Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 17

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 17
bætli mjólkurinnleggið mikið úr greiðsluörðugleikum manna, því að þetta ár, hafði borizt tii bús- ins um 1 milljón litra af mjólk. Á me'ðan þetta vandræðaástand ríkti hér í framleiðslu og gjaldeyr- ismálum voru það samvinnufélög- in og þeir sem þeim stýrðu sem mest reið á, að væru þeim vanda vaxnir að koma í veg fyrir að fé- lagssamtökin yrðu fyrir fjárhags- iegu tjóni og einnig að bændurn- ir gætu haldið búum sínum á með- an atvinnuvegurinn væri að rétta við að nýju. Fullyrða má að þetta hafi tekizt giftusamlega hér í Húnaþingi undir framkvæmda- stjórn Jóns S. Baldurs. Nokkrar 6kuldir höfðu að visu myndazt við K.H., en þó ekki svo miklar, að hætta væri á að þær greiddust ekki, þegar bústofn bændanna væri aftur kominn i eðlilegt horf. Jón. S Baldurs var svo glöggur maður og raunsær, að hann sá að það var bæði hagur fél- og viðskipta mannanna, að reynt væri á allan hiátt að koma 1 veg fyrir árekstra útaf greiðsluörðugleikum félags- manna, á meðan bústofn þeirra væri að komast upp að nýju. Frá öndverðu hafa hafnarskilyrði ver- ið slæm á Blönduósi og eitt af hug- sjónarmálum Jóns S. Baldurs var að bæta þau, eftir því sem mögu- legt var. En þarna var við ramm- an reip að draga, því að fjárveit- ingavaldið 1 landinu lagði lengi vel llítið fjármagn fram, til þessara niála, en umibætur allar á Blöndu- ósi mjög kostnaðarsamar. Jón taldi þvl rétt að samvinnufélögin i héraðinu beittu sér fyrir því að afla fjár eftir föngum til þessara umbóta og studdi að því að KH„ t>g S.A.H. legðu árlega fram nokkra fjárhæð til að koma tll móts við aðra aðila þegar fjárveit- ing fengist úr ríkissjóði til umbót- anna. Árangur þessa starfs hefur orðið sá, að nú hafa aðstæður til út og uppskipunar á vörum stór- batnað og er svo komið að flest smærri skip geta lagzt að bryggju á Blönduósi í sæmilegu veðri, og á Jón S. Baldurs áreiðanlega þar góðan hlut að, ásamt mörgum fleirl aðilum. Hér hefur verið drepið á nokk- ur atriði úr starfssögu Jóns S. ÍBaldurs og er þó aðeins stiklað á stærstu steinunum, en margt fleira væri ástæða til að minnast á, þó að það verði ekki gert hór. Þegar kom fram á árið 1957 hefði Jón ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri samvinnufé- laganna á Blönduósi og kom það mörgum á óvart, því hann hafði verið mjög vinsæll i því starfi. En hvorttveggja var, að eitthvað var heilsa hans þá farin að bila og eins hitt að hann leit svo á, að réttara væri íyrir sig að hætta miklu ábyrgðarstarfi, áður en þrek hans og kraftar biluðu fyrir alvöru. Eitt sinn er ég ræddi um þessa ákvörð- un hans, við hann sagði hann: „Ég vil endilega hætta að vera kaupfélagsstjóri, áður en ég fer að gera einhverja vitleysu sem gæti skaðað félagið“. Aðalástæðan fyxir að Jón tók þessa ákvörðun, mun þó hafa verið sú, að hann óttað- ist um heilsu sina um þessar mund ir. En sem betur fór rættist vel úr með heilsu hans og e.t.v. hefur sú ákvörðun Jóns að hætta gtörf- um sem framkvæmdastjóri tveggja stórfyrirtækja og þar með að létta af sér miklum áhyggjum, étt drjúgan þátt í þvl. Um áramót- in 1957—8 hafði annar kaupfélags stjóri verið ráðinn að kaupfélag- inu á Blönduósi og tók hann við starfinu snemma árs 1958. En þó að Jón S. Baldurs hætti fram- kvæmdastjórastörfum samvinnu- félaiganna á Blönduósi, þá vildi hann gjarnan helga þeim starí sitt og krafta áfram. Hann réðist því sem forstöðumaðux bókabúðar K. H. á Biönduósi og til fleiri starfa næstu árin — og nú allra siðustu árin, hefur hann verið á skrifstofu mjólkurbúsins og virðist una hag sínum vel, þó að hann sé ekki leng ur í húsbóndastarfinu og ber það ótvíræðan vott um manndóm hans og skynsamlega yfirvegun. Jón S. Baldurs gekk ungur sam- vinnuhreyfingunni á hönd og hef ur alla ævi helgað henni kraft3 sína og ævistarf að mestu, hann hefur verið hugsjón sinni trúr og tryggð hans við heimabyggð sín£ er mjög virðingarverð. Ef sagí samvinnufélaganna í Húnaþingi verður einhvern tíma skráð, þá ei það trú mln, að nafn Jóns S. Bald- urs beri þar hátt á meðal ýmissa fleiri góðra manna, bæði fyrr og siðar. Jón S. Baldurs fæddist 1 Hvammi í Laxárdal 22. júní 1898, sonur hjónanna Ingibjargar Jóns dóttur og Sigurjóns Jóhannssonar sem bjuggu í Finnstungu í Ból- staðarhlíðarhreppi og víðar. For- eldrar Jóns voru bæði af hún- vetnskum ættum, sem ekki verða raktar hér — enda hafa þær ver- ið raktar að nokkru, í afmælis- grein sem skrifuð var þegar Jón varð sextugur. Jón kvæntist 30. maí 1922, Arn- dísi Ágústsdóttur Blöndal, Lárus- sonar, sýslumanns á Kornsá og konu hans Ólafíu Theodórsdóttur, Ólafssonar, verzlunarstjóra á Borð eyri. Arndís fæddist í Saurbæ i Vatns dal 30. október 1899 og á því sjö- tíu ára afmæli nú í haust. Börn þeirra hjóna eru tvö: Jóhann kvæntur og búsettur í Rvík og Theodóra búsett ár Blönduósi giít Knúti Berndsen, húsasmið. Heimilj þeirra Arndísar og Jóns hefur verið til fyrirmyndar á marg an hátt, Þar hefur ríkt gestrisni og glaðværð og hin kyri-láta ró húsfreyjunnar, ásamt vakandi á- huga fyrir velferð heimilisins, hef ur létt manni hennar störfin, sem hafa verið mikil og margþætt. Þegar Jón S. Baldurs var sjö- tuigur vorið 1968, héldu þau hjón- in dýrðlega veizlu í félagsheimil- inu á Blönduósi og komu þangað um 800 manns, enda voru allir þangað velkomnir. Þetta sýnlr Jjós lega höfðingsskap þeirra hjóna og í öðru lagi hvað þau eru vlnsæl hér 1 héraðinu. Við þetta tækifæri barst Jéni mesti fjöldi af kiveðj- um og skeytum, svo og miikið af 11 ÍSLENDiNGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.