Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 11
Magnea Björnsd.óttir
Blönduósi
Hún lézt á Héraðshælinu á
Blönduósi 29. sept. sl. eftir þunga
sjúkdómslegu.
Magnea var af eyfirzkum ættum,
fædid 11. október 1885. Ættir
hennar kann ég ekki að rekja, en
honum þ.ám. er skemmtileg
ferðasaga frá sumrinu 1962, er
hann slóst í för með hópi karla og
kvenna um fjöll og óbyggðir, þar
sem m.a. var leitað að Bárðargötu.
„Ég lagði af stað á Þorláks-
messu á sumri, svo vel var dagur-
inn valinn, enda varð ferðin
skemmtileg11.
Loftur var greiðvikinn og taldi
ekki eftir spor eða handarvik, ef
einhvers þurfti með. Já, síðustu
sporin hans voru gengin til að
gera mér greiða, koma skilaboðum
frá mér til manns er var þar í
grennd. Kannski hefur þá, minn
ógleyimanlegi vinur verið lasinn
og þessi spor flýtt fyrir því sem
koma átti, — guð einn veit það.
En þjónustulundin og greiðviknin
var hin sama til leiðarloka.
Heilhuga þakka ég þessi spor,
og þau góðu samskipti sem ég átti
við þennan mæta mann um 40 ára-
bil, 26 ár í nánu sambýli og 14
ár í hugnánd þó vik væri í milli.
Og síðustu samfundi okkar í sum-
ar gleymi ég ekki, þá eftir stutta
dvöl heima á Iðu. Var kveðjan svo
innileg, þétta handtakið og vinar-
koss var svo hlýtt að það vakti
óljósan grun, en hefur vermt hug-
ann alltaf síðan.
Blessuð sé minning Lofts á Iðu,
guði séu þakkir fyrir sporin sem
við áttum saman. Og af heilum
huga er samúðar- og þakkarkveðja
mín, og konu minnar til Bríetar
á Iðu og hennar góðu barna.
Drottins bJeneun veri með ykkur
alla tíma.
Einar Sigurfinnsson.
þær munu að öðrum þræði hafa
verið úr Svarfaðardal.
Hún fluttist ung með foreldrum
sínum vestur í Skagafjörð og
divaldi þar fram yfir fermingar-
aldur. Þá réðist hún til vanda-
lausra vestur í Húnavatnssýslu og
var þar í vistum á ýmsum bæj-
um, þar á meðal í Mjóadal. Þar
bjuggu þá þau merku hjón for-
eldrar Sigurðar heitins Guðmunds
sonar, skólameistara. Þau dóu
bæði í sömu vikunni og stundaði
Magnea þau í banalegunni, þótti
þá koma í ljós, að hún væri nær-
færin við sjúklinga.
-Á þessum árum kynntist hún
manni, sem Þorvarður hét og átti
með honum tvo drengi, Helga, bú-
settan í Reykjavík, og Hjalta, sem
látinn er fyrir nokkru.
Árið 1927 mun hún svo nafa
flutt til Blönduóss. Réðist hún þá
sem starfsstúlka við sjúkrahúsið
þar. Á sjúkrahúsinu vann hún
sem þvottakona, en var jafnan
boðin og búin til að gera allt, sem
með þurfti og kom það sér vel á
því stóra heimili. Þar vann hún svo
af sérstakri atorku og trúmennsku
meðan heilsan og kraftarnir leyfðu
og þó lengur, því hún var mjög
lasburða síðasta árið, sem hún
vann. Tvö síðustu árin hefir hún
svo verið að mestu rúmföst og leg
ið á sjúkradeild Héraðshælisins á
Blönduósi við ágæta umönnun,
sem ég er viss um að hún mundi
vilja þakka öllum, sen þar eiga
hlut að máli.
Það var mikið happ fyrir jafn
mikilvæga stofnun sem sjúkrahús-
ið á Blönduósi, að fá að njót.a
starfskrafta Magneu svona langa
tíð, eða um og yfir 40 ár. Þetta
kunnu líka forsvarsmenn sjúkra-
hússins að meta með því að láta
hana hafa ókeypis húsnæði og
fæði síðustu árin, sem hún vann
Hún hafði lítið herbergi á neðstu
hœð hússins, þar sem hún gat tek-
ið á móti gestum sínum, enda var
hún með afbrigðum gestrisin.
Magnea var aldrei rík af verald-
arauði, þó var hún alltaf veit-
andi og gefandi og virtist allcaf
hafa nóg til þess. En það sem lang-
mestu máli skipti var það, að hún
var kærleiksrík kona og kunni vcl
að miðla honum til þeirra, ssm
frekast þurftu hans með. Það eru
því margir, sem eiga Magneu gott
að gjalda, því fjölmörgum, sem til
sjúkrahússins þurftu að leita,
hjálpaði hún með öllu mögulegu
móti og það var eins og að hún
hefði tíma til alls. Slíkrar konu
er gott að minnast bæði lífs og
liðinnar.
Magnea bar velferð sona sinna
mjög fyrir brjósti, þó að hún hefði
ekki mörg tækifæri til að sýna
það í verki gagnvart eldri syni sín-
um, Helga, þar sem hann var
lengst af búsettur í öðrum lands-
fjórðungi. En umhyggja hennar
fyrir yngri syninum, Hjalta, var al-
veg sérstæð, enda þurfti hann
þess með, þar sem hann var ár-
um saman mjög stnikill sjúklingur.
Hjalti var líka móður sinni eins
góður sem frekast var á kosið og
innilegra samband á milli sonar
og móður hafa sennilega fáir
þekkt.
Að endingu bið ég guð að blessa
minningu þessarar framliðnu
merkiskonu og undir það er ég
viss um að margir mundu vilja
taka.
Guðmundur Jónasson.
11-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR