Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Side 6
ÞURIÐUR GISLADÓTTIR
EYRI, SVÍNADAL
Hinn 4. júní síðastliðinn lézt í
ejúkrahúsi Akraness frú Þuríður
Gísladóttir, fyrrum húsfreyja á
Eyri í Svínadal í Borgarfjarðar-
sýslu. Með henni er til moldar
gengin merk og góð kona, og hef-
ir dregizt of lengi að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Hún var fædd á Skálpastöðum
í Skorradal 4. nóvember 1871,
dóttir hjónanna, sem þar bjuggu
þá, Guðrúnar Sveinsdóttur og
Gísla Ögmundssonar, mætra merk
ishjóna, og ólst upp í föðurgarði
þar til hún var uppkomin. Fór
hún þá til vandalausra, og var
snemma eftirsótt til allra sveita-
starfa sökum dugnaðar síns og
vandvirkni. Var hún talin karl-
manns ígiidi að burðum og dugn-
aði við öll utanbæjarstörf, og ekki
var hún síður vel verki farin við
innanhússtörf. Árið 1899 giftist
um tilviljunum, er eiga sér svo oft
stað með margvíslegu og ólíku
móti, á meðal fólks í daglegu iífi
þess. Mér kom þetta allt í hug,
er ég frétti að Gunnar frændi
minn og nafni, bað fyrir sérstaka
kveðju til mín, fyrir samúðar-
skeytið á sínum tíma. Þar sem
mér þótti svo vænt um þessa
kveðju, og met hana mikils, ákvað
ég að loknum hugrenningum mín-
um, að launa fyrir mig, þótt síðar
yrði, og hef nú endurgoldið það
með þessum skrifum, sem ég vita-
skuld tileinka aðeins Gunnari
nafna mínum.
Að lokum finnst mér ekki úr
vegi að geta þess, að Gunnar var
bróðir Lárusar heitins er var fað-
ir móður minnar, þó það atvikað-
ist á unga aldri hennar, að hún
varð kjördóttir þeirra merkishjóna
Sigríðar og Magnúsar Benjamíns-
sonar úrsmiðs. En þau hjón voru
ein af þeim er settu svip á höf-
uðborgina, en alknörg ár eru lið-
in, frá því að þau hurfu á vit
feðra sinna.
Gunnar Sverrisson.
hún Ólafi Ólafssyni, bónda á Eyri
í Svínadal, myndar- og dugnaðar-
manni, og áttf þar heima jafnan
síðan, eða í full 70 ár. Bjuggu þau
þar í meira en 50 ár, þar til Ólaf-
ur lézt 1952. Var heimili þeirra
jafnan rómað fyrir gestrisni og
myndarskap. Eftir lát manns sins
dvaldi hún hjá Ólafi syni sínum
til æviloka. Börn þeirra hjóna eru
náu, sem öll eru á lífi nema einn
sonur, er lézt uppkominn. Nöfn
barna þeirra eru þessi: Jónina,
húsfreyja í Tungu í Svínadal, Óiaf-
ur, bóndi á Eyri, Guðrún og Guð-
laug, báðar í Reykjavík, Jónmund-
ur, kjötmatsmaður í Reykjavík,
Sigurður (látinn), Þórunn, Gísli og
Helga, öll í Reykjavík. Eru þau
flest gift og eiga börn, mesta
rnyndar- og gæðafólk. Nokkru áð-
ur en Ólafur, maður Þuríðar, lézt,
tók Ólafur yngri við búi og jörð,
enda hafði hann verið aðalforsjlá
heimilisins hin síðari ár. Hefir
hann búið þar síðan og búnazt vel.
Fékk hann fyxlr ráðskonu unga
stúlku vestan af SnæfeUsnesi,
Erlu Guðmundsdóttur og eiga þau
einn son barna, Ólaf, sem nú er
16 ára, mesti efnispiltur, sem var
yndi og eítirlæti ömmu sinnar í
ellinni. Erla er dugnaðar- og gæða-
kona, sem reyndist gömlu kon-
unni sérstaklega vel, svo að á betra
varð ekki kosið.
Eins og áður er getið, þá átti
Þuríður heima á Eyri í full 70 ár
og var því staðurinn henni kær.
Á Eyri, og raunar Svtínadal öllum,
er mjög sumarfagurt og skóglendl
töluvert ekki langt frá Eyri, en
ó vetrum er þar vetrarriki nokk-
urt og stonmasamt. — Á Eyri
höfðu þau hjón, Þuríður og Ólaf-
ur, jafnan gagnsamt bú, eada var
þar farið vel með allar skepnur.
Voru þau samhent í dugnaði, ráð-
deild og hagsýni. Geta má þó
nærri, að svona mannmargt helm-
ili hafi þurft mikils með. Þuríður
var heilsuhraust . mestan hluta
ævinnar. Nokkur síðustu árin bag-
aði hana rnest, að hún var svo
slæm í fótunum, að hún gar, tæp-
ast gengið óstudd. Heyrn hennar
var þá líka orðin mjög lítil og
notaði hún heyrnartæki, en sjón-
in var ágæt. Las hún mikið og
fylgdist furðuvel með þvi sem
gerðist í umheiminum. Meðan Inm
hafði fótavist, sat hún jafnan á dag
inn í stól sínurn og prjónaði Var
sá prjónaskapur með snilldarhand
bragði.
Fyrir 16 eða 17 árum kynntist
ég Eyrar-heimilinu fyrst. Var ég
þar stuttan tíma í kaupavinnu Er
mér það í fersku minni, hvað
gamla konan var mér góð og vildi
iáta mér iíða sem bezt. Síðan hefi
ég oftast komið þar ó hverju ári
og verið nætursakir, og varð hún
innilega glöð að sjá mig í hvert
skipti, sem ég kom þar. Síðas: sá
ég hana í sjúkrahúsi Akraness fá-
um vikum fyrir andlát hennar. Var
þá mikið af henni dregið, en hún
þó með ráði og rænu og þekkti
mig. Vottaði hún mér gleði sína
með brosi og hlýju handtaki, sem
ég gleymi aldrei.
Þegar hún varð 95 ára, heim-
sóttu hana börn hennar öli og
margir vinir og grannar og áttu
með henni ánægjulega kvöldstund.
Gladdist hún mjög af því að von-
um og var hress í anda að venju.
Jarðarför hennar fór fram að Saur
bæ á Hvalfjarðarströnd 12. júní
síðastíiðinn að viðstöddu miklu
fjölmenni. Blessuð sé mlnning
ihennar.
Bragi Jónsson,
frá Hoftúnum.
6
ISLENDINGAÞÆTTIR