Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 10
MINNING
LOFTUR BJARNASON
OrSvana er ég, en langar þó, að
iminnast fáum kveðjuorðum þess
mæta manns, sem lagður var í
móðurskaut jarðar að Skálholts-
kirkju þann 27. sept. þ.m. Loftur
hét hann Bjarnason, fæddur að
Glóru í Gnúpverjahreppi, þ. 12.
sept. 1891. Ekki get ég rakið ætt
hans né feril fyrri hluta ævi hans.
Vafalaust hefur hann farið að
vinna, svo fljótt sem orka leyfði,
enda var starfið aðall hans til ævi-
loka, og hvað eina vel af hendi
leyst.
Það var árið 1929 að ég kom
að Iðu, þá fyrst leit ég augum
þennan mann sem ég átti eftir að
vera í náibýli við rúmum aldar-
fjórðung. Ári fyrr, 1928 hafði Loft-
ur ráðizt ráðsmaður til Bríetar
Þórólfsdóttur sem þá nýlega hafði
IÐU
misst mann sinn frá fátæku heim-
ili og 5 ungum börnum. Sannar-
lega var hafið mikilvægt dreng-
skapar- og kærleiksverk, og ekki
hætt við hálfgert, fremur en ann-
að sem hann gerði. Þessu heimili
helgaði hann alla krafta h-uga og
handa þar til ævi lauk. Systkinun-
um 5 var hann sem góður faðir
og munu þau öll af heilum huga
blessa minningu hans.
Guðsorð segir, að hrein og ó-
flekkuð guðsdýrkun sé, að vitja
munaðarlausra og efckna í þeirra
þrengingu, og vissulega hefur það
kærleiksverk sem hér var nefnt
verið þóknanlegt í augum Drott-
ins. Og vel er mér það ljóst, að
heilhuga virðing og þakkarhuga
bar Briet til hans þó ebki væru
85 ára:
Snorri Sigfússon
fyrrverandi námsstjóri
Þú ert ennþá æskuglaður,
— oft var torræð starfsins glíma.
En þú varst aldamótamaður,
merkisbari nýrra táma.
í sókn og vörnum varstu írækinn,
vinafastur, drengur góður,
„brekkuvanur, brattasækinn“,
bugaðist ei þótt þyngdist róður.
Fjörið slævist, fætur dofna,
fölvast kinn og litur hára.
En varla muntu á verði sofna,
þótt verðir fullra 100 ára!
Sit þú heill á heiðursstóli
hinzta unz gengur sól til viðar.
Ævihaust þitt sólna sjóli
sveipi skini gleði og friðar.
Magnús Pétursson,
kennari.
mörg orð um það höfð. Kærleik-
urinn er aldrei raupsamur.
Iðubæir standa alveg saman, að-
eins fá skref milli bæjadyra. Flesta
morgna á 26 árum komum við
Loftur jafnsnemma út og alltaf
var sama alúðin lögð í morgun-
bveðjuna og það er garnan að geta
sagt með sanni, að alla þessa
mörgu daga heyrði ég hann aldrei
segja ónotaorð.
Eins og jafnan er í nábýli,
þurftu búendur á Iðu margt að
vinna saman, smölun og gæzlu
gripa, flutninga að og frá, því að
lengi fóru bílar ekki nær en um
veginn hjá Reykjum. Þangað urð-
um við m.a. að flytja mjólkina um
12 km leið. Og svo var ferjan yfir
Hvítá sameiginleg kvöð á báðum
bæjum með m. fl. Samvinnan við #
Loft um öll þessi margvíslegu efni
var alltaf hin bezta. Betri sam-
verkamann er varla hægt að
finna. Orka, útsjónarsemi og hand-
lagni voru svo samverkandi að
Ihvert verk lók í höndum hans.
Margar ferðir fórum við saman
í björtu og dirnmu, að hjálpa mönn
um til að fcomast yfir Hvítá, oft
við erfið og næsta váleg skilyrði,
en líf manns lá kannski við, að
læknir kæmist yfir. Þá var stund-
um „lagt á tæpasta vað“ og komu
sér vel traust fumlaus handtök og
djarfmannleg aðgæzla.
Engjaskákir okkar lágu sam-
hliða á Hvítárbökkuan, það var
nokkuð harðslægt og sums staðar
þýft. Fallega gekk Loftur þar að
verki og ótrúlega fljótt stækkaði
teigurinn þó aldrei væri reitt hátt
til höggs.
í mörg ár var Loftur með mér
í sóknarnefnd, liðtækur þar sem
annars staðar, formaður varð hann
þeirra nefndar 1955 og gegndi því
starfi með prýði til dánardags.
Loftur var glaðvær og græsku-
laus gamanyrði lágu honum létt á
tungu, fróður var hann og greina-
góður og lagði jafnan gott til
míála. Hann skrifaði vel og stíll
var skemmtilegur. Ég á bréf frá
10
ÍSLENDINGAÞÆTTIR