokinnl
ánægjulegrl ferð, fannst mér
ávallt akkur í að neyta góðs kvöid-
verðar, er Sigr'íður hafði til reiðu.
En ég man ekkl til að hún færi
nokkru sinni með okkur á þessar
samkomur, þó vel sé Hklegt að
hún hafi gert það á sínum yngri
árum. En nú gætti hún búsir.s,
ásamt bónda sínum og ömmu
gömlu, aldursforseta heimilisins.
Sigríður fæddist á Neðrabænum
í 'Borgaihöfn, 28. febrúar 1898.
Tíminn leið unz að því kom að
hún giftist árið 1929, eftirlifandi
manni sínum, Gunnari Gíslasyni,
ungum bóndasyni, er í þann rnund
var að taka við bústjórn, aldur-
hniginna foreldra á Vagnsstöðum
i Suðursveit. Þá mun Sigríður hafa
tekið að sér hlutverk húsfreyjunn-
ar og þar með hlotið þá vígslu. er
góðurn þjóðlegum þegn sæmdi:
því að húsfreyjustarfið hefur alltaí
verið ábyrgðarmikið, og ekki sama
hvernig það var og er af hendi
leyst. Ég vissi ekki annað, en að
henni hefði alltaf tekizt vel til.
Sigríður eignaðist þrjú börn, og
átti þvi láni að fagna, að heilsu
þeirra var í engu ábótavant, og
þau voru greind og atbafnasöm er
fram liðu stundir, og í dag eru
þau nýtir þegnar þessa þjóðfélags,
hvert á sínu sviði, þó að tilhnoig-
ing til búskapar sé ríkjandi hjá
þeim á stundum, eins og þau eiga
kyn til. og segja má að lengi býr
að fyrstu gerð, því ég veit ekki
annað en þeim hjónum, Sigríði ng
Gunnari hafi tekizt vel til við upp-
eldishlutverkið á sínum tímá.
Sigríður var kona frekar hávax-
in, þess vegna veitti ég henni meiri
athygli en öðru heimilisfóiki, og
fannst mér það eins og fullkomna
hinar góðu tilhneigingar hennar
til oi*ðs og æðis, sem margar hverj
ar væru sérkennandi fyrir hana
eina, dagfarslega. Má vera að
fleirum hafi fundizt það er til
hennar þekktu að ráði.
Ég minnist þess, «fð stöku sinn-
um fór Þórarinn sonur hennar á
línuveiðar á lóninu. >á fékk ég
stundum að fara með, og kom-
um við þá venjulega við í Háholti
í leiðinni. En þessi staður i lón-
inu er dálítil klettaeyja, sem fær
á sig sérkennilega mynd, eins og
sambland af hatti og axarblaði
séð frá lilaðí ganila Vagnsstaða-
bæjarins, og stundum átti ég þess
kost að fara með Skarpbéðni í
fjöruferð, þar sem hann hafði hug
á að taka eitt og annað til hand-
argagns, sem rekið hafði, og hon-
um fannst nýtilegt. Ég hafði alltaf
ánægju af að fara í þessar ferðir,
með Þórarni og Skarphéðni.
Það mun hafa verið seint í júliv
1949, að fimmtu sumardvöl minni
að Vagnsstöðum iauk fyrr en
venjulega, þar sem örlögin höfðu
spunnið mér þann þráð.
Þegar ég kvaddi heimafólk, svo
og Sigríði, grunaði mig ekki að
væri í síðasta sinn, og ég ætti ekki
eftir að sjá hana meira í lif-
anda lifi, því annars er ég viss um
að ég hefði kvatt hana bet-
ur en annað heimafólk. En ég
kvaddi hana þó á kurteisan hátt,
og þakkaði lienni fyrir niig, eins
og mér var lagið, og hafði verið
kennt.
Á síðari árum niun Sigríður hafa
byrjað að missa heilsu og mun þá
hafa notið að einhverju leytj að-
stoðar bónda síns. skyldmenna og
vina. En ég hygg að hún hafi reynt
að vinna dagsverkið að mestu
hjálparlaust, þrátt fyrir það. því
að hún var þannig skapi farin. Að
morgni dags 16. júM síðastliðinn
mun Sigríður hafa tekið daginn í
fyrra lagi að vanda og eitt af henn
ar fyrstu morgunverkum í hinu
nýlega íbúðarhúsi, skammt fr.í
ganila bænum, var að tendra eld,
sem einn þátt í tilbúnin?; morgup
verðar fyrir heimafólk. En þá lauk
verki hennar óvænt og skvndilega
Síðar sania dag kom í ljós, að vinir
og vandamenn voru einum góðuni
vini fátækari. Viku seinna. eða
23. sarna mánaðar var Sigríður til
grafar borin, og kvödd hinztu
kveðju af fjölda fólks. Og ég efast
ekki um að á þeirri stund
liafi flestuni ef ekki öllum ver-
ið það sama í huga, þakklæti og
virðing. því að ég held að mér
sé óhætt að fullyrða það, að í
lífinu hafi Sigríður verið sveit
sinni ávaMf til sónia. hvert sem
leiðir hennar lágu. og var ein
þeirra hverfandi þegna er eiga
sinn þátt í að setja svip á liana
og liðna tíð.
Það má vera, að um tilviljun sé
að ræða, að um svipað leyti í júli
fyrir rúmum tuttugu árum, kvaddi
ég heimilisfólk, svo og Sigríði hús-
freyju á Vagnsstöðum í síðasta
sinn, en um það hef ég áður getið
og með áðurgreindan möguleika í
liuga, þarf ekki að hafa verið neitt
samband þarna á milli- Mér þyk-
ir þvi eðMlegast að afgreiða þetta
á þann hátt, að hér hafi verið um
að ræða eina af mörgum skrýtn-
ÍSLENDSNGAÞÆTTiR
5